Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDSBYGGÐIN
Gjaldstofn fasteigna á landsbyggðinni sá sami og í Reykjavík þótt markaðsvirðið sé lágt
Grafa undan
sjálfum sér
Eigendur íbúðarhúsnæðis og almenns at-
vinnuhúsnæðis á landsbyggðinni þurfa að
greiða fasteignaskatta af eignum sínum
eins og þær væru staðsettar í Reykjavík
þótt markaðsvirði þeirra sé kannski ekki
nema brot af Reykjavíkurverði. Fram
kemur í grein Helga Bjarnasonar að sumir
7
telja þetta óréttlæti sem ekki standist. A
sama tíma hefur dregið úr lánveitingum
banka og lánastofnana út á fasteignir fólks
og fyrirtækja á landsbyggðinni, meðal ann-
ars vegna ótta við að veðin verði verðlaus.
«íítiímfOT
FASTEIGNASKATTUR húsa á landsbyggðinni er reiknaður eins og
þau væru í Reykjavík, óháð verðmæti.
SVEITARFÉLÖGIN á landsbyggð-
inni innheimta fasteignaskatta af
íbúðarhúsnæði og ýmsum eignum
sem notaðar eru til atvinnurekstrar
miðað við sérstakan álagningarstofn
sem tekur mið af fasteignamati í
Reykjavík en ekki fasteignamati og
þar með markaðsverði á viðkomandi
y stað. Munurinn getur verið marg-
faldur og hefur verið að aukast
vegna hækkunar fasteignamats á
höfuðborgarsvæðinu og lækkunar
matsins í minni byggðum 7úti um
landið. Ahugamenn um málið hafa
vakið athygli á því á búnaðarþingi,
landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að-
alfundi Samtaka ferðaþjónustunnar
og víðar og Vinnuveitendasamband
Islands vinnur nú að athugun á því.
Kemur það til umræðu við endur-
skoðun laga um tekjustofna sveitar-
félaga.
Þegar ný lög um tekjustofna sveit-
arfélaga tóku gildi fyrir tæpum ára-
tug var ákveðið að jafna álagningar-
stofn til fasteignaskatts á landinu
öllu. Var það gert með því að búa til
sérstakan álagningarstofn sem
byggist á fasteignamati í Reykjavík
og skiptir þá engu máli hvers virði
fasteignin er á viðkomandi stað.
Fasteignaverð og þar með fasteigna-
mat hafði þróast með mismunandi
hætti og þar með möguleikar sveit-
arfélaga til að hafa tekjur af inn-
heimtu fasteignaskatts. Lögunum
var breytt að kröfu sveitarfélaga á
landsbyggðinni. Þórður Skúlason,
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að tekjur
sveitarfélaganna hafi verið mjög
misjafnar og umrætt ákvæði hafi
verið sett inn í þeim tilgangi að jafna
möguleika þeirra.
Grefur undan atvinnurekstri
Vinnuveitendasamband íslands
varaði við breytingunni á sínum tíma
og segist Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri sambandsins,
hafa notað þau orð að verið væri að
færa fjósin inn á Laugaveg. „Nú er
þetta farið að bíta með vaxandi
þunga því munur á fasteignamati fer
vaxandi en verðmæti eignanna er
ekkert meira en matið segir til um.
Með því að leggja skatt á allt annað
verð eru sveitarfélögin að grafa und-
an atvinnurekstri á landsbyggðinni,“
segir Þórarinn. Hann rökstyður
skoðun sína með því að segja að
landsbyggðin eigi undir högg að
sækja og fyrirtækin þurfi á að halda
allri þeini sérstöðu sem landsbyggð-
in býr yfir, þar á meðal ódýrari fast-
eignum fyrir reksturinn. Ef hins
vegar eignirnar eru skattlagðar eins
og á eftirsóttasta stað landsins hljóti
menn að velta því fyrir sér af hverju
fyrirtækin séu ekki sett upp þar.
„Þessi afstaða sveitarstjómanna lýs-
ir hættulegri sjálfseyðingarhvöt og
sýnir að þær hafa lítinn skilning á
því að þeirra svæði eru í samkeppni
við önnur um fólk og fyrirtæki," seg-
ir Þórarinn.
Formaður Félags ferðaþjónustu-
bænda hefur beitt sér í málinu vegna
þess að félagar í hans samtökum
hafa orðið fyrir barðinu á þessari
uppreiknireglu í auknum mæli. Víð-
ast hvar var litið á gistihús og veit-
ingasali á lögbýlum sem landbúnað-
arbyggingar en útihús í sveitum eru
undanþegin ákvæðum tekjustofna-
laga um hækkun álagningarstofns til
samræmis við fasteignamat í
Reykjavík. Við sameiningu sveitarfé-
laga þar sem sveitarhreppar samein-
ast þéttbýlisstöðum hefur samræm-
ing álagningar fasteignagjalda víða
leitt til þess að eignir sem notaðar
era við ferðaþjónustu hafa verið
flokkaðar með almennum eignum til
atvinnurekstar og álagningarstofn-
inn þá verið reiknaður upp og skatt-
prósentan auk þess hækkuð. Heimilt
er að leggja allt að hálfs prósents
fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði,
sumarbústaði, jarðir og útihús og
mannvirki á bújörðum sem tengd
era landbúnaði en 1,32% á aðrar
eignii- og 25% álag að auki á báða
fiokka. Yfirvöld og dómstólar hafa
krafist samræmingar í þessa átt.
