Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 72

Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM JAMES Coburn komst í hóp vinsælustu stjarna sjöunda áratugarins með líflegri túlkun á Flint í Our Man Flint, (‘66), sem settur var til höfuðs 007. COBURN vann talsvert með leikstjóranum goðsagnakennda, Sam Peckinpah, sem hér er að stjórna honum í Cross of Iron, ‘77), einni bestu mynd leikarans. TVENNT stendur uppúr er menn virða fyrir sér sigurvegara 71. Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Fyrst og fremst glæsileg frammi- staða ítalans Robertos Benigni og myndar hans, Lífíð er fallegt, sem sjálfsagt var ein besta mynd síðasta árs. Önnur uppákoma sem var einkar ánægjuleg á ^þessu litlausa kvöldi, var sigur gamla jaxlsins, hans James Coburn, sem hreppti hnossið fyr- ir bestan Ieik í aukahlutverki. Vitaskuld var Geoffrey Rush Iík- legri sigurvegari, en það gerist af og til, að Hollywood lítur nið- ur til gamalla og gegnra þegna sinna og gefur þeim bein. Það ætti kannske að kenna slíkar uppákomur við annað en Óskar, t.d. Jack Palance. Ekki er þetta rakið til að varpa rýrð á frammistöðu Coburns í Affíiction, fj’arri því, enn síður er ég að gera lítið úr ferli hans í kvikmyndaborginni. Coburn var mikið betur að heiðrinum kom- inn en margir aðrir Iistamenn sem þáðu þessa eftirsóttustu við- urkenningu kvikmyndaheimsins aðfaranótt þess 22. A löngum ferli hefur hann jafnan verið traustur skapgerðarleikari sem lengst af reri á svipuð mið og t.d. Lee Marvin: hlutverk karlsins í krapinu. í heiðurs- og þakklætis- skyni fyrir óteljandi ánægju- stundir í bíósölum, íjalla Sígild myndbönd að þessu sinni um feril leikarans Coburn, í stað leik- stjóra, einsog venja hefur verið. James Coburn er fæddur í Nebraska 1928 og stundaði leik- listarnám við háskóla í Kaliforn- íu. Hann kom tiltölulega roskinn maður inní kvikmyndaheiminn 1959, í Ride Lonsome. Vel lukk- aður b- vestri sem færði honum athygli áhrifamanna og hinn of- ursvali, hái og granni leikari þurfti ekki lengi að bíða frægð- arinnar. Hún kom strax með næstu mynd, sem var engin önn- ur en stórvestrinn hans Johns St- urges, Sjö hetjur - The Magni- fícent Seven, (‘60), sem sló í gegn um allar jarðir. Við tók aðalhlut- verk í tveimur sjónvarpsþáttum, þeir gengu ekki sem skyldi og ■^Coburn var von bráðar aftur far- inn að leita fyrir sér í kvikmynd- um. Ekki stóð á góðu hlutverki, Sturges mundi eftir honum er hann valdi leikara í The Great Escape, (‘63), sem reyndist ein besta stríðsfangabúðaflóttamynd sögunnar. Nú var þessi tálgaði rumur bú- inn að stimpla sig ærlega inn í Hollywood. Hlutverkin komu í röðum og blómaskeið leikarans gekk í garð. í Charade, (‘63), fékk hann góða ruiiu í mynd sem ^státaði af tveimur af vinsælustu leikurum samtfmans, Cary Grant og Audrey Hepburn. Svipað hlut- skipti beið hans /The American- ization of Emily, (‘64), þar sem hann var þriðji maður, á eftir James Garner og Julie Andrews. Þegar hér var komið sögu var Coburn húinn að festa sig ísessi ~'s em eftirsóttur skapgerðarleik- ari í hlutverkum skálka („hea- JAMES COBURN vies“). Allir viljum við verða stjörnur, Coburn engin undan- tekning, sá draumur rættist í næsta verk- efni, Our Man Flynt, (‘65). A þessum tíma var James Bond æðið íalgleymingi, hvert og eitt einasta kvik- myndver kepptist við að koma með sínar eftirlíkingar af miða- söluhetju United Artists. MGM reyndi að dubba uppá Sinatra og Rod Ta- ylor, Columbia fékk JAMES Coburn til liðs við sig Dean Martin, 20th Century Fox veðjaði á Coburn. Flynt var að öllu leyti skop■ útgáfa 007, hélt ekki við eina í einu, heldur hafði heilt kvennabúr í kringum sig og íkveikjaranum hans var að