Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nokkrar rrkisstofnanir hafa gert upp skuldbindingar sínar við Lífeyrissjóð rrkisstarfsmanna Skuldbinding RUV hækk- aði um 692 m. kr. í fyrra Verði Ríkisútvarpið eitt látið bera lífeyris- skuldbindingar, sem fallið hafa til vegna starfsmanna stofnunarinnar, verður að lækka eigið fé þess um 2,5 milljarða. Líf- eyrisskuldbindingar stofnunarinnar hækk- uðu um 692 milljónir í fyrra. Lífeyrisskuldbindingar RUV Allar tölur í milljónum króna Árleg Heildar hækkun skuldbindingar 1994 1995 1996 1997 1998 108 1.498 141 1.640 110 1.750 78 1.803 692 2.495 ÁRIÐ 1994 ákvað fjármálaráðu- neytið að áfallnar skuldbindingar B-hluta stofnana hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins skyldu færðar í reikninga þeirra. Þessi ákvörðun hefur haft veruleg áhrif á bókhald stofnananna. Ákvörðunin hefur ekki verið óumdeild. Á undanfom- um árum hafa nokkrar ríkisstofn- anir gert upp lífeyrisskuldbinding- ar sínar við Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og nemur heildar- innborgun stofnana í sjóðinn sam- tals 17,2 miiljörðum. í greinargerð sem Benedikt Jó- hannesson, tryggingafræðingur hjá Talnakönnun, vann fyrir Póst og síma hf. 1995 segir m.a.: „Spumingin er hins vegar sú hvort fjármálaráðherra geti með einhliða ákvörðun útdeilt baká- byrgð ríkissjóðs á hvaða ríkisstofn- un A- og B-hluta sem vera skal. Þetta getur því aðeins gerst að menn séu sáttir við að Ríkissjóður sé alltumvefjandi í þessum skiln- ingi. Um þetta þarf skýrt lagaálit áður en slík færsla fer fram. Gæti ráðherra ekki með sama hætti sett ýmsar aðrar kvaðir á einstakar stofnanir, til dæmis að þær beri bakábyrgð á erlendum lánum ríkis- sjóðs?“ Hafa greitt 17,2 milljarða til LSR Á þessu máli var tekið í lögum sem samþykkt vom á Alþingi árið 1997, en þar var fjármálaráðherra veitt ótvíræð heimild til að setja þessar skuldbindingar á B-hluta stofnanir. Jafnframt var LSR veitt heimild til að semja við stofnanir um uppgjör á skuld þeirra við sjóðinn. Nokkrar stofn- anir hafa gert upp þessar skuld- bindingar. Þar má nefna Póst og síma hf., Skýrr hf. og Sements- verksmiðjuna, sem gerðu upp skuldbindingu sína við LSR árið 1997. Skuldbinding Pósts og síma hljóðaði upp á 15,2 milljarða, en hún var greidd með tveimur skuldabréfum til 25 ára. Á síðasta ári gerði Sfldarútvegsnefnd (ís- landssfld) upp skuldbindingu sína við sjóðinn, en hún nam 226 millj- ónum króna. ÁTVR greiddi einnig 400 milljónir inn á skuldbindingar sínar, en endanlegt uppgjör fer fram á þessu ári. Samtals námu uppgerðar skuld- bindingar gagnvart LSR 17,2 milljörðum króna um síðustu ára- mót. Óuppgerðar skuldbindingar sem ríkissjóður gerir á stofnanir ríkisins og aðra launagreiðendur, sem greitt hafa í sjóðinn, námu um síðustu áramót 55,8 milljörð- um króna. Ríkisútvarpið er eitt þeirra B- hluta stofnana sem stendur frammi fyrir því að þurfa að taka á sig eldri skuldbindingar lífeyrissjóðsins vegna starfsmanna sinna. Stofnun- in hefur frá 1995 fært áfallnar líf- eyrisskuldbindingar ársins í gjaldahlið rekstrarreiknings. Mikil hækkun á síðasta ári í ársskýrslu RÚV fyrir árið 1998 er gerð ítarleg grein íyrir lífeyris- málum stofnunarinnar. Þar er kvartað undan því að upplýsingar um hvernig eigi að fara með lífeyr- isskuldbindingar í bókhaldi hafi borist seint frá Ríkisbókhaldi og það hafi valdið erfiðleikum. Frá 1995-1997 hækkuðu áfallnar lífeyrisskuldbindingar RÚV árlega um u.