Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 4 4
ÁGÚST ÁRNI
JÓNSSON
+ Ágúst Árni
Jónsson var
fæddur á Dalvík 14.
janúar 1924. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 5. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jón Emil
Agústsson, sjómaður
á Dalvík, f. 1888, d.
1947 og Jóhanna S.
Halldórsdóttir, f.
1891, d. 1975. Systk-
ini Árna eru: Páll, d.
1982. Hann bjó á
Siglufirði; Óli d.
1963 og Halldór Ragnar, d. 1996,
þeir bjuggu á Dalvík; Almar bú-
settur á Dalvík; Sigríður býr í
Svarfaðardal og Kristján býr í
Hafnarfirði.
Árni kvæntist 17. júlí 1947
Sveinsínu Ingibjörgu Hjartar-
dóttur, f. 25. 8. 1924,
d. 9.11. 1998. Foreldr-
ar hennar voru Hjört-
ur Björgvin Helgason,
í Sandgerði, f. 1898, d.
1994 og kona hans
Sveinbjörg Jónsdóttir,
f. 1903, d. 1978. Ámi
og Sveinsína eignuð-
ust 7 syni 1) Jón Emil,
f. 29.9. 1948, hann á
dóttur, stjúpson og tvö
barnabörn, sambýlis-
kona hans er María
Jónsdóttir og á hún
einn son. 2) Hjörtur
Björgvin, f. 4.5. 1952,
eiginkona hans er Unnur Halldórs-
dóttir, þau eiga 4 böm. 3) Árni
Björn, f. 21.10. 1953, d. 6.2. 1953.
4) Páll Ingi, f. 26.8. 1957, eiginkona
hans er Margrét Sveinbjömsdóttir
og eiga þau þijú börn og eitt
barnabarn. 5) Helgi, f. 11.2. 1962,
Elskulegur tengdafaðir minn
hefur kvatt þetta líf. Hann gerði
það ekki með miklum látum og fór
nokkuð snögglega, eiginlega án
þess að láta vita af sér. Hann var
svo sem enginn hávaðamaður í lif-
anda lífi, hrópaði ekki á torgum,
barst aldrei á. Eg held að hann hafi
langað til að fá að fara með þessum
hætti, fyrirvaralaust eftir skamm-
vinn veikindi. Eg er heldur ekki frá
því að blessunin hún Sína tengda-
mamma hafi laðað hann til sín yfir
á æðra tilverusvið, svo sterk voru
böndin milli þeirra í lifanda lífi.
Ég hef notið þeirrar gæfu að eiga
samleið með Ama Jónssyni í tæp
þijátíu ár og aldrei minnist ég þess
að þar bæri skugga á. Ég sá hann
fyrst við kokkastörf í eldhúsinu í
Héraðskólanum á Laugarvatni. Ég
var þá nýfarin að slá mér upp með
Hirti syni hans og fannst forvitni-
legt að kíkja á foreldra kærastans.
Ég þorði þó ekki að gefa mig á tal
við þenna hávaxna, myndarlega
mann á þeirri stundu. Hins vegar
þótti mér ekki veiTa að vinkonur
mínar sem unnu þama báru honum
vel söguna og hef ég oft gegnum tíð-
ina fengið að heyra hrós og jákvæð-
ar athugasemdir um Ama frá sum-
arstelpunum á Laugarvatni.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
varð mér fljótlega ljós sú gagn-
kvæma ást og virðing sem ríkti milli
Ama og Sínu. Það var sérlega nota-
legt að vera nærri þeim, aldrei
heyrðist styggðaryrði falla milli
þeirra og augljóst var að þau vora
samtaka í lífsbaráttunni. Heimilið
var stórt, sex sprækir strákar og
vissulega þurfti að fara sparlega
með því efnin vora ekki mikil.
Þama átti sannarlega vel við orð-
takið „Sá á nóg sem sér nægja læt-
ur“. Areynslulaus gestrisni, vin-
semd, húmor og hlýja ásamt snyrti-
mennsku og reglusemi setti svip
sinn á heimilishaldið og laðaði að
gesti og gangandi. Þangað var gott
að koma og þar var gott að vera.
Á þessum áram vann Árni hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
en þar var hans starfsvettvangur
tæplega þrjátíu ár. Um helgar og í
sumarleyfum starfaði hann sem
kokkur í Glaumbæ og seinna í Sig-
túni og um árabil á sumarhótelinu í
Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Þegar synirnir fóra að tínast að
heiman og heimilishaldið varð létt-
ara hætti hann slíkri aukavinnu og
nýtti frítímann til að sinna ýmsum
hugðarefnum sínum. Vissulega fór
nokkur tími í viðhald húss og lóðar
en í því eins og öðra voru þau Sína
samtaka um að hafa hlutina í lagi
og ósjaldan hitti maður Áma í
Hlaðbænum með pensil í hendi að
mála þakskegg eða glugga. Hann
var laginn verkmaður og húsnæði
fjölskyldunnar og bifreiðir bára
vott um snyrtimennsku hans og
nostursemi. Hann vann sér létt,
hugsaði málin vel og gekk svo til
verka fumlaust og lauk því sem
hann ætlaði sér á skömmum tíma.