finna stærra vopnabúr en í Aston Martininum hans Bonds. Coburn gaf þcssari teiknimyndafígúru furðu mikið líf, þarna kom fyrst íIjós hversu maðurinn er kattlið- ugur og þrautþjálfað- ur kung fu bardaga- maður, það átti eft- ir að koma sér vel á ferli hans þegar fram í sótti. Flynt myndin varð það vinsæl jor Dundee var vel mannaður stórvestri, með þá Charlton Heston, Richard Harris og Coburn í fararbroddi. Því mið- ur fékk leikstjórinn, Sam Peckinpah, ekki að ráða endanlegu útliti þessarar metn- aðarfullu myndar, sem gekk illa. Sama máli gilti um A High Wind in Jamaica, (‘65), ábúðarmikla sjóræningjamynd þer sem ekkert var til sparað. Sjálfur Ant- liony Quinn, nýbúinn að sigra heiminn í Zorba the Greek, lék á móti honum. Myndin byggð á frægum fagurbók- »ére‘7Ur kolt,.-, iy,y Vl<ki j . að önnur fylgdi í kjölfarið, en þar með var sú hetja úr sögunni. Ma- 'Keisto ofDym,,!!!uSl«n Oo. - uo/ie raSet Sígild myndbönd HARD TIMES/THE STREETFIGHTER, (‘75) *★★>/2 Einstök harðjaxlamynd með Charles Bronson í hlutverki einfara sem kemui- með lestinni til New Or- leans á kreppuárunum. Cobum leikur umboðsmann sem kemur Bronson í fremstu röð slagsmáia- manna sem berhentir lumbra hver á öðrum í hringnum. Fyrsta mynd Walters Hill er þrungin krafti, aðal- persónurnar skarpar, samtölin vel skrifuð, framvindan linnulítil adrenalínsgusa með temmilegu ást- arívafí. Þeir Coburn og Bronson hvor öðrum betri, byggja upp óvenjulega en gegnheila vináttu. CROSS OF IRON, (‘77) ★ ★★‘/2 Vanmetin, fáséð og óvenjuleg mynd frá Sam Peekinpah gerist á austurvígsstöðvunum 1943. Coburn leikur þýskan herforingja sem heldur verndarhendi yfir rússnesk- um dreng í eldhafi stríðsins. Er Coburn verður ijóst hvernig málin þróast reynir hann að koma svein- inum óhultum heim. Atakanleg mynd sem gleymist ekki glatt. Coburn sýnir að honum er ekkert síður lagið að leika góðmenni sem blundar undir hrjúfu yfirborði. Þeir Peckinpah gerðu góða hluti saman en myndin er vel mönnuð með James Mason, Maximillian Schell og David Warner. BITE THE BULLET (‘75) ★★★'A Önnur vanmetin og fáséð mynd, stórvestri, skrifaður og honum leik- stýrt af Richard Brooks. Sönn æv- intýramynd um 600 mflna veðreiðar í vesturálfu um aldamótin. Auk Coburns fara gæðaleikarar með hlutverk keppenda; Gene Hackman, Ben Johnson, Ian Bannen, Candice Bergen. Glæsileg fyrir augað, tekin af Harry Stradling, persónurnar skýrar og ólíkar, sagan litríkari og dýpri en maður á að venjast í spennumyndum. Sæbjörn Valdimarsson menntum, en allt kom fyrir ekki - áhorfendur létu ekki sjá sig. Myndin markaði tímamót í lífí leikarans því við tók fjöldi væn- legra mynda sem flestar áttu það sameiginlegt að vera dýrar, með úrvalsmannskap, lofa góðu en kolfalla að lokum. íþessu sam- bandi má nefnáWhat Did You Do In the War, Daddy, (‘66), Dead Heat on a Merry-Go-Round. (‘66), vestrinn Waterhole 3, (‘67), var reyndar ekki sem verstur, en það voru allar þær fjórar næstu; Duf- fy, (‘68), Candy, (‘68), The Last of the Mobile Hot Shots, (‘69), og Hard Contract, (‘69). A þessum tímapunkti var ferill Coburns í uppnámi, svo ekki sé meira sagt. Hann álitinn nánast óheillakráka í kvikmyndaborg- inni. Hjálpin kom úr óvæntri átt. Önnur kvikmyndahetja var far- inn að skyggja á 007. Horaður og ofursvalur Clint Eastwood í doll- aravestrum Sergios Leone. Nú var Eastwood snúinn til baka sem stjarna og Leone sá Coburn sem verðugan eftirmann hans. Saman gerðu þeir íjórða dollara- vestrann, A Fistful of Dynamite/Duck You Sucker, (‘71), sem gerist í Mexíkó. Agæt skemmtun, með Rod Steiger, en tími þessara mynda var að líða undir lok. Coburn lék í ein- um fjórum spag- hettivestrum til viðbótar, engum minnisstæðum. Heima