Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ WS3 Wfm 0 tMÍiimfl teŒBlíStð GALDURINN AÐ FINNA Iberia á Spáni og ein flýgur fyrir Tunisair. Sjötta þotan sinnir leiguflugi frá íslandi og * M'HllU ‘*»*«snii Magnús Gylfa Thorstenn, sem segir aö flugvélaeigendur vilji helst vita af vélum sínum á lofti allan sólarhringinn. ATLANTA fær verkefni sín af því að orðstír þess er góður, fyrirtækið getur boðið hag- stætt verð og starfsfólkið hefur sýnt að það er fært um að leysa úr ótrúlegustu málum,“ sagði Magnús Gylfí Thorstenn, forstjóri Atlanta, meðal annars þegar hann er spurður um hvemig fyrirtækið afli sér verkefna á erlendum vett- vangi. Magnús var ekki alveg ókunnug- ur rekstri Atlanta þegar eigendur þess, þau Þóra Guðmundsdóttir og Arngrímur Jóhannsson, réðu hann. Magnús, sem er Iögfræðingur að mennt og hefur síðustu árin rekið eigin lögfræðiskrifstofu í Bandaríkj- unum, hóf störf 20. apríl síðastlið- inn. Hann hefur um átta ára skeið annast samningagerð fyrir félagið bæði varðandi leigu á flugvélum og verkefni fyrir önnur flugfélög. „Eg er mjög ánægður með að koma til starfa hjá fyrirtækinu og þakklátur fyrir að fá þetta tækifæri. Hjónin gerðu mér tilboð sem ég gat ekki hafnað," sagði Magnús. Þóra og Arngrímur eru aðaleigendur fyr- irtækisins og sitja sem slík við stjórnvölinn. Arngrímur er stjóm- arformaður og með honum í stjóm- inni sitja Þóra og Magnús Gylfí. Magnús telur það hafa verið rétta ákvörðun að ráða félaginu sérstak- an framkvæmdastjóra, margt hafí hvílt á herðum þeirra hjóna, daga og nætur, og reksturinn að verða sí- fellt viðameiri. Bandarísk eiginkona Magnúsar, sem einnig er lögfræð- ingur, rekur áfram lögfræðifyrir- tæki þeirra í Bandaríkjunum og sagði Magnús að það muni starfa áfram. Hér má líka skjóta því inn að vegna dvalar sinnar erlendis hefur Magnús notað eftirnafnið Thors- tenn og hyggst hann gera svo áfram, enda hefur hann kynnt sig þannig í verkefnum sínum fyrir Atl- anta og lögfræðifyrirtæki sitt til þessa og menn þekkja því „vöra- merkið". Styrkir stöðuna að fara á verðbréfamarkað Þegar hlutafé Atlanta var aukið á dögunum keypti Búnaðarbankinn þann hlut og á nú rúmlega 20% í fyrirtækinu. Magnús segir þetta tímamótaákvörðun: „Þetta styrkir stöðu félagsins og við ætlum með það á verðbréfamarkað innan 18 mánaða. Hluti af því ferli era þessi kaup Búnaðarbankans sem ráðgerir að selja hlut sinn smám saman til annarra fjárfesta. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að Atlanta ætlar að halda áfram á sömu braut, reka starfsemi sem við þekkjum út í æsar og kunnum og þetta er fram- lag okkar til þess að styrkja íslenskt atvinnulíf," segir Magnús og hikar ekki augnablik þegar hann segir að félagið eigi framtíðina fyrir sér. Era verkefnin sem sagt næg? „Þau era næg og nægt framboð á flugvélum líka og þess vegna gæt- um við stækkað ílugflota okkar strax, aukið við starfsemina á ýms- um stöðum og fjölgað starfsmönn- um. Það væri hins vegar óábyrgt á þessu stigi enda hafa eigendur Atl- anta markað þá stefnu að fara var- lega í þessum efnum, taka örugg skref þegar stigið er niður og haga áhættu í hlutfalli við áætlaða arð- semi.