Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 1

Morgunblaðið - 14.07.1999, Side 1
156. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörð átök milli námsmanna og öryggissveita á götum Teheran Khatami segír óeirðirnar ógna öryggi þjóðarinnar Teheran. Reuters, AFP, AP. ÞÚSUNDIR námsmanna gengu berserksgang um götur Teheran í gær eftir að óeirðalögreglan hafði beitt táragasi til að kveða niður mót- mæli þeirra gegn írönsku klerka- stjórninni. Þetta eru mestu gcitu- óeirðir sem blossað hafa upp í Iran frá því klerkastjórnin komst til valda í íslömsku byltingunni fyrir tuttugu árum. Hundruð sjálfboðaliða úr röð- um íslamskra heittrúarmanna komu lögreglunni til hjálpar og gengu um miðborgina til að koma í veg fyrir að óeirðirnar breiddust út. Mohammad Khatami, forseti landsins, sem hefur lofað lýðræðisumbótum, fordæmdi óeirðirnai- í gærkvöldi og sagði þær ógna öryggishagsmunum landsins og umbótastefnu sinni. „Ég er viss um að þessir menn hafa illt í hyggju. Markmið þeirra er að kynda undir ofbeldi í samfélaginu og við ætlum að stöðva þá,“ sagði Khatami um námsmennina í sjón- varpsávarpi. Fyrr um daginn höfðu lögreglu- menn beitt táragasi til að dreifa hópi rúmlega 10.000 námsmanna sem söfnuðust saman við háskólann í Teheran til að krefjast lýðræðisum- bóta þótt stjórnvöld hefðu bannað slíkar mótmælaaðgerðir. Sjónarvott- ar sögðu að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hefðu hleypt af byssum upp í loftið. Tugir námsmanna handteknir Oryggissveitunum tókst að dreifa mannfjöldanum með hjálp íslamskra sjálfboðaliða, sem gengu í skrokk á námsmönnunum með kylfum. Náms- mennirnir söfnuðust aftur saman ná- lægt háskólanum, kveiktu í strætis- vögnum, brutu rúður í verslunum og reyndu að kveikja í byggingu dag- blaðs, sem styður klerkastjórnina, áður en lögreglan stöðvaði þá. Fregnir hermdu að tugir náms- manna hefðu verið handteknir. Islömsku sjálfboðaliðarnir voru á verði við mikilvæg gatnamót í mið- borginni til að koma í veg íyrir frek- ari mótmæli. Áður höfðu hundruð námsmanna 20 farast í flóðum og aurskriðum FLÓÐ og aurskriður hafa orðið rúmlega 20 manns að bana 1 Rúm- enfu og Ungverjalandi síðustu daga. Að minnsta kosti 15 manns fór- ust þegar aurskriða fóll á hús verkamanna og fjölskyldna þeirra við stifiu í Retezat-fjöllum í vestur- hluta Rúrnemu í fyrradag. 22 slös- uðust og nokkurra annarra er enn saknað. Um 1.250 hús hafa skemmst eða eyðilagst vegna flóða í Rúmeniu síðustu tvær vikur og hartnær 500 manns hafa misst heimili sfn. 130 brýr hafa einnig eyðilagst. Reuters IRONSK öryggissveit stöðvar göngu námsmanna við háskólann í Teheran. Lögreglan beitti táragasi til að kveða niður mótmæli rúmlega 10.000 námsmanna í grennd við háskólann í gær. reynt að ryðjast inn í innanríkisráðu- neytið, sem stjórnar lögreglunni. Stærsta útimarkaði borgarinnar var lokað vegna átakanna og sjónarvott- ar sögðu að algjör ringulreið hefði verið í miðborginni. Reiði mótmælendanna beindist einkum að Ali Khamenei erkiklerki, æðsta trúarleiðtoga Irana, sem hefur hingað til verið álitinn hafinn yfir alla gagnrýni. Námsmennimir hróp- uðu vígorð gegn Khamenei og kröfð- ust þess að hann segði af sér. Nokkr- ir borgarbúar gengu til liðs við námsmennina og hrópuðu með þeim: „Við viljum ekki ofbeldisstjórn." Utifundur til stuðnings klerkasljórninni Khamenei erkiklerkur flutti ávarp, sem var endurtekið hvað eftir annað í útvarpi og sjónvarpi, og kenndi „óvinum íslams“, einkum Bandaríkjunum, um óeirðirnar. Áður hafði Bandaríkjastjórn hvatt stjórn- völd í íran til að virða mannréttindi, meðal annars tjáningar- og funda- frelsið. Eitt af helstu málgögnum klerka- stjórnarinnar sakaði námsmennina um að reyna að kollvarpa íslamska stjórnkerfinu. Nokkrar íslamskar stofnanir hvöttu landsmenn til að fjölmenna á útifund sem ráðgerður er við háskólann í Teheran í dag til að fordæma