Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 63
JOHANN SALBERG
GUÐMUNDSSON
+ Jóhann Salberg
Guðmundsson
fæddist í Flatey á
Breiðafirði 4. sept-
ember 1912. Hann
lést á Landspítalan-
um 19. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 29.
mars.
Sumir menn verða
ekki gamlir, þrátt fyr-
ir að þeir lifí langa
ævi. Þannig var með
vin minn Jóhann Salberg, sem nú
er látinn á 87. aldursári. Það var
alltaf áhugavert og skemmtilegt í
senn að eiga orðræður við Jóhann
Salberg. Hann lifði í núinu, þekkti
fortíðina og ræktaði þá minningu,
hafði brennandi áhuga á þjóðmál-
um, skemmtilega pólitískur, án
þess að vera þræll í flokki, sagði
kost og löst, og fór nærri um hið
pólitíska barómet hverju sinni.
Annt lét hann sér um hagi og
starfslega velferð vina og fyrrum
kollega sinna og gat um þau málin
veríð þykkjuþungur. Auk þess var
stórkostlegt að heyra hann tefla
skákina áfram allt að þeim enda-
lokum, er menn gengu fetinu of
fram og urðu fyrir spjótalagi, er
öði-um var ætlað.
Jóhann Salberg var fæddur í
Flatey á Breiðafirði. Hann starfaði
sem sýslumaður í Strandasýslu, sat
á Hólmavík nær 20 ár og síðan 24
ár sem bæjarfógeti og sýslumaður
Skagfírðinga með aðsetur á Sauð-
árkróki.
í eðli, uppvexti og starfi var
hann landsbyggðarmaður, mikill
aðdáandi íslenskrar sveitamenn-
ingar og taldi marga sína nánustu
samstarfsmenn og vini í röðum
bænda. Á hinn bóginn var hann
heimsborgari og fjölmenntaður í
klassískum fræðum. Hann var
snjall málamaður, las og skrifaði
dönsku, ensku, frönsku og þýsku
og latínuþekkingu ágætri hélt hann
ávallt við.
Jóhann Salberg hélt sér ungum
með símenntun og fróðleiksleit,
hann sótti námskeið í Háskóla Is-
lands, fræðafundi og námskeið og
rökræddi áhugamál sín, þá ekki
síst við sér yngra fólk. Mannblend-
inn var hann og naut sín vel í fjöl-
menni, kunni bæði að hlusta og
taka virkan þátt í umræðum.
Hann verður mér afar minnis-
stæður þegar ég kom fyi'st í félag
sýslumanna 1973. Hann vék vin-
samlega að okkur nýgræðingum og
við fundum að það var ekki sýndar-
mennska. Hann kynnti
sér hagi okkar og lét
sig varða þroskaferil
þeirra er hann gerði
að vinum sínum, og
þeir voru allmargir.
Ég er þakklátur að
hafa orðið í þeim hópi
og fengið að njóta
samvista við Jóhann í
meira en aldarfjórð-
ung.
Skömmu áður en Jó-
hann Salberg lét af
embætti bauð hann
okkur hjónum á hið
vistlega heimili þehra Sesselíu
Helgu á Sauðárkróki. Sá dagm- er
ógleymanlegur íyrir margra hluta
sakii'. Heimilið var ákaflega menn-
ingarlegt, smekkur beggja húsráð-
enda fágaður, í raun listrænn. Eðlis-
læg gestrisni, frábærar veitingar,
umræðan og fræðslan. Kurteisleg
kennslustund um menn og málefni,
varðandi hinn fagra Skagafjörð og
Strandh-nar stórbrotnu, sem þau
unnu af alhug.
Eftir að þau hjón fluttu til
Reykjavíkur höfðum við ávallt
góð samskipti og þó nokkurn sam-
gang.
