Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ j 36 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MINNINGAR + Móðir okkar, ELÍNBORG M. HALLDÓRSDÓTTIR frá Kambshól, Melavegi 3, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu Hvammstanga að morgni föstudagsins 16. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Halldórsson, Jóhanna Þórarinsdóttir, Eiísabet Haildórsdóttir, Sigfús ívarsson, börn, tengdabörn og barnabarn. + Elskulegur drengurinn okkar, bróðir og dóttur- sonur, KRISTINN RÚNAR INGASON, lést sunnudaginn 11. júlí. Jarðarför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl. 13.30. Indíana Þorsteinsdóttir, Rósa Sigríður Sigurðardóttir, Ingi Rúnar Ellertsson, Þrúða Sif Einarsdóttir, Marteinn Jón Ingason, Rósa G. Halldórsdóttir. + Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓRSSON, Teigagerði 5, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 13.30. Margrét Eyjólfsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Grímur Valdimarsson, Hjördís Hulda Jónsdóttir, Kristján Ágústsson, Gyða Jónsdóttir, Guðmundur Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, ÁSGEIRS ÞÓRS ÁSGEIRSSONAR verkfræðings, Vesturási 31. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjúkrunar- heimilinu Eir, 4. hæð, fyrir mjög góða umönnun. Hrönn Ásgeirsdóttir, Sverrir Þórhallur Sverrisson, Egill Össur Sverrisson, Helga Rut Sverrisdóttir, + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HELENU B. CLAUSEN. Hans A. Clausen, synir, tengdadætur og barnabörn. + Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur, BERGLJÓTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Vesturási 41. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki sem annaðist hana. Helgi Bergmann Ingólfsson, Ólafur Ragnar Helgason, Guðjón Eymundsson, Ingólfur A. Guðjónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Áslaug Sif Guðjónsdóttir, Hörður Guðjónsson og aðrir ástvinir. ÓLAFUR DAGUR ÓLAFSSON + Ólafur Dagur Ólafsson fædd- ist á sjúkrahúsi Suðurlands 14. des- ember 1989. Hann lést 6. júlí síðastlið- inn og fór útför hans fram 10. júli. Elsku Óli Dagur okk- ar. Við systkinin vorum bæði svo lánsöm að kynnast þér. Við dvöld- umst á sumrin hjá ykk- ur og ólumst upp með þér. Núna þegar við hugsum til baka hrannast minning- arnar upp, allt sem við gerðum sam- an. Við vitum ekki hvar við eigum að byrja enda áttum við svo margar skemmtilegar samverustundir. Þú varst svo ákveðinn og jafnframt með skýrar hugmyndir. Þú vissir hvað þú vildir. Okkur finnst það svo lýsandi hvernig þú varst þegar þú varst rétt sex ára og krafðist fundar við bæjar- stjórann til að fara fram á úrbætur fyrir aðkomu hjólastóla. Þú vildir alltaf fræðast, ófáar voru spurningar þínar og var oft fátt um svör. Gaman var að ræða við þig um áhugamál þín og hlusta á þig segja frá þeim. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn, það var ailtaf von á vinalegu brosi frá þér, sama hvernig stóð á. Þú geislaðir af atorkusemi og gleði sem heillaði alla í kringum þig. Við erum þakklát fyrir allar góður stundimar, margar minningar um þig munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Öli, Anna, Rúnar, María og Guðbjörn, orð fá ekki bætt þann missi sem þið hafið orðið fyrir en við vonum að minning um góðan dreng verði ykkur huggun í harmi. Tómas og Sigurbima. Kæri litli vinur. Nú hefur sorgin kvatt dyra hjá fjölskyldu þinni og vinum. Þú varst svo ungur, aðeins níu ára, en hafðir þó reynt svo margt. Kynni okkar hófust þegar þú byrjaðir í skólanum sex ára gamall. Þú varst félagslynd- ur og fullur áhuga á að taka þátt í öllu. Þótt líkamleg fötlun hamlaði hreyfigetu þinni voru íþróttir einn af uppáhalds tímunum þínum. I Brautarholtsskóla eignaðist þú marga góða vini. Þú varst einn af hópnum, krakkarnir lærðu að taka tillit til þín og þú lærðir að taka tillit til þeirra. Kynni