Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 45
UMRÆÐAN
Fólkið er hluti
af lífríki Mý-
vatnssveitar
A UNDANFORN-
UM vikum og mánuð-
um hef ég þrásinnis
orðið var við að ýmsir
vinna að því með skipu-
lögðum hætti, að Kísil-
gúrverksmiðjan í Mý-
vatnssveit verði lögð
niður. Þó er þessum
sömu mönnum kunn-
ugt að þar nyrðra hefur
fjöldi fólks atvinnu sína
og lífsviðurværi af kís-
ilgúmnnslunni. Ef
henni yrði hætt og eng-
inn atvinnurekstur
kæmi í hennar stað
yrði þetta fólk að yfir-
gefa heimili sín og
flytja á aðrar slóðir. Eignir þess
yrðu verðlitlar og lífsstarfið farið
fyrh- lítið. Þetta skemmtilega og fal-
lega samfélag riðaði til falls.
Halldór
Blöudal
Kísilgúr
/
Eg er þeirrar skoðunar,
segír Halldór Blöndal,
að óhjákvæmilegt sé að
færa út námaleyfi Kísil-
iðjunnar til þess að fá
svigrúm til að meta bet-
ur framtíðarstöðu
verksmiðjunnar.
Tilefni þessara orða er m.a. bréf
Náttúrurannsóknastöðvarinnar við
Mývatn, dags. 30. janúar 1999. Það
er umhugsunarefni að enginn sem
þar vinnur á heimili sitt í Mývatns-
sveit né á Norðurlandi. Ef þar verð-
ur engin breyting á þykir mér rétt
að breyta nafni stöðvarinnar og láta
hana einfaldlega heita: Náttúru-
rannsóknastöðin í Reykjavík.
Bréf Rannsóknastöðvarinnar
fylgdi ályktun stjórnar hennar. Þar
segir m.a.: „Rannsóknir sýna, að
námugröftur með núverandi tækni
spilli lífríki Mývatns." Þetta er
vafasöm fullyrðing. Auðvitað breyt-
ir námugröfturinn lífríkinu eins og
öll umsvif mannsins, hvar sem
hróflaíþ er við landinu eða náttúr-
unni. Eg hygg á hinn bóginn að
stjórnarmenn í Náttúrurannsókna-
stöðinni geti ekki sýnt fram á, að
námugröfturinn hafi skaðað fuglalíf
eða silungastofninn í vatninu. Ég
þekki innfædda Mývetninga, mikla
náttúruskoðendur og náttúruunn-
endur. Svo má heita að þeir hafi
horft til vatnsins á hverjum degi
ævi sinnar. Um þessi efni hafa þeir
aðra sögu að segja en felst í ályktun
stj órnar N áttúrurannsóknastöðvar-
innar. Ég hef tilhneigingu til að
trúa þessum mönnum.
Síðustu vikur hefur mér æ oftar
orðið hugsað til ástandsins í Mý-
vatnssveit. Enginn vafi er á því að
þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið hafa verið út frá þröngum for-
sendum og sömu mennirnir komið
aftur og aftur að verkinu. Ég dreg
ekki í efa að eins og þeir hafa komið
ö4GFlK^S
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
að því hafi það verið
vel unnið. Ég hef á
hinn bóginn rökstudd-
an grun um að rann-
sóknimar hafi ekki
verið á nægilega breið-
um grunni reistar. Svo
skulum við ekki
gleyma því að það er í
mannlegu eðli að
standa á fyrri niður-
stöðum jafnvel lengur
en stætt er. Fólkið í
Mývatnssveit á það
inni hjá þjóðfélaginu að
grunnurinn undir
rannsóknunum verði
treystur með því að ný-
ir vísindamenn komi að
verkinu með ferskar hugmyndir og
ungir í andanum.
