Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 53
LANDSBYGGÐIN
Morgunblaðið/Golli
fram hafa komið um uppreikning
álagningai’stofns til fasteignaskatts.
Dregið úr lánveitingum
Þótt fasteignamat íbúðarhúsa og
fasteigna sem notaðar eru við at-
vinnurekstur, annan en landbúnað,
sé hækkað til að hægt sé að leggja á
fasteignagjald eins og í Reykjavík,
miðast veðhæfni húsanna við mark-
aðsvirði, samkvæmt reglum viðkom-
andi banka og lánastofnana. Sláandi
dæmi um það kemur fram í viðtali
við Jóhannes Kristjánsson á Höfða-
brekku sem fylgir þessari grein.
Því til viðbótar má nefna að dregið
hefur verulega úr áhuga banka og
lánastofnana á að lána fólki og fyrir-
tækjum á landsbyggðinni út á fast-
eignaveð. Stafar það einfaldlega af
því að á stöðum þar sem fólk er að
flytja í burtu er mikið framboð af
húsnæði og erfítt að selja eignir
enda raunverulegur fasteignamark-
aður varla fyi’ir hendi. Óttast við-
komandi stofnanir að sitja lengi uppi
með eignir sem þær kunna að þurfa
að leysa til sín eða neyðast til að
selja þær við afar lágu verði.
Sem dæmi um þetta er nefnt að
svokölluð heimilislán Landsbankans,
sem lífeyrissjóðir í raun fjánnagna,
eru einkum ætluð fólki á höfuðborg-
arsvæðinu og allra stærstu stöðum á
landsbyggðinni, svo sem Akureyri
og Selfossi. Bankinn tekur að vísu
við umsóknum af öllu landinu og
metur lántakendur eftir fjárhags-
stöðu og fyn-i viðskiptum en svig-
rúmið virðist takmarkast að veru-
legu leyti af því að lífeyrissjóðirnir
gera ki’öfu um örugg veð. Aðrir
bankar hafa beinlínis beint markaðs-
setningu tiltekinna lána til höfuð-
borgarsvæðisins. Lokst er nefnt að
Fiskveiðasjóður og Iðnlánasjóðir
hafi veitt fyrirtækjum á landsbyggð-
inni mikilvæga lánafyrirgreiðslu en
með stofnun Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins upp úr þessum sjóðum
hafi verið mörkuð önnur stefna.
FBA leggur meiri áherslu á stærri
viðskipti, meðal annars til stæm
sveitarfélaga og stærri fyrirtækja,
og virðist hafa horfið að miklu leyti
út úr lánafyi-irgreiðslu við stofnun og
nýbyggingar smæm og meðalstórra
fyi’ii’tækja á landsbyggðinni.
Eftirspm-n lána hjá Byggðastofn-
un hefur aukist á síðustu áram og
telur Guðmundur Malmquist, for-
stjóri stofnunarinnar, að það tengist
því að aðrar Iánastofnanir séu frekar
að koma sér undan lánveitingum út á
land. „Þetta hefur heldur sigið á
ógæfuhliðina og möguleikar fyrir-
tækja á Iandsbyggðinni til að ná sér í
lánsfé minnkað. En sem betur fer
hafa bankaútibúin á viðkomandi
stöðum mörg hver þjónað sínu um-
hverfi vel,“ segir Guðmundur.
BRIDS
IIiiisjoii Arnór G.
Ragnarsson
Fjögurra sveita páskamót
á Suðurnesjum
BRIDSFÉLAG Suðurnesja efndi til
árlegs páskamóts sl. laugardag þar
sem fjórar efstu sveitirnar í meist-
aramóti félagsins kepptu í KASKO-
móti en fyrirtækið gefur páskaegg
fyrir efsta sætið í mótinu auk VIS
sem að þessu sinni gaf 2. og 3. verð-
launin.
VÍS-sveitin sem skipuð er feðg-
unum Óla Þór Kjartanssyni, Kjart-
ani Ólasyni auk Karls HeiTnanns-
sonar og Arnórs Ragnarssonar
sigraði eftir hörkukeppni en þeir
hömpuðu einnig meistaratitlinum í
ár. Það verður því að bíða enn um
sinn að helztu andstæðingar þeirra
nái að snúa þá félaga niður.