Við höfðum stundum í flimtingum
að hann ætti það til að drífa sig í að
mála eldhúsið eftir kaffi og borðaði
svo kvöldmatinn við dúkaða eld-
húsborðið eins og vant var. Það var
ekki slæmt að eiga hann að í slík-
um verkefnum þegar synimir fóra
að búa og íbúamir í Skipholti 47
nutu þessara eiginleika Árna varð-
andi ýmis smáviðvik í blokkinni.
Ófáar vélarnar, heddin og gírkass-
amir vora hífð upp úr bílum fjöl-
skyldumeðlima enda var það hans
fyrsta verkefni í Skipholtinu að
koma sér upp bflskúr.
Stangveiðar voru honum hug-
leiknar, í því eins og öðru sóttist
hann ekki eftir fjölmenni eða flott-
heitum. Hann renndi gjaman fyrir
silung í vötnum í nágrenni borgar-
innar, fór einstaka sinum í lax í
ódýrar ár og alltaf held ég að hann
hafi komið með fisk heim. A.m.k.
var steiktur silungur, hreinasta
lostæti, oft á borðum hjá Árna og
Sínu. Hann dundaði líka við flugu-
hnýtingar og málaði vatnslita-
myndir sem prýða heimili fjöl-
skyldunnar. Þegar honum og
bræðrum hans áskotnaðist land-
skiki í Holti, föðurleifð sinni utan
við Dalvík, leið ekki á löngu áður
en þar var risið lítið sumarhús sem
átti efth' að veita þeim Sínu margar
ánægjustundir. Þar var alltaf nóg
að starfa og útsjónarsemi Ama
birtist þar í ýmsum myndum.
Af framangreindu mætti ætla að
tengdapabbi hafi alltaf verið á fullu
að græja þetta og hitt en svo var
ekki. Hann átti líka sínar letistund-
ir og gat setið tímunum saman og
horft á sjónvarpið, jafnvel svo að
sumir fullyrtu að hann myndi
hverfa inn í skjáinn eitthvert
kvöldið. Þá var ánægjuleg sú hefð
að synimir komu í Skipholtið til að
horfa á ensku knattspymuna með
„gamla manninum" á laugardags-
eftirmiðdögum. Á seinni áram tók
hann virkari þátt í eldhúskróksum-
ræðunum í Skipholtinu, þar sem
lífsgátan var leyst yfir kaffibolla og
kökusneið. Ami var ljúfur afi sem
sló á létta strengi og gaf sér tíma
fyrir leik og sprell. Litlu barna-
bömin sem nú era að feta sínu
fyrstu spor missa af miklu að kynn-
ast honum ekki nánar. Hin eldri
ylja sér við margar góðar minning-
ar um hann. I vetur þegar hann
varð sjötíu og fimm ára fóra nokkr-
ir úr fjölskyldunni með honum á
veitingahús þar sem sonarsonur
hans og nafni kokkaði ofan í mann-
skapinn. Hann lék við hvem sinn
fingur og naut þess að borða kræs-
ingarnar og dreypa á góðu koníaki.
Við vorum staðráðin í að fara að
stunda vertshúsin með honum en
það verður að bíða betri tíma.
Tengdapabbi var laus við stress,
a.m.k sá ég hann aldrei flýta sér og
líklega hefði hann komið síðastur í
mark ef hann hefði skráð sig í lífs-
gæðakapphlaupið, en það gerði
hann aldrei sem betur fer. Honum
fylgdi einhver ró, sem á stundum
sambýliskona hans er Mábil G.
Másdóttir og eiga þau eina dótt-
ur og Helgi á eina dóttur úr fyrri
sambúð. 6) Hilmar, f. 15.3. 1963,
hann á einn son 7) Guðni, f. 3.1.
1967 sambýliskona hans er Lilja
Loftsdóttir, og eiga þau einn son.
Barnabörnin eru þrettán og
barnabarnabömin þijú.
Árni ólst upp í föðurhúsum á
Dalvík. Hann lærði matreiðslu á
Hótel Borg og seinna í Kaup-
mannahöfn og var um árabil
bryti á farskipum, m.a. Foldinni
sem síðar varð Drangajökull og
einnig á Arnarfellinu. Árni
réðst til starfa á Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins og starf-
aði þar sem sérhæfður rann-
sóknarmaður tæp þrjátíu ár þar
til hann fór á eftirlaun. Sam-
hliða vinnu þar vann hann um
árabil sem matreiðslumaður í
Sigtúni við Austurvöll, svo og á
sumarliótelinu í Héraðsskólan-
um á Laugarvatni.
títför Árna verður gerð frá
Háteigskirkju á morgun, mánu-
daginn 10. mai og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
gat eflaust kynt undir óþolinmæði
þeirra sem vilja að allt gerist helst
í gær. Við leiðarlok er það kannski
þessi ró sem ég sakna mest, hún er
sjaldgæf nú til dags og eiginlega er
erfitt að lýsa henni með orðum.
