Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 1
103. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
NATO segir árás á sendiráð Kína vera hræðiieg mistök - Solana
boðar rannsókn en ítrekar nauðsyn áframhaldandi loftárása
Kínverjar æfír og kalla
árásina stríðsglæp
Aleið
S
til Islands
FJÖRUTÍU og sjö flóttamenn frá
Kosovo kvöddu í gærmorgun ætt-
ingja sína með tárum áður en þeir
stigu upp í langferðabifreið og
héldu frá Brazda-búðunum í
Makedóníu en áfangastaður
þeirra er Island. Meðal þeirra
sem nú koma eru 24 ættingjar
rafvirkjans Nazims Beqiris sem
þegar er kominn til landsins.
■ Tilfinningaþrungin/6
Brussel, Peking, New York, London, Belgrad. Reuters, AP.
TALSMENN Atlantshafsbandalagsins (NATO) sögðu í gær að í loft-
árásum bandalagsins á Belgrad seint á föstudag hefðu verið gerð
„hræðileg mistök" er sprengjum var varpað á sendiráð Kína í höfuð-
borginni með þeim afleiðingum að fjórir fórust, þar af tveir kínverskir
blaðamenn, og 21 særðist. Um þrjátíu manns voru sofandi inni í sendi-
ráðsbyggingunni er sprengjurnar féllu. Javier Solana, framkvæmda-
stjóri NATO, sagði á laugardag að árásin yrði rannsökuð og að niður-
stöður hennar yrðu gerðar opinberar. Lýsti hann atvikinu sem „sorgleg-
um mistökum" en sagði jafnframt að atvikið myndi ekki hindra áfram-
hald loftárása á skotmörk í Júgóslavíu.
Jamie Shea, talsmaður NATO,
sagði á blaðamannafundi í Brussel í
gær að oirustuþotur bandalagsins
hefðu ráðist á ranga byggingu og
varpað hitastýrðum sprengjum.
Fyrirhugað skotmark hefði verið
bygging sem hýsti skrifstofur
júgóslavneska hersins og stóð rétt
við sendiráðið. „Ráðist var á ranga
byggingu. Atvikið er hræðileg mis-
tök,“ sagði Shea. Itrekaði hann þó
að loftárásum bandalagsins á
júgóslavnesk skotmörk mundi
verða fram haldið.
Kínversk stjómvöld lýstu því yfir
í gær að atvikið væri „stríðsglæpur"
sem kallaði á refsingu. Bandarísk
stjórnvöld hörmuðu atvikið. Peter
Burleigh, aðstoðarsendihen-a
Bandai-íkjanna hjá SÞ, sagði á að-
faranótt laugardags að NATO
myndi aldrei ráðast á borgaraleg
skotmörk, hvað þá erlend sendiráð
vísvitandi. „Við verðum að líta á at-
burðina í réttu samhengi, sem er
eftirfarandi: Aðeins einn maður ber
ábyrgð á deilunni í heild sinni [...]
nafn hans er Slobodan Milosevic,“
sagði Burleigh. Rússnesk stjómvöld
hafa hætt við þriggja daga íyrirhug-
aða vinnuferð Igors Ivanovs, utan-
ríkisráðherra Rússlands, til Bret-
lands vegna árásarinnar. Keizo
Obuchi, forsætisráðhema Japans,
harmaði árásina á laugardag. „Kína
er mikið ríki og atburðurinn veldur
okkur miklum áhyggjum," sagði
Obuchi og lagði áherslu á að tninað-
ur milli Japans, Bandan'kjanna og
Kína væri forsenda alþjóðlegs póli-
tísks og efnahagslegs stöðugleika.
„Villimannlegar og
siðlausar aðgerðir"
Kínverjar fóni fram á það á að-
faranótt laugardags að haldinn yrði
neyðarfundur öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna í höfuðstöðvunum í
New York. Talið er að hart hafi
verið deilt á þriggja klukkustunda
löngum lokuðum fundi öryggisráðs-
ins en í lok fundarins var lögð fram
sameiginleg yfirlýsing ríkjanna
fimm sem fast sæti eiga í ráðinu
þar sem þau lýstu atvikinu sem
„áfalli er valdi áhyggjum". Áður en
hinn formlegi fundur hófst lýstu
fulltrúar Rússa í öryggisráðinu því
yfir að NATO væri sekt um „villi-
mannlegar og siðlausar“ aðgerðir.
