Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 27
ingar alveg upp að þeim spítala, eins
og þeir gerðu bæði við Landspítal-
ann og Borgarspítalann. Að hugsa
ekki fyrir því að sjúkrahús hafí nægt
rými í kring um sig fínnst mér ekki
aðeins bera vott um litla framsýni
heldur heimsku. Að byggja hús á
spítalalóð sem ekkert koma sjúkra-
hússtarfsemi við á ekki að þurfa í
landi eins og okkar. Ég er mjög
móðgaður fyrir hönd Landspítalans
og ennþá meira þeirrar deildar
Borgarspítalans sem ég hefi sjálfur
búið til og hefí ennþá meira dálæti á.
Þetta kemur mönnum í koll. Það er
svo mikil vitleysa. Þeir læra ekkert
af reynslunni. Þeir mega minnkast
sín!“
Friðrik víkur talinu að sömu
skammsýninni sem iðulega hafi ríkt
um rekstur spítalanna: „Þeir sem
eru að gagnrýna reksturinn og segja
stöðugt „dragið þið saman“, þeir
hafa ekki vit á því að það er ekki
hægt að reka spítala eins og gróða-
fyrirtæki, Bónusverslun eða fisk-
vinnslufyrirtæki. Þeir reikna bara í
peningum, en taka ekki með í þeim
útreikningum hvers virði það er að
gera fólk frískt, bæta heilsu þess svo
það geti farið að vinna fyrir sér og
sínum og njóta lífsgleði, vinnugleði
og fjölskyldu gleði. Þetta hafa menn
ekki nema fá heilsu sína aftur. Þetta
eiga þeir að meta til peninga, en
kunna það bara ekki á íslandi."
Hann rifjar upp sögu sem Jón
Sigurðsson borgarlæknir sagði hon-
um. Eftir áramótauppgjör sagði
ungur læknir hróðugur: Vitið þið að
við erum með lægsta rekstrarkostn-
aðinn, t.d. lægsta matarkostnaðinn!
Og yfirlæknirinn svaraði um hæl:
Ef þetta er rétt, þá verðum við að
athuga okkar gang! Maður á ekki
að hæla sér af slíkum sparnaði,
maður á að spyrja um árangur
starfsins. Þetta mættu þeir hugsa
einstöku sinnum út í héma,“ segir
Friðrik. „En það gera þeir aldrei.
Við erum að mörgu leyti dálítið
frumstæð."
Friðrik Einarsson vill þó taka
fram að starf hans hafi verið mjög
gefandi. „Auðvitað var samkeppni
milli spítala og einstaklinga. Lífið er
keppni. Ef maður hefur einhvem
metnað, þá vill maður gera betur í
dag en í gær. Þá er maður að keppa
við sjálfan sig. Alls staðar er sam-
keppni, í námi og annars staðar og
hún þarf að vera ef hún er heiðarleg
og málefnaleg. Við rjúfum lækna-
heitið ef við leggjum okkur ekld
fram um að gera okkar besta,“ segir
hann og ber saman hve lækniseiður-
inn var tekinn mildu hátíðlegar í
Danmörku en á Islandi. Minnist
þess þegar hann hafði lokið danska
læknisprófinu, þá sátu þeir 94 með
deildarforseta og höfðu saman í kór
yfir lækniseiðinn. Gengið úr skugga
um að allir hefðu lært hann. „Svo
handsöluðum við deildarforseta
heitið og skrifuðum undir það. Okk-
ur var svo boðið í veislu í kjól og
hvítt með konum okkar um kvöldið.
Þetta var mjög hátíðlegt og gleym-
ist ekki. En héma áttum við nýju
læknarnir fjórir bara að koma við
hentugleika hver fyrir sig á skrif-
stofu háskólaritara og skrifa nafnið
okkar þar sem okkur var bent á.
