Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 61

Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 61 1 __________________ a ; •— —- MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIG URÐARDÓTTIR + Málfríður Sig- rún Sigurðar- dóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1967. Hún lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn. Poreldrar hennar eru Magnea Gunn- arsdóttir, banka- starfsmaður, f. 2.5. 1940, og Sigurður Garðar Gunnars- son, bankastarfs- maður, f. 24.7.1938. Systkini Málfríðar eru Gunnar Þór, verk- og tölvu- fræðingur, f. 30.10. 1959, kvæntur Wilmu Cortes, f. 15.2. 1961; Ingvar Atli, doktor í jarð- fræði, f. 13.10. 1961; Kári Val- ur, f. 25.7. 1970, kvæntur Drífu Björk Atladóttur, f. 17.9.1973. Hinn 24. júní 1989 giftist Málfríður Birgi Erni Gestssyni, verslunarmanni, f. 25.3. 1957. Hún Fríða dáin. Dáin? 31 árs gömul, frá eiginmanni og fjöl- skyldu og allt lífíð framundan. Við svona fregnir fallast manni hendur og maður sest bara niður og græt- ur. Við horfum á unga fólkið okkar deyja úr krabbameini, eitt af öðru, en getum ekkert gert. Eftir langa og erfiða þrautagöngu, þar sem allt var reynt að gera, dó Fríða og eftir stendur eiginmaðurinn Birgir, börnin, foreldrar, bræður og fjöl- skyldan öll og spyi-: „Af hverju?" Dóttir mín, Drífa Björk, giftist bróður Fríðu, Kára Val, 1997 og reyndist Fríða betri en enginn við það tækifæri. Líka, þegar ömmu- stúfurinn minn, hann Styrmir Ingi, sonur Drífu Bjarkar og Kára Vals, var skírður 1. des.’98. Þá var Fríða nýbúin að ganga í gegn um aðgerð- ir, en hún lét sitt ekki eftir liggja. Og alltaf með bros á vör og hlátri. Þegar dóttir mín giftist Kára Val, þá fékk hún ekki bara yndis- legan eiginmann, heldur heila og samhenta yndislega fjölskyldu í kaupbæti. Það var ekki til sá hlut- ur, sem þau voru ekki tilbúin að gera fyrir hana og ekki vom systk- inin síðri. Foreldrar Fríðu, þau Magnea og Sigurður, alltaf jafn glaðvær og yndisleg og bræðurnir alltaf tilbúnir að aðstoða. Nú er stórt skarð höggvið í þessa yndislegu fjölskyldu, - dóttirin far- in. Ekki hélt ég, að svo stutt yrði í brottfórina og alltaf var voninni haldið vakandi. Brosin, hláturinn, bjartsýnin óbilandi, - aldrei meiri. Elsku Birgir og börn, Magnea, Sigurður, bræður og fjölskylda. Megi Guð og góðar vættir hjálpa ykkur í gegnum þessar miklu þrengingar og sorg. Hjartans samúðarkveðjur til ykkar allra í sorginni. Mig langar að kveðja Fríðu með þeirri fallegustu bæn, er ég þekki: Börn þeirra eru: 1) Kristjana Ósk, f. 4. nóvember 1977, gift Þorsteini Hreggviðssyni, f. 4.2. 1970. Barn þeirra er Matthild- ur Ylfa, f. 8.4. 1997. 2) Eyrún Ösp Birg- isdóttir, f. 29.9. 1981. Kristjana og Eyrún eru kjördæt- ur Málfríðar. 3) Sigurður Freyr, f. 28.2. 1989. 4) Magnea Dís, f. 25.3. 1994. Málfríður varð stúdent frá Öldungadeild Flensborgar 1992 og vann við verslunar- og bankastörf auk húsmóður- starfa. Hún var við söngnám er hún lést. Útför Málfríðar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mér veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Sigurlaug Jónsdóttir. Kveðja frá Kvennakór Reykjavíkur Hjálpa þú mér helg og væn, himnamóðirin bjarta! Legðu þína bljúgu bæn, baminu þínu’ að hjarta! þá munu ávallt grösin græn í garðinum skarta, í garðinum mínum skarta. (H. Laxness) Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Fríðu í dag. Hún kom til liðs við Kvennakórinn árið 1996, með sitt fallega bros og jákvæða hugarfar. Vissum við að þar var á ferðinni góður félagi og vinkona. Hún hafði mjög fallega söngrödd og næmt eyra fyrir tónlist, sem hvatti hana síðan til frekara söng- náms. Fi-íða hafði óbilandi áhuga á starfsemi kórsins, mætti á flesta viðburði og bar hag kórsins ávallt fyrir brjósti. Fríða sýndi mikið æðruleysi í veikindum sínum og horfði ávallt fram á veginn. Bjart- sýni hennar hefur eflaust létt undir á ei-fíðum stundum því hún barðist sannarlega af krafti til síðasta dags. Með Fríðu er gengin stúlka sem var bæði ljúf og hjartahlý. Við eig- um dýrmætar minningar um hana, sem við geymum í hjarta okkar og munu fylgja okkur í kórstarfinu. Komið er að kveðjustund. Við þökkum Fríðu af alhug fyirir sam- íylgdina. Megi Guð varðveita fjöl- MINNINGAR skyldu hennar og veita henni styrk. F.h. Kvennakórs Reykjavíkur, Ólöf, Perla, Soffía og Þóra. Elsku vinkona. