Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 31
30 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
JltagnnMiftife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UM DREIFÐA
EIGNARAÐILD
SÍÐUSTU daga hefur hver
sérfræðingurinn öðrum merk-
ari komið fram á sjónarsviðið til
þess að útskýra fyrir fólkinu í
landinu, að það sé óframkvæman-
legt að tryggja dreifða eignarað-
ild að bönkum. Kjarninn í mál-
flutningi þeirra, sem þannig tala,
er sá, að markaðurinn verði að
ráða, það sé ómögulegt að hafa
eftirlit með því hver eigi hvað eða
hver kaupi hvað og þess vegna
séu hugmyndir um að tryggja
dreifða eignaraðild að ríkisbönk-
unum, þegar og ef þeir verða
einkavæddir, óframkvæmanlegar
og verðmæti þeirra muni jafnvel
minnka, ef takmarkanir verði
settar á eignarhlut hvers og eins.
Fyrir nokkrum dögum gengu
sumir talsmenn Samfylkingarinn-
ar fram fyrir skjöldu og til-
kynntu, að Samfylkingin mundi
flytja frumvarp á Alþingi í haust
til þess að tryggja dreifða eignar-
aðild og fyrrverandi þingmaður
Samfylkingarinnar hefur upplýst
að þingmenn hennar hafl reynt
að koma slíkum lagaákvæðum
fram á Alþingi undir lok síðasta
árs.
Nú bregður hins vegar svo við,
að Sighvatur Björgvinsson, for-
maður Alþýðuflokksins og fyrr-
verandi bankamálaráðherra,
kveður upp úr með það í samtali
við Dag í gær, að þetta sé ekki
hægt. I viðtalinu segir formaður
Alþýðuflokksins m.a.: „Eg hef
ekki trú á því, að gerlegt sé að
setja lög til að tryggja dreifða
eignaraðild, sem halda þegar
fram í sækir. Ég er alveg viss
um, að Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, hefði aldrei orðað þessa
lagasetningu ef þeir sem eru að
kaupa fjórðung í FBA væru hon-
um þóknanlegir. Ég tel, að þetta
tal forsætisráðherra um lagasetn-
ingu sé sprottið af því að hann
vilji setja lög sem banni Jóni
Olafssyni í Skífunni að kaupa
hlutabréf."
Málflutningur sem þessi er for-
manni Alþýðuflokksins og öðrum
helzta forystumanni Samfylking-
arinnar ekki sæmandi. I samtali
við Morgunblaðið 8. ágúst árið
1998 eða fyrir u.þ.b. tólf mánuð-
um sagði Davíð Oddsson m.a.:
„Sumar þjóðir hafa það reyndar
svo, að þær binda það í lög
hversu mikil eignarhlutdeild ein-
stakra aðila má vera í bönkunum.
Ég hygg að það sé til að mynda
þannig í Noregi. Það má vel vera
að slíkt gæti verið skynsamlegt
að gera einnig hér á landi. A.m.k.
er ekki æskilegt að menn hafi á
tilfinningunni, að það séu einhver
önnur sjónarmið, sem ráði stefnu
banka, en almenn arðsemissjón-
armið, eins og einhverjir þröngir
hagsmunir ráðandi hóps.“
Og í sama viðtali sagði: „Davíð
sagði, að þó nú sé tízka að tala
um kjölfestufjárfesta telji hann
að í bankastofnun geti alveg dug-
að að stærstu eignaraðilar, sem
komi til með að hafa leiðbeinandi
forystu um reksturinn, eigi eign-
arhluti á bilinu 3% til 8% til dæm-
is.“
Þessi ummæli viðhafði forsæt-
isráðherra hér í Morgunblaðinu
fyrir einu ári. Þá voru engar um-
ræður um sölu sparisjóðanna á
hlutabréfum í FBA, sem þeir
höfðu ekki einu sinni eignast á
þeim tíma. Þá voru engar upplýs-
ingar um að einstakir nafngreind-
ir athafnamenn hefðu áhuga á að
fjárfesta í einhverjum ríkisbank-
anna. Þá höfðu að vísu verið um-
ræður um hugsanleg kaup sænsks
banka á hlut í Landsbanka Islands.
En í þessu viðtali við Morgunblaðið
var forsætisráðherra fyrst og
fremst að lýsa meginsjónarmiðum
sínum til þess hvemig standa ætti
að einkavæðingu ríkisbankanna.