Sendiherrar Kína og Rússlands
kröfðust þess að loftárásum yrði
hætt tafarlaust. Fulltrúi Breta
sagði við sama tilefni að ásakanir
þess efnis að ráðist hefði verið gegn
kínverska sendiráðinu með ráðnum
hug væri stórkostleg afbökun á
sannleikanum.
Hin sameiginlega yfirlýsing hef-
ur ekkert lagalegt gildi og er talin
hafa verið langt frá tillögum Kín-
verja. Talið er að stjórnvöld í Pek-
ing hefðu kosið að í yfirlýsingunni
stæði að árásin hefði verið brot á
alþjóðalögum og að Sameinuðu
þjóðii-nar myndu rannsaka tOdrög
atviksins.
Árásin gæti haft alvarlegar
afleiðingar í för með sér
Kínversk stjómvöld kölluðu
James Sasser, sendiherra Banda-
ríkjanna í Kína, á sinn fund og
komu „harðorðum mótmælum" sín-
um á framfæri. Fyrir utan banda-
ríska sendiráðið í miðborg Peking,
höfuðborg Kína, söfnuðust hundruð
námsmanna saman til mótmæla-
fundar. Viðstaddir hrópuðu ókvæð-
isorð og fognuðu ákaft er banda-
ríski fáninn var brenndur. Segja
sjónarvottar að lögreglumenn sem
Morgunblaðið/Sverrir.,
Reuters
SLÖKKVILIÐSMENN í Belgrad virða
fyrir sér eyðilegginguna sem varð er
sendiráð Kína var sprengt f loftárásum
NATO á föstudagskvöld.
voru á staðnum hafi látið
mótmælin óáreitt.
Árásirnar voru gerðar
rúmum sólarhring eftir að
vesturveldin og Rússland
komust að samkomulagi
um hvemig standa ætti að
gerð sameiginlegra friðar-
tOlagna vegna ástandsins í
Kosovo. Á fóstudag fyrir-
skipaði Borís Jeltsín, for-
seti Rússlands, að Igor
Ivanov hætti við fyrirhug-
aða ferð til Bretlands nú
um helgina. Sögðu tals-
menn forsetans ástæðuna
vera „að staða mála á
Balkanskaga hefði versnað
skyndilega.“ I Bretlandi
sagði Robin Cook, utanrík-
isráðherra, að loftárásirn-
ar myndu halda áfram
þrátt fyrir tjónið sem Kín-
verjum hefði verið valdið.
Sagðist hann harma að
hinn rússneski starfsbróð-
ir hans hefði hætt við
vinnuferð sína en ítrekaði
að hann teldi ekki að atvik-
ið myndi stefna samskipt-
um NATO og Rússlands í
voða. „Ég harma að utanrfldsráð-
herra Rússlands komi ekki til fund-
ar við mig. I allri einlægni sé ég
ekki hvernig það getur hjálpað
neinum," sagði Cook í viðtali við
BBC í gær. Síðar um daginn var
haft eftir Cook að hann hefði rætt
við Ivanov sem hefði sagt að af
heimsókn sinni til Bretlands myndi
verða „eins fljótt og auðið væri“.
Viktor Tsjernómýrdín, sérlegur
sendifulltrúi Rússlands í Kosovo-
deilunni, hélt til Þýskalands í gær
þrátt fyrir árásina á sendiráð Kín-
verja. Lýsti hann því yfir að árásin
kynni að stofna viðkvæmum friðar-
umleitunum í mikla hættu. „Þetta
er ekki árás, þetta er villimennska,
villimennska," sagði Tsjernómýrdín
við komuna til Bonn.
Sérfræðingar í alþjóðamálum
telja að árásin á föstudag geti flækt
hugsanlegt friðarferli í stríðinu á
Balkanskaga. Árásin hafi ekki get-
að verið gerð á verri tíma. Til lengi-i
tíma litið geti afleiðingarnar orðið
mjög neikvæðar þar eð með
árásinni hafi verið ráðist á þriðja
aðila sem ekki á þátt í stríðinu.
■ Fjórir láta lífið/6
STÓR STYRKUR í NÝJA
KRABBAMEINSRANNSOKN
Kirnðir
frdmsínistnaður