Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umhverfísráðherra skoðar virkjanasvæði á hálendinu norðan Vatnajökuls „Ekki bergriumin yfir Eyjabökkum“ Morgunblaðið/RAX TVEIR ráðherrar hittust óvænt á hálendinu í gær, Siv Friðleifsdóttir og Sturla Böðvarsson. SIV Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra skoðaði fyrirhuguð virkjanasvæði hálendisins í gær ásamt samstarfsfólki úr umhverf- isráðuneytinu. Ráðherra fór inn að fyrirhuguðu stíflustæði við Eyjabakka og gekk áleiðis upp í hlíðar Snæfells í ágætu skyggni. Þá var haldið inn að Dimmugljúfrum og fyrirhugað stíflustæði Hálslóns skoðað. Ráðherra sagði að sér hefði þótt Eyjabakkar vera fallegt svæði þótt það væri ekki eins- dæmi á íslenskan mælikvarða, jafnvel þó það væri gróðurheild í svona mikilli hæð. „Ég er ekki bergnumin yfir Eyjabökkum," sagði ráðherra og bætti við: „Þessi ferð, sem er fyrst og fremst fræðsluferð, hefur ekki breytt minni skoðun á málinu, þótt ég geri mér mun betur grein fyrir staðháttum núna eftir að hafa séð þau með eigin augum,“ sagði Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra sem hefur lýst því yfir að hún styðji stefnu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar í virkjunar- og stóriðjumálum. Ljóst að færðar verða fórnir Ráðherra sagði að ljóst væri að við fyrirhugaðar framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun yrðu færðar ákveðnar fómir. Það væri ákveðin fóm að setja gróður undir vatn en á móti henni kæmi hins vegar að fjölmörg tækifæri sköpuðust í at- vinnulífinu. Alþingi og stjómvöld væra þegar búin að meta hvort vegur þyngra, fómirnar sem færðar væra eða tækifærin sem sköpuð væra, og hún styddi þá ákvörðun þingsins. Aðspurður sagðist ráðherra ekki hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum virkjunarinnar á fuglalíf á Eyjabökkum. „Fuglinn sem er þama í 2-3 vikur á ári mun færa sig til og virkjanaframkvæmdirn- ar munu ekki skaða stofninn. Hann mun áfram hafa graslendi í kringum lónið, en væntanlega koma betri upplýsingar um þetta fram í frammatsskýrslu þeirri sem Landsvirkjun vinnur nú að.“ Siv sagðist aðspurð sjá jákvæð áhrif umræddra framkvæmda á umhverfið. Verið væri að fram- leiða græna orku til álframleiðslu í stað þess að framleiða ál með kolum eða olíu. Álframleiðsla væri þar að auki jákvæð fyrir umhverf- ið að því leyti að bílar framleiddir úr áli væra léttari fyrir vikið og krefðust minni orku en þyngri bíl- ar. Ráðherrar hittast á förnum vegi á hálendinu Á vegi umhverfisráðherra, miðja vegu inn að Dimmugljúfr- um, varð starfsbróðir hennar í ríkisstjórninni, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og samstarfs- fólk hans úr ráðuneytinu, fulltrú- ar Vegagerðar og formaður Ferðamálaráðs. Fundurinn var óvæntur og hafði hvorugur hug- mynd um ferðir hins, en báðir voru á hálendinu norðan Vatna- jökuls í sama tilgangi; að skoða fyrirhuguð virkjanasvæði. Sturla sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði viljað sjá umrædd svæði með eigin augum vegna þeirra ákvarðana sem liggja fyrir um virkjanir. Þá væri hann að skoða ástand vega sem liggja að svæðunum með tilliti til framkvæmdanna og einnig með tilliti til ferðaþjónustu. Aðspurður um Eyjabakka sagði Sturla: „Ég verð að viðurkenna að ég átti von á meira afgerandi áhrifum frá svæðinu. Þetta var ekki eins sláandi og ég bjóst við. Gljúfrin vora hins vegar stórfengleg og ógnvekjandi en ég tel að við eig- um möguleika á að virkja þarna án þess að eyðileggja náttúrafeg- urð þeirra." Forseti ASI um árangurstengd launakerfí Ahugaverðar hugmynd- ir ef rétt er að staðið GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir að hugmyndir um árangurstengd launakerfi séu áhugaverðar ef rétt og vel sé að þeim staðið. Hann segist hins vegar ekki geta lagt dóm á þá útfærslu á árang- urstengdu launakerfi í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins sem sagt er frá í viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær. Olafur B. Ólafs- son, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands, segir að hugmynd- in með fyrirtækjaþætti samninga, sem lögð hafi verið áhersla á í síð- ustu samningum, væri að gefa fyr- irtækjum og starfsmönnum mögu- leika á að fara inn á þær brautir sem hentuðu í hverju fyrirtæki fyrir sig. Grétar sagði að ASÍ hefði verið að fást við samninga af þessum toga, þó þeir væru ekki