I ályktun stjórnar Rannsókna-
stöðvarinnar segir: „Núgildandi
námaleyfi byggist á samkomulagi
iðnaðar- og umhverfisráðuneyta og
þeirri forsendu að námugreftri úr
Mývatni ljúki er hráefni er þrotið
innan skilgreinds vinnusvæðis en í
síðasta lagi árið 2010.“ Mér er ekki
kunnugt um neitt slíkt samkomulag
sem stjómvöld hafa staðið að. Enda
vaknar þá líka spurningin hver skuli
vera þinn aðilinn að samkomulag-
inu. í umboði hvers skyldi hann
hafa unnið? Ég hef spurt fólk að því
í Mývatnssveit, en það kannast ekki
við að hafa gefið neitt slíkt umboð.
Ríkisstjórnin hefur ekki gefið það
og ekki Alþingi.
Enn segir í ályktun stjórnar
Rannsóknastöðvarinnar: „Mat á
umhverfisáhrifum vinnslu með
gamalli tækni á nýjum svæðum
svarar varla kostnaði því að þess
konar vinnslu hefur þegar verið
hafnað." Þegar gengið er til verks
með þvílíku hugarfari þarf hvorki
að spyrja um vinnubrögð né niður-
stöður. Óviljinn til að vinna verkið
leynir sér ekki.
Ég er þeirrar skoðunar að óhjá-
kvæmilegt sé að færa út námaleyfi
Kísiliðjunnar til þess að fá svigrúm
til að meta betur framtíðarstöðu
verksmiðjunnar. Fólkið í Mývatns-
sveit er hluti af því lífríki sem þar
er. Við eigum að bera virðingu fyrir
lífsstarfi þess og stöðu. Vel getur
komið til greina að annar rekstur en
kísilgúrvinnsla hæfi á þessum stað.
Þá skulum við leggja grunn að því
og vinna að því í staðinn fyrir að ýta
undir óöryggi og valda kvíða í Mý-
vatnssveit.
Höfimdur er samgönguráðherra.
Úrsögn úr ESB yrði
ekki auðveld síðar meir
ÚLFAR Hauksson
hefur ákaft reynt að
telja lesendum blaðsins
trú um það seinustu vik-
umar að íslendingar
hafi ekkert að óttast við
aðild að ESB hvað varð-
ar yfirráð sín yfir fiski-
miðunum við landið með
þeim rökum að „Evr-
ópusambandsþjóðir
hafa enga viðurkennda
veiðireynslu á Islands-
miðum og fengju þar af
leiðandi engar aflaheim-
ildir“. I seinasta pistli
mínum sýndi ég fram á
að hugtakið „veiði- Ragnar
reynsla“ hefur enga Arnalds
fasta, viðurkennda
merkingu hjá ESB og ræðst af því
hvað hentar hverju sinni á þeim bæ.
Ef marka má nýútgefinn bækling frá
ESB virðist veiðireynslan nú um
stundir miðuð við árin 1973-78 og
telst samkvæmt því yfir 100 þúsund
tonn hér við land. Hvað sem hæft er
í því ætti öllum að vera ljóst að íyrri
fullyrðing Úlfars um „enga veiði-
reynslú' ESB-ríkja á íslandsmiðum
var algerlega út í bláinn. í nýjum
pistli sínum 19. mars sl. reynir hann
enn að berja í brestina í eigin mál-
flutningi með því að vitna til aðildar-
samninga Norðmanna við ESB árið
1994 þar sem byggt var á veiði-
reynslu áranna 1989 til 1993. Fengu
þá Norðmenn tryggingu fyrir því að
halda yfirráðum sínum yfir norskum
fiskimiðum um ókomin ár? Aldeilis
ekki! Samið var um veiðar á nokk-
urra ára aðlögunarskeiði en um
framtíðina var allt á huldu.
í skýrslu Kristjáns Skarphéðins-
sonar sem sjávarútvegsráðuneytið
gaf út í október 1994 er vitnað til
greinargerðar norsku heildarsam-
takanna innan sjávarútvegsins, Nor-
ges fiskarlag, þar sem m.a. sagði að
„með aðild að Evrópusambandinu
missi Noregur forræðið yfir nýtingu
fiskistofnanna fyrir sunnan 62.
breiddargráðu frá og með fyrsta
degi en frá og með 1. júlí 1998 á haf-
svæðinu fvrir norðan 62. breidd-
argráðu.“ I samræmi við þetta var
iyrirsögn þeirra ákvæða sem skil-
greindu aflahlutdeild Norðmanna:
„Tímabundin ákvæði“.