þeirra af þér era þeim ómetanleg reynsla sem á eftir að fylgja þeim alla ævi eins og okkur hinum sem nutum þeirra forréttinda að fá að kynnast þér. Þegar ég lít til baka vakna margar minningar um samverastundir okk- ar. Eg minnist teygjuæfingatímanna með þér og Rúnari Geir. Þeir voru nauðsynlegir en ekki sérlega þægi- legir. Til að gera okkur þá bærilegri sögðum við sögur og ræddum um áhugaverðar fréttir sem vora efstar á baugi hverju sinni. Eg furðaði mig á hvað þið Rúnar Geir fylgdust vel með öllum fréttum, bæði því sem var að gerast í sveitinni og í fjölmiðlum. Mér er það minnisstætt þegar þú varst að gera æfingar til að styrkja handleggina, þá kom glampi í augun og þú sagðist ætla að verða krafta- kall eins og Magnús Ver. I mínum augum varst þú krafta- kall. Það mætir enginn örlögum eins og þeim sem þér voru ásköpuð af sama dugnaði og þú gerðir án þess að vera kraftakall. Ég minnist þess þegar þið Rúnar Geir fenguð rafmagnshjólastólana. Þeir veittu ykkur svo mikið frelsi. Þá gátuð þið farið þangað sem ykkur sýndist án þess að þurfa að biðja ein- hvern að keyra ykkur. Hinir krakk- arnir í skólanum voru afar áhuga- samir um að fá að standa aftan á þessum flottu stólum. Það var gam- an að sjá hvað þið gættuð þess að leyfa öllum að prófa og að enginn yrði skilinn útundan. Það kom ekki á óvart hvað þú eignaðist marga vini. Börn jafnt sem fullorðnir höfðu ánægju af samskipt- um við þig og þótt þú værir ljúf- mennskan uppmáluð varstu afar ákveðinn og lést engan vaða yfir þig. Þú vissir hvað þú vildir og hafðir lag á að fá þitt í gegn, ekki með frekju og látum heldur brostir þú þínu blíða brosi svo það var nær ómögulegt að neita þér. Elsku Óli Dagur. Þú varðst þeirrar gæfu að- njótandi að fæðast inn í einstaklega samhenta fjölskyldu sem veitti þér hamingjuríkt líf þrátt fyrir þá erfiðleika sem þú hlaust í vöggu- gjöf. Foreldrar þínir sem veittu þér ást og umhyggju og kappkostuðu að skapa ykkur fötluðu drengjunum sínum sem eðlilegust uppeldisskil- yrði. María stóra systir sem hefur alla tíð borið svo mikla umhyggju fyrir þér og þú varst svo hreykinn af. Guðbjörn stóri bróðir sem gat frætt þig um allar vélar, gert við hluti sem biluðu og aðstoðaði þig á alla lund og síðast en ekki síst Rúnar Geir sem var ekki bara bróðir þinn heldur einnig þinn besti vinur og félagi. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig vinur minn. Guð geymi þig- Elsku Anna, Óli, María, Guðbjörn og Rúnar Geir. Ég veit að allar góðu minningarnar um Óla Dag munu veita ykkur huggun. Ég vott ykkur mina dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Anna Fríða. Okkur langar í fáum orðum að minnast Ólafs Dags sem var nem- andi okkar í Brautarholtsskóla. Það er margs að minnast eftir þau þrjú ár sem við vorum þar saman. Öli Dagur var sannarlega eftirminnileg- ur nemandi, glaður drengur og áhugasamur um það sem fram fór í skólanum. Hann átti auðvelt með að umgangast krakkana og tók virkan þátt í skólastarfínu. ÓIi Dagur hafði gaman af að segja skoðanir sínar og standa með þeim. Oft þegar við rök- ræddum kom skemmtilegt blik í augun á honum og örlítið bros í munnvikin, hann var strikfastur og skipti ógjarnan um skoðun. Oli Dagur hafði mikinn áhuga á íþróttum, tók virkan þátt í þeim þrátt fyrir fötlun sína og var einstak- lega útsjónarsamur að finna sér hlutverk í leiknum. Hann var t.d. í marki í hokkí og þá var nú erfitt að skora. I bófaleik var hann eftirsóttur í lið því liðsmenn hans gátu fengið far og staðið aftan á hjólastólnum, það var gott að geta hvílt sig á hlaup- unum. Oli Dagur hafði mjög gaman af leiklist og undirbúningi undir hvers kyns skemmtanir í skólanum. Við minnumst hans t.d. í kúrekaleik- riti sem kúreka með hatt og byssur og svo á tískusýningu þar sem hann var í stórkostlegum búningi með hárkollu og það sem gerði útslagið var að hann var með öll ljósin á