I öðru sæti varð sveit sem skipuð
var Karli Einarssyni, Víði Jónssyni,
Birki Jónssyni og Guðjóni Svavari
Jenssen.
Bridsfélag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 2. marz sl. spiluðu
23 pör Mitchell-tvímenning og urðu
eftirtalin pör efst í N/S:
Björg Pétursd. - Heiður Gestsd. 253
Einar Einarsson - Hörður Davíðsson 241
Magnús Oddsson - Magnús Halldórss. 232
Lokastaða efstu para í A/V:
Margrét Sigurðard. - Leifur Kristjánss. 276
Jón Andrésson - Valdimar Þórðarson 252
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 251
Á föstudaginn var spiiuðu 22 pör
og þá urðu úrslit þessi í N/S:
HannesIngibergss.-AntonSigurðsson 244
HelgiVilhjálmss.-EinarEinarsson 239
Baldur Ásgeirss. - Garðar Sigurðsson 237
Lokastaðan í A/V:
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 280
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 257
Halla Ólafsd. - Sigurður Pálsson 243
Meðalskor var 216 báða dagana.
Bridsmót í Eden
Hið árlega Edensmót verður
haldið í Eden í Hveragerði iaugar-
daginn 10. apríl og hefst spila-
mennska kl. 10. Þátttaka tilkynnist
til Össurar Friðgeirssonar í símum:
483 4785; 898 1385 eða til Bridssam-
bands íslands í síma 587 9360, fax
587 9361. Þátttökugjald 5.000 kr. á
par.
Bridsfélagið Muninn
Sandgerði
Síðastliðinn miðvikudag lauk
þriðju umferð af fjórum í Lands-
bankatvímenningi félagsins og urðu
úrslit efstu para þessi:
N.S.:
Óli Þ. Kjartansson - Kjartan Ólason 233
Ævar Jónasson - Ingimar Sumarliðason 230
Kristján Kristjánsson - Gunnar Guðbjörnsson
212
Björn Dúason - Svavar Jensen 205
A.V.:
Björn Sverrisson - Gísli ísleifsson 223
Bjarni Kristjánsson - Garðar Garðarsson 219
Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Sævarsson 218
Einar Júlíusson - Jóhann Óskarsson 214
Staða efstu para um verðlaun eru
þessi:
Oli Þ'. Kjai-tansson - Kjartan Ólason 61,509%
Ævar Jónasson - Jón Gíslason
og Ingimar Sumarliðasson 57,292%
Bjarni Kristjánsson - Garðar Garðarsson
57,194%
Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Sævarsson
55,817%
Síðustu umferð lýkur miðviku-
daginn 31. mars. Miðvikudaginn 7.
apríl hefst aðalsveitakeppni félags-
ins og mun hún standa yfir næstu 6
kvöld. Spilað verður Monrad-kerfi
1x28 spil og eru menn hvattir til að
mynda sveitir.
Glœsileg
gjafavörur
finnast
varia
G a 11 e r í
Listhúsínu í Laugardal
EnHJatelHi 17-19 ■ Sími/Fax: 853 288B
VERSLANIR 66°N: SKÚLAGÖTU 51, FAXAFENI 12, AKUREYRI & VESTMANNAEY3UM
66N
•ar | 'LJ líJ. r' d I ol ■‘*-M Z) 5J i '!L
j veriJJLjjji 2® fjJBJjr*£; LJ LT. - 1 æ«jj ipjj r 1
15% afsláttur af MAX anorökkum & öndunarbuxum
Svefnpokar verð frá 5.900. -
Bakpokar verð frá 3.500.-
20% afsláttur af 66°N skíðafatnaði
15% afsláttur aföllum flíspeysum
NAGLALÖKK
Frábær
naglalökk á
frábæru verði
til að mála
heiminn...og þig!
Fæst í flestum
apótekum og
snyrtivöruverslunum
*