Agúst Sigurðsson á Geitaskarði,
formaður Félags ferðaþjónustu-
bænda, segir að tilvik af þessu tagi
séu enn fá en þeim fari fjölgandi.
Dæmi séu um að fasteignagjöld hafi
hækkað tvö- eða þrefalt milli ára hjá
ferðaþjónustufyrirtækjum þótt
byggingar hafi ekki stækkað. Telur
Agúst að vafi leiki á um lögmæti
skattlagningar af þessu tagi, þar
sem gjaldstofninn sé ekki í samræmi
við það verð sem menn geti fengið
fyrir eignina.
Þjónustugjald eða skattur?
Vafi virðist leika á um túlkun á
eðli fasteignaskatts, hvort hann sé
almennur skattur í sveitarsjóð eða
gjald fyrir ákveðna þjónustu sem
sveitarfélagið veitir. Húnbogi Þor-
steinsson, skrifstofustjóri í félags-
málaráðuneytinu, segir að litið hafi
verið á fasteignaskattinn sem gjald
fyrir tiltekna þjónustu sveitarfélags-
ins. Það virðast hafa verið rökin fyrir
því að ákveðið var að jafna tekju-
möguleika sveitarfélaganna því þjón-
ustan sem sveitarfélögin þm-fi að
veita eigendum fasteignanna sé óháð
fasteignamati. Húnbogi nefnir
hreinsun á götum, holræsi og viðhald
þeirra, brunavarnir og fleira. Þórður
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, er á
annarri skoðun. Telur að íbúarnir
geti ekki gert kröfu um tiltekna
þjónustu fyi-ir fasteignaskattinn.
Lögð séu á sérstök gjöld til að
standa undir rekstri til dæmis hol-
ræsa og vatnsveitna.
Ef litið er á fasteignaskattinn sem
þjónustugjald verður að gera þá
kröfu til sveitarfélaganna að þau geri
grein fyrir því að gjaldið sé í sam-
ræmi við þá þjónustu sem einstak-
lingurinn nýtur. Sú regla er orðin
viðurkennd að þjónustugjöld mega
ekki vera hærri en nemur kostnaðin-
um við þjónustuna. I tilvikum ferða-
þjónustufyrirtækja í sveit virðist
erfitt að færa rök fyrir því að eigend-
ur fasteignanna hafi fengið aukna
þjónustu við hækkun fasteigna-
skattsins. Þeir eiga sínar eigin vatns-
veitur og fráveitur og reka þær, sjá
um lýsingu og hreinsun vega og svo
framvegis. Brunavarnir er eina þjón-
ustan sem í fljótu bragði má fullyrða
að þeir njóti út á fasteignaskattinn.
Agúst Sigurðsson segir að ef ekki
takist að hnekkja þessari skattlagn-
ingu á ferðaþjónustuna hljóti eigend-
ur fyrirtækjanna að krefjast sömu
þjónustu og þau fyrirtæki sem starfa
í bæjum og þorpum. Meðal annars
að sveitarfélagið leysi til sín fráveit-
ur og vatnsveitur og reki þær. Hún-
bogi vekur athygli á því að með sam-
einingu sveitarfélaga aukist sú þjón-
usta sem sveitarfélögin veita í sveit-
unum.
Skilaboð um að ekki eigi
að fjárfesta úti á Iandi
Þótt ferðaþjónustan hafi orðið sér-
staklega fyrir barðinu á umræddum
ákvæðum telgustofnalaga sveitarfé-
laga telur Agúst að aðrar atvinnu-
greinar muni einnig finna fyrir þeim
því tekjur sveitarfélaganna dugi ekki
fyrir útgjöldum þeirra. Segir hann
að sveitarfélögunum veiti ekki af
tekjunum en finna verði aðra leið til
að jafna tekjur þeiiTa. „Þetta eru
bein skilaboð um að fólk sem býr úti
á landi eigi ekki að fjárfesta á lands-
byggðinni," segir Agúst Sigurðsson.
Þórarinn V. Þórai'insson viður-
kennh' rekstrai-ei'fiðleika sveitarfé-
laganna en segir að þeir stafi af því
að fjöldi sveitarstjórna hafi ekki sýnt
nægilega ábyrgð í fjármálum.