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Þú sem barðist svo hetjulega fram á síðustu stundu og varst jákvæð eins og þér einni er lagið. Alltaf gastu séð það bjarta og jákvæða í öllu, alla tíð. Ég gæti skrifað þér í allan dag um okkur. Allt sem við gerðum saman, allt það sem við ætluðum að gera saman og hlógum að því að á elliheimilinu myndum við enda saman. Við áttum góða daga í bústaðn- um ykkar Bigga í ágúst þú, ég og bömin okkar. A kvöldin var eins og í gamla daga, við möluðum fram eftir nóttu og áttum frábærar stundir sem ég mun aldrei gleyma. Það sýnir hvað jákvæðnin og hug- ulsemin var í hávegum höfð hjá þér þegar ég kom til þín í síðasta sinn þá sagðir þú við mig: „Sif, ég er svo stolt af þér, hvað þú ert að gera í þínum málum.“ Það sýnir okkar einstöku vináttu. Þegar ég las ljóðið sem hér fer á eftir varð mér hugsað til þín og hvernig þú barst alltaf umhyggju fyrir öðrum. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með táram. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þig hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfír lífinu.“ Elsku Fríða, ég mun aldrei sætta mig við fráfall þitt, ég verð bara að læra að lifa með því og ég veit núna að kvölum þín er lokið. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, rnargt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við Andrés sendum þér, elsku Biggi og börn, Magga, Siggi og bræður, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín vinkona Sif. FRAMLEIÐUM Skilti á krossa Sfðumúla 21 - Selmúlamegin 533 6040 • Fax: 533 6041 Email: stimplar@lsholf.is Blómnstofa Friðfínns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, fósturfaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON, Boðahlein 3, Garðabæ, sem lést miðvikudaginn 24. mars, verður jarð- sunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ, miðviku- daginn 31. mars kl. 15.00. Sigríður Kristjánsdóttir, Rögnvaldur Hjörleifsson, Erla Ingvarsdóttir, Guðmundur Hjörleifsson, Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Páll Bragason, Álfhildur Hjörleifsdóttir, Sverrir Hjörleifsson, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Kristján Þorgeirsson, Dóra Þorkelsdóttir, Jón Kristjánsson, Bára Guðbjartsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA SVEINSDÓTTIR, Hraunbraut 30, Kópavogi, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudag- inn 22. mars, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík miðvikudginn 31. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagið. Gunnar Valgeirsson, Guðni Gunnarsson, Guðbjörg Sigþórsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Þorsteinn Hermannsson, Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, Guðmundur Friðrik Georgsson, Guðrún Rósa Guðnadóttir, Benedikt Þór Leifsson, Elínborg Þorsteinsdóttir, Jón Pálmar Sigurðsson, Gunnar Þorsteinsson, Brynjar Helgi Guðmundsson. t Móðir mín og tengdamóðir, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, sem andaðist miðvikudaginn 3. mars, var jarð- sett frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. mars. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd annarra vandamanna, Erla Engilbertsdóttir, Jón E. ísdal. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR GUNNARSSON vörubílstjóri, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést sunnudaginn 28. mars. Jón Ágúst Gunnlaugsson, Margrét Sigurðardóttir, Hákon Jónsson, Sindri Jónsson. t Systir okkar og mágkona, STEINUNN I. GUÐJÓNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, andaðist laugardaginn 27. mars. Bryndís Guðjónsdóttir, Þorlákur Guðmundsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Betúel Betúelsson. t Frænka okkar, LOVÍSA ÞÓRUNN LOFTSDÓTTIR, Víðimel 47, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 28. mars. Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, Loftur Þór Sigurjónsson. t Alúðarþakkir fyrir auðsýrida samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, (GUÐRÚNAR) BIRNU JÓNSDÓTTUR kjólameistara, áður til heimilis á Rauðarárstíg 26. Jónína S. Marteinsdóttir, Hörður Ragnarsson, Sigríður Marteinsdóttir, Knútur Knútsson og barnabörn. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.