námsmennina. Mótmælin gegn klerkastjórninni hafa staðið í sex daga og kostað að minnsta kosti tvo lífið, auk þess sem tugir hafa særst. Mótmælin hafa breiðst út til að minnsta kosti átta annarra borga í Iran. ■ Síðustu forvöð/20 Þá hafa sex manns látið lífið og 1.600 þurft að flýja heimili sín af völdum flóða í Ungverjalandi. Ungverskir hermenn aðstoða hór Reuters fjölskyldu við að flytja búslóð sína úr húsi sem eyðilagðist í þorpinu Hevesvezekeny í miðhluta Ung- verjalands. Tóbaksfyrirtæki gagnrýnd Notkun aukaefna „hneyksli“ London. Reuters. TÓBAKSFYRIRTÆKI hafa sett aukaefni í sígarettur til að auka ávanabindandi áhrif þeirra, að því er fram kemur í skýrslu sem gefin var út 1 gær. Breskur krabbameinsrann- sóknarsjóður (ICRF), baráttu- samtök gegn reykingum (ASH) og yfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum unnu skýrsl- una í sameiningu. Greint er frá rúmlega 60 skjölum úr fórum tóbaksverk- enda þar sem fjallað er um aukaefni í sígarettum. „Mér finnst þetta vera hneyksli - að verið sé að gera sígarettur meira ávanabindandi um leið og því er haldið fram opinberlega að nikótín sé alls ekki ávana- bindandi," sagði fi'amkvæmda- stjóri ASH. Skjölin voru gerð opinber í tengslum við nýgengin dóms- mál í Bandaríkjunum. Fram kemur að flest þeirra 600 auka- efna sem notuð eru í sígarettur í Evrópusambandsríkjum séu ekki nauðsynleg og fæst þeirra hafí verið notuð fyrir 1971. Aukaefnin séu m.a. notuð til þess að auka bragð af tóbaks- reyk, draga úr lykt af reyknum og auka áhrifin af nikótíninu. Deila Kínverja og Taívana magnast Peking, Taipei. Reuters. RAÐAMENN í Kína hafa brugðist ókvæða við ummælum forseta Taív- ans þess efnis að kínversk og taív- önsk stjórnvöld ættu að falla frá þeirri afstöðu að aðeins væri til „eitt Kína“. Kínverska fréttastofan Xin- hua sagði í gær að með þessum um- mælum hefðu „Taívanar kallað yfir sig mikla ógæfu“. Lee Teng-hui, forseti Taívans, sagði í samtali við þýska útvarpið Deutsche Welle um helgina að Kína og Taívan ættu að líta á sig sem tvö aðskilin ríki og Kínverjar þyrftu því að falla frá þeirri afstöðu að Taívan væri hluti af Kína og undir stjórn þess. Ráðamenn á Taívan ítrekuðu af- stöðu sína þrátt fyrir mótmæli Kín- verja og hvöttu stjómvöld í Kína til að setjast að samningaborði og leysa deiluefni með viðræðum en ekki vopnum. ,Að leysa deiluefni okkai’ með stríði samræmist í engu hegðun ríkja eftir kalda stríðið. Viðræðui' eru eina rétta leiðin,“ sagði Lin Chong-pin, háttsett- ur taívanskur embættismaður. Viðræðum um bætt sam- skipti stefnt í hættu Ráðamenn á Taívan gengu þó ekki svo langt að lýsa yfir sjálfstæði en kröfðust þess að viðræður um bætt samskipti ríkjanna, sem ráðgerðar eru í október, færu fram á þeim grundvelli að um tvö ríki væri að ræða. Óttast fréttaskýrendur að deilan stefni viðræðunum í hættu. Fjölmiðlar í Kína sögðu ummæli Taívana ögrun við kínversk stjórn- völd þar sem þau léðu ekki máls á að breyta þeirri afstöðu sinni að Taívan væri aðeins hérað í Kína. Viðbrögðin á Taívan voru einnig hörð en þar sökuðu fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur forsetann um að stefna viðkvæmum samskiptum Taívans við meginlandið í hættu. Varð vitni að morði á fjöl- skyldu sinni Atlanta. Reuters. ELLEFU ára drengur í Atl- anta í Bandaríkjunum varð vitni að morði á fjölskyldu sinni í fyrradag en komst sjálfur lífs af þar sem morðingjanum tókst ekki að hleypa af byssu sinni. Morðinginn, 39 ára karlmað- ur, hélt drengnum meðan hann myrti móður hans, fjögur systkiniog írænku. Drengurinn slapp og faldi sig í fataskáp en morðinginn fann hann. Maður- inn miðaði byssu að höfði drengsins og reyndi að hleypa af, en tókst það ekki af ein- hverjum ástæðum. Morðinginn svipti sig síðan lífi. Móðir drengsins hafði sagt manninum að hún vildi binda enda á samband þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.