Morgunblaðið - 30.05.1999, Síða 20
Við erum reyhlaus
Stendur þér — á sama?
Búast má við því að liðlega 3000
íslenskir karlmenn á besta aldri þjáist
af getuleysi af völdum reykinga í ljósi
þess að í Bandaríkjunum eiga um 30
milljón karlmenn á aldrinum 40-70
ára við þetta vandamál að stríða.
Sökudólgurinn: reykingar.
„Af hverju sagði enginn okkur frá
þessu?” voru viðbrögð fjölmargra
karlmanna í Bandaríkjunum þegar
í ljós kom að reykingar voru
ástæða getuleysis þeirra. „Við
vissum að reykingar yllu hjarta-
sjúkdómum og krabbameini og
styttu líf okkar verulega. EN að
við myndum missa kyngetuna...
það er hræðilegt."
Ofangreindar upplýsingar voru
tíundaðar í fréttaþættinum 60
mínútur nýlega og var rætt við
fjölmarga vísindamenn og
lækna um þetta feimnismál
karlmanna - getuleysið. Vitn-
að var 1 nokkrar viðamikfar
rannsóknir á getuleysi og voru
niðurstöðurnar sláandi fyrir
þá sem reyktu. Sumir töldu
sig hafa verið blekkta og veltu
fyrir sér hvers vegna þessar upp-
lýsingar hefðu ekki verið opinberar
miklu fyrr. Einn þeirra sem tjáðu sig
var fyrrum starfsmaður tóbaksfram-
leiðenda: „Tóbaksframleiðendur hafa
vitað um þetta í rúm 20 ár en þeir
voru að sjálfsögðu ekkert að viðra
upplýsingamar. Marlboro-maðurinn,
sem átti að vera eitthvert kyntákn á
hesti, var í raun getulaus. Og hann dó
langt fyrir aldur fram af völdum
reykinga. Þeir sem reykja eru að
stunda rússneska rúllettu,” sagði hann
alvörugefinn. Einn læknanna sem rætt
var við í 60 mínútum var með svör á
reiðum höndum. „Getuleysið drepur
engan og þess vegna höfum við ekkert
verið að flagga þessum staðreyndum.
Þetta eru ekki nýjar upplýsingar en
við töldum að fólk hefði meiri áhyggj-
ur af hjartasjúkdómum og krabba-
meini af völdum reykinga. I>að má
kannski segja að umræðan um
Clinton og Monicu Lewinski hafi
dregið getnaðarliminn úr hjónaher-
berginu og fram í forstofuna."
Þáttastjórnandinn i 60 minútum
efaðist um að reykingar yllu getuleysi
en þegar hann var spurður að því,
hversu margir hefðu trúað því i upp-
hafi sjöunda áratugarins að reykingar
væru hættulegar heilsu manna, sagði
hann ekki orð. „1 dag efast enginn um
skaðsemi reykinga," sagði læknirinn
og bætti við. „Það eru miklar likur á
þvi að unglingsstrákur,
sem reykir tvo pakka af
sigarettum á dag, verði
orðinn getulaus áður en
hann verður 30 ára.
Petta eru blákaldar
staðreyndir sem menn
ættu ekki að hafa í
flimtingum.1'
í getnaðarlim eru æðamar
þröngar og tjaran, sem
safnast innan á þær við
reykingar, þrengir þær svo
mikið að blóðstreymið
minnkar verulega.
„Stinningarvandinn einn
og sér er slæmur en hann er
vísbending um að aðrir
sjúkdómar (kransæðasjúk-
dómar) af völdum reykinga
geta fylgt í kjölfarið," sagði
virtur bandarískur læknir.
„Það sem er kannski alvarleg-
ast við þetta er að óbeinar
reykingar valda líka getuleysi.
Sá sem er 1 sígarettureyk i 4-5
klukkutfma á dag er í jafnmikilli
hættu á að verða getulaus af völdum
reyksins og sá sem reykir.“
Sá sem hefur reykt í 5-10 ár eftir að
getuleysið gerði vart við sig mun ekki
„ná honum upp“ aftur þótt hann
hætti að reykja. Hætti menn hins
vegar að reykja fljótlega eftir að þeir
fara að finna fyrir getuleysi getur allt
fallið í sama góða farið. Það sorglega
við geluleysi af völdum reykinga er
það að Viagra kippir vandamálinu
ekki i liðinn því Viagra getur ekki
fjarlægt tjöruna úr æðunum. Þátta-
stjórnandi 60 mfnútna spurði sér-
fræðing um þessi mál að lokum hvað
færi i gegnum huga hans þegar hann
sæi mann á besta aldri reykja úti á
götu. Sérfræðingurinn svaraði: „Mér
dettur alltaf fyrst i hug hvort hann sé
orðinn getulaus af völdum reykinga.
