Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐ JUDAGUR 30. MARZ 1999 71
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Á FRUMSÝNINGU Ástu Sóllilju - Lífsblómsins, síðari hluta Sjálfstæðs fólks, var Herdfs heiðruð
vegna starfsafmælisins.
HERDÍS sem Snæfríður
íslandssól árið 1950.
Starfsafmæli Herdísar Þorvaldsdóttur
HERDÍS hélt til Lundúna árið
1945 þar sem hún stundaði
léiklistamám við Royal
Academy of Dramatic Art en áður
hafði hún sótt tíma í leiklist hjá Lárusi
Pálssyni og Hai'aldi Bjömssyni og
leikið nokkui- hlutverk hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Hún skrifaði undir
samning við Þjóðleikhúsið haustið
1949 og hefur síðan þá leikið yfir 120
hlutverk innan veggja þess sem utan.
„Mitt fyrsta hlutverk var Snæfríð-
ur íslandssól í íslandsklukkunni sem
frumsýnd var 20. apríl 1950. Við vor-
um sextán leikarar sem vomm fasL
ráðnir í upphafi en aðeins ég og Ró-
bert Amfinnsson emm á lífi af þeim
hópi. Þá vomm við yngst en nú emm
við elst. En það vom auðvitað margir
á B- og C-samningi sem tóku þátt í
opnunarsýningunum.
-Hefui' eitthvað breyst í leikhús-
inu á þessum tíma?
Á fj ölunum í
fimmtíu ár
Herdís Þorvaldsdóttir á að baki glæstan
leikferil og er án efa ein af ástsælustu
---------------7-------------
leikkonum okkar Islendinga. Hún
rifjaði upp árin í Þjóðleikhúsinu með
Sunnu Osk Logadóttur en þar hefur
hún starfað í hálfa öld.
„A fyrstu árum leikhússins voru
þar margir svokallaðir „amatörar“,
fólk sem fékk þjálfun eingöngu í
gegnum það að leika og margir þeirra
náðu samt frábæmm árangri. í dag
er þama þrautþjálfað fólk og vel
menntað og það hlýtur að skila sér í
leikhússtarfinu.
Snæfríður og Maggí
minnisstæðustu hlutverkin
- Þegar þú lítur til baka, hvað er
eftirminnilegast?
„Ætli það sé ekki opnunin sem er
mér minnisstæðust og svo hlutverk
Snæfríðai' sem var fyrsta stóra hlut-
verkið mitt. En það em mörg hlut-
verk sem ég hafði mikla ánægju af.
Sérstaklega eitt sem ég vildi ekki
leika, því mér fannst ég ekki passa í
hlutverkið. Það var Maggí í leikriti
Arthurs Millers, Eftii' syndafallið,
en það var talað um það bak við
tjöldin að það væri um líf hans og
Marilyn Monroe. Ég lét þó til leiðast
og ég verð að segja að ég hef aldrei
verið eins hamingjusöm á ævinni eins
og eftir írumsýninguna þegar ég fann
að mér hafði gengið vel.“
- Þú hefur faríð í margar leikferðir
tneð leikhúsinu.
„Já, bæði innanlands og til útlanda.
Á fyrstu áram leikhússins fórum við
til hinna Norðurlandaþjóðanna með
sýningar. Síðar, árið 1975, var farið í
leikferð til Bandaríkjanna, alla leið
fi’á Kanada og þvert yfu’ Bandaríkin.
Við heimsóttum íslendingabyggðir og
lékum fyrir fólk sem skildi eða talaði
íslensku.
Fyrir nokkrum árum á afmæli
Reykjavíkur útbjó svo Auður
Bjamadóttir dansprógramm samið
fyrir unga konu og eldri sem hún
vildi fá mig í og við fóram með
það á Reykj avíkurhátíð í Þýska-
landi. Ég hafði ofsalega gaman
af því, vegna þess að mig hafði
alltaf langað tU að dansa og það
rættist loks á gamalsaldri
Síðast fór ég í leikferð þegar
við Gunnar Eyjólfsson fórum
með Ástarbréfin til Láxem-
► EFTIR syndafallið var
sýnt árið 1964 og þar fór Herdís
með hlutverk Maggíar sem
minnir óneitanlega á hina dáðu
leikkonu Marilyn Monroe.
borgar og lékum fyrir íslendinga þar.
