Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ,44 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1999 HUGVEKJA f DAG Maðurinn, líf- ríkið og trúin Séreigindir mannsins felast að mati Stefáns Friðbjarnarsonar m.a. í Guðs- trú hans, listgáfum, þekkingarþorsta, réttlætistilfínningn, samvizku og siðaskyni. LÍFRÍKI plánetunnar okkar, jarðarinnar, er margbrotið með ólíkind- um. Fjölbreytileikinn, feg- urðin og krafturinn, sem það býr yfir, heillar okkur og vekur óteljandi spum- ingar. Hvort sem horft er til örvera, sem sjást aðeins í sterkustu smásjám, eða risatrjáa, sem lifa þúsund- ir ára, blasa við manninum forvitnileg rannsóknar- efni. Jafnvel Mtið og lit- skrúðugt smáblóm, sem teygir sig upp úr moldu á vaknandi vori, strax og freri fer úr jörðu, ber lífs- orkunni vitni. Það er hluti af sköpunarverkinu, al- heiminum. Fjölbreytileikinn í lífrík- inu er miklu, miklu meiri en menn gera sér í fljótu bragði grein fyrir. Samt sem áður eiga flestar teg- undir þess sameiginlegt lífsþema: baráttuna fyrir „líkamlegum þörfum“. Skynlaus- ar skepnur, sem við svo köllum, lifa, ná líkamlegum þroska og auka kyn sitt, *án margskonar bardúss, sem maðurinn stendur í, svo sem rannsóknum, vísind- um, listsköpun, geimferðum o.sv.fv., að ekki sé nú talað um samvizkuna, siðgæðið og guðstrúna. Maðurinn er óneitanlega hluti af lífríki jarðar, lýtur um flest sömu lögmálum og aðrar lífteg- undir, en hefur engu síður afger- andi sérstöðu, séreigindir. Séra Sveinn Víkingur segir í bók sinni, Efnið og andinn (1957): „Maðurinn hefur ýmsar sér- eigindir eða sérgáfur umfram dýrin. Má þar nefna trúarhæfí- leikann, listgáfumar, þekkingai-- þorstann, réttlætistilfinninguna, samvizku og siðaskyn. Þessir eiginleikar verða ekki skýrðir að fullu sem hjálpartæki í barátt- unni fyrir líkamlegum þörfum, heldur bera þeir vott um það, að þróun mannsins stefni til lífsfyll- ingar, sem æðri er líkamlegum nauðsynjum. - Annars vegar er maðurinn afkomandi dýrsins með dýrslegar erfðahvatir. Hins vegar er hann lifandi sál, sem leitar æðri tilveru, andlegrar fullnægingar, og sambands og samlífs við hinn eilífa anda og höfund tilverunnar, Guð.“ t Séreigindir mannsins, sem m.a. hafa gert hann að „herra jarðarinnar", breiða þó ekkiyfir takmörk hans og veikleika. I al- heiminum er „herra jarðarinnar" sem sandkom á sjávarströndu. Hann er víðs fjarri því að vera höfundur þess sem að baki býr öllu sem var, er eða verður í al- heiminum. „Herra jarðarinnar“ er ekki höfuðsmiður að stjömu- þokum og vetrarbrautaum. Hann er ekki hönnuður plánet- unnar jarðar. Ekki einu sinni litla, litskrúðuga smáblómsins, r sem vaknar til lífs vor hvert af vetrarsvefni. Hann er á hinn bóginn athyglisvert fyrirbæri í sköpun almættisins. Takmörk mannsins og veik- leiki blasa við í bland við afrek hans, sem skylt er horfa til þegar um þessa líftegund er fjallað. Mannkynssagan öll og ekld sízt samtímasaga okkar færir okkur heim sanninn um að hann, mað- urinn, á enn langt í land Guðsrík- is á jörðu. Það em margt óunnið áður en því marki verður náð. Trúlega fer bezt á því að hver og einn hefji verkið í eigin ranni, rækti og þroski sinn eigin innri mann. Við emm öll og sérhvert bæði vinnutækið, sem vinna þarf með, og efnið, sem vinna þarf úr. Vegvísirinn er kristinn dómur. Og sem betur fer er kirkjan okk- ar, sóknarkirkjan mín og þín, alltaf nærri. Og Hann sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann sem sagði: „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Sigurbjöm biskup Einarsson segir í grein í Eimreiðinni: „Trú vor á manninn er trú á þann Guð, sem elskar manninn, leitar hans til að bjarga honum, frelsa hann. Rök þeirrar elsku em ekki í eðM mannsins, heldur eðM Guðs...