Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Dómstólar og réttarfar RETTARHÖLDIN í fyrnefndum málum fjölluðu um fleira en um sekt og sakleysi sak- borninga, þau snerust um að sanna sakleysi rannsóknaraðila. Ekki bara harðrseði heldur einnig gagnvart röng- um sakagiftum. Rökstuðningur á beiðni um endurupptöku Það er ekkert óeðli- legt við að mál séu skoð- uð upp á nýtt. Ekki síst þegar aðili hefur þurft að þola dóm og hefur setið hann af sér. Einnig þegar það er viðurkennt út frá al- mennri réttlætiskennd að aðili hafi ekki notið nægilegar vemdar hag- muna sinna. Almennur skilningur á tilkomu falsjátninga hefur aukist og ekki síst í málum þar sem þykir sann- að að menn hafí verið beittir harð- ræði. I íslensku réttarfari er svokallað frjálst sönnunarmat, það er að segja dómari hefur frjálsar hendur með að meta hvað hann telur sannað. En það er ekki þar með sagt að viðkomandi hafi haft rétt fyrir sér. I opinbemm málum takmarkast sönnunarreglur við það sem ákæruvald telur sannað. I bresku og bandarísku réttarfari era sérstakar lagareglur, „law on evidence“, en í íslenskum rétti er þessu öðravísi farið. Efnisleg gögn geta talist til huglægra atriða svo sem sögulegar frásagnir af atburðum sem eiga að hafa gerst. í flestum ná- grannaríkjum telst efnisleg gögn, „material evidence“, til áþreifanlegra staðreynda, ummerki brota og þess Sævar Ciesielski háttar. En það eru fleiri hliðar á þessu máli. Dómari sem ekki þekkir staðreyndir máls til fulls getur ekki neit- að að dæma mál. Hann verður að binda enda á þrætur þó að hann skorti fullnægjandi upplýsingar. Þess vegna er það ekkert óeðlilegt að mál sé end- urupptekið þegar máls- atvik skýrast, eins og þegar það er upplýsist að ranglega var staðið að rannsókn auk ann- arra upplýsinga um at- vik sem vora óljós í lokadómi. Þetta gleym- ist oft í umræðunni um endurupp- töku dæmdra mála. Það stafai’ af misskilningi af orðalaginu að binda endi á þrætur. Þór Vilhjálmsson fyrrum Hæsta- réttardómari skilgreinir hugtakið í kennsluhefti um réttai-far nr. I., út- gáfa 1971, bls. 50, um sönnunar- byrði: „Stundum fást alls engin sönnunargögn, en oftast fást ein- hver, en ófullnægjandi gögn. í hlið- stæðum aðstæðum verða verkefni á öðrum sviðum ekki leyst. Læknir hefur ekki lyf, sem dugar á sjúkdóm. Þá er sjúklingurinn ekki læknaður. Verkfræðingur, sem ekki á kost á neinni útreikningsaðferð, sem hæfir því vandamáli, er fyrir honum liggur, leysir það ekki. Dómar’i sem ekki þekkir staðreyndii' máls til fulls, af því að þær hafa ekki verið sannaðar, getur ekki gengið frá og neitað að dæma málið, nema í þeim tilvikum, að málið er vanreifað af því að van- rækt hafi verið að afla gagna, sem fá Armannsfel! m. Leggur grunn að go-dri framtíð Funahöfða 19 í Sími 577 3700 ! www.armannsfeli.is Aðalfundur Ármannsfells hf. verður haldinn á skrifstofu félagsins að Funahöfða 19, 2. hæð, þriðjudaginn 13. apríl kl: 16:00 Aðalfundur Dagskrá: © Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. grein samþykkta félagsins. © Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 2. og 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. © Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilt