Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 47 FÓLK í FRÉTTUM Þróað rokk Tónlist Geisladiskur Pilsner fyrir kónginn, fyrsti geisla- diskur hljómsveilarinnar Klamediu x. Meðlimir sveitarinnar eru Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Bragi Valdi- mar Skúlason, Jón Geir Jóhannsson, Snorri Hergill Kristjánsson, Þráinn Árni Baldvinsson og Örlygur Bene- diktsson. Lög eru öll eftír meðlimi sveitarinnar en textar eru flestir eftír Braga Valdimar Skúlason. Gjorby margmiðlun gefur út en Skífan dreifir. LÍTIÐ hefur farið fyrir hljóm- sveitinni Klamedíu x síðan hún vann hljómsveitakeppnina Rokkstokk í Keflavík árið 1998. Nýlega hefur þó borið meira á sveitinni í kjölfar út- gáfu fyrstu breiðskífu hennar, sem ber heitið Pilsner fyrir kónginn. Pilsner fyrir kónginn er þrettán laga breiðskífa og margmiðlunar- diskur um leið og hlýtur því að telj- ast nokkuð vegleg útgáfa. Tónlist sveitarinnar er í fljótu bragði illskil- greinanleg, þó má greina ýmis áhrif og stílbrigði og við nánari hlustun fellur Pilsner fyrir kónginn líklega í flokk með „þróuðu rokki“ sem þótti skemmtilegt fyrir einhverjum ára- tugum síðan. Hammondorgel, gítar- riff og gítareinleikur einkenna tón- listina mjög og ekki er hægt að segja að Klamedía x sæki tónlist sína í nýgrafinn brunn. Þetta háir sveitinni þó ekki mjög, greinilegt er að allir meðlimir hljómsveitarinnar eru færir í flestan sjó hvað spila- mennsku varðar og hvergi heyrast hnökrar á tæknilegum atriðum. As- laug Helga, söngkona sveitarinnar, hefur greinilega lært söng og óvenjulegt er að heyra svo örugga rödd í nýlegum rokksveitum. Lögin þrettán eru þrátt fyrir svip- aðan grunn ólík að gerð. Þegar sveit- inni tekst best upp, s.s. í lögunum Tregur og Sér grefúr gröf, vekur hún upp góða stemmningu, jafnvel svo að smellt er fingrum og það eina sem vantar er vínylhljómurinn. Síð-átt- undaáratugs-stemmningin hrekkur þó skammt þegar sokkið er niður í annars flokks ballöður í anda Whitesnake með gítareinleik og til- heyrandi. Lorien er án vafa versta lag plötunnar og jaðrar við móðgun við þá mætu bók Hringadróttinssögu. Að auki sér undirritaður ekki tilganginn með því að syngja textann bæði á ensku og íslensku, þýðing Geirs Kri- stjánssonar er nógu góð til að syngja hana tvisvar. Önnur lög sem hefðu mátt missa sín eru Astarengill og Tölvumúsir. Textagerð Klamedíu x er á köflum góð, mikið stuðluð og rímuð og á góðu máli, innihaldið er á hinn bóginn undarlegt. Textar hópsins taka sig kannski of alvarlega í því að taka sig ekki alvarlega (hvað sem það þýðir) og fyrir vikið verða þeir oft hjákátlegir. Eitt besta dæmið um þetta er textinn Möndluvirkið: „Ég byggði það úr eiginlega engu nema hnetum / og einni rúllaf gaddavír / ég fyllti það með klamedíu, kókosbollum, pilsner / og konunglegum túnfisk í oi- íu.“ Klamedíu x vantar ekki metnað- inn hvernig sem á það er litið og tekst oft vel upp, en e.t.v. skortir andagift- ina, bæði í tónlist og textagerð. Pilsner fyrir kónginn er auk þess að vera hljómdiskur búinn marg- miðlunarhluta gerðum af Gjorby margmiðlun ehf. Sá hluti er að flestu leyti vel úr garði gerður, færist ekki of mikið í fang og veitir hæfilegar upplýsingar um leið. Viðmótið er ein- falt og stílhreint og gengur vel í notkun. Þó voru nokkrir gallar á, hreyfingarnar gengu hægt, kannski vegna aldurs geisladrifsins sem disk- urinn var reyndur í og ekki tókst að spila lögin sjálf í margmiðlunarhlut- anum eða í geislaspilara tölvunnar heldur, ef út í það er farið. Svo virtist sem aðeins væri hægt að leika diskinn í venjulegum geislaspilara. Umslag geisladisksins er skemmti- legt og líkt og margmiðlunarhlutinn stílhreint. Innsíður eru skemmtilega myndskreyttar og lítið um stafsetn- ingarvillur í textum. Gísli Árnason Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir i síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Tómur hasar Á ystu nöf (Recoil) TTasaiiny ii «1 ★★ Pramleiðsla: Richard Peppin. Leik- sljórn: Art Camacho. Handrit: Ric- hard Preston Jr. Kvikmyndataka: Ken Blakey. Aðalhlutverk: Gary Daniels og Gregory McKinney. 