Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.08.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 3# GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR + Guðrún Jóels- dóttir fæddist í Laxárdal á Skógar- strönd 22. júní 1912. Hún lést á hjúkrunarheimiiinu Víðihlíð í Grindavík 2. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar iiennar voru hjónin Halldóra Einars- dóttir frá Borgum á Skógarströnd, f. 1888, d. 1927, og Jóel Gíslason, f. 1873 á Arnarhóii í Fróðárhreppi, d. 1966, bóndi í Laxárdal á Skóg- arströnd. Systkini Guðrúnar voru fimm: Lilja, Lára, Jónas og Daníel sem nú eru iátin og Fjóla sem býr í Garðabæ. Guðrún giftist 6. janúar 1942 Ingva Jónssyni frá Ljárskógum í Dölum, f. 2. febrúar 1904, d. 10. ágúst 1978. Þau Guðrún og Ingvi hófu búskap hjá föður Guðrúnar í Laxárdal en keyptu siðan jörðina Ketilsstaði í Hörðudal og bjuggu þar til 1947 er þau flutt- ust til Grindavík- ur, en þar bjuggu þau siðan. Guðrún og Ingvi eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Halldór Jóel, f. 1940, félagsmála- stjóri, búsettur í Grindavfk, kvænt- ur Helgu Emils- dóttur og eiga þau einn son. 2) Jón Yngvi, f. 1944, d. 1985, var hann í sambúð með Ingibjörgu Björnsdóttur og eiga þau eina dóttur. 3) Bragi, f. 1945 húsa- smíðameistari, búsettur í Gr- indavík, kvæntur Bylgju Björk Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni og eina dótt- ur. Barnabarnabörn Guðrún- ar eru sex. Guðrún verður jarðsett frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín. Þú átt alltaf stóran hluta af hjarta mínu. Við vor- um nánar og þú veittir mér mikið og kenndir mér mai'gt. Það var alltaf gott að koma til þín á Blómsturvelli og leita hjá þér ráða og stuðnings ef eitthvað bjátaði á. Alltaf stóðstu mér við hlið og studdir við bakið á mér ef ég steig hliðarspor. Þú hafð- ir á mér mikla trú og varst alltaf viss um að ég myndi spjara mig í Hf- inu. Það er oft sem ég hugsa til þinna ráða og oft vitna ég til frá- sagna þinna og reynslu í kennara- starfinu. Þér þótti ávallt sælla að gefa en þiggja og það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Sólin er hnigin, sest bak við skýin, og ég hugsa ti! þín næturlangt. Baráttuknúin, boðin og búin. Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu og ég þakka þér alla mina ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. - Stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té og meira til. Hófþittogdugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða, og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Þegar ég lauk mínu námi varst þú komin á Víðihlíð og ég lofaði að passa húsið þitt sem nú er í minni eigu. Þú áttir þér enga ósk heitari en að sleppa við veikindi og sjúkra- legu áður en þú fengir að yfirgefa þennan heim. En þvi miður þurftir þú að stríða við sjúkdóminn alzheimer þín síðustu ár og það var sárt að horfa upp á þig hverfa frá okkur. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr. (Tovn Findal Bengtsson.) Þú kvaddir þennan heim snemma á fallegum sumardegi á leið til nýrra verkefna og endurfunda. Þú varst svo falleg og mikill friður yfir þér og ég vissi að þér leið vel og þú varst á leið í meiri birtu en þú upp- lifðir þína síðustu daga. Þú trúðir því að þú myndir hitta Ingva afa og Nonna frænda og alla aðra ástvini sem þú hafðir misst í þínu lífi og ég veit fyrir víst að nú líður þér vel og þú ert sátt. Ég var svo lánsöm að eiga þig að og minning þín lifir með mér. Vertu sæl, elsku besta amma mín. Ég hlakka til að hitta þig aftur. Þín nafna, Guðrún Inga á Blómsturvöllum. Fastur punktur í tilverunni er horfinn. Hún Guðrún amma er dáin. Amma sem alltaf var til staðar og tilbúin að veita skjól og ást. Já, og alltaf átti íspinna. Amma var af þeirri