Jóhann var félagslega hugsandi,
fyrir utan ágæt og mikil störf í
þágu sýslufélaganna er hann starf-
aði fyrir var hann staðfastur félagi
í Sýslumannafélegi Islands og
Dómarafélagi íslands og minnist
ég þess ekki að hann léti sig vanta
á fundi þeirra, heldur ekki eftir að
hann hætti embættisstörfum, enda
var hann heiðursfélagi í Sýslu-
mannafélegi Islands og hollvinur
þess.
Jóhann Salberg Guðmundsson
sýslumaður var vörpulegur maður
sem bar sterka persónu, það sópaði
að honum er hann gekk um stræti
eða sali, þó ávallt hið kurteisa ljúf-
menni.
Það var ekki að ástæðulausu að
Jóhanni Salberg vora falin sjálf-
stæð ábyrgðarstörf, nánast beint
frá prófborðinu. Um hann má segja
að á engum níddist hann, veitti lít-
ilmagnanum þann stuðning er fært
var, en gekk þó eftir að staðið væri
við samninga á báða bóga. Enginn
situr í sæti sýslumanns á fímmta
tug ára án þess að eiga margt er-
indið í hinum háu ráðuneytum, þá
að beggja frumkvæði. Ekki kveink-
aði Jóhann sér undan innanbúðar-
mönnum á þeim bæjum, en taldi
sig á stundum hafa þurft að leið-
rétta misskilning og útskýra að-
stæður fólks og embættismanna
við erfið skilyrði.
Með trega kveð ég vin minn,
hann gaf mikið, ekki síst er á móti
blés, og það fundum við „ungliðar“.
Eiginkonu Jóhanns, Sesselíu
Helgu, vottum við Ingunn einlæga
samúð, svo og sonum þeirra og
fjölskyldum.
Stjórn Sýslumannafélags ís-
lands vottar minningu Jóhanns
Salberg Guðmundssonar virðingu
sína.
Friðjón Guðröðarson.
BERTA FRERCK
HREINSSON
+ Berta Frerck
Hreinsson fædd-
ist í Bad Segeberg í
Slésvík-Holstein 4.
ágúst 1914. Hún
lést í Reykjavík 10.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvog-
skapellu 18. mars.
Ura undrageim í himinveldi
háu
nú hverfur sól og kveður
jarðarglaum.
A fegra landi gróa blómin
bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Par dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ,
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niðr’ í sæ.
Þar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja,
og heimur sætur fyllir bogagöng.
En langt í fjarska foldar-
þrumur dynja
með fimbulbassa undir helgum
söng.
Og gullinn strengur gígju
veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft
sumarkvöld.
Par roðnar aldrei sverð af
banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín
himintjöld.
Með þessum ljóðlín-
um Benedikts Gröndal
viljum við kveðja vin-
konu okkar Betty eins
og hún var ávallt kölluð og þakka
henni 50 ára vinskap. Betty var ein
þein'a kvenna sem kom til Islands
árið 1949. Guðs blessun fylgi henni
um ókunn lönd.
Agnari syni hennar vottum við
okkar dýpstu samúð.
Ursula Guðmundsson,
Friedel Oddgeirsson.
LILJA GUÐMUNDSDOTTIR
GUNNAR HALLDÓR ÁRNASON
+ LiUa Guð-
mundsdóttir
fæddist á Litla-
Kroppi í Flókadal í
Borgarfírði 10.
febrúar 1914. Hún
lést á Vífílsstaða-
spítala 28. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskapellu
11. febrúar. punnar
Halldór Arnason
fæddist á Neðri-Bæ
í Selárdal við Arn-
arfjörð 5. apríl
1920. . Hann lést á
Landspítalanum 24. nóvember
1998 og fór útför hans fram frá
Fossvogskapellu 2. desember.
Elsku Lilja mín og Gunnai', ég
kveð ykkur með sorg og söknuði.
Það varð stutt á milli ykkar.
