Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 10/7 -17/7 ►ALLS eru töluð 39 tungu- mál í leikskólum Reykjavík- urborgar en 272 börn af er- lendum uppruna eru í dagvist þar. Alls voru 5.548 börn á leikskólunum. Flestir töluðu ensku, taflensku, filippseysk mál, frönsku og þýsku. ► EIMSKIP hefur til athug- unar að hefja rekstur bfla- og farþegafeiju sem sigla myndi milli Islands, Færeyja, Danmerkur og Skotlands. ►SOPHIA Hansen hitti dæt- ur sínar tvívegis í fjallaþorpi í Tyrklandi í vikunni. Hún segist hafa orðið vör við mikinn velvilja ókunnugra á ferð um þorpið. ► FARÞEGUM Islandsflugs fjölgaði um 20% á öðru ári fijálsrar samkeppni í innan- landsflugi eða úr um 90 þús- und í 110 þúsund. Tekjur af áætlunarfluginu innanlands hækkuðu um 30%. ► LANDSVIRKJUN hefur varað rafveitur og stóriðjur við því að hugsanlega þurfi að koma til orkuskerðingar með haustinu. Sumarið hef- ur ekki verið hagstætt fyrir vatnsbúskap í lónum fyrir- tækisins en úr því gæti hugs- anlega ræst með haustinu. ►TVEIR af fslensku suður- skautsförunum þremur, Ing- þór Bjarnason og Haraldur Órn Ólafsson, ráðgera að ganga á norðurpólinn á næsta ári. Gangan gæti tekið hátt í tvo mánuði en vega- Icngdin er um 770 km ►RIKIN þijú sem aðild eiga að Smugusamningnum svo- nefnda, þ.e. Rússlandi, Nor- egi og ísland, hafa öll stað- fest samninginn. Fjallar hann um veiðar landanna í Barentshafinu. Nýtt ljósleiðarakerf LÍNA, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, og Islandssími hf. hafa ákveðið að hefja samstarf við uppbygg- ingu ljósleiðaranets á veitusvæði Orku- veitunnar. Heildarfjárfesting í gagna- flutningsnetinu og tengingum er um einn milljarður og greiðir Islandssími hf. um 350 milljónir fyrir réttindin. Ráðgert er að þjónusta geti hafíst í haust en um er að ræða bæði síma- og gagnaflutn- ingsþjónustu. Öll hverfi Reykjavíkur, Mosfellsbær, Seltjamames, Mosfells- bær, Kópavogur og hluti Garðabæjar eiga kost á að tengjast kerfinu sem verð- ur fullbúið eftir þijú ár. Manni ráðinn bani MAÐUR á fimmtugsaldri fannst látinn í íbúð sinni eftir hádegi á fimmtudag. Stunguáverkar vora á líkinu og hefur lögreglan hníf undir höndum sem talinn er hafa verið notaður við verknaðinn. Lýst hefur verið eftir rúmiega fertug- um karlmanni sem hélt af iandi brott á miðvikudag og hefur hans verið leitað í Danmörku og í fleiri Evrópulöndum. Erfitt fyrir frumkvöðla ÍSLAND er í 18. sæti af 29. meðal ríkja OECD miðað við þau verðmæti sem ein vinnustund skapar og frumkvöðlar hér- lendis búa við ófullnægjandi starfsfum- hverfi að því er fram kemur í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Iðn- og atvinnu- rekendasamtaka Evrópu. Ein vinnu- stund hérlendis gefur að meðaltali að- eins af sér 64% miðað við Lúxemborg og 75% miðað við Frakkland. Bið stytt um mánuð STJÓRN íbúðalánasjóðs hefur sett fram hugmyndir til að hraða afgreiðslu lánsumsókna og stytta biðtímann um mánuð. Kynna á samstarfsaðilunum, bönkum og fasteignasölum þessar hug- myndir í vikunni og er stefnt að því að nýju hugmyndirnar verði komnar til framkvæmda upp úr næstu mánaða- mótum. Námsmenn mótmæla í Teheran ÁTÖK brutust út í Teheran og fleiri borgum Irans á mánudag, fimmta daginn í röð, og beitti lögregla kylfum og táragasi gegn námsmönnum sem kröfðust lýðræðisumbóta og aukins fjölmiðlafrelsis í landinu. Við Teher- an-háskóla vora hrópaðar niður til- ■ raunir til að lesa upp yfirlýsingu frá Ayatollah Kamenei, æðsta trúarleið- toga Irans. „Fallbyssur, skriðdrekar og vélbyssur hafa ekki lengur neitt að segja,“ hrópaði mannfjöldinn. „Náms- menn kjósa frekar að deyja en láta undan.