Morgunblaðið - 30.07.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.07.1999, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðbúnaður vegna mikils umferðarþunga um verslunarmannahelgina Tafír á umferð fyrirséðar til og frá Reykjavík Greitt fyrir umferð með sérstökum aðgerðum HELSTU aðgerðirnar felast í því að minnka líkur á miklum umferðartöfum við gatnamót Víkurvegar og Vesturlandsvegar og því er Grafarvogsbúum bent á að sleppa Víkurveginum og aka þess í stað Gullinbrú og Höfða-bakka til að komast inn á Vesturlandsveg. Stund milli stríða í lífi baráttumanns Morgunblaðið/Sverrir VÁCLAV Havel, forseti Tékkiands og eiginkona hans, Dagmar Ha- vlova Havel, kveðja skömmu fyrir flugtak í gærdag. BÚAST má við umferðartöfum um verslunarmannahelgina til og frá Reykjavík á morgun, föstudag og einnig á sunnudag og mánudag. Til að greiða fyrir umferð hafa lög- reglan, Vegagerðin, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg ákveðið að standa að aðgerðum þar að lútandi, sem kynntar voru á fréttamanna- fundi í gær. Gripið verður til tímabundinna lokana á álagstímum við afleggjara að hringtorgi við Álafossveg. Er vegfarendum, sem eiga leið út á Vesturlandsveg, bent á að aka Ála- fossveg um Álafosskvos inn á Reykjaveg og þaðan inn á Vestur- landsveg. íbúum, sem búa nyrst í Mosfells- bæ og aka Ásland út á Vestur- landsveg, er bent á að aka veg í gegnum Helgafellsland, í gegnum Alafoss og þaðan út á Vesturlands- veg. Eins er Grafarvogsbúum bent á að nota Höfðabakka og Gullinbrú liggi leiðin til eða frá Grafarvogs- hverfum því annars má búast við miklum töfum við gatnamót Víkur- vegar og Vesturlandsvegar. Þeim, sem aka um Vesturlandsveginn til Selfoss, er bent á að nota eystri vegöxl Vesturlandsvegar til að auð- velda umferð um gatnamót Vestur- landsvegar og Suðurlandsvegar en umferð um Mosfellsbæ rennur þá um tvær akreinar í gegnum um- ferðarljósin. Þá er vegfarendum bent á Breiðholtsbraut eða Bæjar- háls. Á álagstímum er vegfarend- um sem koma frá Selfossi til Reykjavíkur bent á að nota Breið- holtsbraut eða Bæjarháls. Lögreglan leggur á það áherslu að ökumenn haldi jöfnum umferð- arhraða til að ná sem mestum af- köstum umferðar og mun ennfrem- ur setja upp aukavegmerkingar en til lokana verður einungis gripið ef þörf krefur. Hert lögreglueftirlit um verslunarmannahelgina Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglan um land allt munu við- hafa hert eftirlit með hraðakstri, ölvunarakstri og bílbeltanotkun og mun við eftirlitið nota ómerktar bifreiðar ríkislögreglustjóra, sem búnar eru hraðamyndavélum. Enn- fremur leggur lögreglan áherslu á að vera sýnileg að öðru leyti, bæði á þjóðvegum landsins og uppi á há- lendinu þar sem fjallalögreglan verður á ferðinni. Umferðarráð mun í samstarfi við lögreglu um allt land starfrækja upplýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins. Þar verður safnað saman upplýsingum um umferðina, um ástand vega og annað gagnlegt. Útvarp Umferðarráðs verður með útsendingar á öllum útvarpsstöð- um um helgina eftir þörfum. Tvö banaslys um síðustu verslunarmannahelgi Tvö banaslys urðu í umferðinni um verslunarmannhelgina í fyrra og að auki slösuðust sjö manns al- varlega. Samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs hafa alls tíu manns látist í umferðarslysum um verslun- armannahelgi frá árinu 1961, þar af helmingur milli tvftugs og þrítugs. Þannig fórust þrír við útafakstur og í árekstri og þrír urðu fyrir bifreið og einn dó í bflveltu. Umferðarráð beinir þeim eindregnu tilmælum til ökumanna að þeir aki á jöfnum og góðum hraða og beinir þvi til öku- manna með eftirvagna sem aka hægar en aðrir, að hleypa umferð fram úr sér svo ekki safnist langur hali bifreiða á eftir þeim. Þá skorar Umferðarráð á ökumenn að virða yfirborðsmerkingar sem gefa til kynna að ekki megi aka fram úr, þ.e. óbrotnar línur á blindhæðum, við beygjur og víðar. Allir spenni beltin Umferðarráð leggur á það áherslu að ökumenn jafnt sem far- þegar noti bflbelti og bendir á að á síðasta ári hafi 15 manns látið lífið í umferðarslysum, sem ekki voru spenntir í bflbelti. Alls létust 27 manns í umferðarslysum í fyrra, sem var óvenjumikið miðað við árin á undan og á fyrri helmingi þess árs höfðu 15 manns beðið bana í umferðarslysum. Það sem af er þessu ári hafa orðið 12 banaslys í umferðinni og er það von Óla H. Þórðarsonar framkvæmdastjóra Umferðarráðs að sú tala hækki ekki um næstu helgi. TÉKKNESKU forsetahjónin yfirgáfu landið í flugvél sinni laust eftir hádegi í gærdag eftir 9 daga dvöl hérlendis í sumarhúsi í boði forseta Islands. Ha- vel og frú hafa