Hvernig ætlar nú formaður Al-
þýðuflokksins að koma málflutn-
ingi sínum í dagblaðinu Degi, og
reyndar einnig í Ríkisútvarpinu í
gær, heim og saman við þessar
staðreyndir máls? Eða skipta stað-
reyndir hann engu máli?
Sala ríkisbankanna er stórmál.
Eitthvert stærsta mál, sem komið
hefur upp á síðari hluta aldarinnar.
íslenzka þjóðin, sem horft hefur
upp á þau ósköp gerast, að fámenn-
ur hópur manna hefur náð miklum
hluta auðlindarinnar í sínar hend-
ur, þótt lögin segi annað, mun
aldrei horfa þegjandi á það, að fá-
mennir hópar nái bankakerfinu í
sínar hendur. Það var alveg ljóst,
eftir yfirlýsingar forsætisráðherra
hér í Morgunblaðinu fyrir ári, að
hann gerði sér fulla grein fyrir
þessum veruleika og benti á leið til
þess að koma í veg fyrir að þessi
vandi kæmi upp. Þegar sparisjóð-
irnir keyptu stóran hlut í ÉBA datt
engum í hug, að þessar stofnanir
almennings mundu standa að því
að beina einkavæðingu bankanna í
farveg, sem gengur þvert á stefnu-
yfirlýsingu forsætisráðherra, sem
fullyrða má að sé í samræmi við
vilja meginþorra fólks.
Á að skilja vanhugsaðar yfirlýs-
ingar formanns Alþýðuflokksins
svo, að honum sé meira í mun að
reyna að koma höggi á Davíð
Oddsson en að taka þátt í því að
tryggja að bankakerfi landsmanna
lendi ekki í höndum örfárra
manna? Er það að verða ein helzta
hugsjón Alþýðuflokksins?
I sama viðtali við Dag segir for-
maður Alþýðuflokksins: „Hvað
ætla menn að gera við Islands-
banka hf. ef þessi lög verða sett?
Hver veit hvernig eignaraðild að
bankanum skiptist?" Hvernig í
ósköpunum stendur á því að fyrr-
verandi bankamálaráðherra talar
af slíkri vanþekkingu? Hann þarf
ekki annað en fara inn á viðskipta-
vef Morgunblaðsins til þess að sjá
hverjir eru 10 stærstu hluthafar í
Islandsbanka hf.
í sama tölublaði Dags segir einn
af þingmönnum Samfylkingarinn-
ar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, aðspurð um dreifða eignaraðild
að fjármálafyrirtækjum: „Það held
ég að verði mjög erfitt og nánast
ekki hægt. Verðbréfamarkaðurinn
á Islandi er frjáls og tilraunir til að
tryggja dreifða eignaraðild eða
aðrar hömlur í þá veru myndu leiða
til þess, að hlutur ríkisins, það er
almennings í fjármálafyrirtækjum
eins og til dæmis Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins myndi lækka
stórlega í verði. Greinilegt er þó,
að Kolkrabbinn er uggandi yfir
stöðu þessa máls.“ Er svo komið
fyrir Samfylkingunni, að hún kæt-
ist svo mjög ef hún telur að „Kol-
krabbinn“ sé uggandi, að hún missi
sjónar á því, sem skiptir máli í
þessu þjóðfélagi? Eru jafnaðar-
menn hættir að hugsa um að skapa
jöfnuð meðal þjóðfélagsþegna?
Þeir sem halda því fram, að það
sé óframkvæmanlegt að tryggja
dreifða eignaraðild að bankakerf-
inu hafa rangt fyrir sér. Þar étur
hver upp eftir öðrum sömu tugg-
una og hafa ekki fyrir því að kynna
sér efni málsins. I öðrum löndum
eru margvíslegar takmarkanir á
viðskipti með hlutabréf. Davíð
Oddsson vísaði í máli sínu hér í
blaðinu fyrir einu ári til Noregs.
Fyrir nokkrum árum gaf tímarit-
ið Economist út upplýsingarit um
fjölmiðlamarkaðinn í Evrópu. Þar
kom í ljós, að nánast í öllum Evr-
ópuríkjum eru svo strangar regl-
ur um eignarhald á fjölmiðlum og
innbyrðis á milli fjölmiðla, að sér-
staka athygli vekur. Fyrirtæki,
sem gefa út dagblöð, mega ekki
eiga nema takmarkaðan hlut í
sjónvarpsstöðvum og öfugt svo að
dæmi sé tekið. I Bandaríkjunum
eru svo strangar reglur um eign-
arhald á fjölmiðlum, að þegar
Ástralíumaðurinn Rupert Mur-
doch hóf að fjárfesta í fjölmiðlum
þar í landi varð hann að afsala sér
áströlskum ríkisborgararétti og
gerast bandarískur ríkisborgari.