Ég kynnist Lilju fyrst þegar ég
var heitbundin frænda fyrrum
manns hennar (Eggerti), sem nú er
látinn fyrir nokkrum árum, og dótt-
ur þeirra, Döddu (Önnu), og eignuð-
umst við dótturina Aldísi og mun ég
aldrei geta fullþakkað alla þá ástúð
og umhyggju sem þær mæðgur
sýndu mér á erfiðum stundum í mínu
lífi.
Svo liðu árin og hún Anna giftist
Hreini Bjarnasyni kaupmanni, og átti
með honum dæturnar Lilju og Björk
sem báðar eiga fjölskvldu, en Lilja
vai'ð fyiir þeirri þungbæru reynslu að
missa elskulegan eiginmann sinn,
Sigui-ð, f. 17.8. 1958, d. 29.5. 1998, og
var hann harmdauði öllum sem
þekktu hann. Og enn liðu árin og
Lilja (amma) kynntist Gunnaii Hall-
dóri Árnasyni og giftist honum, og að
minu áliti vai' það hennai' gæfuspor.
Og það var sama sagan, Gunnar sýndi
mér sömu hlýju og virðingu og þau
öll. Þau byggðu sér hús í Efstasundi
60 með stórum garði og blómaskála
sem var yndi Gunnars eftir að Lilja
veiktist en hún fylgdist vel með.
Hann hugsaði um hana heima og þess
vegna var það reiðarslag þegar hann
kvaddi á undan henni.
Nú er allt hljótt á heimili þeirra,
blómin og gróðurinn lúta höfði en
andinn lifír.
Megi góður guð blessa minningu
þeirra hjóna sem voru einstök í mín-
um huga og alla þeirra fjölskyldu.
Ég þakka fyrir góðu kynnin frá því
að ég var ung og fram á þennan dag.
Með ástarkveðju,
M. Erla Einarsdóttir.
NANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Nanna Jónsdóttir fæddist á
Hofgörðum í Staðarsveit á
Snæfellsnesi hinn 14. janúar árið
1908. Hún lést á Elli- og hjúknin-
arheimilinu Grund 24. febníar
síðastliðinn. Foreldrar hennar
voru Guðrún Þorsteinsdóttir, f.
7. nóvember 1866 í Þjóðólfshaga
í Holtum á Rangárvöllum, og Jón
Gunnlaugur Sigurðsson, f. 15.
desember 1864 á Flögu í Hörgár-
dal í Eyjafirði. Nanna ólst upp í
Staðarsveit á Snæfellsnesi og bjó
þar og seinna á Hellissandi fram
á síðari ár ævi sinnar er hún átti
heimili í Hveragerði og síðast í
Reykjavík.
Eiginmaður Nönnu var Krist-
ófer Jónsson frá Einarslóni í
Breiðuvíkurhreppi á Snæfells-
nesi, f. 2. maí árið 1902, d. 18.
júní 1985. Þau áttu tvo syni,
Gunnar Jón, f. 1933, búsettan í
Hveragerði, og Ólaf, f. 1943, bú-
settan í Hafnarfírði.
títför Nönnu fór fram frá
Fossvogskirkju 4. mars. Hún
var jarðsett í kirkjugarðinum í
Hafnarfirði.
Ég ólst upp við stökunnar óð
sem yljaði fátækri þjóð.
Og létt var oft sungið lag
eftir langan erfíðisdag.
(Margrét Jónsdóttir)
Svo orti systir Nönnu Jónsdóttur
sem ég kveð nú. Nanna var föður-
systir mín og sú sem ég þekkti hvað
best af fóðursystkinum mínum.
Enda bjó hún í sveitinni okkar þeg-
ar ég var barn að aldri. I þessari
fögru sveit, þar sem jökullinn er svo
fallegur að ekkert annað fjall nær
þeirri fegurð. Já, við fegurð Snæ-
fellsjökuls vöknuðum við, og við feg-
urð hans gengum við til náða.