“ Óeirðir héldu áfram á þriðju- dag og voru þetta mestu mótmæli sem komið hefur til í Iran frá því 1979 er keisarastjóminni var velt úr sessi. Á miðvikudagskvöld lýstu stjórnvöld því yfir að öryggissveitir hefðu náð tökum á uppþotunum. Talsmaður nefndar námsmanna tjáði Reuters að þeir hefðu ákveðið að láta af mótmælunum að sinni, en biðu enn svars frá stjórn- völdum um hvað hefði orðið af píslar- vottum úr röðum námsmanna og lík- um þeirra. Friðarsamkomulag íuppnámi SAMKOMULAG um frið og myndun heimastjómar á Norður-írlandi var í uppnámi á miðvikudagskvöld og eng- ar líkur taldar á að heimastjóm yrði skipuð á fimmtudag, eins og áætlað hafði verið. Sambandssinnar ítrekuðu þá afstöðu sína að þeir gætu ekki sest í stjórn með Sinn Féin, stjómmála- armi írska lýðveldishersins (IRA), nema herinn hæfi afvopnun fyrst. Stjómarmyndun fór út um þúfur, og hafa bresk stjómvöld boðað endur- skoðun friðarsamkomulagsins frá því í fyrra. Forsætisráðherrar Bretlands og írlands munu koma saman á þriðjudag til að ákveða hvemig þess- ari endurskoðun verður háttað. ►BILL Clinton Bandaríkja- forseti og Ehud Barak, for- sætisráðherra ísraels, hétu því á fimmtudag að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma á friðarumleit- unum fyrir botni Miðjarðar- hafs eftir þrátefli undanfar- inna missera. Barak er nú í sinni fyrstu opinberu heim- sókn í Bandaríkjunum. Barak hefur lýst því yfir að Israelar hyggist standa við öll ákvæði Wye-samkomulagsins um áframhaldandi afhendingu lands á Vesturbakkanum til Palestínumanna, áður en kemur að samningum um endanlegan friðarsáttmála. ►MILO Djukanovic, forseti Svartfjallalands, sagði á mið- vikudag að Svartfellingar myndu stefna að fúllu sjálf- stæði ef viðræður þeirra við Serba um framtíð júgóslav- neska sambandsríkisins bæru ekki árangur. Djukanovic hef- ur lengi verið upp á kant við stjómvöld í Belgrad og vill að dregið verði úr völdum júgóslavnesku stjóraarinnar og að sjálfsstjómarréttindi Svartfellinga verði aukin. ► RÁÐAMENN í Kína brugð- ust ókvæða við ummælum forseta Taívans þess efnis að kínversk og taívönsk stjórn- völd eigi að falla frá þeirri afstöðu að aðeins sé til eitt Kina. Lýstu Kínveijar því yf- ir að þeir hafi sjálfir hannað nifteindasprengju, og önnur kjarnavopn, og túlkuðu fréttaskýrendur þetta sem beina viðvörun til Taívana um að Kínveijar myndu ekki líða að þeir lýstu yfir sjálf- stæði eyjarinnar. FRÉTTIR Columbia og iðnaðarráðuneytið ræða álver á Austurlandi Hugmyndir Colum- bia eru að skýrast JAMES F. Hensel, aðstoðarfor- stjóri Columbia Ventures, og David M. Brewer, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, áttu á fóstudag fund með fulltrúum iðnaðarráðuneytísins varðandi hugmyndir fyrirtækisins um hugsanlega byggingu álvers á vegum Norðuráls á Austurlandi. „Hugmyndir þeirra eru smám saman að skýrast og þær verða skoðaðar mjög vandlega. Viðfangs- efni okkar er að leiða málið til lykta þannig að við komust að hagkvæm- ustu niðurstöðu, út frá þjóðhagsleg- um sjónarmiðum og byggðasjónar- miðum,“ segir Pórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis- ins. Þórður