Morgunblaðið - 09.05.1999, Page 11

Morgunblaðið - 09.05.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ og í hinum vestræna heimi almennt. Ein af hverjum tólf konum fær sjúk- dóminn hér. A sama tíma hefur erfðaefnið ekki breyst, svo þessi aukning hlýtur að skrifast aðallega á breytta lífshætti og umhverfisþætti. Meðal þess sem rannsakað verður íyrir tilstyrk hinnar bandarísku fjár- veitingar til Krabbameinsfélagsins eru fæðingar- og blæðingarþættir, geislun, hreyfing og áfengisneysla. Ahrif þessara þátta geta verið breytileg milli einstaklinga, að sögn Jórunnar Eyfjörð, eftir erfðaupplagi hvers og eins. Því verður kannaður erfðabreytileiki ýmissa ensíma hjá þátttakendum rannsóknarinnar. Þar er að sögn Jórunnar ýmist um að ræða ensím sem sjá um að afeitra skaðleg efni, eða sem taka þátt í myndun hormóna. Að sögn þeirra Jórunnar og Laufeyjar gefur það þessari rannsókin sérstakt gildi að í henni verða tengdir saman margir erfðafræðilegir þættir og umhverfis- þættir sem geta tengst brjósta- krabbameini. Verkefnið er unnið í samvinnu við samtök krabbameins- sjúklinga, þ.e. Samhjálp kvenna, og við krabbameinslækna. Þeir sem koma að þessu verkefni auk fyrr- nefndra kvenna hjá Krabbameinsfé- laginu eru Helgi Sigurðsson læknir fyrir hönd krabbameinslækna og Kristbjörg Þórhallsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir frá Samhjálp kvenna. Islenskar rannsóknir á brjósta- krabbameini hjá Krabbameinsfélag- inu og Landsspítalanum hafa þegar gefið merkar niðurstöður sem tengj- ast m.a. uppgötvun á stökkbreyt- ingu sem eykur líkur á brjósta- krabbameini, aðeins lítill hluti þeirra kvenna sem fá brjóstakrabbamein hefur þess breytingu. „Innan við 10% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein hafa einhvern arfgengan þátt í sér. Það gerir það ennþá áhugaverða að skoða þessi 90%, hvað veldur því að þær konur fá brjóstakrabbamein? Þessi rann- sókn gengur út á hvort tveggja. Við leitum í þessu skyni til þeirra kvenna sem greinst hafa með sjúk- dóminn og eru á lífi. Fæstar þessara kvenna eru skilgreindar sem sjúk- lingar í dag, þær hafa komist yfir sjúkdóminn,“ sagði Jórunn. „Það eru um 1.500 konur á lífi í dag sem greinst hafa með brjóstakrabba- mein. Við reiknum með að fá um 1.200 konur í rannsóknina, það er þó kannski nokkur bjartsýni,“ sagði Laufey. „Við reiknum með að upp undir 20% þeirra hafi einhverja fjöl- skyldusögu um krabbamein, um 16% hafa sögu um brjóstakrabba- mein hjá móður eða systrum. Við vitum líka að þótt 16% hafi þessa sögu þá er bara hluti af krabbameini í þeim hóp vegna arfgengra þátta. Áhrif getnaðarvamataflna verða rannsökuð, þau áhrif hafa reyndar sókn. I haust höldum við upp á tuttugu ára afmælið og þá verð- ur hugsanlega tekin afstaða til þess hvort við reynum að mynda baráttusamtök að hætti banda- rísku kvennanna. Það eru líka ýmis önnur athyglisverð baráttu- samtök sem starfa að fyrirmynd þeirra bandarísku, t.d. Europa Donna, en fleiri og fleiri lönd eru að fara inn í þau Evrópusamtök. Við höfum hins vegar ekki rætt um að ganga í slík samtök enn sem komið er.“ Umræður urðu á heimráð- stefnunni um hvernig byggja eigi upp aukna vísindalega þekkingu og hvað þrýstihópar þurfa að kunna og skilja. „Bent var þar á mikilvægi þess að skoða með gagnrýnum huga rannsóknanið- urstöður og koma þeim á „mannamál" og einnig var bent á að endurtaka ekki að óþörfu rannsóknir sem búið er að fá nið- urstöður í, t.d. í sambandi við hormóna- eða lyfjaineðferð og síðast en ekki síst var rætt um að fylgja eftir niðurstöðum ef þær gætu orðið okkur „brjóstakon- um“ til hagsbóta," sagði Guðrún ennfremur. Einnig var fjailað um hvernig vekja ætti athygli á mál- efnum kvenna sem fengið liafa brjóstakrabbamein og loks var yfirlit um meðferðina sjálfa, ár- angur og nýjungar. I sambandi við krabbameinsmeðferðir kom fram að auk hefðbundinna lyfja- verið mjög mikið rannsökuð og þvert ofan í það sem menn héldu virðast þær