Hún ólst upp við stökunnar óð í
stórum systkinahópi á Hofgörðum í
Staðarsveit. Þar var skáldagyðjan
og margs konar listir í hávegum
hafðar. Faðir hennar var vel hag-
mæltur og einnig hagur á tré, vefn-
að og ýmislegt fleira. Öll hétu börn-
in í Hofgörðum goðanöfnum nema
hálfsystirin Margrét Jónsdóttir sem
síðar varð kunn skáldkona, og fóst-
ursystirin Laufey Karlsdóttir.
Goðanöfnin Bragi, Baldur, Ragnar,
Iðunn, Freyja, Nanna, falleg nöfn
sem hafa haldist í ættinni. Hof-
gai'ðabörnin erfðu skáldgáfuna frá
föður sínum Jóni, að minnsta kosti
Margrét, Bragi faðir minn og
Nanna, sem var hljóðlát um sína
gáfu, sömuleiðis Laufey, sem einnig
ólst upp við stökunnar óð. Um fleiri
börn eða barnaböm veit ég ekki. Þó
tel ég að ýmsir af okkar ætt séu vel
hagmæltir og hagir á ýmsa aðra
listsköpun.
Nanna var smávaxin, kvik í
hreyfíngum, með falleg dökkblá
augu, sem ljómuðu af miklu skop-
skyni.
Hún giftist Kristófer Jónssyni frá
Einarslóni í Breiðuvíkurhreppi og
eignaðist tvo syni, Gunnar Jón og
Ólaf. Við Ólafur erum jafngömul og
fermingarsystkin. I bernsku vorum
við kölluð skötuhjúin, okkur báðum
til gremju.
Þegar Nanna og Kristófer
bjuggu á Hellissandi kom ég í heim-
sókn til þeirra með dóttur mína
unga, Helgu Brögu. Það fyrsta sem
dóttir mín sagði var: „Kristófer. Þú
ert alveg eins og Hannibal Valdi-
marsson.“ Kristófer þótti þessi
samlíking upphefð, því á þessum
tíma var Hannibal Valdimarsson
þjóðkunnur stjómmálamaður sem
mín eftirtektarsama dóttir kunni
góð skil á þrátt fyrir ungan aldur.
Síðast þegar ég hitti Nönnu
frænku var það á 90 ára afmælinu
hennar sem haldið var á heimili
sonardóttur hennar og nöfnu,
Nönnu Gunnarsdóttur. Þá sat þessi
elsku frænka mín í besta stólnum í
bænum og tók upp gjafir sem allar
voru eins í laginu. Þegar hún var
búin að taka upp tvær til þrjár
gjafir og eingöngu konfektkassar
komu í ljós sagði hún: „Ó, eru þetta
bara ekki allt konfektkassar?"
Ekki af vanþakklæti, heldur var
skopskynið alltaf til staðar. Ég
kveð frænku mína með orðum föð-
ur míns:
Leið þegar lýkur minni
og lífsins er þrotin vörn.
Syngi mér sálumessu
svanir á Hofgarðatjöm.
Sendi Gunnari og Ólafi, tengda-
dætrum, barnabömum og barna-
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Svala Bragadóttir frá
Hoftúnum í Staðarsveit.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELSU H0JGAARD EINARSDÓTTUR,
Hamrahlíð 32,
Vopnafirði.
Páll Jónsson,
Einar Ólafur Einarsson,
Heimir Kristinsson,
Einar Ólafur Sigurjónsson,
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, Kristinn Jón Einarsson,
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Viðar Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU SIGURJÓNSDÓTTUR,
Víkurbraut 9,
Vík í Mýrdal.
Sérstakar þakkir til þeirra sem hjálpuðu okkar
að annast hana í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur.
Rúna Jónsdóttir, Jón Þór Ragnarsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Jón Erling Einarsson,
Þorgerður Sigurðardóttir, Jóhann Guttormur Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.