Morgunblaðið - 09.05.1999, Side 6

Morgunblaðið - 09.05.1999, Side 6
6 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FRÉTTIR Fjórir létu lífíð og sendiráðið nær ónýtt Belgrad. Reuters, AFP, AP. Þúsundir námsmanna mótmæla í Kína Reuters NÁMSMENN hrópa slagorð gegn NATO við sendiráð Bandaríkjanna í Peking. Grýttu sendiráð og líktu Clinton við Hitler Hong Kong, Peking. AFP, Reuters, AP. KINVERJAR greindu frá því í gær að þrír hefðu fallið og 21 særst er sprengjum var varpað á sendi- ráð þein-a í Belgrad skömmu fyrir miðnætti í gær. Tveir blaðamenn létu lífið í árásinni, Xu Xinghu, er starfar fyrir dagblaðið Guangming og Shao Yunhuan, er starfaði fyrir hina opinberu fréttastofu Xinhuan. Þá lét Zhu Ying, eiginkona Xu, líf- ið. Júgóslavneska Tanjug-frétta- stofan sagði að eitt lík til viðbótar, sem ekki er búið að bera kennsl á, hefði fundist í grennd við sendiráð- ið. Sendiráðið er til húsa í nýrri fimm hæða byggingu í nýlegu íbúðahverfi í Belgrad. Sjá mátti stór göt á útveggjum á jarðhæð og flestir gluggai- byggingarinnar höfðu brotnað. Virtust stórir hlutar af sendiráðinu gjöreyðilagðir eftir sprengjuárásina. Byggingin er á stórri lóð en í um tvö hundruð metra fjarlægð eru SÆRÐUM starfsmanni sendi- ráðsins hjálpað ut úr bygg- ingunni eftir loftárás NATO. stórar íbúðarblokkir, verslunar- og skrifstofubyggingar. Ibúar og starfsmenn sendiráðs- ins höfðu mai'gir flúið út í gegnum glugga og á einum stað mátti sjá hvar fjórum lökum hafði verið hnýtt saman og þau látin hanga út um glugga á annarri hæð bygging- arinnar. Loftárásir NATO á Belgrad að- faranótt laugardagsins eru sagðar hafa verið þær umfangsmestu frá því árásir hófust fyrir einum og hálfum mánuði. Hófust þær með því að grafítsprengjum var vai’pað á rafstöðvar þannig að borgin varð að mestu rafmagnslaus og myrkv- uð auk þess sem starfsemi vatns- veitna lamaðist að hluta. Meðal skotmarka NATO voru höfuðstöðvar júgóslavneska her- ráðsins, ráðuneyti lögreglumála og lögreglustöð í miðborg Belgrad. í götunni Srpskih Vladaj-a, sem er í um þrjú hundruð metra fjarlægð, brotnuðu rúður verslana og verslun- armiðstöð á jarðhæð hæstu bygg- ingar Belgrad, skemmdist verulega. Fréttastofan Beta sagði einn hafa fallið er sprengjum var varpað á Hótel Júgóslavíu, sem er í um fjögur hundruð metra fjarlægð frá kínverska sendiráðinu. Að sögn NATO hafa sveitir skæruliðafor- ingjans Ai'kans aðsetur í hótelinu. Arkan, sem nýlega var ákærður fyrir stríðsglæpi af stríðsglæpa- dómstólnum í Haag, neitaði því hins vegar í samtölum við blaða- menn að hann og menn hans hefðu haft afnot af hótelinu. Þá bárust fregnir af sprenging- um við Batajnica-herstöðina og sögðust íbúar í nágrenninu hafa séð þrjár stýriflaugar fljúga í átt að herstöðinni. Einnig var ráðist á skotmörk víðsvegar um Júgóslavíu, s.s. í borgunum Novi Sad, Nova Pazova og Bogutovac. UM þrjú þúsund námsmenn mót- mæltu í rúma fjórar klukkustundir fyrir utan bandaríska sendiráðið í Peking í gær, vegna loftárása Atl- antshafsbandalagsins (NATO) á kínverska sendiráðið í Belgrad á föstudag. A.m.k. fjórir létu lífið í árásunum og um 20 manns slösuð- ust. Námsmennirnir kveiktu í bandarískum fánum og hrópuðu ókvæðisorð í garð NATO og Banda- ríkjastjórnar, líktu Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, við Hitler og köstuðu steinum, tómötum og flösk- um að víggirtu sendiráðinu með þeim afleiðingum að gluggar og úti- ljós brotnuðu. Kröfðust námsmenn- irnir að fá að hitta James Sasser, sendiherra Bandaríkjanna, sem að sögn ríkisreknu fréttastofunnar Xinhua sætti harðri gagnrýni í