“ Aður en lengra er haldið er Magnús beðinn að lýsa því hvemig verkefnin era fengin og hverjir séu helstu viðskiptamenn fyrirtækisins: „Starf okkar, stjómenda fyrir- tækisins, er tvíþætt. Annars vegar eigum við viðskipti við eigendur flugvéla. Það era til dæmis fjár- málafyrirtæki sem eiga vélar sem fjárfestingu eða flugfélög sem eru með vélar í rekstri. Af þessum fyrir- tækjum leigjum við vélar á svo- nefndri þurrleigu, flugvélar án áhafna. Við eram í nánu sambandi við þau til að fylgjast með framboði á vélum hverju sinni, fáum nánast fréttir daglega af því sem er að ger- ast. Hins vegar era það flugfélög sem stöðugt þurfa að leigja flugvélar í verkefni til lengri eða skemmri tíma. Þar fylgjumst við líka vel með og í gegnum árin hefur byggst upp samband við ákveðin félög sem við vinnum mest fyrir um þessar mund- ir. Þessi félög Ieigja af okkur flug- vélar með áhöfn, viðhaldi, trygging- um og öllu sem snertir rekstur flug- vélar. Galdurinn við þetta allt er sá að fylgjast vel með á báðum þessum vígstöðvum og reyna að sjá mögu- leikana, hvar hægt er að leigja réttu vélina fyi'ir viðkomandi flugfélag. Flugfélögin setja fram óskir um ákveðna vélartegund, við vitum hvort slík vél er á lausu og þá er reynt að ná saman þannig að allir séu ánægðir. Oft þurfa hlutimir að ganga hratt í þessum efnum. Við er- um þjónustufyrirtæki sem einbeitir sér að því að mæta óskum eða leysa vandamál viðskiptavina okkar á sem bestan hátt. Kjörorð okkar er: Hvað get ég gert fyrir þig? Þegar samband er komið á leiðir það iðu- lega til þess að fleiri verkefni koma til og þess vegna spyrjum við gjarn- an viðskiptavini okkar þegar við stöndum á tímamótum: Hvað get ég gert meira fyrir þig?“ Selja öðrum viðhaldsþjónustu Er ætlunin að hasla sér völl á öðr- um sviðum flugsins, til dæmis að leigja út flugvélar, fara í áætlunar- flug eða eitthvað slíkt? „Eg get ekki rætt um það sem er í skoðun eða framtíðarvangaveltur, slíkir hlutir verða frekar að koma í ljós þegar þeir eru orðnir að vera- leika,“ segir Magnús og undir það falla m.a. vangaveltur um áætlunar- flug og era þessar framtíðarhorfur þar með útræddar af hans hálfu. „Atlanta hefur hins vegar öðru hverju þurrleigt vélar til annarra félaga og við höfum til dæmis selt út viðhaldsþjónustu. Þannig má segja að við höfum augun opin fyrir hvers kyns starfsemi á sviði flugsins sem skilað getur íyrirtækinu arði. Starf mitt hjá fyrirtækinu er að afla verk- efna sem skila félaginu góðri af- komu, tryggja þannig framtíð fé- lagsins og starfsfólkinu vinnu.“ Atlanta rekur í dag 14 þotur. Tvær Boeing 747-breiðþotur byrja næstkomandi þriðjudag í verkefni fyrir Saudi Arabian Airlines, aðrar tvær sinna flugi fyrir Morgunblaðiö/Arnaldur þess á milli verkefnum í Evrópu. Þá era alls fimm Tristar-breiðþotur fyrirtækisins í flugi fyrir bresku flugfélögin Caledonian Airways og Monarch Airways. Til viðbótar rek- ur Atlanta þrjár 737-þotur, tvær af gerðinni 200 sem annast fraktflug fyrir Lufthansa og sú þriðja er af 300-gerðinni og sinnir leiguflugi fyrir sænska félagið Novair. Fjölmargir starfsmenn Atlanta sjá um allan þennan rekstur og er fyrirtækinu skipt í deildir; fjármála- deild, flugrekstrardeild, viðhalds- deild og gæðadeild. Um það bil helmingur starfsmanna er Islend- ingar og síðast þegar það var talið voru starfsmenn af 34 þjóðum og þjóðarbrotum. Nánustu samstarfs- menn Magnúsar fyrir utan eigend- uma era þeir Hafþór Hafsteinsson flugrekstrarstjóri, Guðbjartur Torfason yfirmaður tæknideildar og Þorsteinn Ó. Þorsteinsson aðalbók- ari. Af öðrum helstu stöðum má nefna stöðvarstjóra sem er yfirmaður fyrir hönd Atlanta á hveijum stað sem fyrirtækið er með rekstur og sér hann um sam- skiptin við viðkom- m 'f"'~ -......... * 'J.'. '"V ■ ■..., ■ _Vv. ■ EIN af breiðþotum Atlanta Jóhannes R. Snorrason, kemur til lendingar á Keflavfkurflugvelli. Fjórtán þotur eru í rekstri hjá Atlanta og næstkomandi þriðjudag hefst níu mánaöa verkefni félagsins fyrir tvær breiöþotur fyrir Saudi Arabian Airlines. Jóhannes Tómas- son ræddi viö nýjan forstjóra Atlanta, RETTAR VI ÁGÓÐUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.