Þegar þessi sami maður, sem
hafði keypt nokkur dagblöð í
Bandaríkjunum, hóf að kaupa
sjónvarpsstöðvar varð hann að
selja tvö dagblaðanna, sem hann
hafði keypt, vegna strangra
reglna um eignatengsl á milli
blaða og sjónvarpsstöðva. Fyrir
skömmu kom það fram í fréttum,
að franskt fyrirtæki hefði verið
að eignast stóran hlut í brezku
Sky-sjónvarpsstöðinni og væri
farið að ógna stöðu Murdochs,
sem er stærsti eigandi sjónvarps-
stöðvarinnar. Jafnframt kom
fram, að hann gæti ekki aukið við
sinn hlut vegna þess, að honum
er bannað að eiga meira en 40% í
sjónvarpsstöðinni.
Úr því að hægt er í flestum
ríkjum beggja vegna Atlantshafs-
ins að setja strangar og flóknar
reglur um eignarhald á fjölmiðl-
um og fylgja þeim eftir er ekki
síður hægt hér á Islandi að setja
strangar reglur um takmörkun á
eignarhlut einstakra aðila og
tengdra aðila að bönkum á ís-
landi. Þeir sem hafa haldið öðru
fram eru að slá fram staðhæfíng-
um, sem þeir geta ekki staðið við.
Sannleikurinn er auðvitað sá,
að það er ekki hægt að einkavæða
ríkisbankakerfið á íslandi nema
þær forsendur séu fyrir hendi,
sem Davíð Oddsson lýsti svo skil-
merkilega í samtali við Morgun-
blaðið fyrir ári og endurtók í
samtali við báðar sjónvarpsstöðv-
arnar fyrir nokkrum dögum. Það
verður erfitt að beina þróun sjáv-
arútvegsins inn á nýjar brautir,
þar sem eigandi auðlindarinnar
nýtur eðlilegs arðs af eign sinni,
en það er hægt og vonandi verður
það gert. En það væri fráleitt að
gera nú þau hrapallegu mistök að
halda þannig á einkavæðingu
bankakerfisins að þjóðin stæði
frammi fyrir eignarhaldi örfá-
menns hóps manna að fjármála-
kerfinu.
Er það slíkt þjóðfélag, sem Al-
þýðuflokkurinn og Samfylkingin
vilja byggja upp? Er það sá boð-
skapur, sem þessi stjórnmála-
hreyfing, sem kennir sig við jafn-
aðarmennsku, ætlar að halda að
þjóðinni á næstu árum? Þau þjóð-
félagsátök, sem staðið hafa og
standa um kvótakerfið eru hörð
en átökin í þjóðfélaginu eiga eftir
að harðna mjög, ef einkavæðing
ríkisbankanna á að beinast í þann
farveg, að menn yppti öxlum og
haldi fram þeirri hugsunarlausu
klisju, að það sé ekki hægt að
tryggJa dreifða eignaraðild að
bönkum. Ætlar Samfylkingin að
heyja stjórnmálabaráttu sína á
næstu árum með það í fyrirrúmi
að það sé sjálfsagt og ekkert við
því að gera að bankarnir færist á
fárra manna hendur? Telur Sam-
fylkingin að sú vígstaða sé væn-
leg í baráttu við Sjálfstæðisflokk
undir forystu Davíðs Oddssonar,
sem fylgir fram kröfu fólksins í
landinu um dreifða eignaraðild?
Stjórnmálamenn í öllum flokk-
um eiga nú að taka höndum sam-
an um málefnalegan undirbúning
að löggjöf, sem tryggir þau mark-
mið að eignaraðild að bönkunum
verði dreifð. Afstaða Sjálfstæðis-
flokksins er skýr og ótvíræð og
sú afstaða er sérstakt fagnaðar-
efni fyrir alla þá, sem vilja byggja
upp á Islandi réttlátt og sann-
gjarnt þjóðfélag.