þ.b. 100 milljónir. í rekstrar- áætlun RÚV iyrir árið 1998 var reiknað með að gjaldfæra þyrfti 115 milljónir fyrir lífeyrisskuld- bindingum ársins. Niðurstaðan varð hins vegar órafjarri þessari áætlun því að hækkun ársins nam 692,5 milljónum. Þessir útreikning- ar voru gerðir eftir að Ríkisbók- hald sendi B-hluta stofnunum bréf 24. mars sl. þar sem fram kemur að efnahagsreikningur Lifeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sýni að sjóð- urinn geti staðið undir 14,5% af óuppgerðum lífeyrisskuldbinding- L um sínum. Afgangurinn, 85,5%, komi því í hlut launagreiðandans. RÚV gjaldfærði í rekstrarreikn- f ingi fyrir árið 1998 samtals 293,3 milljónir vegna hækkunar lífeyris- skuldbindinga. Þetta er megin- skýringin á því að stofnunin var í fyrra gerð upp með 345,2 milljóna króna tapi. Verður eigið fé RÚV lækkað um 2,5 milljarða? Heildarlífeyrisskuldbindingar RÚV vegna starfsmanna sinna námu um síðustu áramót 2.495 « milljónum. Ef RÚV kýs að fara þá leið að gera þessa skuld upp við LSR mun það leiða til þess að eigið fé stofnunarinnar lækkar úr 3.479 milljónum niður í 984 milljónir. I ársskýrslunni er lýst efasemd- um um að forsendur fyrir útreikn- ingum á lífeyrisskuldbindingum RUV séu réttar. Bent er á að RÚV sé lögum samkvæmt sjálfstæð | stofnun sem hljóti því að geta ákveðið sjálf hvaða bókhaldslega meðferð skuldbindingamar fái. Eðlilegt sé að RÚV gangi til samn- inga við fjármálaráðuneytið á sama hátt og Landssíminn hafi gert. Vakin er athygli á því að í samningi Landssímans og fjármálaráðuneyt- isins hafi það orðið niðurstaðan að Landssíminn gæfi út tvö skulda- bréf til 25 ára með 6% vöxtum. Sp- urt er hvort þetta séu þeir vextir sem heimilt verði að gera skuldina upp með. Vaxtaprósentan ræður mjög miklu um hversu þungbærar lífeyrisskuldbindingamar verða fyrir RÚV og aðrar B-hluta stofn- anir sem áhuga hafa á að gera upp skuldbindingar sínar við LSR. Svör að berast frá trygginga- félögimum SAMKEPPNISSTOFNUN hefur leitað eftir sjónarmiðum nokkuma vátryggingafélaga vegna erindis sem Félag íslenskra bifreiðaeig- enda sendi stofnuninni í byrjun júní vegna hækkunar iðgjalda lög- boðinna ábyrgðartrygginga öku- tækja. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun eru svör tryggingafélaganna að berast þessa dagana en óvíst er hvenær stofnunin afgreiði málið frá sér. Töldu ekki grundvöll til lækkunar en lækkuðu samt í bréfínu vekur FÍB athygli Samkeppnisstofnunar á því að þegar FÍB-trygging hóf starfsemi hér á landi árið 1996 hefði komið fram af hálfu tryggingafélaga, sem sterka stöðu höfðu á íslensk- um markaði, að enginn grundvöll- ur væri til lækkunar iðgjalda. Þau hefðu engu að síður lækkað ið- gjöld sín og hefðu iðgjaldalækkan- irnar