í Hollywood fékk Coburn tvö ágæt hlutverk 1973, í Pecinpahvestranum Pat Garret and BiIIy the Kid, og spennu- myndinni góðu, The Last ofSheiIa, sem gerð var af Sydney Lumet. Þá kom aðsóknarmyndin Hard Times/Streetfíghter, (‘75), og ferillinn hrokkinn í gang að nýju. f kjölfarið fylgdu nokkrar ágætar myndir; vestrarnir Bite the Bullet, (‘75), The Last Hard Men, (‘76), stríðs- myndirnar Midway, (‘76) og The Cross oflron, (‘77), sem óvænt varð ein besta mynd hans fyrr og síðar. Síðan kom langur kafli þegar hvorki gekk né rak hjá þessum gustmikla leikara, oft plöguðum af liðagigt. Coburn hefur reynd- ar haft nóg að gera, leikið í um 30 myndum frá ‘77-’90, er hann innbyrti að Iokum sómasamlegt hlutverk í Schwarzenegger myndinni Eraser. Síðan hefur þessi hrjúfí sjarmör verið að færa sig uppá skaftið á yfir- standandi áratug, sem endar á sjálfum Óskarsverðlaununum fyrir kröftugan leik sem ill- skeyttur faðir lögreglumannsins Nicks Nolte í Affliction. Hreint ekki sem verstur lokakafli sem gerir það að verkum að við eig- um örugglega eftir að sjá tals- vert til Coburns á komandi ár- um, næst í nýjustu Mel Gibson myndinni Payback. MYNDBÖND Langloka Hestahvíslarinn (The Horse Whisperer)_ Drama ★★ Leikstjórn: Robert Redford. Aðal- hlutverk: Robert Redford og Kristin Scott Thomas. 164 mín. Bandarfsk. Sam-myndbönd, mars 1999. Ekki við hæfi ungra barna. ÞESSI nýjasta mynd kvik- myndagúrúsins Roberts Redford er eins og stórt landslagsmálverk: maður nennir ekki að horfa á það í þrjá klukkutíma og það kemur illa út í sjónvarpi. „The Horse Whisperer" hef- ur ýmislegt til að bera, en það eru smávægileg stemmningsatriði sem hverfa í þunglamalegu flæð- inu. Rómantískar hugmyndir um sveitasælu og lækningamátt ær- legra verka eru uppistaða boð- skaparins, sem verður æði hávær og beinskeyttur á köflum. Redford er þekktur fyrir að hafa næmt auga fyrir sérviskulegum, en hríf- andi aðstæðum og sjarmerandi sveitamennsku, sem „The Milagro Beanfield War“ var gott dæmi um. Hér vantar hinsvegar talsvert upp á að flugi sé náð og mætti kenna áberandi húmorsleysi þar um. Hestar eru glæsilegar skepnur sem alltaf er gaman að horfa á og gerir það nokkuð fyrir myndina. Eins er kunnugleg fegurð Mont- ana-fylkis eftii-minnilegur rammi utan um allt saman. Það vantar bara allan kraft í söguna. Guðmundur Asgeirsson Enginn er fullkominn Skuggalegt atferli (Disturbing Behavior)_______ II r o II v e k i a ★★★ Framleiðandi: Armyan Bernstein og Jon Shestack. Leikstjóri: David Nutt- er. Handrit: Scott Rosenberg. Kvik- myndataka: John S. Bartley. Aðal- hlutverk: James Marsden, Katie Holmes og Nick Stahl. (90 mín.) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Bönnuð börnum innan 16 ára. FRÁ því að unglinga-hrollvekj- an „Scream“ blés nýju lífi í annars úr sér gengna kvikmyndagrein, hefur fjöldi mis- jafnra ungdóms- hryllingsmynda streymt inn á markaðinn. Skuggalegt at- ferli er ein af fá- um þeirra sem hefur einhverju við greinina að bæta. Söguhugmyndin er góð og útfærsla hennar nokkuð sterk. I myndinni er t.d. unnið með hug- myndir um betrunaraðferðir úr „A Clockwork Orange“ og þær flétt- aðar saman við skarpa gréiningu á stéttaskiptingu skólalífsins, þar sem fyrirmyndarnemandinn verð- ur ógnvaldurinn. Ungur leikari, Nick Stahl, sýnir ágætan leik í hlutvei'ki Gavins, sem er eins kon- ar leiðsögumaður um hið stétt- skipta samfélag skólans. Þá kemur myndin skemmtilega á óvart undir lokin þegar fléttan er leidd til lykta með tengingu við frægt æv- intýraminni og þannig komist snyrtilega hjá þeim miklu mála- lengingum sem iðulega einkenna endalok spennu- og hryllings- mynda. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.