Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 149. TBL. 87. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 6. JULI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Deila NATO og Rússa leyst Moskvu. Reuters, The Daily Telegraph. EMBÆTTISMENN Atlantshafs- bandalagsins og Rússlandshers leystu í gær deilu, sem hafði komið í veg fyr- ir að Rússar gastu sent fieiri hermenn til friðargæslu í Kosovo um helgina. Talsmáður varnarmálaráðuneytis- ins í Moskvu sagði að Rússar gætu nú hafið liðsfiutningana hvenær sem væri. Flugvélar rússneska hersins voru tilbúnar til flugtaks um helgina en gátu ekki hafið flutningana vegna deilunnar um hlutverk rússneska her- liðsins í friðargæslunni. Syórnvöld í Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverjalandi höfðu orðið við beiðni NATO um að meina flugvélunum að fljúga inn í loft- helgi landanna vegna deilunnar. Af- staða NATO olli gremju meðal emb- ættismanna rússneska varnarmála- ráðuneytisins sem lýstu henni sem „ögrun". Ekki var vitað hvort einhverjar breytingar hefðu verið gerðar á sam- komulaginu sem NATO og Rússar náðu um friðargæsluna í síðasta mán- uði. Rússar höfðu krafist þess að rúss- nesku hermennirnir yrðu aðeins undir stjórn eigin yfirmanna, en NATO hafnaði þeirri kröfu og sagði að slíkt fyrirkomulag myndi í reynd leiða til skiptingar Kosovo. I ráði er að 3.600 rússneskir her- menn taki þátt í friðargæslunni. Nokkur hundruð rússneskra her- manna eru enn á fiugvellinum í Prist- ina, sem þeir lögðu óvænt undir sig skömmu áður en hersveitir NATO fóru inn í héraðið 12. júní. Ekki var greint frá því hvað fælist í nýja samkomulaginu, annað en að hersveitir NATO gætu nú notað flug- völlinn í Pristina og að ekkert væri því ti] fyrirstöðu að rússnesku hermenn- irnir yrðu fluttir til Kosovo. Reuters Kosovo-búar bornir til grafar 64 Kosovo-Albanar, sem talið er að serbneskar öryggissveitir hafi myrt í þorpinu Bela Crkva í Kosovo 25. mars, voru bornir til grafar í gær. Hundruð þorpsbúa voru viðstödd útförina og margir þeirra héldu á myndum af foreldrum eða börnum síiuini sem voru myrt í þorpinu daginn eftir að loftárásir NATO á Júgóslavíu hófust. Sérfræð- ingar bresku lögreglunnar hafa rannsakað lík fórnarlambanna. Þeirra á meðal voru sjö börn á aldrinum eins tíl tíu ára. Yfírlýsing Sharifs um Kasmír gagnrýnd í Pakistan Hóta að lama allt atvinnulíf landsins Kargil, Washington. AFP, The Daily Telegraph. PAKISTANSKIR stjórnarand- stöðuflokkar og skæruliðasveitir sem berjast í Kasmír brugðust í gær harðlega við fregnum um að stjórn Pakistans hefði ákveðið, í samráði við Bill Clinton Bandaríkja- forseta, að stuðla að því að skæru- liðar, sem taldir eru berjast við ind- verska herinn með fulltingi Pakistana, hverfi frá þeim hluta Kasmír sem Indland stjórnar. Stærsti íslamski flokkurinn í Pakistan kvaðst ætla að reyna að lama allt atvinnulíf landsins með verkfalli og mótmælaaðgerðum í dag. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, og Clinton gáfu á sunnu- dag út sameiginlega yfirlýsingu um Kasmír-deiluna milli Pakistans og Indlands þar sem fram kom að rfkin myndu leitast við að koma markalínu þeirri er skiptir Kasmír-héraði í samt lag eftir átök undanfarinna vikna. Er talið að mjög erfitt verði fyrir Sharif að verja yfirlýsinguna heima fyrir og stuðla að því að skæruliðar múslíma sem í héraðinu berjast hverfi frá ind- verska hluta Kasmír. I yfirlýsingunni kom ekki fram að Pakistan hefði stjórn á skærulið- unum sem undanfarnar vikur hafa sótt inn í suðurhluta héraðsins og tekið hernaðarlega mikilvæg svæði herskildi. Talsmenn Bandaríkja- stjórnar sögðu hins vegar að yfir- lýsingin gæfi tilefni til að ætla að pakistönsk stjórnvöld gætu tryggt það að skæruliðarnir hyrfu frá suð- urhlutanum. Stjórn Sharifs hefur þó þráfaldlega neitað að hún hafi nokkra stjórn á skæruliðunum, eða „frelsissveitunum" eins og þeir kalla sig. Talsmaður