Ef svo er ekki er sorglegt til þess að
vita að hann mun án efa verða það
fljótlega.“
Að lokum kom fram i þættinum að
Tæland væri eina landið í heiminum
sem væri búið að setja eftirfarandi
viðvörunarmerkingu á sígarettupakka:
„Reykingar valda getuleysi."
P.P.
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna
sem voru birtar i Joumal of the Amer-
ican Medical Association i mars síð-
astliðnum trúa reykingamenn því
ekki að þeir eigi frekar á hættu að fá
hjartaslag eða lungnakrabbamein en
þeir sem ekki reykja. Aðeins 29%
reykingamanna töldu að þeir væru
frekar i áhættuhópi varðandí
hjartaslag og aðeins 40% trúðu þvi að
þeir ættu frekar von á að fá lungna-
krabbamein en þeir sem ekki reyktu.
Við erum reyklaus
rm
SECURITAS
Við erum reyklaus
Stykkishólmsbær
Ráðhús • Félagsmiðstöð
Leikskóli • Grunnskóli
fþróttamiðstöð
Rannsóknin, sem var framkvæmd af
læknum tveggja sjúkrahúsa í Boston,
náði til 3.000 manns á aldrinum 25 til
74 ára. Fólk sem lauk ekki framhalds-
námi og fólk sem reykti frá 1-19 si-
garettna á dag sá síður samhengi á
milli reykinga og sjúkdóma en fólk
sem lauk háskólaprófi og reykti mik-
ið. Læknunum fannst niðurstöðumar
sláandi og sögðu að fræða þyrfti reyk-
ingamenn enn frekar um skaðsemi
reykinga.
Sjálfsblekking?
...ég þekki engan sem reykir sem er
stoltur af því og vill ekki hætta.“
Við erum reyklaus
4F
Ráðhús Arborgar
Þegar kona reykir á meðgöngu aukast líkur á:
• fylgjulosi
• fósturláti
• lítillifœðingarþyngd
• fyrirburafœðingu
• andvana fceðingu
• nýburadauða
• vöggudauða
• ýmsum meðgönguerfiðleikum
Niðurstöður rannsókna benda til auk-
innar tfðni krabbameins hjá bami hafi
móðir þess reykt á meðgöngunni. í
rannsóknum, sem gerðar voru í
Birmingham, kom fram að 15%
krabbameinstilfella f börnum mátti
rekja til sýktra sæðisfrumna af völd-
um reykinga.
í tóbaksreyk em yfir 40 krabbameins-
valdandi efni. Ef sígaretta er reykt í
návist bams er hægt að mæla niður-
brotsefni nikótíns i þvagi barnsins
næstu þrjá daga á eftir. Það á enginn
að horfa aðgerðarlaus upp á konu
reykja á meðgöngu - ekkert frekar en
að horfa aðgerðarlaus upp á það þegar
einhver gengur í skrokk á barninu
sínu.
Það er staðreynd að við getum haft
áhrif á framtiðarmöguleika bama okk-
ar á meðan þau em enn í móðurkviði.
Samkvæmt nýlegri bandariskri rann-
sókn má rekja um 100.000 fósturláta
beint til reykinga móðurinnar. Þetta
er vísbending um að liðlega 100 fóst-
urlát verði á íslandi af sömu ástæðu.
Auk fyrrgreindra niðurstaðna kom í
ljós að reykingar þungaðra kvenna
leiða til þess að 10.000 nýburar í
Bandaríkjunum em lagðir inn á gjör-
gæslu á hverju ári vegna heilaskaða og
burðarmálsdauða (dáin börn fyrir
fæðingu á fyrstu lífsviku). Þetta eru
sláandi staðreyndir um það hvað for-
eldrar geta gert bömum sínum - jafn-
vel þótt þau hafi ekki enn litið dags-
ins ljös, Það er erfitt að vera þræll
fíknarinnar en dauðans alvara ef
ófæddir einstaklingar þurfa að líða
fyrir fiknina. Enn ein könnun frá
Bandarikjunum sýnir að í þvagi
margra nýfæddra bama, sem bjuggu
við reykingar í móðurkviði, var að
finna efnið NNK sem er aukaefni
nikótíns en það getur valdið krabba-
meini seinna á lífsleiðinni.
Fyrirburafæðingar em tvöfalt algeng-
ari og burðarmálsdauði þrefalt algeng-
ari hjá reykingakonum, fyrst og
fremst vegna neikvæðra áhrifa á fóst-
urvöxt. Rannsóknir benda til að reyk-
ingar á meðgöngu geti haft varanleg
áhrif á líkamlegan og andlegan þroska
bamanna að minnsta kosti til 11 ára
aldurs. Þá er vöggudauði mun algeng-
ari meðal bama sem búa hjá reykinga-
foreldmm en bama foreldra sem ekki
reykja. Og ófrjósemi er 35% algengari
hjá konum sem reykja. Þetta sýnir að
sú einlægasta ósk foreldra að eignast
heilbrigt bam er liklegri til að rætast
ef foreldramir reykja ekki.
P.P.