kín- verska utanríkisráðuneytinu fyrr um daginn. Yfir hundrað lögreglu- menn stóðu vörð um mótmælin og lögðu, að sögn Xinhua, blessun sína yfir þau. Talsmenn bandaríska sendiráðsins kvörtuðu sáran við kínversk stjórnvöld yfir slælegri ör- i yggisgæslu meðan á mótmælunum stóð, en enginn starfsmaður sendi- ráðsins slasaðist. Um 800 manns söfnuðust saman fyrir utan aðsetur bandaríska ræðismannsins í Shang- hai og um 10.000 manns efndu til mótmæla í borginni Guangzhou. Flestir mótmælendumir voru námsmenn sem færa vildu ræðis- mönnum Bandaríkjanna, Þýska- lands, Frakklands, Ítalíu, Bretlands og Danmerkur bréf til að mótmæla . árásunum. í Hong Kong mótmæltu um 100 manns fyrir utan aðsetur bandarísku og bresku ræðismann- anna og héldu á kröfuspjöldum sem m.a. stóð á: „NATO, hættið að drepa saklaust fólk!“ Aður en mót- mælendur héldu á brott afhentu þeir talsmönnum bandaríska ræðis- mannsins bréf þar sem þau mót- mæltu árásunum. Reuters STARFSMENN sendiráðsins klifra út um glugga á stórskemmdri byggingunni. Tvær fjölskyldur hættu við Islandsferð og fjölskylda rafvirkjans Nazims Beqiris komst því öll með Tilfinninga- þrungin kveðjustund Skopje. Morgunblaðið. STUNDIN var tilfinningaþrungin þegar fjörutíu og sjö flóttamenn stigu upp í langferðabifreið í Br- azda-búðunum við Skopje í Ma- kedóníu í gærmorgun - og lögðu af stað til nýrra heimkynna; Islands. Fólkið var glatt að komast úr búð- unum en táraflóðið fór ekki framhjá neinum viðstaddra þegar það kvaddi vini og ættingja sem eftir urðu í búðunum. Það eru þrjár fjölskyldur Kosovo-Albana sem koma til Is- lands að þessu sinni. Talið var á föstudagskvöld að allt væri klappað og klárt en í gærmorgun kom í ljós að svo var alls ekki; tvær fjölskyld- ur af fjórum, sem ákveðið var á föstudag að kæmu til landsins, hættu við. Önnur var fjölskylda húsgagnasmiðsins Rasims Begas, sem viðtal birtist við í Morgunblað- inu í gærmorgun; hann ákvað þeg- ar til kom að þiggja ekki íslands- ferð heldur bíða og vona að hann kæmist með fólk sitt til Þýskalands þar sem tveir sona hans búa. I hinni fjölskyldunni voru 13 manns á föstudag en í gærmorgun þegar fulltrúar íslenska Rauða krossins, félagsmálaráðuneytisins og útlend- ingaeftirlitsins komu að sækja fólk- ið hafði hópurinn stækkað - systur, bræður og börn höfðu bæst við og þessi tiltekna fjölskylda var orðin að 30 manns. Þá var sjálfhætt við, en í staðinn fyrir þessa tvo hópa var ákveðið að taka ættingja raf- virkjans Nazmis Beqiris, sem Raf- iðnaðarsamband Islands tók upp á sína arma þegar hópur flóttamanna kom til iandsins á dögunum. Ætt- ingjar hans hér voru einmitt 24 - jafn margir og hættu við þannig að ekkert vandamál skapaðist við það. Morgunblaðið/Sverrir SIGRÍÐUR Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Rauða krossi íslands, heldur á einu fjölmargra barna sem íslendingarnir liittu í Makedóníu. Auk þeirra fjörutíu og sjö sem væntanlegir voru með þotu Islands- flugs til Egilsstaða eru fimm til við- bótar með leyfi til að koma til ís- lands. Vandamálið er að þeir eru enn einhvers staðar í Kosovo - hluti einnar fjölskyldunnai' sem kom í gær, en um leið og viðkomandi komst út úr heimalandinu geta þeir komist til íslands. 24 í einni fjölskyldunni Hópurinn sem hélt frá Makedón- íu í gær verður á Eiðum næstu vik- urnar en síðan verður honum skipt upp, helmingur flyst til Reyðar- fjarðar en hinir eiga að búa á Dal- vík. Þess má geta að í einni fjöl- skyldunni eru 24 - ættingjar raf- virkjans áðumefnda, í einni 13 og í þeirri þriðju 10.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.