kynslóð ís- lendinga sem lifað hefur breytingar sem eru meiri en nokkur kynslóð hefur lifað áður. Hún ólst upp á ís- lensku sveitaheimili á Skógar- ströndinni. Heimili þar sem ríki- dæmi var ekki til staðar. Lífsbar- áttan var hörð og heimilisfólkið þurfti að taka þátt í lífsstritinu strax á bamsaldri. Það varð síðan hlutverk ömmu að halda stritinu áfram. Ekkert kom af sjálfu sér og vinna þurfti hörðum höndum fyrir hverjum hlut. Guðrún amma og Ingvi afi til- heyrðu þeim hópi fólks sem skapaði velferðarþjóðfélagið sem við hin yngri njótum nú svo ríkulega. Þau voru ekki það sem kallað er frum- kvöðlar eða athafnamenn. En þau voru það sem slíkum mönnum er nauðsynlegt. Þau voru vinnuafl. Vinnuafl sem fór þangað sem þörfin var til staðar. Heima í Grindavík á vetrarvertíð, síld á Raufarhöfn og Seyðisfirði á sumrin og haustin og í brúarvinnu þegar hún var til staðar. Mikið var á sig lagt til að eignast sitt heimili og eignast það skuld- laust. Það er mikill lærdómur sem við yngri getum haft af þvi að skoða lífshlaup ömmu og afa. Aldrei var kvartað og aldrei öfundast. Lifað var í sátt við tilveruna og tekið af einstöku æðruleysi á þeim erfiðleik- um sem lífinu fylgdu. Það eru mín forréttindi að hafa notið þess að alast upp með ömmu. I sjö ár var ég eina þarnabarnið og naut þess ríkulega. Ég átti ömmu einn. Þegar okkur barnabömunum tók síðan að fjölga kom það ekki að sök því amma átti nóg af hlýju og ást fyrir okkur öll. Af ömmu lærði ég nokkrar lífsreglur sem ég mun aldrei gleyma og kappkosta að lifa samkvæmt. Þær eru um heiðarleika og virðingu gagnvart lífinu og um- hverfinu og þó helst heiðarleika gagnvart sjálfum mér. Þegar ég eignaðist síðan tvo eldri syni mína, Halldór Ingva og Hrann- ar Jón, var amma að mestu hætt að vinna. Urðu þeir því sömu forrétt- inda aðnjótandi og ég hafði notið. Þess að alast upp með ömmu, því gamla-amma varð dagmamma bræðranna. Ég veit þeir munu njóta þess og muna alla ævi. Það var ómetanlegt drengjunum að eyða fyrstu æviárunum umvafðir ást og hlýju gömlu-ömmu sem aldi-ei er að flýta sér svo mikið að ekki sé tími til að setjast niður, taka þá á hné sér og hverfa inn í umhverfi gömlu bað- stofunnar og fara með vísu eða kvið- ling. Þær eru ógleymanlegar þær stundir þegar þeir svo komu heim og fóru með heilu þulumar og brugðu síðan fyrh- sig orðum eða orðatiltækjum sem ættuð vom af Skógarströndinni frá upphafi aldar- innar. Amma, við Gerða Sigga, Halldór Ingvi, Hrannar Jón og Helgi Hrafn kveðjum þig með söknuði, ást og virðingu. Jón Emil. Elsku, elsku amma mín. Mikið er allt saman skrýtið núna, skrýtið að þú skulir vera farin. Mér líður ein- hvern veginn eins og það vanti þakið ofan á mig, skilurðu. Efst varst þú og svo kom pabbi og svo ég. Og núna þegar þið erað bæði farin finnst mér vanta einhverja hlíf ofan á mig og það er skrýtin til- finning. En nærvera þín var og mun verða sterk, því umhyggja þín og ást lifir svo sterkt í hjörtum okkar sem vor- um þér kærast. Mýkt hjarta þíns og handa, þegar þú straukst mér um vangann, bai-a það nægði til að gera þig einstaka, en allt annað hélst í hendur til að bæta um betur; listfengi þitt og handbragð á allri handavinnu, mat- urinn sem þú eldaðir sem var alltaf besti matur í heiminum, natni þín og umhyggja í garðinum og litla húsinu þínu, sem undirstrikaði enn frekar nafnið Guðrún á Blómstur- völlum, þolinmæði þín og umburð- arlyndi gagnvart svefnpurrku eins og mér, þegar þú varst búin að lifa hálfan dag þegar ég loks fór fram- úr, hitinn frá þér þegar ég skreið uppí, myrkfælin fram eftir öllum aldri og hjúfraði mig upp að þér, umvafin hlýju og öryggi undir þykkri dúnsæng, angandi af þinni góðu ömmulykt, hljóðlega raulið þitt ofaní notalegt kumið frá kaffí- vélinni, þar sem þú stóðst við