SAMKVÆMT upplýsingum
Morgunblaðsins eru nú um
3.050 börn á biðlistum eftir
leikskólaplássi í bæjarfélögun-
um Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði
og Garðabæ. Af þessum börnum eru
um 1.350 fædd 1997 eða fyrr. Þessar
tölur segja þó ekki alla söguna þar
sem misjafnt er hvenær foreldrar geta
sótt um vist fyrir börn sín, í Reykjavík
er það t.d við sex mánaða aldurinn en í
Kópavogi hefur verið miðað við eins
árs aldurinn.
Einnig ber að hafa í huga að flest
bæjarfélög á höfuðborgarsvæðinu
leggja aðaláherslu á það um þessar
mundir að ná því markmiði að öll
tveggja ára börn fái leikskólapláss áð-
ur en farið verður að huga að yngri
aldurshópum. Flest bæjarfélögin
bjóða einhver pláss fyrir yngri börn en
tveggja ára en enn sem komið er eru
þau mjög fá.
Rúmlega 2.000 börn eru á biðlista í
Reykjavík að sögn Bergs Felixsonar,
framkvæmdastjóra Leikskóla Reykja-
víkur. Þar af eru 1.270 fædd á árunum
1998 og 1999. 200 börn á biðlistum eru
fædd á árunum 1994-1996 og segir
Bergur þann hóp eiga sér þá skýringu
að þetta séu börn sem eru að flytja til
Reykjavíkur og þá mörg ekki komin
með lögheimili í Reykjavík sem sé for-
senda fyrir úthlutun leikskólapláss.
Þessi hópur gengur fyrir við úthlutun
leikskólapláss að uppfylltum skilyrð-
um um búsetu.
Verst ástand varðandi
tveggja ára börn
Það eru börn fædd árið 1997 sem
gengur verst að koma fyrir á leikskól-
um en um 600 þeirra eru á biðlistum
Leikskóla Reykjavíkur. Bergur segir
langstærstan hluta þeirra ekki koma
til með að fá leikskólapláss. „Þetta er
hópur sem við hefðum viljað ná inn en
það verður erfitt að ná því marki.“
Milli 1.600 og 1.700 börn eru í ár-
gangi í Reykjavík og því um 900
tveggja ára börn sem hafa leikskóla-
pláss. Bergur segir að biðlistar séu
svipaðir í ár og verið hefur undanfarin
ár. Biðlistarnir eru misjafnir eftir
hverfum en erfiðasta hverfið er Graf-
arvogur þar sem það er nýjast og mest
af barnafólki þar. Bergur segir verið
að taka leikskóla í Húsahverfi í notkun
auk deilda í leikskólum í Breiðholti og
Vesturbæ. Næst verði ráðist í bygg-
ingu leikskóla í Víkurhverfi, Grafar-
vogi.
Bergur bendir á að biðlistarnir þýði
heldur ekki í öllum tilvikum að börn
sem á þeim eru séu ekki með leik-
skólapláss. Sum séu á einkareknum
leikskólum sem borgin styrkir, en um-
sóknir liggi áfram inni hjá Leikskólum
Reykjavíkur. Bergur segir einnig for-
eldra misfljóta að sækja um fyrir börn
eftir að á því er gefinn kostur og sækja
um af mismikilli þörf. „Sumir myndu
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 31
Langir biðlistar
eftir leikskólavist
Víða á höfuðborgarsvæðinu eru biðlistar á
leikskóla langir, sérstaklega fyrir tveggja
ára börn. Asókn í heilsdagsvistun fyrir
börn hefur einnig aukist mjög og meira en
gert var ráð fyrir. Sigríður B. Tómasdóttir
tók saman upplýsingar um stöðu______
leikskólamála á höfuðborgarsvæðinu.
virkilega vilja fá pláss fyrir yngri börn
en tveggja ára, aðrir sækja um til að
vera tímanlega í því.
En aðalskýring þess að biðlistar eru
enn mjög svipaðir og verið hefur er sú
að ásókn í heilsdagspláss hefur aukist
mjög þannig að þó að við höfum bætt
við plássum þá hafa þau mikið farið í
að lengja dvölina hjá þeim börnum
sem eru þegar með leikskólapláss,"
segir Bergur.
Ásókn í heilsdagsvistun
kom á óvart
Hann bætir því við að þessi aukna
ásókn hafi komið nokkuð á óvart.