ekM hafa miMl áhrif, nema hvað meðan þær eru teknar þá er áhætta kvenna hvað brjóstakrabbamein snerti aðeins hærri en hinna sem ekki eru á pillunni. „En þá er yfir- leitt verið að rannsaka konur innan við fertugt, en sjaldgæft er að konur á þeim aldri fái brjóstakrabbamein. Áhrif hormónataflna verða líka rann- sökuð, þær hafa í fór með sér heldur aukna áhættu á brjóstakrabbameini en konur þurfa þó að hafa teMð þær fimm ár eða lengur til þess að þess- ara áhrifa gæti. Þetta er þó mjög mismunandi milli einstaklinga og einmitt slíkir þættir eru meðal þess áhugaverða sem ætlunin er að skoða í þessari rannsókn Krabbameinsfé- lagsins," sagði Laufey. Aðrir þættir sem konur ráða ekki við, svo sem hvenær þær byrja að hafa blæðingar og hætta að hafa blæðingar, verða skoðaðir. „Þeim mun yngri sem konur byrja að hafa LÍNURIT sem sýnir brjósta- krabbameinsáhættu þeirra sem hafa stökkbreytingar í BRCA- genum við hækkandi aldur. blæðingar þeim mun meiri er áhætt- an. Fyrir tíðir er vitað að brjóst- vöðvinn sMptir sér og þá eru frumur viðkvæmari fyrir að fá stökkbreyt- ingar," sagði Laufey. „Það kann því að sMpta máli hvað marga tíðahringi konur fara í gegn um. Um þetta spyrjum við í þessari faraldsfræði- legu rannsókn. Það, að eiga bam gefur konum svolitla vörn gegn brjóstakrabbameini, trúlega vegna þess sem gerist í brjóstvefnum við meðgönguna. Það er líka nokkur vöm fyrir konu að vera ung þegar hún eignast fyrsta barnið, það er líka verndandi að eignast mörg böm. Hver og einn þessara þátta er ekki stór en safnast þegar saman kemur. Brjóstagjöfin vemdar ungar konur frá því að fá krabbamein. Það virðist vera fremur slæmt að vera þungur eftir tíðahvörf og svo virðast háar konur vera í auMnni áhættu hvað brjóstakrabbamein snertir. Líkams- rækt virðist vera verndandi en áfengisneysla virðist vera til skaða í einhverjum mæli. Loks spyrjum við um geislun, hvort konui- hafi fengið berMa og hafi orðið fyrir geislun sem börn. Mest áhrif virðist geislun hafa fyrir tvitugt. Allt þetta ætlum við að rannsaka, við notum þau leiðarhnoð sem við höfum,“ sagði Laufey. „Við ætlum líka að skoða fjöl- breytni í genum, sem eru lítið áhættutengd, gen sem ákvarða ens- ím, þetta hefur verið mjög mikið rannsakað en gengið illa að fá eitt- hvað marktækt út úr þeim rann- sóknum, vegna þess að þeir hópar sem skoðaðir hafa verið eru mjög breytilegir og því erfitt að staðla nokkrar niðurstöður úr þessu. Talið er að ensímsamsetning einstaklings skipti máli í sambandi við krabba- mein, rannsóknir sem gerðar hafa verið á reykingum og lungna- krabbameini styðja þá niðurstöðu. Ensímsamsetningin skiptir máli fyrir næmi einstaklinga á eiturá- hrifum. Við teljum út frá okkar eig- in rannsóknum og annarra að þetta skipti máli. Við munum hafa í þess- ari fyrirhuguðu rannsókn marga þætti um hvem einstaMing til að vinna úr, það ætti að gefa okkur mikla möguleika. Ástæðurnar fyrir því að við fáum þennnan styrk eru nokkrar, ein sú helsta er að við höfum þegar birt margar rannsóknir um brjósta- krabbamein á íslandi. Við höfum líka reynt að meta áhættuna, hversu mikil hún raunverulega er. Haldið var að áhætta þeirra sem væru með stökkbreytingu í BRCA- genum, væri yfir 80% um sjötugt. I ljósi þessarar meintu áhættu voru ungar konur hvattar til þess að láta taka af sér bæði brjóstin. Við efuð- umst um að þessar niðurstöður ættu við hér og fengum út að áhætt- an væri innan við 40% hjá íslensk- um konum. Þetta studdi niðurstöð- ur úr umdeildri bandarískri könnun. Gerð var rannsókn á gyðingum af Ashkenazy-uppruna í Bandaríkjun- um og þar kom út að áhætta þeirra væri um 50% á að fá brjóstakrabba- mein. Við ætlum nú að halda áfram okkar rannsóknarvinnu og munum því leita til íslenskra kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabba- mein og vonum að þær bregðist vel við, svari spurningalistum, gefi blóðsýni. Við vonum einnig að þær þeirra sem eiga ættingja sem hafa fengið