Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Formaður Ferskra fjárbænda segir að útflutningsskylda á sumarslátrun dragi úr áhuga bænda Skylt að flytja út þrátt fyrir nægan markað Formaður Ferskra fjárbænda gagnrýnir harð- lega hvernig staðið var að ákvörðun um útflutn- ing kjöts úr sumarslátrun þrátt fyrir nægan markað fyrir ferskt kjöt á innanlandsmarkaði á þeim tíma. Hann segir Helga Bjarnasyni að út- flutningsskyldan dragi úr áhuga bænda á að lengja sláturtímanm ■ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason EYJÓLFUR Gunnarsson, forniaður Ferskra fjárbænda. AÐ FERSKUM fjárbændum standa sauðfjárbændur á Norður- og Vesturlandi, mest úr Vestur- Húnavatnssýslu og Saurbæ í Döl- um. Félagsmenn leggja inn í Hag- kaup og Nýkaup og hefur félagið haft forystu um að lengja slátur- tímann þannig að ferskt kjöt hefur verið á boðstólum frá júlí og fram til jóla. Sláturhúsið Ferskar afurð- ir hf. á Hvammstanga var verktaki hjá Hagkaupi við slátrunina. Nú er verið að breyta Ferskum fjár- bændum í sameignarfélag og hef- ur það tekið sláturhúsið á leigu. Leigja sláturhúsið „Okkur fannst liggja beint við að framleiðendur sjálfir sæju um slátrunina og ákváðum að taka húsið á leigu fyrst Sigfús Jónsson, eigandi þess, vildi gefa okkur kost á því,“ segir Eyjólfur Gunnarsson á Bálkastöðum, formaður Ferskra fjárbænda. „Við teljum að bændur séu sér alltof lítið meðvitandi um úrvinnslu afurða búa sinna. Þótt margir bændur séu í forystu í af- urðasölufélögum hefur reynslan sýnt að þeir vita oft lítið um rekst- urinn. Við þurfum að komast nær markaðsmálunum. Nú sjáum við hjá Ferskum fjárbændum um allt ferlið, frá ræktuninni að verslun- inni, annað hefur ekki breyst,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur og félagar hafa áhuga á að lækka sláturkostnað tO þess að meira verði eftir fyrir bændur. Hann segir að sláturhúsið verði rekið með þeim tekjum sem versl- anirnar greiða fyrir slátrunina, annað verði ekki leyft enda hafi fé- lagið ekki í neina sjóði að hlaupa og stjóm Ferskra fjárbænda í per- sónulegum ábyrgðum fyrir því að ekld verði halli á fyrirtækinu. Og hugsanlegum hagnaði verði skipt á milli eigendanna. Hnefahögg 1 andlitið Sumarslátrunin byrjaði í júlí og hefur farið vaxandi. Nýkaup og Hagkaup greiddu 50% álag á inn- leggið í upphafi og fer álagið stig- lækkandi fram að sláturtíð þegar það fellur út. í þessari viku er til dæmis greitt 32% álag á opinbert verð. „Við ætluðum að slátra tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum, nógur er markað- urinn, en höfum ekki fengið nógu mörg lömb. Við áttum von á að þetta færi að glæðast í ágúst en þá fáum við 10% útflutningsskyldu eins og hnefahögg í andlitið," segir Eyjólfur. Landbúnaðarráðuneytið auglýsti síðasta dag júlímánaðar að 10% af innlögðu dilkakjöti í júlí yrði að flytja á erlenda markaði. Áður hefur sumarslátrun verið undanþegin útflutningsskyldu. „Það verður að reka sauðfjárrækt- ina sem heilsteypta atvinnugrein. Eg skil ekki hvað forystumenn bænda eru að hugsa með þessari ráðstöfun. Bændur þurfa að undir- búa sumarslátrun með miklum fyrirvara, bygja á því á haustin, og geta ekki breytt því með stuttum fyrirvara. Þama virðast vera menn við stjómvölinn sem lifa á einhverju öðm en sauðfjárrækt og skilja þetta ekki. Þetta em menn sem viija halda í spotta og stýra kerfi sem þeir ráða sjálfir. Þeir virðast halda að þeir séu að missa einhver tök og minna á sig með þessum hætti. Á sama tíma loka Bændasamtök Islands skrifstofum sínum og setja inn á símsvarann að hægt sé að hringja í neyðar- númer til að fá útflutningsvottorð fyrir hross og til að panta sæti í bændaferðum. Ekki er bent á neyðarnúmer vegna mála sem standa almennum bændum nær,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur tekur það fram að hann sé ekki að gagnrýna kvaðir um útflutning á dilkakjöti í slátur- tíðinni, þegar mikil umframfram- leiðsla sé á kjöti. Hins vegar sé ekki sama hvemig það er gert. Bendir hann á að í ágúst sé nægur markaður fyrir ferskt kindakjöt, allt það kjöt sem framleitt er og miklu meira. Allt