Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 62

Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SOFFANÍAS CECILSSON útgerðarmaður, Grundarfirði, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni miðviku- dagsins 24. mars. Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Grundarfjarðarkirkju. Hulda Vilmundardóttir, Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir, Magnús Soffaníasson, Sigríður Finsen, Kristín Soffaníasdóttir, Rúnar Sigtryggur Magnússon, Sóley Soffaníasdóttir, Sigurður Sigurbergsson og barnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ÞORLEIFUR EINARSSON prófessor, er lést í Þýskalandi mánudaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju á morgun, miðvikudaginn 31. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Náttúruverndarsamtök íslands. Gudrun Bauer, Ásta Þorleifsdóttir, Halidór Björnsson, Einar Þorleifsson, Nathalie Jacqueminet, Kristín Þorleifsdóttir, Ólafur Ólafsson, Björk Þorleifsdóttir, Lilja Steinunn, Diljá, Þorleifur, Tómas Orri. Ragnhildur Einarsdóttir, Albert Ólafsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HULDA VALDIMARSDÓTTIR RITCHIE, Hátúni 6B, sem andaðist föstudaginn 26. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. mars kl. 15.00. Valdimar Samúelsson, Guðrún Björnsdóttir, Norma Samúelsdóttir, Björn M. Tryggvason, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. + Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Vesturvangi 24, Hafnarfirði, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans miðvikudaginn 24. mars, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag, þriðjudaginn 30. mars, kl. 13.30. Birgir Örn Gestsson, Kristjana Ósk Birgisdóttir, Eyrún Ösp Birgisdóttir, Sigurður Freyr Birgisson, Magnea Dís Birgisdóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Sigurður Garðar Gunnarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS HELGASONAR fyrrum bónda Hamrafelli, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hlaðhömrum fyrir einstaka umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jóna Sveinbjarnardóttir, Sigríður Birna Ólafsdóttir, Ingimar S. Hjálmarsson, Guðný Margrét Ólafsdóttir, Elías Ingvarsson, Finnur Ingimarsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Ólafur Ingimarsson, Maria Pálsdóttir, Hjálmar Ingimarsson, Elísa Hörn Ásgeirsdóttir, Ólöf Jóna Elíasdóttir, Sigríður Birna Elíasdóttir, Sigmar Jósep Finnsson, Katrín Rós Finnsdóttir. JONINA GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR + Jónína Guðlaug Gísladóttir var fædd á Ytri-Á í Óiafsfirði 17. febr- úar 1906. Hún lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafs- fírði 22. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Ólafsdóttir og Gísli Gíslason sem ættuð voru úr Fljótum. Þeim varð sjö barna auðið; auk Guðlaugar áttu þau Guðmund, Kristínu, Gísla, Ólafíu, Kristbjörn og Helga. Einnig ólu þau upp hálf- bróður Gísla, Jón Gíslason, og Gíslínu, sem var dótturdóttir þeirra. Öll eru þau látin. Hinn 10. október 1931 giftist Guðlaug Jörundi Jónssyni vél- stjóra sem var fæddur í Hrísey 30. mars 1908 en fluttist barn- ungur til Ólafsfjarðar. Hann andaðist í Reykjavík hinn 3. febrúar 1984. Börn þeirra voru Jón Torfi, f. 10. septem- ber 1932, d. 8. maí 1988, og Þorgerður, f. 5. mars 1942. Ekkja Jóns Torfa er Hildigunnur Sig- valdadóttir og synir þeirra eru Jörund- ur Sveinn, Ari Már, Sigvaldi, Torfi Geir og Jón Berg. Eigin- maður Þorgerðar er Guðbjartur Sturluson og börn þeirra Vala, Kristín Helgi. Fósturdóttir og Jörundar er Þorfinna Stefánsdóttir. Eigin- maður hennar er Ólafur Víglundsson og börn þeirra Guðíaug Jörgína, Þröstur og Sigurlaug. Barnabarnabörnin eru orðin tuttugu og fimm. Guðlaug verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Anna og Guðlaugar Elskuleg amma okkar, Guðlaug Gísladóttir, er látin. Okkur langar því að minnast hennar í nokkrum orðum. Hún var alla tíð stór hluti af lífi okkar og skilur eftir sig margar góðar minningar sem eiga eftir að ylja okkur öllum um hjai-tarætur um ókomin ár. Amma átti stórt hjarta, og það voru fleiri en við bamabörnin sem kölluðu hana ömmu Laugu. Frá því við íyrst munum