Ekki einu sinni gengið úr skugga
um að við hefðum lesið þetta.“
Gaman að kenna
Friðrik hafði látið þau orð falla að
sér hefði alltaf þótt gaman að kenna
og margir gamlir nemendur hans
róma kennsluna og hve skemmtileg-
ur hann var. „Eg var farinn að
kenna í Háskólanum áður en ég var
kominn í fasta stöðu á Landspítal-
anum,“ segir hann. „Byrjaði sem
sjálfboðaliði. Mér fannst prófessor
Snorri Hallgrímsson, sem ég var að
vinna með, hafa svo mikið að gera
og bauðst til að taka þennan og hinn
tímann fyrir hann. Hann vildi það.
Ég varð svo stundakennari 1954 og
dósent 1958. Ég kenndi skurðlækn-
ingar og var skikkaður til að byrja
kennslu í þvagfæram, sem ekki var
kennt áður. 1953 var ég boðinn til
Bandaríkjanna í þrjá mánuði.
Snorri samdi við mig um að veita
mér leyfi með því skilyrði að ég
tæki að mér þessa kennslu. Ég not-
aði því tækifærið til að kynna mér
þar kennslu í þvagfærafræði. Ann-
ars var ég aðallega að kynna mér
rekstur spítala. Ég kenndi líka
að fara með ljóð Hannesar Haf-
steins „í hafísnum". Það kallaði á
þá spurningu hvort hann væri ljóð-
elskur.
Hann kvaðst kunna urmul af Ijóð-
um og ekki kæmi sá dagur að hann
færi ekki fyrir sjálfan sig með 5-10
ljóð. Sem drengur og unglingur
lærði hann heilu ljóðabálkana og
kann þá enn, öll erindin, svo sem
Helgu Jarlsdóttur eftir Davíð Stef-
ánsson, Gunnarshólma og Ferðalok
Jónasar Hallgrimssonar o.s.frv.
Hann segir það svo mikla þjálfun á
heilann og það haldi honum við.
Maður þarf að þjálfa heilann engu
síður en skrokkinn. Og ljóð geti
maður farið með aftur og aftur,
raunar ekkert gaman að því nema
kunna þau.
Hann kveðst hafa lært að lesa um
leið og hann fór að tala. Magnús Guð-
mundsson vinnumaður heima hjá
honum í Hafranesi við Reyðarfjörð
setti hann á hné sér á hverju kvöldi
og sýndi honum stafina og lét hann
svo kveða að. Og 9 ára gamall fór
hann að læra kvæði. Þegar ekki var
farskóli þá réðu foreldrar hans og
fólkið á hinum bænum kennara fyrir
börnin, systkini hans 8 og 4 á hinum
bænum. Og 16 ára gamall fór hann í
Gagnfræðaskólann á Akureyri, en
lenti svo í framhaldi í fyrsta árgang-
inum sem útskrifaði stúdenta úr
reglulegu námi í Menntaskólanum á
Akureyri 1931. Og þaðan lá leiðin í
læknisfræðina í Háskóla Islands. Það
ákvað Friðrik sama daginn enda
bara um fjórar deildir að velja.
Með ilm af jóskum heiðum
Friðrik kann ekki eingöngu ljóð
eftir þjóðskáldin sem hann lærði í
æsku. Það sýnir hann er hann hefur
yfir ljóð eftir Matthías Johannes-
sen, sem hann kveðst oft fara með:
Þú komst inn í líf mitt,
eins og leiti sér skjóls
sproti í skugga
skógarsvölum.
Við gengum saman
í grænu lyngi
eins og sól fari geislum
götur og stígi
í dimmum dölum.
Þannig gengum við
grýttavegi
inn í skóg fullan
af skuggum og greinum
á dimmum degi,
horfðumst í augu
og sól hvarf til jökla
stiklaði á steinum
og óð dalinn
í ökkla:
Komst þú inn í líf mitt
með lyngilm af heiðum.
Þetta hefur Matthias ort til
Hönnu konu sinnar, sem kom inn í
líf hans af Hólsfjöllum, grípur við-
mælandi orðið um leið og Friðrik
fer með síðustu ljóðlínumar. Og
spyr hvort Friðrik sé e.t.v. að hugsa
um sína konu Ingeborg þegar þetta
ljóð leikur honum á vöram. Hann
játar því: „Hún kom inn í líf mitt
með ilm af jósku heiðunum."