Hún var einhver furðuleg blanda af
hæglæti, vandvirkni, leti, afskipta-
leysi, nægjusemi, iðjusemi, seiglu
og kærleika. Nærvera hans var
góð, faðmlag hans innilegt og þétt,
brosin breið.
Að leiðarlokum era mér ofai-lega í
huga sú mikla gæfa sem mér hefur
fallið í skaut að eignast svona góða
og hlýja tengdaforeldra. Þau vora
áhugasöm um velferð okkai-, sam-
glöddust í sigram, studdu í mótlæti,
kröfðust einskis, dæmdu aldrei,
elskuðu okkur eins og við erum og
létu okkur finna það í stóru og
smáu. Að því búum við og bömin
okkar og nú er það okkar að ávaxta
það pund og heiðra þannig minn-
ingu þeirra. Ég kveð Áma Jónsson
með þakklæti fyrir samverana, full-
viss um að hlýja hans vermir okkur
um ókomna tíð. Fari hann í friði.
Unnur Halldórsdóttir.
Ég ætlaði ekki að trúa þessu
þegar mér bárast fregnimar. Svo
stutt síðan amma fór og nú þú.
Þetta stóð nú ekki til eins og þú
sagðir mér sjálfur þegar við hitt-
umst á laugardaginn. Sumarið á
næsta leiti og þú ætlaðir að gera
svo margt. Allar veiðiferðirnar sem
þú ætlaðir með Geira, ferðin norð-
ur, sem nú verður ekkert úr. Við
voram farin að hlakka svo til að fá
þig í heimsókn í nýja húsið að mála
og gera fínt og í eldhúsið í Brúar-
torgi að segja okkur hvemig átti
EKKI að laga matinn. Þú ætlaðir
að koma strax og þú værir búinn
að hrista af þér „pestina“. En ég
veit að þú varst leiður að vera
héma án ömmu, hún var perlan þín
og skarðið sem hún skildi eftir sig í
þinni tilvera sem okkar allra var
ekki hægt að fylla. Ég veit að hún
tekrn- á móti þér opnum örmum og
þar verða fagnaðarfundir. Þið eruð
saman núna eins og ykkur var ætl-
að og vakið yfir okkur.
Elsku afi minn, takk fyrir öll
mjólkurglösin, kökurnar, sögumar,
húmorinn, og samverastundimar í
Skipó. Þú skilar kveðju til ömmu
„er þa’kki?"
„Þegar þú ert sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín“ (Spámaðurinn).
Þín
Sigrún.
BlómaUúáin
öaiðshom
v/ KossvogskiFkjuga^ð
‘ Sírni: 554 0500 “
+
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
LÁRUSAR LÚÐVÍKS KJÆRNESTED
fyrrv. verkstjóra,
Hraunteigi 30.
Guðrún Egilsdóttir Kjærnested,
Magnús Kjærnested, Ásdís Kristinsdóttir,
Emilía Kjærnested, Karl Stefán Hannesson,
Sigrún Kjærnested, fvar Magnússon,
Ragnar Kjærnested, Ástríður Jensdóttir,
afabörn og langafabörn.
+
Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem
auðsýndu okkur samúð og hlýhug í orði og
verki við fráfall elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞÓRÐAR THORS.
Svanhildur J. Thors,
Lára Thors, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson,
Iðunn Thors, Jakob Hagedorn Olsen,
Jóna Thors,
Örn Thors,
Svanhildur Thors, James M. Fletcher
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR PETERSEN ORMSLEV.
Áslaug Gyða Ormslev, Ásgeir Pálsson,
Margrét Guðrún Ormslev, Leifur Franzson,
Pétur Úlfar Ormslev, Helga Möller,
Jens Gunnar Ormslev, Arnheiður Stefánsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir alla samúð, vináttu og
hlýhug við andlát eiginmanns míns og föður
okkar,
JÓNS STEFÁNSSONAR,
Tindum 1,
Kjalarnesi.
Herdís Guðjónsdóttir,
Jón Sveinbjörn Jónsson,
Stefán Atli Jónsson,
Marteinn Helgi Jónsson.
f*
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ODDS J. ODDSSONAR,
Skeiðarvogi 147,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
4. hæðar hjúkrunarheimilisins Skjóls.
Ragnhildur Stefánsdóttir,
Stefán Ómar Oddsson, Ása B. Áskelsdóttir,
Ríkharður Oddsson, María Viggósdóttir,
María Oddsdóttir,
Stefán Oddsson
og barnabörn.