“ Og síðar: „Frá þessu fagnaðarerindi er komið það, sem vér eigum í vestrænum menning- ararfi af meðvitund og mannhelgi - hver mannvera er helg vegna þess að kærleikur Guðs hefur helgað sér hana. Og gegn um sorta, sem upp kann að draga, skín ásýnd hans, sem sagði nótt- ina, sem hann var svikinn: Verið óhræddir, ég hefi sigrað.“ „Andinn rannsakar allt, jafn- vel djúp Guðs“, sagði Páll post- uM. I ljóði Einars skálds Bene- diktssonar er undirstrikað að trúin sé fmmskilyrði þeirrar rannsóknar: Vort hærra stig ber anda og kennd íeining- í undirdjúpi sefans finnst það grafið. Sjá farfuglsungann átta sig um hafið; eins eygist luktri sjón vors hðfunds meining. Án vegabréfs vors hjarta er leiðin töpuð. Vor hulda greind var oss til skiln- ings sköpuð; því skerðir trúlaust vit vom sálarfarnað. (Jörð) Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunblaðið. VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Hver á myndina? SÍÐASTLIÐINN vetur var þessi mynd af „Gunn- ari pólití“ birt í Velvak- anda og gaf sig þá fram stúlka sem ætlaði að ná í myndina en hefur ekki gert það. Er hún beðin um að hafa samband í síma 569-1318 og nálgast mynd- ina. Ábyrgð í ferðaþjónustu ÉG hafði verið að velta fyrir mér hvert ætti að halda í sumarleyfið. Ég hafði heyrt mikið talað um að hvalaskoðun væri vin- sæl, en misjafnt væri eftir landshlutum hvort stór- hveli sæjust í ferðunum eða ekki. Einmitt þegar ég sat yfir tebollanum einn laugardagsmorgun heyrði ég í útvarpinu viðtal við ferðaþjónustuaðila sem selur hvalaskoðunarferðir. Hann fullyrti að í yfir 90% ferða hjá sér sæist steypireyður og væru fáir staðir í heiminum sem gætu boðið upp á slíkt. Þetta vakti áhuga minn enn frekar og ég ákvað að skoða betur þann mögu- leika að fjölskyldan færi í hvalaskoðun með þessum aðila. Ekki minnkaði áhug- inn þegar fram kom að oft sæjust ernir í ferðum hjá honum og að fólki fyndist spennandi að sjá skeldýrin sem veidd eru og að bragða á þeim. Hann sagði það skoðun sína að allir grunnskólanemendur ættu að fara í svona ferðir. Talið barst einnig að lá- réttu stuðlabergi sem hann sagði að sæist í skoð- unarferðunum. Hann sagði það líklega myndað á ísöld! Annars væri hann ekki viss, en ef hann vissi ekki eitthvað um það sem sæist væri ekld annað að gera en ljúga bara einhverjuu að farþegunum! Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum. Ljúga að farþegun- um! Hann notaði einmitt orðið ijúga. Er það kannski þannig sem hann fræðir skólakrakkana? Er það þannig sem hann greinir þær steypireyðar og þá erni sem hann segir að sjáist í ferðunum? Er þetta sú virðing sem hann sýnir farþegum sínum? Ég skipti snarlega um skoðun og mun aldrei fara í ferð með þessum aðila. Er virkilega enginn eftirlits- aðili sem fylgist með hvort sú þjónusta sem seld er ferðamönnum hér á landi stenst ákveðnar lágmarks- kröfur? Hvernig er um neytendavernd í slikum til- fellum? Geta farþegar far- ið í skaðabótamál þegar svona svik eru í tafli? Ætli þetta sé almennt í þeim skoðunarferðum sem út- lendingum eru seldar hér á landi? Mér finnst þetta það alvarlegt mál að full ástæða sé til að þeir sem eru í forsvari fyrir ferða- þjónustuna svari þessum spurningum opinberlega. Hneykslaður ferðamaður. Þakkarorð ÉG VIL hér með senda fá- ein þakkarorð til deildar 12a, Landspítala og Lista- smiðjunnar, þar sem ég dvaldi á fjórðu