eftir okkur voru þær ófáar heimsóknirn- ar í Ljósheimana þar sem amma og afí bjuggu. Þangað var hægt að flýja skarkalann í litlum systkinum og fá að gista. Eflaust hefur ekki spillt fyrir að amma og afí eignuðust litasjónvarp á undan mömmu og pabba, og að amma var vön að raða í okkur alls kyns kræsingum og góðgæti. Þá voru Cocoa-Puffs og Prúðuleikararnir ofarlega á vin- sældalistanum. Afi Jörundur lést árið 1984 eftir erfíð veikindi. Var amma þá ein eftir í kotinu en kom oft og dvaldi hjá okkur í Stóragerðinu, og mikið var nú notalegt að hafa hana heima þeg- ar við krakkamir komum heim úr skólanum snemma á daginn. Það var síðan árið 1987 að við fluttum á Langholtsveginn. Þar bjó amma með okkur allt þar til hún „flutti að heiman“ níu árum síðar, þá orðin ní- ræð að aldri. Leiðin lá þá á æsku- slóðirnar í Ólafsfírði, þar sem amma flutti inn á dvalarheimilið Hom- brekku. Þar naut hún bestu umönn- unar sem hægt er að hugsa sér, en á Hombrekku var hún í félagsskap gamalla vina og undir vemdarvæng fjölskyldu og starfsfólks. Daglegar samvistir við Þorfínnu fósturdóttur sína, systkinabörn og aðra ættingja vora ómetanlegar. Það var mikið áfall fyrir ömmu og alla fjölskylduna þegar einkasonur hennar, Jón Torfi, lést skyndilega árið 1988, aðeins fímmtíu og fimm ára að aldri. Einnig skiptust á skin og skúrir hvað heilsufar ömmu varð- aði, en hún bar sig eins og hetja og var ótrúlegt hvað hún gat staðið af sér mikil veikindi og þjáningai-. Seinustu árin var hún ekki jafnkval- in og oft áður, en þrekið fór minnk- andi eins og eðlilegt er. Hún bar sig alla tíð með mikilli reisn, teinrétt í baki og slétt á vanga. Eftir að hún fékk heilablæðingu fyrir um sex ár- um var henni stirt um mál en hún var em allt til síðasta dags, minnug og athugul á allt sem fram fór í kringum okkur. Ósjaldan þegar skólabókalesturinn hefur sóst seint hefur maður óskað þess að vera jafn skýr í hugsun og hún var. Við erum svo lánsöm að eiga segulbandsupp- töku frá því í fyrra, þar sem amma fer með „löngu bænina" og segir gamansögu. Sagan lýsir ömmu vel, en þegar hún var ung stúlka lét hún mynda sig með Guðlaugu systur- dóttur sína og nöfnu í fanginu. Myndina sendi hún síðan góðum vini og sagði verst að hún gæti ómögu- lega feðrað bamið. Lengi vel héldum við að amma væri hætt að reykja, því einhverju sinni komum við að henni í eldhús- inu í Ljósheimum þar sem hún sat að spjalli við vinkonu sína og var með sígarettu í hendi. Það var ekki fyrr en mörgum áram síðar að þetta barst í tal, og hafði þá allt verið tóm- ur misskilningur bamsins: amma hafði aldrei reykt heldur stillt sér upp í glensi. Það var fastur liður hjá ömmu að baka kleinur. Þó táningurinn á heimilinu væri stundum stúrinn yfir steikingarlyktinni sem bakstrinum fylgdi var nú ekki ónýtt að geta alltaf gengið að bakkelsinu vísu. Óbrigðul gæðin voru ekki neinni uppskrift að þakka, heldur virtust kleinurnar fengnar með því að hræra og hnoða saman dálitlu af þessu og dálitlu af hinu. Reyndi fað- ir okkar eitt sinn að ná leyniformúl- unni niður á blað. Þegar leið að næsta bakstri faldi hann alla átekna hveitipoka, smjörlíkisstykki og súr- mjólkurfernur og setti óáteknar um- búðir í staðinn, taldi eggin í ísskápn- um og setti fullan stauk af kardi- mommudropum í skúffuna. Eftir á vai' síðan samviskusamlega mælt hve mikið hefði verið notað af hverju hráefni - en allt kom fyrir ekki, og það er enn eins og einhvern galdur vanti í uppskriftina góðu. Síðasta árið fór amma lítið út. Þó bar við að fréttist af henni þar sem hún hefði bragðið sér bæjarleið, rölt ofan af Hornbrekku og litið inn hjá Þorfinnu, Sigui-veigu frænku eða Sigmundi og þáð kaffísopa. Það er gaman að rifja upp þær mörgu sam- verastundir sem við áttum með ömmu. Ur ótæmandi viskubranni hennar komu sögur af ættingjum og öðra góðu fólki og komu manni oft til að brosa. Margs er að sakna, og margt að vera þakklátur fyrir. En nú er komið að leiðarlokum eftir langa ævi. Við minnumst ömmu og hlustum á bandið þar sem hún fer með bænina: Nú vil ég enn í nafni þínu, náðugi Guð sem léttir pínu, mér að minni hvilu halla og heiðra þig iyrir gæsku alla þáða af þér á þessum degi, því er skylt ég