hjólastólnum blikkandi í takt við tónlistina. Hann varð auðvitað aðal- númerið. Mesta gæfa Óla Dags var fjöl- skylda hans, en foreldrar hans og systkini hafa staðið vörð um velferð hans og samheldni þeirra er einstök. Við eram þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Óla Degi og það að um- gangast hann hefur gefið okkur mikið, hann hefur kennt okkur svo margt. Við sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur og við vitum að minningin um ein- stakan son og bróður á eftir að hjálpa þeim í gegnum sorgina og söknuðinn. Guð blessi minningu Óla Dags. Erna Ingvarsdóttir, Þorsteinn Hjartarson. Elsku Óli Dagur, þegar við kvödd- umst í Fífutjörninni um daginn hvarflaði ekki að neinum að það væri í síðasta skipti. Við töluðum um að það væri kominn tími til að fá fólkið í heimsókn uppí Hveratún. Þú kvadd- ir okkur með þínu mjúka handtaki í stólnum þínum út við dyr eins og þú gerðir alltaf. I hvert skipti sem við hittumst spurðir þú: „Hvernig hefur Rex það?“ Þessi spurning gleður hundakarl eins og mig mikið í hvert skipti því yfirleitt nennir enginn að tala um hunda. En þú hafðir áhuga á öllum dýrum. Þegar við komum í heimsókn um jólaleytið dróstu mig með þér í fótboltaspil. Einhverra hluta vegna er minningin um þetta fótboltaspil ofarlega í huga mér. Þú gast þrátt fyrir þína miklu fötlun spilað mig sundur og saman. Tafl- mennskan átti vel við þig en ég hef ekki þorað í þig á þeim velli síðan í Björnskoti hér um árið. Mikið þótti Herdísi gaman að koma að spila við þig og tefla. Hún talaði oft um það þegar hún var þriggja ára að sig langaði að fara að heimsækja góðu strákana í Björnskot. Þá átti hún við þig og bróður þinn, hann Rúnar Geir. Þegar við heimsóttum ykkur í Björnskot með yngstu börnin sem kornabörn vildir þú alltaf fá að halda á þeim og keyra með þau um í stóln- um þínum. Já, þú varst barnakall. Þótt líkamann þinn hafi vantað styrk þá áttir þú mikinn styrk. Styrk sem er ekki allra, en það er góð, sterk og samhent fjölskylda. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð varðveiti þig. Nú legg ég augun aftur Ó, guð þinn náðar kraftur Mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku Óli, Anna og börn. Guð veiti ykkur styrk í gegnum þennan erfiða tíma. Magnús, Sigurlaug og börn, Hveratúni. Komið er að kveðjustund ungs vi- nar okkar, Ólafs Dags Ólafssonar. Með þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum með honum viljum við minnast hans með þessu ljóði Gu- ðmundar Guðmundssonar, þar sem okkur finnst það eins og talað til hans. Hver setur það í sögur, þótt sofni lítið blóm! En elskan ung og fógur þar á sinn helgidóm; Um daggrök lyngdrög leiðir hún leggur ein og hljóð, er sumarblærinn breiðir á brá þess næturljóð. Sof, sof þú blómsál blíða - þérblundursvalarvær! I ilmblæ Edens hlíða þú endurvakin grær. I björtu geislagliti hjá guði sæl þú skín, þótt brygði ljósum liti hér ljúfa myndin þin. A barmi sumarblómans þú brostir okkur við, - í hæðum himinljómans þú hefir sól og frið. Nú huggar guð þig, góði, hann geymir bömin smá; - í bæn og ljúflings ljóði þú lifir okkur hjá. Þig kveður afi’ og amma við angri bærðan steng; nú blessar babbi’ og mamma sinn blíða góða dreng. - Það fellur dögg til dala um djúpblátt næturlín. Far sæll til ljóssins sala með skólskins brosin þín! (Guðmundur Guðmundsson) Elsku Anna, Ólafur, Rúnar Geir, María, Guðbjörn og aðrir ástvinir, við sendum ykkur inniiegar samúð- arkveðjur og megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Með kærri kveðju frá öllum í Lambhaga 48. Enginn þarf að óttast síður en Guðs bama skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjama á himinvegi. (Sandell - Fr. Fr.) Elsku Rúnar Geir, Anna, Ólafur Ingi, María Ósk og Guðbjörn Már. Guð geymi ykkur og styrki. Innilegar samúðarkveðjur frá vinum í Reykjadal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.