viku í saumar. Allt viðmót fólks, hvort sem um var að ræða lækna, annað starfsfólk eða sjúklinga, var einstak- lega gott. Matargerð var til fyrinnyndar, allt frá morgunmat og fram að rjúkandi kaffi eða tei og meðlæti á kvöldin. Og ann- ar aðbúnaður var einnig hlýr og notalegur. Mér er ógleymanlegur sólardagur í júní þegar grillað var úti í garði, og yndislegur 17. júní með haronikkuleik og söng. Eg bið guð að blessa þetta heimili um aldur og ævi og sendi kærleiks- kveðjur til allra þar. Guðfinna Ólafsdóttir, Gerðakoti 2, Bessastaðahreppi. Sleppum stöðuheiti í DAGBLÖÐUNUM birt- ist fyrir skömmu smáfrétt sem fjallaði um mann sem fékk stóran vinning í Gullpottinum. Sló það mig að tekið var fram að mað- urinn væri iðnaðarmaður. Ef maðurinn hefði verið lögfræðingur eða læknir efast ég um að þess hefði verið getið. Eins sér mað- ur auglýst t.d. „Læknis- hjón óska eftir au pair- stúlku" - en aldrei að iðn- aðarmaður óski eftir au pair-stúlku. Finnst mér óþarfi að verið sé að tíunda starfsheiti viðkomandi. Birna. Dýrahald Síamslæða fæst gefíns 5 ára gullfallega verð- launakisu vantar gott heim- iM. Ættarsaga og verðiauna- spjöld og slaufur fylgja. Sérstaklega skynsöm og 100% þrifin. Upplýsingar í síma 5641260 í kvöld og næstu kvöld eftir kl. 20. SKAK limsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Politiken Cup-mótinu í Kaupmannahöfn í sumar. Alexander Baburnin (2.585), Irlandi, var með hvitt, en Svíinn Stefan Schneider (2.335) hafði svart og átti leik. Hvítur var að blása til sókn- ar með 11. d5, en stigalágur andstæðingur hans hafði svör á reiðum: 11. - Rc5! 12. dxc6! - bxc6! (Fellur ekki í þá freistni að þiggja drottningarfórnina) 13. Dc4 - cxb5 14. Rxb5? (Skárra var 14. Dxb5+) 14. - Dd7 15. Ba5 - Hc8! og Baburin gafst upp, þvi hann á ekki viðunandi vöm við hótuninni 15. - Rd3+. Það er sjaldgæft að sjá svo stigaháan skákmann tapa í aðeins 15 leikjum. Byrjunin var þannig: 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. e3 - Bf5 4. cxd5 - cxd5 5. Db3 - Dc7 6. Bb5+ - Rd7 7. Rc3 - e6 8. Bd2 - Re7 9. Hcl - Rc6 10. e4 - dxe4 11. d5 og upp er komin staðan á stöðu- myndinni. Víkverji skrifar... UMRÆÐAN að undanfómu um Reykjavík sem borg hinna rauðu ljósa hefur vart farið framhjá neinum og ekki heldur mótmæli nokkurra íbúa í gamla Grjótaþorpinu í miðborginni. Gengur málflutningur íbúanna út á að ekki sé lengur svefnfriður vegna ónæðis af völdum tveggja skemmti- staða í næsta nágrenni, skemmtistaða sem raunar eiga ekkert sameiginlegt annað en að skilgreinast sem slíkir. Víkverji hefur fylgst með þessari um- ræðu, enda varla annað hægt, og getur ekki gert að því að þykja málflutning- ur fulltrúa þessara íbúa eilítið hjákát- legur. Víkveria finnst málflutningurinn ekki hjákátlegur vegna eðlis þeirrar starfsemi sem fram fer í öðmm þess- ara skemmtistaða, heldur þykir hon- um alltaf dálítið hjákátlegt þegar full- trúar íbúa í gamla miðbænum láta til sín taka með reglulegu millibili og kvarta yfir ónæði og hávaða af mið- bæjarlífinu. Víkverji hefur nefnilega ekki orðið var við þessa umræðu ann- ars staðar í heiminum meðal íbúa í miðborgum miklu stærri borga. Víðast hvar í heiminum þykir fólki nefnilega akkur í því að búa í miðborg- inni, drekka í sig þá sérstöku stemmn- ingu sem þar ríkir og oftast era þetta í hópi dýrustu hverfa hverrar borgar. Þannig er þetta einnig hér á landi og ásókn í íbúðarhúsnæði í miðbænum hefur verið með mesta móti að undan- fórnu. Kemur það vitaskuld fram í hærra verði á húseignum á svæðinu og allt gerist þetta á