segir að um mjög gagnleg- an fund hafi verið að ræða, en þar gerðu Hensel og Brewer rækilega grein fyrir hugmyndum sínum um álver á Austurlandi. „Við fórum í gegnum hvað þeir hafa í huga og nið- urstaðan var sú að við myndum fara ofan í þau gögn sem þeir létu okkur hafa, jafnframt því að skoða ýmis at- riði frekar," segir Þórður. ,Að því búnu munum við bera saman bækur okkar á ný, örugglega íyrir haustið." Aðeins eitt álver byggt Hann segir of snemmt að greina frá hvemig fulltrúum íslenskra stjórnvalda lítist á hugmyndir Col- umbia Ventures af einhverri ná- kvæmni. „Þetta er virt og gott fyrir- tæki sem hefur sannað sig hér á landi og við tökum af sjálfsögðu þeirra hugmyndir til vandlegrar íhugunar. Eg vil ekki fara ofan í einstök atriði, annað en það sem þegar hefur komið fram, að fyrir- tækið hefur áhuga á að byggja álver fyrir austan og gera þá samninga sem þarf til að sú hugmynd verði að veruleika,“ segir hann. Um er að ræða svipaðar slóðir og Norsk Hydro hefur sýnt áhuga en að sögn Þórðar liggur nokkuð ljóst fyrir að varla verði byggt nema eitt álver fyrir austan, „að minnsta kosti á þeim tíma sem menn hafa í huga.“ Samkvæmt starfsleyfi Norðuráls á Grundartanga má stækka álverið upp í 180 þúsund tonn og segir Þórður að farið hafi verið í ýmis at- riði í tengslum við möguleika í því sambandi. „Við skoðuðum hvað þeir hafa í huga með framtíðina á Aust- urlandi og hvernig það tengist síðan hugmyndum þeirra á Vesturlandi,11 segir hann. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VIÐ aðalsviðið á mótinu er jafnan margt um skátann og mikið sungið og dansað. Rífandi stemmn- ing á landsmótinu landsmótið. Forsetinn er vernd- ari skátahreyfíngarinnar og gaf sér góðan tíma á svæðinu. A mót- inu er talsverður fjöldi erlendra skáta víðs vegar að úr heiminum og vakti frjálslegt fas forsetans athygli þeirra. Sér í Iagi þótti þeim merkilegt að engin lögregla fylgdi forsetanum þegar hann gekk um svæðið með Ólafi Ás- geirssyni skátahöfðingja og mótsstjóraunum Benjamín Axel Árnasyni. Skátarnir nýta sér nýjustu tækni við að koma skilaboðum á framfæri og geta aðstandendur skátanna fylgst með mótinu á landsmótsvefnum, www.scout.is. Vefurinn hefur samkvæmt því fengið ijölmargar heimsóknir. Á fréttavef landsmótsvefsins segir að skátar og foreldrar um allan heim hafi heimsótt vefinn og taldi alþjóðateljari skáta um 5.000 heimsóknir á þriðjudag og um 4.000 á fimmtudag. í gær var haldin listahátíð mótsins og kom þar fram íjöldi tónlistarmanna. Um kvöldið var síðan kveikt upp í aðalvarðeldi mótsins, en lokavarðeldurinn verður á mánudagskvöld. Mótinu lýkur síðan á þriðjudaginn og virðist ljóst að margir skátar halda þá heim á leið glaðir i bragði. Laugavegl 18 • Simi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfml 510 2500 ÓLAFUR Ragnar Gríms- son, forseti Islands, heim- sótti landsmótið á föstudag- inn og gaf sér góðan tíma. LANDSMÓT skáta við Úlfljóts- vatn stendur nú sem hæst. Mót- ið hefur gengið vel fyrir sig og verið góð stemmning meðal þátttakenda. Á föstudaginn heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Lærðu að þekkja íslenskar plöntur Fjallað er um 330 tegundir plantna sem vaxa villtar á íslandi. Einfaldir leiðbeininga- lyklar audvelda almenningi að greina plöntur á aðgengilegan hátt. 1) FORLAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.