gleymi eigi. Blessuð sé minning hennar. Vala og Kristín Anna. Amma Lauga. Þar sem þú ert nú komin yfir móðuna miklu, þá langaði mig til þess að kveðja þig með fáein- um orðum á minningarsíðum Morg- unblaðsins. Ég fór að hugsa um daginn eftir að mamma hringdi í mig og sagði mér tíðindin, að ef ég lifði til þess að verða 93 ára eins og þú varðst, þá yrði ég á lífi til ársins 2068. Tvöþús- undsextíuogátta. Það er langur tími, hugsaði ég. Það er ýmislegt sem maður upplifir á svo löngum tíma. Maður sér líklega heiminn breytast ósköp mikið, stundum til hins betra, stundum verra. Maður sér ný líf myndast og vaxa, en aðra hröma og deyja. Ég spurði þig svo sem aldrei hvers þú hefðir orðið vísari um til- gang lífsins eftir 93 ár, en ég var kannski farinn að taka þér sem sjálf- sögðum hlut, einhverju sem ég gæti alltaf gengið að vísu. En nú ertu far- in, og ég fæ aldrei aftur hjá þér góð ráð eins og þau sem þú gafst mér í veganesti til að fara eftir á lífsleið- inni. Ég veit að þú varst samt stolt af mér og ég skal ekki bregðast þér, amma mín. Bið að heilsa afa'Jörundi og Torfa og megi Guð geyma ykkur öll. Helgi. Elskuleg mágkona mín, Jónína Guðlaug Gísladóttir, er látin 93 ára að aldri. Ég minnist hennar með miklu þakklæti, virðingu og vinsemd sem aldrei bar skugga á. Lauga og elsti bróðir minn byrjuðu búskap uppi á loftinu heima á Kambi í Ólafs- firði og þar man ég fyrst eftir henni. Þama átti ég annað heimili, því ég mátti t.d. alltaf ráða hvort ég borð- aði uppi eða niðri. Og þegar bróðir minn var á sjó og sjómannskonur komu í heimsókn fór ég bara líka upp í fjörið. Einhverri ungri konu hefði nú þótt nóg um að hafa mig hangandi lon og don, en það var aldrei blakað við mér. En þannig var Lauga við alla, öllum vildi hún vel. Heimili þeirra var öllum opið sem vildu og þurftu á því að halda og það var nú enginn smáræðis skari, allt skyldfólk beggja; systkini Laugu voru sex og við voram tíu og þar við bættust óteljandi vinir, venslafólk og kunningjar. Lauga fann líka til með öllum sem h'tils máttu sín. Lauga og Jörandur eignuðust tvö ákaflega mannvænleg börn, dreng og stúlku og eina fósturdóttur og er sú systurdóttir Laugu úr tíu systk- ina hópi. Ég gæti trúað að fóstur- dóttirin hefði bara notað mína að- ferð, sest upp þama því þarna var svo gott að vera. En fjölskyldan varð fyrir þeirri sára sorg að sonurinn varð bráð- kvaddur á besta aldri, 55 ára gamall, dó frá eiginkonu og stóram barna- og bamabamahópi, aðeins íjóram árum eftir að faðir hans lést. En dóttirin fetar svo sannarlega í fót- spor foreldra sinna. Eftir að Lauga varð ekkja átti hún öraggt skjól og besta atlæti hjá Þorgerði dóttur sinni, tengdasyni og bömum þeirra. Það kom sér líka vel því hún átti við mikið heilsuleysi að stríða, og varð oft að fara í skurðaðgerðir, en hún hélt andlegum kröftum alla ævi. Margt og mikið hefur breyst hér á landi síðan mágkona mín var ung sjómannskona í Ólafsfirði. Þá fóra allir sjómenn sem vettlingi gátu valdið suður á land á vertíð, frá ára- mótum og fram til lokadags. Kon- urnar fóru sumar líka, þá sem ráðs- konur, þær barnmörgu sem ekki áttu heimangengt bættu þá stund- um á sig einu barni þeirra sem fóru suður. Ennþá heyrist við og við öf- undarhljóð í garð sjómanna vegna kaups þeirra og landkrabbar sjá of- sjónum yfir sjómannaafslættinum. En nú upp á síðkastið er mikið í tísku að börnin og foreldrar þeirra þurfi að vera miklu meira samvist- um, sem er vissulega satt og rétt - en ég er bara hrædd um að réttur sjómannafjölskyldnanna vilji gleymast þama. En nú stendur allt til bóta og boðafóllin í loforða- flaumnum eru mikil og stór á þjóð- arskútunni og eðlilegt að ekki vinn- ist tími til að segja frá öllu, t.d. hreppaflutningum sjúkra og aldr- aðra, þar með talið sjómanna, út á land, fólks sem hefur þó átt heimili í verstöðinni Reykjavík í tugi ára. Það er ekki fallegt til afspumar í góðærinu. Við bróðir minn og fjölskyldur okkar sendum bömum Guðlaugar og öllu skyldfólkinu innilegustu samúðarkveðjur og þakkir. Einnig sendum við kveðjm- til allra á Horn- brekku. Margrét Hansen og Sveinn Jónsson frá Kambi í Ólafsfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.