Ingeborg hitti hann af tilviljun á
sjúkrahúsi í Vejle, þar sem hann
hafði tekið að sér vakt um jól, af því
hann hafði ekkert annað að fara.
Hún fylgdi honum til íslands og enn
feta þau samstiga saman sinn ævi-
veg.
Við víkjum talinu að því að nú sé
að síga á seinni hlutann af ævinni.
Friðrik kveðst ekki kvíða endalokun-
um, því hann ætli að lifa áfram svo
framarlega sem hann fái að vera
með Ingeborg. Annars kæri hann sig
ekkert um það. „Ég veit að guð muni
taka tillit til þeirrar óskar og ég fái
að vera með henni. Það er mín vissa.
Hitt er annað mál,“ bætir hann við,
„að ef það verður ekki að ég lifi
áfram, þá veit ég ekkert af því.“
Hann kvaðst ekki hafa nokkrar
áhyggjur af endalokunum.“Maður
verður að reyna að óttast ekki það
óhjákvæmilega. Það sem maður
getur hvort eð er ekki breytt." Og
hann er ekkert að velta því fyrir sér
hvað taki nákvæmlega við eftir við-
skilnaðinn.
„En ég þarf á nýjum líkama að
halda og finnst ég eiga það skilið,"
eru síðustu orðin sem Friðrik segir
þegar þau hjónin fylgja gestinum
niður og úr hlaði.
STÚDENTAR frá Akureyri 1931 á 25 ára stúdentaafmælinu: Páll Hallgrimsson, sýslumaður, Hörður Bjarna-
son húsameistari rikisins, dr. Friðrik Einarsson læknir, Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Kristján Krist-
jánsson gjaldkeri Bæjarútgerðar, próf. Jón Sigtryggsson tannlæknir, Ólafur Björnsson hagfræðingur,
Tryggvi Pétursson hankaútibússtjóri í Hveragerði og Jón Magnússon fréttastjóri Ríkisútvarpsins.
I SKURÐDEILDINNI á Borgarspítala Frá vinstri: Svala hjúkrunarkona, Frosti Sigurjúnsson læknir, yflr-
læknirinn Friðrik Einarsson, yfirskurðstofu-hjúkrunarkonan Valgerður Kristjánsdóttir, Þórarinn Guðnason
læknir, Jón Nielsson læknir, Þorbjörg Magnúsdóttir svæfingarlæknir og þrír læknakandidatar, yst Sigurður
B. Þorsteinsson læknir.
alltaf það sem kallað er klínik, þar
sem nemamir greina sjúkdóminn
og við ræðum svo um hann og
greininguna í áheym hinna. Það
þótti mér skemmtilegasta kennslan
og þar held ég að mér hafi tekist
best upp.“
Friðrik tók upp þá nýjung að
kenna í fyrirlestram, eins og gert
var í Danmörku en tíðkaðist ekki
hér. Nemendum var hlýtt hér yfir
eins og bömum, segir hann.
Árin í Hafnarbúðum
Síðustu starfsárin tók Friðrik að
sér að vera læknir endurhæfingar-
og langlegudeildar, sem komið hafði
verið upp í Hafnarbúðum. „Hafnar-
búðir voru ein af deildum Borgar-
spítalans og lagðar undir skurð-
deildina mína vegna þess að þar
varð svo mikið innlyksa af öldruðu
fólki. Því fengum við 25 rúm í Hafn-
arbúðum. Ég ætlaði að láta mína
sérfræðinga skiptast á um að sinna
þeim, 2-3 mánuði í einu, en þeir
vora svo óánægðir með það og vildu
helst ekki gera það. Einhverju sinni
á fundi í sjúkrahúsnefndinni voru
ræddar kröfur til að gera þetta
góða deild, sem ég var sammála. Þá
sagði ég við formanninn Öddu Báru:
Leysir það málið ef ég tek þetta að
mér? Ég á þrjú ár eftir af mínum
starfstíma, en ég skal bara fórna því
til þess að þetta verði sem best. Ég
skal taka að mér Hafnarbúðir þenn-
an tíma þar til ég verð sjötugur,"
útskýrir Friðrik. Og það varð.