haft hægt um sig á meðan á dvölinni hefur staðið enda tál- gangur heimsóknarinnar að njóta hvfldar og kyrrðar hérlendis en forð- ast fjölmiðla og pólitískt argaþras. Havel, sem hefur átt við heilsubrest að stríða, gaf þó íslenskum fjölmiðlum færi á sér skömmu fyrir brottför á Keflavíkurfiugv'elli og svaraði stuttum spumingum fréttamanna. Hann lét vel af dvölinni í „sumarhúsi skammt frá Selfossi", kvað þau hjón hafa haft það náðugt, lesið góðar bækur, farið í göngutúra og skoðunarferðir. Þau heimsóttu m.a. Bláa lónið og brugðu sér bæjarleið til Reykjavíkur. Þá þáðu þau hjónin kvöldverðarboð forsætis- ráðherrahjónanna, Davíðs Oddssonar og Ástríðar Thorarensen, í gærkvöld. Friðsæld í íslenskri sveit Það mikilvægasta við dvölina sagði Havel friðsældina og að hafa verið laus við allt pólitást þvarg. Sjálfsagt kemur hvfldin sér vel því héðan fer Havel beint á ráðstefnu um stöðug- leika og frið ríkjanna á Balkanskaga sem haldin verður í Sarajevo í dag og á morgun. „Tilgangur ráðstefnunnar er að styrkja stöðugleikasáttmálann,“ sagði Havel og kvaðst ætla að leggja sitt af mörkum í þeirri viðleitni. Václav hefur nokkrum sinnum komið til Islands en oftast haft stutta viðdvöl. Hann kom fyrst hingað til lands í febrúarmánuði 1990 og sá þá í fyrsta sinn sviðsetningu á leikriti sínu „Endurbyggingin“ sem hann hafði skrifað 20 árum áður. Aðspurður hvort hann legði stund á skriftir um þessar mundir og hvort von væri á nýju leikriti, sagði Havel. „Það eina sem ég skrifa núorðið eru forsetaræðumar mínar.“ Havel var vingjamlegur í viðmóti og stutt í glettnar augngotur en augljóst að kraftur mannsins er ekki sá sami og fyrr. Skáldskapur og tónlist ómissandi víddir í byltingu Áhugi forsetans á dægurmenningu, skáldskap og tónlist er vel þekktur, og því ekki úr vegi að spyrja hann út í þá sálma. Hitti Havel ef til vill banda- ríska skáldið Allen Ginsberg þegar hann kom í heimsókn til Prag árið 1966, var valinn maí-kóngur á stúd- entahátíð, handtekinn og síðan vísað harkalega úr landi? „Ég sá hann en ræddi ekki við hann í það skiptið. Ég kynntist honum síðar eftir fall komm- únista og við náðum ágætlega saman. Hann átti og á marga aðdáendur í Tékklandi.“ En hafði heimsókn Ginsberg á sín- um tíma áhrif á baráttuglöð ungmenni í fyrrverandi Tékkóslóvakíu? „Eins og getur nærri, við þær aðstæður sem þá ríktu í þjóðfélaginu, var það ögmn þegar hann var valinn maí-kóngur á hinni árlegu hátíð stúdenta,“ segir Havel. Það hefur ef til vill hvekkt stjórn- völd að Ginsberg leyndi ekki samkyn- hneigð sinni? „Það var vissulega ekki litið hýru auga en það sem einkum var þyrnir í augum valdhafa var sú stað- reynd að þama var á ferðinni frjáls maður sem tjáði sig frjálslega, í orði og æði.“ Hafði beaúskáldskapurinn eða ljóð- list áhrif á byltinguna? „Ekki ein- göngu skáldskapur heldur menning almennt og tónlist. Allt þetta gegndi mikilvægu hlutverki fyrir allai’ breyt- ingar í frelsisátt í landi okkar. Þetta var ómissandi vídd í byltingunni." Hver er staða ljóðlistar í Tékklandi í dag? Er svipuð ljóðavakning og gæt- ir um þessar mundir í Bandaríkjunum og víða í Evrópu, með vinsælum Ijóða- upplestri, jafnvel ljóðamaraþonkeppn- um svokölluðum? „Ég get ekki dæmt um það hvort hægt er að tala um slíka vakningu. En það er mikið um að vera eins og heimsókn bandaríska beat- öldungsins Lawrence Ferlinghetti til Prag fy’ir nokkrum mánuðum sann- aði. Ég missti því miður af honum. Litlum forlögum og útgefendum hef- ur fjölgað mikið og það er mikið gefíð út og erfitt að átta sig á öllu því sem er að gerast." Fangi verður forseti En úr einu í annað: Er Havel kunn- ugur hugmyndum franska heimspek- ingsins Jacques Derridas um „democratie a venir“ eða „hið kom- andi lýðræði" eða „lýðræði framtíðar" (en það gengur m.a. út á sífelld og „heilbrigð" lýðræðisleg átök án þess að fyrirmyndarstöðu (útópíu) sé nokkru sinni náð)? „Já, ég hef lesið nokkuð um þessar hugmyndir og rætt þær við hann, meðal annars á ráð- stefnu sem haldin var í Prag. Það vita kannski ekki allir að Derrida heimsótti Prag þegar komm- únistar voru við völd. Til að vera við- staddur heimspekinámskeið, held ég. Og þá var hann tekinn fastur og sat tvo daga inni, einmitt í sama fangelsi og ég sat í um þær mundir. Ungur maður sem var með Derrida í klefa kom yfir til mín og sagði mér deili á manninum. Þessa skondnu sögu sagði ég Derrida löngu seinna þegar ég var orðinn forseti," sagði Havel að lokum, reis úr sæti og kvaddi enda stutt í brottför. OJvKAR SLiU R/LDINUAR þín ávöxtun BUNADARBANKIjMN VERÐBREF - byggir á trausti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.