að ákveða að hlutabréf í félaginu skuli gefin út með rafrænum hætti. (Breyting á 4. gr. samþykkta félagsins) © Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur félagsins fyrir árið 1998 liggur frammi á skrifstofu félagsins. BILSTOLAR Gæði - Öryggi - Frábær hönnun á góðu verði Lokaö íaugardaginn 3. apríl má, eða með öllu sé ógerlegt að átta sig á málavöxtum. Hér er því dómar- inn í sérstakri aðstöðu, sem er ólík aðstöðu læknisins og verkfræðings- ins. Hann verður að binda endi á þrætur, þó hann skorti fullnægjandi upplýsingar." Eins og Þór Vilhjálmsson lýsir þessu þá er ekkert til fyrirstöðu að mál sé skoðað að nýju, því dómstólar eru nauðbeygðir til að kveða upp dóma. Það er að segja, það er ekki hægt að hlaupa frá málum. Einnig verður að hafa í huga að reglur um sönnunarfærslu geta talist óþarfar þar sem frjálst sönnunarmat er við- urkennt. Það gefur einnig tilefni til að ætla megi að sönnunargögn sem lögð eru fram í máli geta verið rang- lega metin. Mér finnst afstaða Hæstaréttar vera á þá lund að ekki megi hrófla við dómum sem hafa verið afgreíddir í lokadómi, þó allt bendi til þess að þeir hafi verið rök- studdir með hæpnum forsendum. I úrlausn Hæstaréttar 15. júlí 1997 er oftlega vísað í dóm Hæstaréttar 1980; að afstaða hafi verið tekin til ýmissa atriða án þess að gera grein fyrir hver sú afstaða hafi verið. Þeg- ar betur er að gáð þá finnst ekki þessi afstaða og því ekki hægt að telja þetta annað en beinan útúr- snúning. Verjendur í Geii'finns- og Guð- mundarmálum kröfðust sýknudóma yfir skjólstæðingum sínum í héraði og Hæstarétti. Sönnunarbyrðin hvíldi á játningum. Þótt ný gögn hafi komið fram, hvernig staðið var að rannsókn, þá taldi Hæstiréttur að það hefði ekki breytt niðurstöðu dómsins 1980. Fangelsisdagbækur m.a. sýna fram á hvernig yftrheyrsl- um var háttað. Ef hliðsjón er höfð af því að meðal viðurkenndra grund- vallarreglna í opinberu réttarfari er reglan um að ekki skuli byggja sak- fellingu í sakamáli á játningum, sem Dómsmál Mér fínnst afstaða Hæstaréttar vera á þá lund, segir Sævar Ciesielski, að ekki megi hrófla við dómum sem hafa verið afgreiddir í lokadómi, þótt allt bendi til þess að þeir hafi verið rökstuddir með hæpnum forsendum. aflað er með ólögmætum hætti hefði mátt búast við annari niðurstöðu. Yfirhylining Réttarhöldin í fyrrnefndum mál- um fjölluðu um fleira en sekt og sak- leysi sakborninga, þau snerust um að sanna sakleysi rannsóknai’aðila. Ekki bara harðræðið heldur einnig gagnvart röngum sakagiftum, gegn fjórum öðrum aðilum málsins. í fjöl- miðlum var rekinn harður áróður fyiTr því að rétt niðurstaða fengist. Ekki vegna Geirfinns og Guðmund- armála, heldur vegna rangi’a sakar- gifta. Þýskur rannsóknaraðili var fenginn til landsins, því rannsóknar- aðilar höðu farið offari. Hans hlut- verk var að sannfæra þjóðina með fagmannlegum hætti hverjir væru sekir í þessum málum. Vai- lögð áheyrsla að ná fram játningum og samrýma framburði. Þá fékkst skýr- ing á því hver hafi borið sakir á hvern. Þegar svo kallaðii’ fjórmenn- ingar voru látnir lausir úr gæslu- varðhaldi, „klúbbmenn", þá hefði