97 mín. Bandarisk. Myndform, júní 1999. Aldurstakmark: 16 ár. ÞETTA er soldið undarleg mynd að því leyti að hún er þrælfín á köfl- um en aíveg hræðileg þess á milli. Þetta er fyrst og fremst hasarmynd og er margt mjög vel gert hvað varðar atriði sem falla undir þá skilgreiningu. Aftur á móti eru uppi tilburðir til skapgerðarleiks og dramtíkur sem valda því að hakan sígur óeðlilega mikið í átt að gólfi. Aðalleikarinn, and- fætlingur að nafni Gary Daniels, er trúverðug slagsmálahetja, sem greinilega hefur tileinkað sér til- burði Bruce heitins Lees, en ætti ekki að fá að opna munninn eins mikið og hann er látinn gera hér, frekar en aðrir leikarar myndarinn- ar. Sagan er kunnugleg loftbóla sem skiptir engu máli því áherslan er á sprengingar, slagsmál, ofbeldi og læti. Ágæt afþreying og um leið gott dæmi um hvernig á að leika mjög illa. Guðmundur Ásgeirsson GODDIHEFUR FLUTT! að Auðbrekku 19, Kópavogi þar sem áklæðaúrvalið er og vinsælu finnsku kamínuofnarnir. (áöur húsgagnaverslunin HIRZLAN sem hefur flutt að Smiðsbúö 6, Garðabæ) GODDI ehf. Slmi 544 5550 . Fax 544 5551 Þessi fisflugvel er öll yfirfarin með nýjum mótor, nýjum seglum og fleira. Einstaklega auðveld og skemmtileg flugvél. Allar uppl. í símum 421 1190 og 699 1180 TIL SÖLU ' ) FISFLUGVÉL á&ÍLEIKFÉLAG REYKJAVÍKURJ® 18*17 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrír sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: LitU llHflUkýftutðui eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fim. 22/7 AUKASÝN. - laus sæti fös. 23/7 laus sæti lau. 24/7 iaus sæti Ósóttar pantanir seldar daglega Enm byrjuð að taka niður pantanir fyrir ágústmánuð Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. Stjörnuspá á Netinu mbl.is -/KLLTAf= errTHVAO NÝTT Leikskólinn sýnir: Örtagaeqqin í Leikhúsinu Ægisgötu 7 sun. 18/7, mið. 21/7, fim. 22/7, lau. 24/7,sun. 25/7, þri. 27/7, mið. 28/7. Miðaverð kr. 800,- Miðapantanir í síma 869 7576 og 695 2702 www.heimsnet./egg w _ Goiðoter Jazzhátíð í Garðabæ með sumarsveiflu! Júlí—ágúst 1999 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Þriðjudaginn 20. júlí kl. 21 leikur tríó Óskars Guðjónssonar perlur af fingrum fram. Sunnudag 25. júlí Haukur Gröndal og danskir jazzleikarar. Þriðjudag 27. júlí Hilmar Jensson og félagar. Þriðjudag 10. ágúst Tríó Ólafs Stephensen. Aðgöngumiðar á kr. 1.000 verða seldir við innganginn frá kl. 20.00 tónleikadaginn. Kreditkortaþjónusta. Menningarmálanefnd Garðabæjar. Verslunarmannahelgin í London frá kr. 17.500 Frábært tækifæri til að fara til London um verslunar- mannahelgina á hreint frábærum kjörum og njóta heimsborgarinnar í 6 daga. Farið út á miðviku- dagskvöldi og komið heim á þriðjudagsmorgni, þannig að aðeins er um að ræða 2 frídaga. Hjá Heimsferðum getur þú valið um að kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða flug og hótel í hjarta London. Verð kr. 17.500 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2 —11 ára með flugvallarsköttum. Verð kr. 20.380 Flugsæti fyrir fullorðinn, 28. júlí, með sköttum. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.