Neitunarvald í ESB mun hverfa
Úlfar segir það óþekkt með öllu í
ESB að gengið sé „þvert á grund-
vallarhagsmuni aðildarríkis". Skoð-
um þá fullyrðingu nánar. Stór hluti
útgjalda ESB eru styrkir til land-
búnaðarmála og auðvitað er það
gríðarlegt hagsmunamál fyrir
helstu landbúnaðarríkin að
styrkirnir haldist í þeim mæli sem
ákveðið var í öndverðu. En vegna
stækkunar ESB er nú talið brýnt að
draga verulega úr
þessum styrkjum, og
þrátt fyrir hávær mót-
mæli einstakra ríkja
sem mestra hagsmuna
eiga að gæta neyðast
þau til að fallast á stór-
felldan niðurskurð
styrkja á næstu árum.
En Úlfar Hauksson á
ráð við þessu. Hann
segir að ríki sem teldi á
sér brotið geti annað-
hvort „lamað starfsemi
þess í öllum veigamestu
málunum þar sem sam-
hljóða ákvörðunar er
krafist“ eða sagt „skilið
við ESB“. Að sjálfsögðu
veit Úlfar að meirihluta
ákvarðanh' verða senn meginreglan
innan ESB og neitunarvald ein-
Evrópusambandið
Afar óhagstætt er
fyrir okkur, segir
Ragnar Arnalds, að
afhenda umboðið til
gerðar fríverslunar-
samninga í hendur
erlendra aðila.
stakra ríkja mun smám saman
hverfa úr sögunni með fjölgun aðild-
arn'kja.
En yrði þá ekki einfalt fyrir okkur
íslendinga að yfirgefa ESB ef okkur
líkaði ekki vistin og ekki væri orðið
við óskum okkar? Ríki sem ganga í
Evrópusambandið aðlaga atvinnu-
vegi sína að víðtæku styrkjakerfi og
verða mjög háð því fjárhagslega
jafnframt því sem þau gjalda háa
skatta til sambandsins. Það kostar
því aðildarríkin mikið efnahagslegt
rask að brjótast út. Auk þess eru
engin ákvæði um úrsögn í Rómar-
sáttmálanum. Hugsanleg úrsögn er
því háð vilja beggja samningsaðila,
aðildarríkisins og ESB. Vera má að
enn um sinn verði auðsótt fyrir ríki
að segja sig úr ESB. En hvað síðar
verður þegar ESB hefur endanlega
þróast í voldugt sambandsríki er allt
á huldu. Sagan þekkir mörg dæmi
um fylki í stórríkjum sem reyndu að
endurheimta sjálfstæði sitt en
mistókst eins og þegar 11 Suðurríki
reyndu á seinustu öld að slíta sig
laus úr Bandaríkjunum en höfðu
ekki árangur sem erfiði.
tírskurðarvaldið ekki
í okkar höndum
Úlfar kvartar yfir því að ég hafi
ekki svarað ábendingum sínum um
eftirlit í fiskveiðilögsögu strandríki,
en í grein minni 18. febr. sl. nefndi
ég að íslendingar myndu vafalaust
„reyna að hafa eftirlit með erlendum
veiðiskipum með því að senda eftir-
litsmenn um borð, en úrskurðarvald-
ið um brot á reglum yrði ekki lengur
í okkar höndum.“
Að frumkvæði mínu var nýlega
spurst fyrir um þetta atriði hjá
Harry Coster, starfsmanni ESB,
sem fer með mál er varða eftirlit og
veiðileyfi hjá ESB. Hann staðfesti að
reglumar sem fylgt væri við eftirlit
með veiðum skipa frá ESB-ríkjum
kæmu frá stofnunum ESB. Strand-
ríki gæti að vísu tekið upp strangari
reglur en ESB hefði sett. En þær
ættu þá einungis við skip strandrík-
isins en ekki skip annarra aðildar-
ríkja. Strandríkið gæti kært veiðar
þeima til fánaríkisins sem tæki síðan
ákvörðun um sektir eða önnur viður-
lög. Hann staðfesti sem sagt að end-
anlegt úrskurðarvald um ólöglegar
veiðai- væri ekki í höndum strandrík-
isins og er það allt önnur mynd af
gangi mála en Úlfar gaf í grein sinni.