í Hafnarbúðum tók hann upp
nýjung. „Ég bjó til þessi hvíldar-
pláss, sem ekki voru hér áður. Hafði
laus 4 pláss til að geta hvílt heimili
sem önnuðust sjúk gamalmenni
einn mánuð í senn. Það var vinkona
mín Jónína Pétursdóttir hjá heimil-
isþjónustunni afar ánægð með, enda
vandræðin oft mikil í heimahúsum.
Síðan var það tekið upp á fleiri stöð-
um.“
Grænlandsævintýri
En hvenær hafði hann tíma til að
sinna Grænlandi með öllu þessu?
„Það er löng saga. Það mun hafa
verið um 1950 að sjúkraflugið til
Grænlands hófst. Grænland er tveir
ólíkir heimar, Austurströndin og
Vesturströndin. Austurströndin
hafði enga möguleika á spítalavist
fyrir dauðveikt fólk nema á Islandi.
Þeir símrituðu til Nuuk og báðu um
hjálp og Nuuk setti sig í samband
við Gufunes, sem aftur hafði sam-
band við konsúl Dana Lúðvíg Storr
og hann bað mig um hjálp í sjúkra-
flugi. Ég sagði já og gerði það alltaf
eftir það. Þessar ferðir era hvergi
skráðar, en við Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi FÍ teljum að þær hafi
verið 40-50 talsins. Margar urðu
býsna ævintýralegar. Einu sinni
með Jóhannesi Snorrasyni misstum
við samband við allan heiminn í
niðadimmu á leið til Meistaravíkur,
því sambandið við Osló hvarf, og
einu sinni fór ég dramatíska ferð
með Ingimari Sveinbjörnssyni til
Danneborg og með Bimi Pálssyni
til að sækja konu sem bjarndýr
hafði ráðist á.
Svo var það 1971 að Grænlands-
stjóm og danska Grænlandsráðu-
neytið bauð okkur í þakklætisskyni
fyrir þessa sjúkrahjálp til þriggja
vikna ferðalags um Grænland. Við
flugum til Narsarssuak þar sem
beið okkar skip. Við ferðuðumst um
vesturströndina og var veisla á
hverjum stað. I kveðjusamsæti í
Nuuk sló Bögge landlæknir Græn-
lands því fram í ræðu hvort ég gæti
hugsað mér að koma og leysa af í
sumarfríum á Grænlandi á
nokkrum stöðum. Ég sagði umsvifa-
laust já. Og við vorum þar í sumar-
leyfinu 1974, 1975 og 1976 og 1977.
Ég var tvö sumur í Narssaq og
hafði Eiríksfjörðinn og tvö sumur
við Christianshaab og svo styttri
tíma víðar. Þetta heillaði okkur
gjörsamlega. Vesturströndin er
yndisleg. Þar er t.d. alltaf logn
nema getur komið hnúkaþeyr. Og
kyrrðin alger. Þarna var læknabát-
ur notaður í læknisvitjanir og stór-
kostlegt að sigla milli jakanna."
Friðrik segir að sér hafi líkað vel
við Grænlendinga. Þeir hafi sín
vandamál, áfengisvanda og kyn-
sjúkdóma. Og segir mér kíminn
sögu: „Danir tóku upp á því á mjög
afskekktum stöðum að gefa hverj-
um fullorðnum manni brennivíns-
staup eftir ákveðnum reglum.
Grænlendingarnir fundu upp á því
að geyma snafsinn og spýta upp í
einn, svo hann fengi þó nóg til að
finna á sér. Danimir bragðust við
þessu og sögðu að þeir fengju ekk-
ert brennivín nema þakka fyrir um
leið. Og ekki var hægt að segja gu-
anack, takk, nema kyngja !“
Friðrik var að taka saman í hug-
anum hvað hann ætlaði að segja
um Grænland á samkomunni dag-
inn eftir, því sjónin leyfír honum
ekki lengur að lesa af blaði. Gat
þess um leið að hann ætlaði fyrst