Samkvæmt upplýsingum Hún-
boga Þorsteinssonar er vinna við
endurskoðun laga um tekjustofna
sveitarfélaga að hefjast. Sveitarfé-
lögin telja að ríkið hafi bætt á þau
verkefnum án þess að samsvarandi
tekjur hafi fylgt. Telur hann að
nefndin sem vinnur verkið muni taka
til athugunar þau sjónarmið sem
Fasteignaskatturinn hækkað um 165% frá 1997
Hætta við að stækka
FASTEIGNASKATTUR Höfða-
brekku í Mýrdal þar sem rekin er
ferðaþjónusta hefur hækkað um
165% frá árinu 1997, án þess að
byggingar hafi stækkað eða bæst
við. Eigendur fyrirtækisins hafa
fallið frá áformum um stækkun
vegna þessa og segja skynsam-
legra að fjárfesta þar sem skatt-
lagning sé í samræmi við verð-
mæti eignanna.
Fasteignaskattur Höfðabrekku
var 252 þúsund á árinu 1997 en
er tæp 670 þúsund á yfirstand-
andi ári. Við skattinn bætist
sorphirðugjald, um 60 þúsund
kr., og hefur það lækkað heldur
á þessu timabili. Hækkun fast-
eignagjaldanna stafar af því að
ferðaþjónustuhluti jarðarinnar,
það er að segja gistihús og veit-
ingahús, hafa verið flutt úr A-
gjaldflokki í B-fiokk. í A-flokki
eru íbúðarhús, sumarhús og
- ~-f* mannvirki sem nýtt eru til Iand-
búnaðar. Jóhannes Kristjánsson
og Sólveig Sigurðardóttir hættu
hefðbundnum búskap fyrir
nokkrum árum og sneru sér al-
farið að þjónustu við ferðafólk.
Við það að eignir flyljast úr A-
flokki í B-flokk þrefaldast fast-
eignaskatturinn auk þess sem
skatturinn er lagður á eignirnar
miðað við fasteignamat sambæri-
legra eigna í Reykjavík. Fast-
eignamat ferðaþjónustuhluta
jarðarinnar er tæpar 17 milljón-
ir, og á það að vera nálægt mark-
aðsverði eignanna, en álagning-
arstofninn er reiknaður upp í
tæpar 50 milljónir kr. í samræmi
við hótel í Reykjavík.
Jóhannes nefnir fleiri dæmi um
sláandi mun á því að fjárfesta í
Reykjavík og úti á landi. Þau
hjónin keyptu sér hús í Vík á 1,8
milljón kr. Ibúðin er 76 fermetrar
auk 38 fermetra í kjallara sem
ekki er með fullri lofthæð. Húsið
er metið í fasteignamati á 2,8
milljónir en álagningarstofn
hennar til fasteignaskatts er lið-
lega 5,7 milljónir kr. Álagningar-
stofninn er því meira en þrisvar
sinnum hærri en markaðsverð
eignarinnar. Þau hafa einnig ný-
lega keypt sér 105 fermetra
blokkaríbúð í Reykjavík. Fast-
eignamat íbúðarinnar er tæplega
6,8 milljónir kr., svipað og nemur
kaupverðinu, og fasteignaskattur
er greiddur af þessu sama mati.
Þessu til viðbótar nefnir Jóhannes
að samkvæmt veðsetningarregl-
um bankanna geti hann fengið 4,5
til 5 milljóna kr. lán út á íbúðina í
Reykjavík en í hæsta lagi 1 til 1,2
milljón út á íbúðina í Vík þótt
munur á mati þeirra til fasteigna-
skatts sé tiltölulega lítill.
„Eg get ekki sætt mig við það
að þurfa að greiða fasteignaskatt
af húsnæði sem ég get selt á 40
þúsund kr. fermetrinn eins og
það væri 100 þúsund króna virði.
Þetta eru bein skilaboð um að ef
ég á peninga þá á ég að ljárfesta
JÓHANNES Kristjánsson á Höfðabrekku.
þar sem verðmæti húsnæðisins
stendur undir gjaldstofninum,"
segir Jóhannes og segist hafa
hætt við að stækka veitingasal-
inn af þessum ástæðum.
Hann segist ekki hafa fengið
aukna þjónustu við hækkun fast-
eignagjaldanna. Hann á eigin
vatnsveitu og fráveitu og þarf
sjálfur að bera kostnað við við-
hald þeirra. Hann annast siyó-
moksturinn sjálfur og Iýsingu við
bæinn. „Ég lít þannig á að fast-
eignaskattur af íbúðarhúsnæði
mínu eigi að duga til að standa
undir þeirri þjónustu sem ég og
fjölskylda mín fáum hjá sveitar-
félaginu en ekki eigi að skatt-
leggja eignirnar á margföldu
markaðsverði til að standa undir
almennum rekstri,“ segir Jó-
hannes.