Úlfar tínir til þá alþekktu stað-
reynd að ESB-ríkjunum hefur ekki
gengið vel að nýta sér 3000 tonna
karfakvóta sem þau fengu í íslenskri
lögsögu í tengslum við EES- samn-
inginn í skiptum fyrir 30 þús. tonn af
loðnu. En hann lætur þess ekki getið
að Islendingum hefur einnig gengið
illa að nýta sér loðnutonnin. A þeim
fimm árum sem síðan em liðin nýtt>
ist þessi loðnukvóti ekkert í þrjú ár
og aðeins að hálfu hin tvö árin, þ.e.
árin 1996-98.
Og áfram reynir Úlfar að telja
okkur trú um að viðskiptasamning-
ar ríkja standi óskertir eftir inn-
göngu í ESB. Hann rekur 1. mgr.
307 gr. Amsterdamsáttmálans en
sleppir 2. mgr. sem skiptir þó öllu
máli eins og ég gat um í seinasta
pistli. Fyrir inngöngu sína í ESB
höfðu Svisslendingar, Austurríkis-
menn, Finnar og Svíar gert fríversl-
unarsamning við Islendinga sem
m.a. fól í sér ótakmörkuð, tollfrjáls
viðskipti með sjávarafurðir. Eftir
inngöngu í ESB féllu þessi ákvæði
niður en í staðinn kom takmarkaður
kvóti á tollfrjáls viðskipti með sjáv-
arafurðir. Sem sagt: allt önnur og
lakari niðurstaða!
Sömu yrðu örlög fríverslunar-
samninga sem við höfum gert við ríki
utan ESB ef ísland gengi í samband-
ið. Þar sem vonir um aukna sölu
sjávarafurða eru ekki síður tengdar
löndum utan ESB en innan er afar
óhagstætt fyrir okkur að afhenda
umboðið til gerðar fríverslunar-
samninga í hendur erlendra aðila
sem allt annarra hagsmuna hafa að
gæta.
Höfundur er alþingismaður.
im Arrtesþing,
sumarbústabaeigendur... Tilvalið að líta inn.
Við bjóðum ykkur velkomin í söfn og sund.
Born í berjamó. Með rá og reiða. Húsið á Bókasöfn eru
Enstöksýningá Áraskipið Farsæll I Eyrarbakka. eldsneyti hugans.
rimöxnum svart-hvítum Sjóminjasafninu á Sýning á bæjarmyndum 1 sumarbúslaðinn:
kolateikningum Eyrarbakka. MatthiasarSigfússonar Gott úrval afsígildri tónlist
kagnheiSar Jónsdóttur Opiðskírdag, laugard. opnarumpáskana. ogdeeguriónb-aukbóka
í listasafni Amesinga, og mikils úrvals tímarita.
Tryggvagötu 23 á Selfossi. fyrirpáskaogannaní Opiö skírdag, laugard. Bæjar- og héraðs-
oáskumkl. 14-17. fyrirpáskaogannaní bókasafniðáSelfossi.
Opiöskírdag páskumkl. 14-17.
og fram á páskadag kl. 14-17,annanípáskum kl. 14-18. IBIp Opiðkl. 13-20 allavirkadaga.
Fræðslu- og menningarsvið Árborgar. Atvinnuþróu
Sundhöll Selfoss
er opin
kl. 10-20
alla póskana.
Sundlaug Stokkseyrar
er opin skírdag,
laugard. fyrir póska
og annon í póskum
kl. 10-15.