átt að fara fram sjálfstæð rannsókn á því hvers vegna þessir aðilar voru handteknir. I þess stað voru rannsóknaraðilar látnir rannsaka sjálfan sig, með að- stoð hins þýska sérfræðings. Hald- inn var blaðamannafundur á vegum Sakadóms Reykjavíkur í febrúar 1977. Yfirlýsingar um að fjórir aðilar hafi játað vera valdir að dauða Geir- finns Einarssonar, og að hafa borið sakir á saklausa aðila. Það hlaut að skipta verulegu máli hvernig þessar játningar voru tilkomnar. Hvai’f Geirfinns átti að hafa borið að með þeim hætti, að hann hafi farið á stefnumót við menn vegna spíravið- skipta. Það sjá það allir sem hafa kynnt sér þessi mál, að það var tóm- ur tilbúningur til að koma höggstað á svo kallaða fjórmenninga. Geir- finnur var aldrei í neinum spíramál- um. Niðurstaðan hins þýska aðila vai’ þessi: „Sævar ætlaði að kaupa spíra en Geirfinnur ætlaði einnig að kaupa spíra, misskilningm- kostaði hann lífið.“ Hin fræga leirstytta var talin aðalsönnunargagn málsins að mati hins þýska sérfræðings og átti að sanna að hún væri af einum sak- borningi málsins þó að styttan líktist honum ekkert. Nú hefur komið á daginn að hún hafi verið gerð eftir ljósmynd af einum fjórmenninganna og mun þetta mál verða væntanlega rannsakað á komanda sumri. Afstaða Hæstaréttar 15. júlí 1997 og nú 18. mars 1999, er ekki óskiljan- leg, þó að hún sé fáránleg, í því ljósi að Sakadómur Reykjavíkur, sem kvað upp dóma 1977 og bar jafnframt ábyrgð á rannsókn málsins, hlaut að láta hagsmuni sína ráða niðurstöðum. Sönnunargögn um sýknu eða sekt hafa hér ekkert að segja gagnvart þeim gífurlegu hagsmunum sem voru í veði. Ef þessir hagsmunir eru látnir ráða þá er hægt að skilja hvers vegna Hæstiréttur kemur ekki auga á þau atriði sem aðrir sjá og ættu að koma til álita vegna endurupptöku málsins. Höfundur vinnur við endurupptöku nuílsins. Opið bréf til borgarstjóra Klapparstíg 27 - Sími 552 2522 NÚ ER svo komið að ég verð að skrifa þér nokkrar línur og kýs að birta bréfið í fjölmiðl- um vegna þess að efni þess á erindi við svo marga. Tilefni þessa bréfs eru þær ógöngur sem málefni kennara í Reykjavík era komin í. Eftir síðustu kjara- samninga (1997) þótti ljóst að laun þau sem kennurum stóðu til boða voru ekki talin nógu íysileg til að halda úti eðlilegu skólastarfi í landinu. Strax að loknum samn- ingum bragðust sveit- arfélög víða á landinu við þessu vandamáli á þann veg að bæta laun kennara. Nú á vormánuðum er staðan þannig að flest stærri sveit- arfélög hafa gert nýja launasamn- inga við kennara. En snúum okkur þá að höfuðborg landsins. Ég ætla að rifja upp sam- skipti kennara við borgaiyfirvöld undanfarna mánuði. Seinni hluta árs 1998 kom hópur kennara úr Reykjavík að máli við þig vegna launamála. Þótti okkur sjálfgefið að þú værir tilbúin til að gera a.m.k. jafn vel við kennara í borginni og önnur sveitarfélög gera. Reyndar hafðir þú sagt það í fjölmiðlum að engar launabætur umfram kjara- samninga kæmu til greina. En við töldum að þegar þú heyrðir rök okkar þá brygðist þú við á sama hátt og aðrir „borgarstjórar" á ís- landi. Kennarahópurinn lagði fram röksemdir sínar og beið svars. Og svarið kom frá