Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 51

Morgunblaðið - 30.03.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 51 Einstætt skákmót SKAK Grand Rokk STÓRMEISTARAMÓT GRAND ROKK 26. raars 1999 Taflfélag Grand Rokk stóð fvrii' ein- stæðu skákmóti á föstudaginn. I fyrsta skipti tefldu allir íslensku stór- meistararnir, níu talsins, saman á skákmóti. Þeir Grand Rokk-menn eiga heiður skilinn fyrir að ná þessum af- reksmönnum sam- an, því margir þeirra eru í krefj- andi störfum þar sem lítill tími gefst til taflmennsku. Engu að síður tókst þetta, þótt með naumindum væri. Þannig þurfti Jón L. Amason t.d. að fara beint af skák- mótinu út á Kefla- víkurflugvöll þar sem hann var á leið úr landi. Þá þurfti Helgi Áss Grétars- son að gera sér sér- staka ferð til lands- ins, en hann dvelst erlendis um þessar mundir. Mótið tókst að öllu leyti vel og vakti mikla athygli. Fyrir skákáhugamenn var þetta stórviðburðm- og margir hafa vafalaust glaðst yfir því að sjá elstu stómieistai-ana okkar, þá Friðrik Ólafsson og Guðmund Sigurjónsson, við taflborðið á nýjan leik. Alls voru keppendur 14, en auk stórmeistaranna tóku þeir Dan Hansson, Róbei-t Harðar- son, Sigmbjörn Bjömsson, Sæv- ar Bjarnason og Tómas Björns- son þátt í mótinu. Lokaröð keppenda varð sem hér segir: 1. Jóhann Hjai-tarson 10‘/z v. 2. -3. Hannes H. Stefánsson 9'/z v. 2.-3. Helgj Ólafsson 9M: v. 4. Margeir Pétursson 9 v. 5. Þröstur Þórhallsson 8/2 v. 6. Helgi Ass Grétarsson 8 v. 7. Jón L. Ámason 7 v. o.s.frv. Æfingaleysið setti strik í reikninginn hjá þeim Friðriki og Guðmundi, sem hvað eftir annað byggðu upp vinningsstöður, en misstu þær niður í tímahraki. Hins vegar hrakku þeir í gang seinni hluta mótsins og var það sérstaklega áberandi hjá Frið- riki, sem fékk fjóra vinninga af sjö í síðustu skákunum og gerði m.a. jafntefli við Jóhann og sigr- aði Jón L. Þá vann Guðmundur Hannes Hlífar í næstsíðustu um- ferð. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Guðmundur eru enn skeinuhættir og lítið þarf til þess að þeir komist í gott form á nýj- an leik. Mótsstjórn var skipuð þeim Hrafni Jökulssyni og Kristjáni Erni Elíassyni. Ríkharður Sveinsson var skákdómari á mótinu. Kramnik sigrar á Amber-skákmótinu Ki-amnik vann verðskuldaðan sigur á Amber-skákmótinu í Mónakó. Hann hlaut 14/2 vinn- ing í 22 skákum. Shirov og Topa- lov lentu í 2.-3. sæti, hálfum vinningi á eftir Kramnik. Anand gekk best allra í at- skákunum, fékk 7'/2 vinning. Þar lenti Kramnik í öðra sæti með 614 vinning. Eins og áður hefur komið fram var frammistaða Anand í blindskákunum hins vegar mun lak- ari, en þar fékk hann fjóra vinninga og lenti í einu af neðstu sætunum. Þeir Kramnik, Shirov og Topalov urðu langefstir í blindskákunum, fengu allir átta vinninga. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Vladimir Kramnik 2751 W'/z v. 2. -3. Alexei Shirov 2726 14 v. 2.-3. Veselin Topaiov 2700 14 v. 4.-5. Joel Lautier 2596 ll'/zv. 4.-5. Viswanathan An- and 2781 ll'/z v. 6. Anatoly Karpov 2710 11 v. 7. -9 Vassily Ivanchuk 2714 9!4 v. 7.-9. Predrag Nikolic 2633 94 v. 7.-9. Ljubomir Lju- bojevic 2571 9V4 v. 10.-12. Jeroen Piket 2619 9 v. 10.-12. Boris Gelfand 2691 9 v. 10.-12. Loek van Wely 2632 9 v. Einvígi Spassky og Korchnoi Þeir Boris Spassky og Viktor Korchnoi tefla nú tíu skáka ein- vígi í Sankti Pétursborg. Einvíg- ið er haldið í tilefni af 275 ára af- mæli háskólans sem kenndur er við borgina. Hvor keppandi fær eina klukkustund fyrir skákina og tefldar era tvær skákir á dag. Þegar fjóram skákum er lok- ið er staðan jöfn, 2-2. Spassky vann fyrstu skákina, en Korchnoi aðra og þriðju. Spassky náði síðan að jafna leikinn í fjórðu skákinni. Ekki er teflt í dag, 30. mars, en einvíginu lýkur 1. apríl. Áslaug Kristinsdóttir kvennameistari Reykjavíkur Keppni í kvennaflokki á Skák- þingi Reykjavíkur 1999 er lokið. Kvennaskákmeistari Reykjavík- ur 1999 varð Aslaug Kristins- dóttir, en hún sigraði Aldísi Rún Lárasdóttur U/2 - /2 í einvígi um fyrsta sætið. Þær hlutu báðar 3!4 vinning af 4 mögulegum. I þriðja sæti varð Ingibjörg Edda Birgisdóttir með 2 vinninga og Harpa Ingólfsdóttir fjórða með 1 vinning. Skákstjóri var Ólafur H. Ólafsson. Páskamót TR Páskamót TR verður haldið I. apríl og hefst það kl. 16. Rétt til þátttöku eiga öll börn og unglingar 14 ára og yngri. Tefldar verða sjö umferðir sam- kvæmt Monrad-kerfi með 10 mínútna umhugsunartíma. I verðlaun eru páskaegg fyrir þrjú efstu sætin, en auk þess verður eitt páskaegg dregið út af handahófi. Mótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Friðrik Ólafsson Guðmundur Sigui'jónsson HATIÐLEGUR í BRAGÐI lPegair íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar kann kórónar matargerðina — brœddur eða djúpsteiktur — eða er einfaldlega settur beint x munninn — þá er hátíð! ÍSLENSKIR OSTAR, v www.ostur.is HVlTA HÚSIO / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.