Svo þú sérð að það hefur ýmislegt
verið brallað,“ sagði Herdís kankvís á
svip en verður svo alvarleg og heldur
áfram.
„Fyrir þremur áram hélt ég að ég
væri hætt að leika. Ég var alveg sátt
við það og leit svo á að þama væri
kafla í lífi mínu lokið og að annar tæki
við enda nóg að gera.
Verk Laxness
heilluðu
En fyrii' ári hringdi Magnús Geir í
mig fi-á Iðnó en það átti að opna leik-
húsið á ný með Laxness-dagskrá og
hann bauð mér að vera með. Mér
fannst spennandi tilhugsun að standa
aftur á sviðinu í Iðnó, ég gerði það og
hafði gaman af. í haust fór ég í heims-
reisu og þegar ég var stödd í Ríó kom
skeyti frá Þjóðleikhúsinu. í því óskaði
Stefán Baldursson [Þjóðleikhússtjóri]
eftir því að ég yrði með í þessari sýn-
ingu [Sjálfstæðu fólki] og mér fannst
verkefnið það spennandi að ég tók því
strax og hef ekki séð eftir því. Sér-
staklega ekki með þennan frábæra
leikstjóra sem Kjartan Ragnarsson
er. Hann er hugmyndaríkur og opinn
og skemmtilegt andrúmsloft í kring-
um hann.“
- Afhverju hélstu að þú værír hætt
að leika?
„Ég var búin á samning. Auk þess
hafði leikhúsið nóg af eldri leikkon-
um. Annai-s hef ég unnið næstum
óslitið við leikhúsið í næstum fimmtíu
ár.“
Glœsilegri
gjafavörur
finnast
varla
G a 11 é r í
Usthúsinu í Laugardal
Engiateigi 17-18 « Síml/Fax: 553 2886
Áhugi á landvemd
- Hvað á hug þinn utan leikhúss-
ins?
„Á síðari áram hef ég verið að
berjast við að vekja athygli á gróð-
ureyðingu í landinu því ég hef satt
að segja miklar áhyggjur af henni.
Ég álít að orsökin sé lausabeit bú-
fjár. Það þýðir afskaplega lítið að
vera að kasta milljónum til upp-
græðslu á smáblettum á meðan búfé
er á lausagöngu og við höfum hvergi
undan uppblæstrinum. Hvar endar
það?
Þróunarheimspeki er einnig mikið
áhugamál hjá mér en hún gengur út
á leit okkar að svörum við spurning-
um um lífið og tilverana, tilganginn
og sköpun heims og manns. Svo ég
hef nóg að gera og á sem betur fer
mörg_ áhugamál.“
- Attu þér uppáhaldsleikverk?
„Nú segi ég eins og margir leikar-
ar hafa sagt, að það verk sem maður
er í hverju sinni á hug manns allan.“
-En höfund?
„Ég held alltaf mikið upp á Lax-
ness. Það er búið að setja íslands-
klukkuna þrisvar sinnum upp á
þessum fimmtíu árum, en mér finnst
að það hefði mátt geyma hana og
setja upp á fimmtíu ára afmæli leik-
hússins og þá í tvennu lagi eins og
Sjálfstætt fólk.“
- Viltu segja eitthvað að lokum?
„Já, ég á þá ósk fyrir hönd Þjóð-
leikhússins að þeir sem þai’ starfa
megi bera gæfu til þess að hafa
alltaf það besta á boðstólum, bæði af
íslenskri og erlendri leiklist og að
Þjóðleikhúsið megi ætíð vera fremst
meðal jafningja.“
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4539-8700-0003-2001
4539-8700-0003-2019
4539-8100-0003-9374
4539-8100-0003-8897
4543-3700-0022-1781
4543-3700-0027-9888
4543-3700-0024-0435
4507-4300-0022-4237
4507-4500-0026-7523
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA islandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og visa á vágest
VISA ISLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavik.
Sími 525 2000.
^....... ............... !
wMnU'
Blóm og servíettur
Esteban ilmvörur
G jafavö ru r
Ingólfsstræti 5 S. >51 5080