brjóstakrabbamein hvetji nánustu ættingja til að taka þátt í fjölskyldurannsókn okkar. Eina umbunin sem við getum veitt er að kannsM verður hægt að komast að því hvað veldur þessum sjúkdómi,“ sögðu þær Jórunn Erla og Laufey að lokum. og geislameðferða væri aukning í stofnfrumuígræðslum. „Enda sýna tölur að gæði lífs eru meiri eftir þessa meðferð en áður var talið. Þarna vitna ég í hollenskan krabbameinslækni sem kynnti þetta efni,“ sagði Guðrún. Hún gat þess líka að einn hópfundur hefði verið um hvernig Sam- hjálparkonur gætu bætt sig sem stuðnings-þrýstihópur. Rætt var um áhrifamátt sjálfskoðunar bijósta. „Þessi þáttur er ekki jafn sjálfsagður alls staðar. Víða í Afríku þykir ekki sæma að kona standi nakin að ofan fyrir framan spegil og þreifi sín eigin brjóst og það virðist mjög erfitt að breyta menningarlegum hefð- um, þótt það sé konum til hags- bóta.“ I lok ráðstefnunnar var hópn- um skipt eftir löndum og heims- álfum og þeir látnir setja fram óskir um úrlausn á brýnustu vandamálum sinna landa. „Ósk- irnar voru í beinu samræmi við það þjónustustig sem veitt var á hverjum og einum stað, allt frá að létta hulu af leyndinni í það að láta eingöngu færustu sérfræð- inga meðhöndla bijóstakrabba- mein og koma upp miðstöðvum þar sem konur fengju þá aðstoð og meðferð, bæði læknisfræði- lega og sálfélagslega, sem þær telja sig þurfa. Þess má geta að íslenskar krabbameinsrannsókn- ir fá mikla athygli og gjarnan vitnað í þær í ýmsum umræðum á ráðstefnunni, þ.e. rannsóknir Krabbameinsfélagsins. Það þótti ótrúlega áhrifaríkt þegar áströlsku konurnar sögðu frá því þegar þær fóru í þinghús- ið í Canberra og báðu um stuðn- ing þingsins til aukinna framlaga í baráttunni við bijóstakrabba- mein. Þær stungu við þetta tæki- færi tíuþúsund litlum konustytt- um úr bleiku plasti niður í jörð- ina og séð að ofan mynduðu þær þannig eina risastóra konustyttu með sömu Iögun og litlu stytturn- ar. Þessar tíu þúsund styttur áttu að tákna þær konur sem greinast með brjóstakrabbamein í Ástral- íu á ári hveiju. í kring var stillt upp hvítum konustyttum sem táknuðu þær konur sem deyja á ári hveiju úr bijóstakrabba- meini. A bakhlið hvítu styttnanna höfðu ættingjar og ástvinir skrif- að kveðjur til kvenna sem látist höfðu úr bijóstakrabbameini, það var ótrúlega áhrifaríkt að sjá þennan þögla aðstandendalióp ganga fram og stinga niður stytt- unum hvítu í kringum bleiku stytturnar. Mér varð hugsað heim, því í kringum 115 bleikar kvenstyttur myndu sjást á Aust- urvelli ef þetta væri gert þar og Ijöldi hvítu styttnanna yrði 25 til 30, því sá er hópur kvenna sem deyr árlega af völdum bjróstakrabbameins á íslandi," sagði Guðrún að lokum. SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 11 Eigum allt fyrir sumarið Buxna- og pilsdragtir ósamt kjólum. Gallafatnaður í 3 litum. Bolir og sportgallar í góðum stærðum og mörgum litum. Opið í dag, sunnud., kl. 13-17. tnnarion Síðustu 22 sætin Stökktu til Benidorm 9. júní 1 eða 2 vikur frá kr. 29.955 Heimsferðir bjóða nú þetta ótrúlega tilboð til Benidorm hinn 9. júní, þessa vinsælasta áfangastaðar íslendinga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti í ferðina 9. júní og íjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir í fríinu. Á Benidorm er sumarið byijað og hér nýtur þú frísins við frábærar aðstæður og um leið getur þú valið um spennandi kynnis-r ferðir með fararstjórum Heimsferða. Verð kx. 29.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vikuferð 9. júní, skattar innifaldir. Verð kx. 39.990 M.v. 2 í herbergi/íbúð, vikuferð 9. júní, skattar innifaldir. Verð kr. 39.955 Verð kr. 49.990 M.v. hjón með 2 börn í íbúð. 2 vikur, 9. júní, skattar innifaldir. M.v. 2 í studio/íbúð, 2 vikur. 9. júní, skattar innifaldir. HEIM! :>FER ÐIR mma 3Sð i Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Fréttir á Netinu ýi> mbl.is /\L-L.TAf= eiTTH\SA£> A/ÝT7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.