Áætlanh- um leikskólauppbyggingu
hafi gert ráð iyrir fleiri hálfsdags-
plássum og þær áætlanir standist
ekki. Bergur segir skoðanakannanir
sem Dagvist barna (nú Leikskólar
Reykjavíkur) hafi gert undanfarin ár
hafi bent til þess að giftir foreldrar og
í sambúð hafi viljað hálfsdagspláss en
annað hafi komið á daginn.
Rétt er að bæta við að það var fyrst
árið 1996 að giftum foreldrum og í
sambúð var gefinn kostur á heilsdags-
plássi fyrir börn sín í leikskóla, áður
voru það eingöngu forgangshópar, ein-
stæðir foreldrar, námsmenn og þeir
sem áttu við erfiðar heimilisaðstæður
að stríða, sem áttu rétt á heilsdags-
plássi.
Eftir að hafa kannað stöðu í leik-
skólum á höfuðborgarsvæðinu er
greinilegt að mikil þörf hefur verið á
þessari þjónustu og taka allir viðmæl-
endur Morgunblaðsins undir það.
Einnig virðist sem þessi aukning hafi
komið nokkuð á óvart. „Þegar sveitar-
félögin opnuðu fyrir þessa þjónustu
kom þörfin í ljós,“ segir Sigurlaug
Einarsdóttir, leikskólafulltrúi í Hafn-
arfirði.
„Fólk vill að barnið geti dvalið á
sama stað allan daginn sem er eðlileg
krafa í nútímaþjóðfélagi." Sigurlaug
segir mikla eftirspurn eftir heilsdags-
plássum og plássum í sex tíma, eftir-
spurn eftir plássum eftir hádegi sé
hins vegar á hraðri niðurleið og taka
fleiri undir það. Fjögurra tíma vistun
er einnig á undanhaldi segir Sigurlaug
því flestir vilja hafa börnin a.m.k. í
fimm tíma vistun.
Um 500 börn eru á biðlista í Hafnar-
firði og segir Sigurlaug það svipað og
verið hefur undanfarin ár. Þar af eru
30 börn fædd 1996, 220 börn fædd
1997 og afgangurinn yngri. Milli
320-330 börn eru í árgangi í Hafnar-
firði og þar sem annars staðar sækja
foreldrar nær allra barna í þeim ár-
göngum sem við eiga um leikskóla-
pláss. Sama gildir í Hafnarfirði og í
Reykjavík, ný pláss hafa mikið farið í
heilsdagsvistun og því ekki stytt
biðlista.
Sigurlaug segir biðlistana mesta á
Holtinu, sem er nýtt hverfi, og í Norð-
urbænum, sem er að endurnýjast.
Næst liggur fyrir að reisa leikskóla á
Holtinu. „Á næstu fimm árum ætti að
vera komin heilmikil áætlun um
hvernig á að standa að uppbyggingu
leikskóla í Hafnarfirði. Það er mjög
mikil þróun sem hefur átt sér stað í
leikskólamálum og sveitarfélög virðast
ekki hafa verið í stakk búin til að koma
til móts við hana á stuttum tíma.“
Mikil fjölgun í Kópavogi
skýring biðlista þar
I Kópavogi hefur verið mikil fjölgun
í bæjarfélaginu og segii- Sesselja
Hauksdóttir, leikskólafulltrúi bæjar-
ins, hana skýringu þess að ekki hefur
tekist að stytta biðlista í bænum.
„Biðlistinn, rúmlega 500 börn, er svip-
aður og hann hefur verið undanfarin
5-6 ár og okkur gengur ekki að stytta
hann þráttfyrir að við byggjum mikið.
I haust verður tekinn í notkun nýr
leikskóli í Lindarhverfi, og tveir nýir
leikskólar voru teknir í notkun á síð-
asta ári.“ Af þessum 500 börnum eru
230 þeirra fædd 1997 en afgangurinn
eru yngri börn. Árgangar barna á leik-
skólaaldri nálgast nú um 350 börn í
Kópavogi.
Sesselja tekur undir með öðrum við-
mælendum að mikil ásókn sé í heils-
dagsvistun og hún hefur einnig á til-
finningunni að meirihluti foreldra eins
árs barna myndi vilja setja þau í leik-
skóla. Kópavogsbær hefur enn sem
komið er afar fá pláss fyrir eins árs
börn enda forgangurinn þar sem ann-
ars staðar að ná því markmiði að öll
tveggja ára börn fái leikskólapláss.