Pakistanska þjóðar- flokksins (PPP) sagði að ef liðs- mönnum frelsissveitanna yrði gert að hverfa frá þeim svæðum er þeir hafa tekið herskildi væru það „mikU vonbrigði" fyrir pakistönsku þjóð- ina. Neita að fara frá indverska hluta Kasniír Kaleem Siddiqui, talsmaður einnar frelsissveitarinnar sem berst í Kargil í Kasmír, kvaðst hafna því algjörlega að liðsmenn sínir hyrfi frá indverska hluta Kas- mír. „Kasmír er fósturjörð okkar og enginn getur skipað okkur að fara þaðan," sagði Siddiqui. Þá hefur pakistanski forsætisráðherr- ann verið vændur um að horfa framhjá hagsmunum og öryggi þjóðar sinnar. Tony Blair segir sambandssinna á Norður-frlandi engu hafa að tapa Afvopnun for- senda stjórnar- setu Sinn Féin TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði sambandssinna á Norður-írlandi um það í gær að þeir hefðu engu að tapa þótt þeir legðu blessun sína yfir framkvæmdaáætlun um hvernig staðið skuli að myndun heimastjórnar í héraðinu og afvopnun öfgahópa sem Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, lögðu fram á föstudag. I ræðu sem Blair hélt í breska þinginu og í grein sem hann ritaði í dag- blaðið The Belfast Telegraph hét hann sambandssinnum því að þeim yrði gert kleift að mynda heimastjórn án þátttöku Sinn Féin, stæði IRA ekki við skuldbindingar um að afvopnast. Sambandssinnar hafa lýst mikilli andstöðu sinni við tillögur Blairs og Aherns og hóf Blair í gær herferð sem miðar að því að telja þá á að taka þátt í myndun heimastjórnar - sem hefði Sinn Féin innanborðs án þess að IRA hefði byrjað afvopnun fyrst - og treysta því að loforð Sinn Féin um að IRA muni afvopnast verði efnt. Blair sagði að með þessu yrði lát- ið á það reyna hvort lýðveldissinnar hygðust raunverulega afvopnast og kvaðst hann telja að allir hlytu að gleðjast mjög væri það raunin. Kæmi hins vegar annað á daginn byggju menn þá a.m.k. að þeirri vit- neskju, ljóst væri hvar sökin lægi og Sinn Féin yrði útilokað frá heimastjórn. Heimastjórnin yrði endurreist án Sinn Féin Heimastjórnin yrði raunar sjálf- krafa aflögð stæðu lýðveldissinnar ekki við gefin loforð en Blair sagði ekkert því til fyrirstöðu að aðrir flokkar héldu áfram samstarfi og endurreistu heimastjórnina. Blair varð þar með við einni af kröfum sambandssinna, sem fundið höfðu að því að allir þyrftu að gjalda brygðist einn aðili skyldum sínum. Reuters 5.000 fang- ar náðaðir í Alsír YFERVÖLD í Alsír leystu 300 ís- lamska uppreisnarmenn úr haldi í gær, daginn eftir að Abelaziz Bouteflika, forseti landsins, náð- aði 5.000 fanga, eða um þriðjung þeirra sem hafa verið dæmdir í fangelsi vegna uppreisnar heit- trúaðra múslíma í landinu. Náðunin nær til uppreisnar- manna sem voru fangelsaðir fyr- ir minniháttar glæpi en þeir sem hafa verið dæmdir fyrir morð, nauðganir og sprengjuárásir verða áfram í fangelsi. Náðunin er til marks um þau straumhvörf sem hafa orðið í s(jórnmálum landsins frá því Bou- teflika var kjörinn forseti 15. apr- íl. Hann segir að forgangsverkefni sitt sé að koma á fríði í landinu eftir sjö ára átök sem hann segir hafa kostað 100.000 manns lífið. Einn fanganna sem voru náð- aðir heilsar hér ættingjum sínum eftir að hafa verið Ieystur úr haldi. I Blair reynir/33 Fá greitt fyr- ir að halda sig frá betli Vín. Reuters. YFIRVÖLD í Graz, næst- stærstu borg Austurríkis, hafa ákveðið að greiða er- lendum betlurum andvirði 20.000 króna á mánuði fyrir að halda sig frá götunum. Allt að 40 betlurum verður vísað í kirkjur borgarinnar þar sem þeir eiga að fá pen- inga fyrir ýmis viðvik í stað þess að íþyngja vegfarendum í miðborginni. „Við erum ekki að tala um reglulega vinnu. Lagalega er það ekki hægt þar sem út- lendingarnir myndu þurfa at- vinnuleyfi," sagði Gernot Wippel, yfirmaður félags- málastofnunar borgarinnar. Talið er að flestir betlar- anna séu sígaunar frá ná- grannaríkinu Slóvakíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.