verið á nánast sama tíma og að flestu leyti sambærilegar. Kannað hvort, um ólögmæta niðurgreiðslu sé að ræða FIB fór fram á það við sam- keppnisyfirvöld að rannsakað yrði hvort lækkun iðgjalda á árinu 1996 hefði falið í sér ólögmæta niður- greiðslu af hálfu markaðsráðandi aðila sem hafi haft það að mark- miði að ryðja út samkeppnisaðila sem þá var að hefja starfsemi á markaði. Rangárnar fara á toppinn ÞAÐ er ekki langt í að saman- lögð veiðitala úr Rangánum verði sú hæsta af einstöku veiði- svæði hér á landi. Enn eru vangaveltur um það hvort nefna eigi árnar í einni andrá eða sína í hvoru lagi. Dæmi voru meira að segja um það í fyrra að harð- ir „aðskilnaðarsinnar“ köstuðu trúnni þegar von var á nýju Is- landsmeti. Á endanum vantaði tvo laxa upp á samanlagða tölu Rangánna til að hnekkja meti Laxár í Kjós og Bugðu frá árinu 1988. I gærdag voru komnir rúm- lega 1500 laxar úr ánum til sam- ans og er svæðið þar með í þann mund að síga fram úr Þverá og Kjarrá. Það veiðast að jafnaði um 40 laxar á dag úr Eystri- Rangá og það reytist einnig jafnt og þétt úr Ytri-Rangá. „Maðkahollin“ eiga eftir að hleypa Þverá og Kjarrá upp en Rangámar hafa tímann og jafn- ar göngur þessa dagana sem dygga liðsmenn og ljóst er að saman munu þær tröna á toppn- um í vertíðarlok. Það er lax að ganga í báðum _ Rangánum um þessar mundir. í gærdag var Eystri-Rangá komin í um það bil 1050 laxa og Ytri- Rangá í rétt um 500. Vænn smá- lax ber nú uppi veiðina. Mikið hefur veiðst af örmerktum löx- um, í báðum Rangánum, það sem af er. MaðkahoII gerði það gott „MaðkahoIlið“ í Miðfjarðará hafði gert það gott þegar það lauk veiðum á hádegi á miðviku- dag. Alls veiddi hópurinn 217 laxa sem er ekki miklu lakari út- koma heldur en í fyrra. „Það er samt ekki nærri eins mikið af laxi í ánni. Kannski eitthvað meira en við héldum en það er að kroppast úr þessu og það vantar nýjar göngur. Þetta er um 200 iöxum minna heldur en á sama tíma í fyrra en þá voru bullandi göngur fram eftir ágúst. Þess eru dæmi að göngur komi í Miðljarðará seint á sumri en reynslan segir okkur þó að þetta sé að mestu búið,“ sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í samtali í gærdag. Alls voru þá komnir 846 laxar á land. Líflegt í Breiðdalsá Eitthvert mesta vatnsleysi sem menn muna í Breiðdalnum hefur hrjáð veiðiskap í Brciðdalsá að undanförnu. Samt sem áður er veiði þar nærri því sem veiddist allt síðasta sumar. Um 75 Iaxar eru komnir á land en allt si'ðasta sumar veiddust 85 laxar. Sigurþór Charles Guðmundsson með 13 punda lax úr Laxá á Refasveit. Áin hefur verið í daufara lagi í sumar en í vikunni voru komnir milli 70 og 80 laxar á land. „Neðsta svæðið, þar sem aðal- sleppiljörnin var í fyrra, er besta svæðið nú og scgir okkur að slcppingin sé nú að skila ein- hverju. Það er þó nokkur fiskur þarna og veiðin á eftir að glæð- ast þegar skilyrðin batna," sagði Þröstur Elliðason, einn leigu- taka árinnar, í gærdag. Stærsti laxinn til þessa var 17,5 pund en mest veiðist þó af vænum smá- laxi, 6 til 8 punda. I i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.