Sesselja bendir þó á að þróunin sé
sú að fleiri yngri börn muni vera í leik-
skóla. Samkvæmt lögum um leikskóla
sem sett voru 1994 er leikskóli fyrsta
skólastigið í skólakerfinu og fyrir börn
undir skólaskyldualdri. Sesselja bend-
ir á að þau nái þannig einnig yfir eins
árs aldurshópinn.
Á Seltjarnarnesi er farið að huga að
því að bjóða upp á leikskólapláss fyrir
eins árs börn. Það er eina sveitarfélag-
ið á höfuðborgarsvæðinu ásamt Bessa-
staðahreppi þar sem eru engir biðlist-
ar fyrir leikskóla.
Ri-istjana Stefánsdóttir, leikskóla-
fulltrúi á Seltjarnarnesi, segir öll börn
frá tveggja til fimm ára aldurs fá leik-
skólapláss og þann tíma sem þau óska
eftir. Um 70% eru í heilsdagsvistun.
Afgangurinn er nær allur fyrir hádegi
og þá í sex tíma, frá 8-14 en örfá börn
eru eingöngu eftir hádegi.
Rristjana segir ásókn í heilsdags-
pláss hafa aukist gífurlega og bendir á,
eins og fleiri viðmælendur, að það end-
urspegli glöggt þær þjóðfélagsbreyt-
ingar sem hafi orðið undanfarið. „Það
er pressa í þjóðfélaginu á að báðir for-
eldrar vinni fullt starf og þeir virðast
ekki hafa val í þeim efnum.“
Breytingar í Garðabæ í kjölfar
einsetningar grunnskóla
Undir þetta tekur Jóhanna Björk
Jónsdóttir, leikskólafulltrúi Garðabæj-
ar. I Gai’ðabæ eru 64 börn á biðlista,
öll fædd 1997, en um 90 börn eru í ár-
gangi í Garðabæ. Jóhanna segir að-
stæður í leikskólamálum Garðabæjar
Morgunblaðið/Arnaldur
einnig hafa breyst aðeins eftir að
grunnskólinn varð einsetinn þar.
Þegar hún tók til starfa í Garðabæ,
fyrir sex árum, hafi öll tveggja ára
börn verið með leikskólapláss. Þá var
grunnskólinn ekki einsetinn en for-
eldrar vilji mjög gjarnan hafa öll börn
í skóla á sama tíma. Þannig séu í raun
laus pláss í Garðabænum eftir hádegi
en það henti bara ekki foreldrum.
Jóhanna segir stóraukna ásókn í sex
til átta tíma vistun og segir gamla
morguntímann frá 8-12 að verða úrelt-
an. Foreldrar vilji mjög gjarnan að
börnin fái heitan mat í hádeginu eins
og boðið sé upp á í leikskólum og þá
a.m.k. hafa þau í fimm tíma vistun.
Verið er að byggja við tvo leikskóla í
Garðabænum og munu þau pláss
verða tekin í notkun á tímabilinu októ-
ber til desember en þegar er búið að
úthluta í þau pláss. Auk þess er verið
að byggja leikskóla sem tekinn verður
í notkun haustið 2000.
Jóhanna bendir á að þótt, eins og
áður sagði, pláss séu í raun laus eftir
hádegi á leikskólum í Garðabæ sé ekki
nóg að eiga laust pláss. Starfsmanna-
mál þurfi einnig að vera í lagi en mjög
erfiðlega hafi gengið að manna eftir
hádegi. Auk þess sé hlutfall mennt-
aðra leikskólakennara ekki nógu hátt
en það var 43% í fyrra og bjóst Jó-
hanna ekki við miklum breytingum á
þeirri tölu.
Lágt hlutfall
leikskólakennara
Þetta hlutfall er ekki fjarri lagi því
sem þekkist annars staðar á höfuðborg-
arsvæðinu. í Reykjavík eni um 40%
starfsmanna menntaðir, nákvæmar töl-
ur liggja ekki fyrir, segir Bergur Felix-
son, þai’ sem mikið rót er á þessum
málum á haustin. „Það vantai’ enn mik-
ið af starfsfólki í leikskólana og eifitt er
að manna þá þegar samkeppni um
starfsfólk er eins mikil eins og raun ber
vitni.“ í Hafnarfirði voru 38,7% starfs-
manna leikskólakennarar í fyrra og
bjóst Sigurlaug leikskólafulltrúi ekki
við að hlutfallið hækkaði mikið „Starfs-
mannamál eru alltaf erfið á haustin, við
þurfum líka bara að útskrifa fleiri leik-
skólakennara, það er það sem þetta
snýst um,“ segir Sigurlaug.