alveg eins og samningarnir sem gerðir hafa verið við starfsfólk FBA. Mjög víða hefðu vinnustaðasamningar verið í gangi, sem að hluta til væru sambærilegir í eðli sínu. „í síðustu kjarasamningum var jú samið um vinnustaðaþátt samn- inga, þar sem var verið að skapa leikreglur um það hvernig ætti að bera sig að og láta á reyna hvort það væru forsendur í viðkomandi fyrirtækjum til þess að gera viðbótarsamning," sagði Grétar. Hann sagði að þetta hefði verið hugsað þannig að vinnustaða- samningurinn kvæði á um viðbót við þau lágmarkslaun sem samið hefði verið um vegna þess að fyrir- tækið hefði burði til þess að gera betur við sitt starfsfólk og það yrðu hlutaskipti milli annars vegar fyrirtækis og starfsmanna. „Þessi hugmynd er út af fyrir sig ekkert ný. Það er hins vegar alveg grundvallaratriði, ef menn era að fást við svona hluti, að starfsfólkið fái upplýsingar úr rekstri fyrirtæk- isins með heiðarlegum hætti og sömuleiðis að því sé tryggð aðstaða til þess að geta metið upplýsing- amar,“ sagði Grétar ennfremur. Hann sagði að Alþýðusambandið hefði ætíð lagt áherslu á að grann- laun í kerfum sem þessum mættu aldrei vera lægri en lágmarkstaxt- arnir sem samið væri um í kjara- samningum. Verða að laga sig að aðstæðum á hverjum stað Ólafur B. Ólafsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, sagði að í síðustu kjarasamningum hefði verið lögð áhersla á fyrir- tækjaþátt samninga. Hugsunin með þeim þætti samninga væri að gefa fyrirtækjum og starfsmönn- um möguleika á að fara inn á þær brautir sem hentuðu hverju fyrir- tæki. Þar væri sama hugsunin á ferðinni og lægi til grundvallar árangurstengdu launakerfi hjá FBA, þar sem eigendur, stjórnend- ur og starfsmenn næðu samkomu- lagi um útfærslu sem þeir mætu báðum til góðs. Ólafur sagði að svona löguð kerfi yrðu aldrei búin til í einhverjum al- mennum kjarasamningum, þau yrðu að laga sig að aðstæðum á hverjum stað. Einum passaði þetta og öðrum hitt. Meginatriðið væri að samkomulag væri milli fyrir- tækisins og starfsmannanna um það hvernig staðið væri að málum. Ólafur bætti því við að það væri grandvallaratriði í öllum rekstri að ná fram framleiðniaukningu. Af- kastahvetjandi kerfi hefðu verið við lýði um áratugaskeið, eins og til dæmis í frystihúsunum, þar sem kannski upp undir helmingur laun- anna væri tengdur afköstum. Síðan hefðu fyrirtæki tengt þetta árangri með ýmsum hætti og sú þróun hlyti að halda áfram. Minntust félaganna í Fossvogi BRESKIR félagar úr flugsveit 269 frá Konunglega breska flughernum sem hér hafa ver- ið á ferð í boði Atlanta heimsóttu Fossvogskirkjugarð í vikunni áður en þeir héldu til síns heima á fímmtudag. Vitjuðu þeir þar leiða félaga sinna, en nokkrir þeirra létust við störf sín hér við land á stríðsárunum. Höfðu þeir meðferðis mold úr breskri jörð og stráðu á leiði félag- anna um leið og þeir minntust þeirra. Sjávarútvegs- ráðherra á ferð um Austurland Afkoman byggist á samningum ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra hitti fulltrúa stéttarfélaga k og heimsótti útgerðarmenn og fyr- || irtæki á ferð sinni um Austurland í | gær og fyrradag og segist hafa átt % gagnlegar viðræður við heimamenn. „Menn era hér á fullu að vinna að sínu og reyna að ná árangri," sagði hann. „Eg vissi það áður að uppsjávar- fiskur skiptir meira máli á Aust- fjörðum miðað við aðra landshluta. Þeir leggja mikið upp úr honum bæði í bræðslu og frystingu. Þetta L eru fiskistofnar sem eru bæði innan | og utan landhelgi og við þurfum að fc' semja um við nágranna okkar. Það jP má því segja að afkoma sjávarút- vegsins á Austurlandi byggist enn frekar á því hvemig okkur tekst í samningum við þá.“ Ráðherra sagði eftir fund með forastu mönnum Alþýðusambands Austurlands að sambandið hefði tekið þátt í miklu atvinnuþróunar- starfi, sem honum sýndist að væri k farið að skila sér. Það sem hæst bar á góma á fundi með Skipstjóra- og |f stýrimannafélaginu var fisk- P veiðiráðgjöfin og mat á stöðu hinna ýmsu fiskistofna. Óvissa í trilluútgerð Ráðherra sagði að fundur með smábátaeigendum hafi markast af þeim miklu breytingum sem orðið hafa á smábátakerfinu á undanföm- um áram og ákveðinni óvissu um k framtíðina. . „Þeir hafa ekki notið í eins ríkum mæli uppgangs, sem f hefur verið hjá smábátunum vestar P á landinu,“ sagði Árni M. Mathiesen. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.