seljist jafnóðum. Ferskir fjárbændur vildu til dæm- is geta tvöfaldað vikulega slátrun á þessum tíma. Hann segir að sögusagnir hafi verið um að stórir sláturleyfishafar hafi verið að mis- nota undanþágu frá útflutnings- skyldu í ágúst með því að slátra miklu magni inn í frost í lok ágúst. Segir Eyjólfur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir það með því að setja útflutningsskylduna á frá 20. ágúst enda væru lömb almennt ekki tilbúin til slátrunar fyrr en eftir þann tíma. Eftirspurn aukist Hugmyndir hafa verið uppi um að hafa útflutningsskyidu einnig á innleggi eftir hefðbundna sláturtíð. Það telur Eyjólfur að yrði dauð- dómur yfir tilraunum til að lengja sláturtímann og um leið þann tíma sem ferskt dilkakjöt væri á mark- aði. „Bændur munu ekki leggja það á sig að geyma lömb fram á vetur ef þeir fá ekki umbun fyrir þá fyrir- höfn. Það hefur tekið mörg ár að fá fram viðhorfsbreytingu meðal bænda, sannfæra þá um mikilvægi þess að lengja sláturtímann. Hjá okkur hefur verið hæg stígandi, framboðið frá bændum aukist smám saman. En það hefur ekki dugað því eftirspumin hefur aukist jafn mikið. Við slátruðum 350 lömb- um í þessari viku en hefðum þurft að slátra 500-600“ Verðbréfasjóðir VÍB hf. Breytingar á samþykktum Á hluthafafundi Verðbréfasjóða VÍB hf., Kirkjusandi, Reykjavík, sem haldinn var 14. júní sl., var samþykktum félagsins breytt. Breytingin felur í sér stofhun nýrrar sjóðsdeildar, Sjóðs 14, er fjárfestir í erlendum hlutabréfum. Eignir Sjóðs 14 skulu ávaxtaðar í erlendum hlutabréfum sem skráð eru á opinberum verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Japan, Sviss, Kanada og Noregi. Fyrirtækin sem sjóðurinn fjárfestir í skulu vera a.m.k. 1 milljarður dollara að markaðsverðmæti, hafa sterka fjárhagslega stöðu og vera þekkt fyrir að sýna háa og stöðuga arðsemi. Fjármálaeftirlitið hefur staðfest umræddar breytingar á samþykktunum. Auglýsing þessi er birt með vísan til 3. mgr. 8. gr. laga nr. 10/1993 um verðbréfasjóði með síðari breytingum. Samþykktir félagsins er hægt að fá afhentar hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka hf. Reykjavík, 6. ágúst 1999. Stjóm Verðbréfasjóða VÍB hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR fSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560 8900. Myndsendir: 560-8910. Veffang: www.vib.is. Netfang: vib@vib.is. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson SELASKOÐUNARBYRGI hefiir verið hlaðið við ósa Sigríðarstaðavatns en þar eru oflast seBr á sandrifi. Torfþak verður síðar lagt á byrgið. Selaskoðunarbyrgi hlaðið Hvammstanga - Hópur breskra ungmenna hlóð veggi selaskoðun- arbyrgis við Ósa á Vatnsnesi. Verkefnið var skipulagt af Brynjólfi Gíslasyni, sveitarstjóra á Hvammstanga, en hann hefur náð góðum tengslum við samtök um- hverfissinnaðra sjálfboðaliða úti um heim. Hópurinn er einn af sex, sem unnið hafa hér á landi í sumar. Bretarnir bjuggu í tvær vikur í tjöldum á fjörukambinum og undu sér vel. Á meðan á dvöl ungmenn- anna stóð var þeim boðið upp á skoðunarferð um héraðið með leið- sögn. Við Ósa er selalátur og á sand- rifi við ós Sigríðastaðavatns safn- ast oft saman mikill fjöldi sela. Byrgið er hlaðið upp innan við sjávarkambinn og má komast að því niður gamla slóð sem lá að versiunarhúsum sem þar voru fyr- ir margt löngu. Slóðin liggur frá bflastæði við Hvítserk, sem er rétt norðar við ströndina. Upplagt er að ganga frá bílastæðinu niður að Hvítserk og siðan eftir fjörunni inn að ósnum og siðan stíginn upp frá byrginu að lokinni sclaskoðun. Á Ósum er rekið farfuglaheimili og hefur fjöldi gesta sýnt sela- hjörðinni mikinn áhuga. Skoðunarbyrgið býður upp á bætta aðstöðu og auðveldara er fyrir ferðafólk að nálgast selina. Selaskoðunarbyrgið er nokkuð frá selalátrinu en Bryiy'ólfur segir að auðvelt sé fyrir fólk að fylgjast þaðan með selnum með sjónauka. Hann segir að ekki hafi verið hægt að hafa byrgið innar, vegna rústa verslunarhúsanna sem enn sést móta fyrir og ekki sfður vegna æðvarvarps innar í ósnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.