í Kópavogi voru tæplega 50%
starfsmanna leikskóla síðastliðinn vet-
ur leikskólakennarar og segir Sesselja
Hauksdóttir að hún hafi á tilfinning-
unni að hlutfallið verði ívið hagstæð-
ara nú. Hún segir betur hafa gengið að
manna leikskólana nú en í fyrra en þá
gekk einnig illa að fá leiðbeinendur til
starfa.
Kristjana Stefánsdóttir segir
ástandið á Seltjarnarnesi ekki til að
kvarta yfir, á einum leikskóla séu
t.a.m. 15 af 25 starfsmönnum leik-
skólakennarar, á hinum séu þeir
reyndar einungis 8. Þar séu þó mjög
reyndir leiðbeinendur.
„Gulldrengurinn“ frá Olympíu-
leikunum í eðlisfræði í fyrra
Fróðleiks-
fús afburða-
nemandi
Chen Yuao, sem varð
stigahæsti keppandi á
— ■ ■
Olympíuleikunum í eðlis-
fræði í fyrra, hefur í
sumar unnið við eðlis-
fræðistofu Raunvísinda-
stofnunar Háskólans.
Eyrún Baldursdóttir
ræddi við hann og
*
forystumenn Olympíu-
nefndarinnar hér heima,
sem telja Chen afburða-
mann á sviði eðlisfræði.
EFTIR glæsilegan árangur
Chen Yuao á Ólympíuleikun-
um í eðlisfræði í fyrra ákvað
framkvæmdanefnd Ólympíu-
leikanna, undir forystu Þorsteins Inga
Sigfússonar prófessors og Viðars
Ágústssonar íramkvæmdastjóra, að
bjóða honum hingað til vinnu yfir sum-
arið. Chen vann gullverðlaun á Ólymp-
íuleikunum og var einnig stigahæstur
keppenda.
„Ég þáði boðið um dvöl hér til að
geta lært meira í eðlisfræði," segir
Chen sem er 18 ára gamall. Hann er á
fyrsta ári í eðlisfræði í Vísinda- og
tækniháskóla Kína og situr í bekk fyrir
afburða nemendur. Hingað kom hann í
fyrrihluta júlí og mun dvelja meðan á
sumarfríinu í skólanum hans stendur.
Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor
segir að hugmyndin hafi verið að Chen
fengist við verkefni sem fæli í sér
mikla áskorun. Fyrstu vikuna hér
kynnti hann sér allt sem í boði var fyrir
sumarstúdenta á Raunvísindastofnun-
inni. „Jarðeðlisfræði þykir mér áhuga-
verð, sérstaklega sökum nálægðar
náttúrunnar hér. Ég valdi mér hins-
vegar skammtafræði, því í henni gat ég
lært mest,“ segir hann. Hann vinnur
nú verkefni í eðlisfræði tvívíðra kerfa á
vegum Viðars Guðmundssonar. „Tvívíð
skammtakerfi er þar sem rafeindir eru
staðsettar á mörloim til dæmis tveggja
efna og geta ferðast í planinu,“ útskýr-
ir Chen. „Við reiknum orku, bylgjufall
og þéttleika rafeindanna," segir hann
og bætir við að þetta sé mögulega eðl-
isfræði tölvanna í fi’amtíðinni.
„Verkefnin sem ég hef fengið eru
mjög erfið,“ segir Chen og hlær. „En
ég hef vitaskuld lært mjög mikið, ekki
bara í eðlisfræði heldur einnig í tölvu-
fræði og ensku. Ég hef kynnst mörgum
nemendum í Raunvísindastofnuninni
sem eru viljugir að útskýra fyrir mér ef
ég skil ekki,“ segir hann og er, líkt og
Þorsteinn bendir á, mjög hógvær.
í þá tvo mánuði sem Chen vinnur
hér, dvelur hann á einkaheimili í boði
hjónanna Elínar Ágústsdóttur og
Hrafns Ingimundarsonar, en dóttir
þeira, Jenný Ruth, nemi í iðnaðarverk-
fræði, var leiðsögumaður kínverska
liðsins síðasta sumar.