sama tíma og nokkr- ir íbúar kvarta og kveina og segja ekki búandi þar miðað við núverandi að- stæður. Víkverji hefur reynslu af því að búa í miðborginni, þótt hann hafi nú ný- skeð flutt sig um set eilítið austar í borgina. Á þessum áram sínum í mið- borginni kunni Víkverji því vel að búa í hringiðu mannlífsins, geta labbað út úr húsi og verið kominn niður í bæ og spásserað um stræti og torg og lesið hús að hætti kunnra skálda hér fyrr á öldinni. Aldrei hvarflaði það sérstaklega að honum að hann byggi í hverfi hinna rauðu ljósa, ellegar í umhverfi sem væri tæpast byggilegt sökum hávaða og annarrar óáranar. Þess vegna kem- ur það Víkveija eih'tið spánskt fyrir sjónir að heyra þessar raddir nú og veltir því fyrir sér hvort sömu íbúar hafi ekki gert sér grein fyrir þessu áð- ur en sest var að í miðborginni. Flutti fólk í Grjótaþorpið til að njóta kyrrðar og rósemdar, eða til að njóta nálægð- arinnar við iðandi mannlífið og menn- inguna? Vilji þetta fólk frið og ró, af hverju flytur það sig þá ekki um set í rólegri hverfi og hleypir jafnframt að þeirri gerð fólks sem svo gjarnan vill búa i nágrenni miðbæjarins, sækja kaffihús á kvöldin og lesa hús á kvöld- göngunni en getur það ekki með nokkra móti sökum óheyrilegs íbúða- verðs á svæði 101? - Spyr sá sem ekki veit. Að þessu sögðu er rétt að ítreka að til eru lög og reglugerðir um af- greiðslutíma vínveitingahúsa og þeim ber að framfylgja eins og öðrum lögum í þessu landi. Fari hávaði frá slíkum húsum yfir ákveðin mörk verður að sjálfsögðu að grípa til viðeigandi að- gerða, gefa viðvaranir og beita síðan lokunum sé ekki bragðist við með rétt- um hætti. Engum á að líðast vanvirða við nágranna sína, fyrirtæki eða íbúa, og engum á að líðast vanvirða við þau lög sem við höfum kosið að setja um starfsemi skemmtistaða frekar en um hverja aðra starfsemi. En á meðan ekkert bendir til þess að hávaði frá þessari starfsemi sé fyrir ofan viðmið- unarmörk er engin ástæða til að láta rökleysu og tilfinningasemi hlaupa með sig í gönur. Um leið er hins vegar einnig fylista ástæða til að fylgjast vel með starf- semi erótískra skemmtistaða sem mjög hefur fjölgað í borginni að und- anfórnu. Starfsfólk þessara staða hef- ur verið bendlað við ýmiskonar glæpa- starfsemi eins og komið hefur fram í fjölmiðlum og vitaskuld á að bregðast við sMku af fyllstu hörku. I þvi sam- bandi getur Víkverji sagt frá fólki sem ætlaði sér að eiga notalega stund á kaffihúsi einu í miðborginni á dögun- um. Góð stemmning var í húsinu, þétt setinn bekkurinn og nokkuð um út- lendinga. Ráku margir upp stór augu þegar inn stigu þrjár dansmeyjar frá einum þessara erótísku skemmtistaða, afar kiæðlitlar og dreifðu auglýsinga- miðum frá vinnustað sínum á öll borð kaffihússins og héldu að því búnu á brott. Miðarirnir gáfu til kynna að vinnustaður meyjanna væri ekki í mið- borginni, heldur í austurbænum, og var greinilega ætlan þeirra að laða að viðskiptavini fyrir kvöldið. Á kaffihúsinu var fólk á öllum aldri, þar með talið Mtið börn, og er óhætt að segja að flestir gestanna hafi verið yfir sig hneykslaðir á heimsókninni og kunnað umræddum dansmeyjum Mtlar þakkir fyrir framhleypnina. Þótti ís- lenskum gestum Mtið til þessarar land- kynningar koma, enda var auðséð að eriendir gestir kaffihússins áttu vart orð til að lýsa hneykslun sinni. Svona nokkuð á auðvitað alls ekki að líða og er kannski fyrsta skrefið í því að Reykjavik sé að þróast í þá átt að verða borg hinna rauðu ljósa. Ljótt ef satt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.