skrifstofu þinni: Engar launahækkanir kæmu til greina fyrir kennara í Reykjavík nema að „kerfisbreyting" yrði gerð á vinnutíma kennara. A sama tíma voru launanefnd sveitarfélaga og kennarafélögin kölluð saman til að ræða um vinnu- tíma kennara og hafa þær viðræður María Norðdahl fengið vinnuheitið „til: raunasamningur". í síðustu kjarasamning- um var gerð bókun þess eðlis að á samn- ingstímanum ætti að ræða m.a. vinnutíma kennara og ber að fagna þessu framtaki. En þetta snertir kenn- ara í Reykjavík ekki sérstaklega; þessi vinna er unnin á vegum heildarsamtaka okkar og samtaka sveitarfé- laga. Eftir standa kröf- ur kennara í Reykja- vík. En þá gerast undar- legir hlutir, Ingibjörg Sólrún. Reykjavíkurborg kýs að hafna öllum viðræðum um launamál kennara í Reykjavík á meðan þessar viðræður um „tilraunasamning" fara fram. Önnur sveitarfélög hafa á sama tíma gert samninga við kennara og Kjaramál Kennurum í Reykjavík hefur verið haldið í gíslingu í marga mánuði, segir María Norðdahl, á meðan við- ræður fara fram um tilraunasamning á milli sveitarfélaga og KI. þar hafa þessar viðræður ekki tafið fyrir. Kennurum í Reykjavík, taktu eftir, aðeins í Reykjavík, hefur verið haldið í gíslingu í marga mánuði á meðan viðræður fai’a fram um til- raunasamning á milli sveitaifélaga og KÍ. Kæra Ingibjörg Sólrún! Þú hefur talað um að í Reykjavík eigi að vera góðir skólar og ekki bara það, heldur sé stefna R-listans sú að hér verði bestu skólar í Evrópu. I Reykjavík era flestir réttindakennar- ar starfandi á landinu, margir með langa háskólagöngu að baki; í dag era þeir lægst launuðu kennararnir. En geram okkur grein fyrir að með áframhaldandi vanvirðingu við störf kennarans, lítils metið vinnuft’amlag, lftils metna menntun og ábyrgð þá mun réttindakennuram fækka ört í borginni og hvað verður þá um öll faguryrðin varðandi góða skóla og góða menntun? Það er göfugt að hafa góða hugsjón, en hún dugir skammt ef R-listinn kúvendir ekki afstöðu sinni gagnvart kröfum kennara. Þá er hætt við að margir kjósendur verði fyrir vonbrigðum því óneitan- lega lögðu margir traust sitt á listann í kosningum einmitt vegna loforða þeirra varðandi stefnu hans í menntamálum. Réttindalausum kennuram fjölgar í Reykjavík og sumir skólar ná ekki að fylla í kennarastöður fyrr en dag- inn sem nemendur mæta að hausti og þá verður að sjálfsögðu að taka það sem býðst. Það sér hver maður hvert stefnir og okkur er annai’a um bömin okkai’ en svo að þið getið gjör- samlega hundsað kröfur okkar og ráðleggingar. Verkstjóri (kennari) sem stjómai’ að meðaltali 25 einstak- lingum á viðkvæmasta og frjóasta æviskeiði þeirra á skilið gott betui’ en það sem hann nú fær. í raun era laun hans óskiljanleg miðað við það mat sem lagt er á verkstjóm á almennum vinnumarkaði. Ég efast ekki um að þér finnist bömin okkar það dýr- mætasta sem við eigum og það á R- listinn að sýna í verki. Að lokum, Ingibjörg Sólrún. Það verða ekki ánægðir kennarar sem koma til starfa í Reykjavíkurborg að loknu páskaleyfi - verði ekki komið raunhæft svar við launakröf- um okkar. Höfundur er grunnskólakennarí í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.