Þáði óvænt boðið
„Okkur fannst það vera íslenskri
eðlisfræðimenningu til framdráttar að
fá Chen hingað," segir Viðar Ágústs-
son, framkvæmdastjóri Ólympíu-
nefndarinnar, um tilurð þess að Chen
var boðið að læra við eðlisfræðideild-
ina yfir sumarið. „Þorsteinn Ingi reið
á vaðið og hafði samband við Chen og
okkur til undrunar þáði hann boðið.
Við bjuggumst við að það yrði slík
ásókn í drenginn að við kæmum ekki
einu sinni til greina," segir Viðar og
bætir við að hann telji veru hans hér
hafa örvað áhuga á eðlisfræði, bæði
hjá nemendum og kennurum. „Chen
Morgunblaðið/Golli
KÍNVERSKI pilturinn Chen Yuao,
sem var stigahæstur á Ólympíu- .
leikunum í eðlisfræði í fyrra.
er afburðamaður í eðlisfræði og kemur
með ný sjónarhorn á viðfangsefni sem
hefðbundnum eðlisfræðingi hefði seint
dottið í hug.“
Einungis komið til íslands
Chen hefur í sinni stuttu heimsókn
náð að ferðast eilítið um landið og eru
Vestmanneyjar, Gullfoss og Geysir
meðal staða sem hann hefur séð. Á
þeim ferðum hefur hann haft tækifæri,
til að sinna jarðeðlisfræðiáhuga sínum.
„Ég fór ásamt Viðari Ágústssyni og
fleirum að Geysi og þar mældum við
hverinn Strokk og reiknuðum síðan út
af hverju vatnið gýs með þessum
hætti,“ segir hann áhugasamur.
Chen hefur einungis tvívegis farið
út fyrir heimaland sitt og í bæði skipt-
in til íslands. Hann er hrifinn af lands-
laginu, hreina loftinu hér og sérstak-
lega því hversu mikið rými er fyrir
hendi. „Það er svo mikið pláss hérna,“
segir hann og breiðir úr sér hlæjandi.
Verðlag á Islandi þykir honum
kyndugt, en hann kveður það margfalt
hæira en í Kína. „Það kostar eitt yen
að fara í strætó í Kína, sem er um tíu
krónur íslenskar," segir hann, „og í bíó
kostar vanalega sem svarai’ tuttugu'
krónum íslenskum.“ Þegar Chen er
inntur eftir því hvort launin séu ekki
lægri þar ytra segir hann að svo sé.
„Kínverskir prófessorar í eðlisfræði
eru með um 40.000 íslenskar krónur í
laun - en það er samt ígildi miklu fleiri
strætóferða," segir hann og skellihlær.
Chen er sonur smábónda og er frá
Qidong, nærri Shanghai. Þar býr ein
milljón manna og þykir það mjög lítill
bær að hans sögn. Hann byrjaði ári á
undan jafnöldrum sínum í barnaskóla
og mun strax hafa sýnt einstaka náms-
hæfileika. Hann lauk framhaldsskóla á
réttum tíma og byrjaði fyrir ári í eðlis-
fræði Vísinda- og tækniháskóla Kína í
Hefei.
Heppni skiptir niáli
Chen kveðst hafa kynnst eðlisfræði
fyrst 13 ára gamall og sfrax fyllst
áhuga. Hann hafi aldrei stefnt að því að
keppa á þeim vettvangi en þreytti próf í
undankeppni Ólympíuleikana því það
var lagt fyiTr allan bekkinn hans i fram-
haldsskólanum. Fimm þátttakendur
komu hingað til lands fyrii- hönd Kína,
en þeir voru valdir úr hópi 200.000 ein-
staklinga. Ekki stóð á ái-angri kín-
versku þátttakendanna, því allir unnu
þeir til gullverðlauna. Chen varð lang-
hæstui’, fékk 47,5 stig af 50 mögulegum.
Þeir prófessorar sem blaðamaður*
ræddi við spá Chen glæstum ferli á
sviði eðlisfræði, en sjálfur er hann lítil-
látur. „Mér finnst alltof snemmt að
segja til um hver sérgrein mín verður
eða hvernig mér eigi eftir að vegna. I
þessu fagi skiptir heppni miklu máli,
ekki síður en hæfileiki," segir hann og
bætii’ við að hann hafi verið mjög hepp-
inn að fá að koma hingað til íslands. I