eld- húsgluggann á morgnana og horfðir út og lést hugann reika. Elsku, elsku amma mín, með söknuði eftir liðnum stundum en um leið með létti í hjarta, yfir því að þér líður vel núna í faðmi afa og pabba, kveð ég að sinni. Þín Sigrún. Elsku besta Gunnamma mín. Þú skilur eftir margar fallegar og góð- ar minningar í huga allra sem þig þekktu. Þú varst alltaf þessi geð- þekka og góða amma á Sunnubraut- inni, Blómsturvöllunum þínum. Þú varst amma allra barna sem voru þarna í nágrenninu og ég gleymi aldrei hvað það var alltaf einstakt að heimsækja þig og fá hjá þér ís eftir erfiðan leikdag úti í náttúrunni. Þú varst alltaf með eitthvert góðgæti í pokahorninu sem allir hrifust af enda ekki ósjaldan sem maður kom í heim- sókn og þar voru flest börnin í ná- grenninu að kíkja á hana Gunnömmu sína. Já, það kunnu all- ir að meta þig, amma mín, þína ein- stöku og sterku sál, hlýjuna sem þig einkenndi og tímann sem þú gafst þér alltaf til að dunda og ræða við okkur ef eitthvað bjátaði á. Isinn, perlurnar og leirinn voru alltaf þitt besta meðal. Elsku sáluga Gunnamma mín. Nú er kominn tími til að þú finnir sælu þína aftur í nýrri vídd sem ég veit að þú gerir því fyrir þér ættu allar dyr að vera opnar og bjartar. Minn- ing þín verður mér ekkert annað en yndislegur fiðringur og ég veit þá að þínar hlýju hendur era að strjúka mér. 011 sú kennsla um lífið sem þú gafst mér er ómetanleg og þig ættu margir að taka sér til fyrir- myndar. Takk fyrir allt, amma mín. Ég vona að guð varðveiti þig og geymi. Minning þín mun lifa um ókomnar aldir. Bless amma mín. Þinn Helgi Rúnar. Mig langar að minnast með fá- einum orðum ömmu minnar, Gunnu ömmu eins og hún var gjarnan köll- uð af barnabörnunum. Amma var alltaf mjög barngóð og var alltaf gaman að koma niður að Blómsturvöllum og heimsækja hana og Ingva afa. Ailtaf átti amma eitthvert góðgæti fyrir smáar barnahendur og oftar en ekki ístoppur til í frystinum. Síðar vann ég með ömmu í sumarvinnu á bens- ínstöðinni þar sem hún vann á sam- liggjandi „Hallasjoppu“. Þá sá ég vel hversu mikill dugnaðarforkur amma var. Þegar ég kynnti ömmu fyrir verðandi konuefni mínu, Sirrý, tók hún vel á móti henni eins og hennar var von og vísa. Amma lék á als oddi í giftingu okkar og spurði mik- ið hvort við ætluðum ekki að fara að koma með börn svo hún gæti passað fyrir okkur. Loks þegar Jón Axel fæddist þá bjuggum við er- lendis. Amma var einnig orðin veik af hrörnunarsjúkdómi en gaman þótti henni að ganga úti með Sirrý og Jóni Axel þegar við komum á sumrin tU Islands enda var hún alltaf útimanneskja mikil. Nú ertu dáin, amma mín, og hef- ur fengið langþráða hvUd eftir erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Þú stóðst þig eins og hetja enda alltaf svo líkamlega hraust. Dýrmætir eru nú þeir fallegu hlutir sem þú gerðir í handavinnu með eldri borg- urum og gafst okkur Sirrý og strákunum. Elsku Gunna amma, minningin um þig mun lifa með okkur alla tíð og þökkum við þér fyrir allar góðu samverustundirnar. Guðmundur Bragason og fjölskylda. MikU kona er gengin. Einn af bestu fulltrúum þeirrar kynslóðar sem er óðum að hverfa, kynslóðar sem kynntist örbirgð og síðar upp- gangi, mestu breytingum þessarar aldar og skUar til okkar, afkomenda sinna, öllu því sem við eigum í dag og skyldum aldrei gleyma hvaðan kemur frekar en við gleymum upp- runa okkar. Kynslóðin sem með elju, ósérhlífni og dugnaði barðist fyrir lífi sínu og sinna og sjálfstæði þessarar þjóðar. Slík kona var Guð- rún Jóelsdóttir, sannur fulltrúi al- þýðu þessa lands, kona með stóran faðm, stórt hjarta, heitar hendur og mjúkan vanga, þar sem alltaf var athvarf að finna, sem umfaðmaði og huggaði ef erfitt var, og gladdist með, ef tilefni var tU, en hún var líka föst fyrir, fylgin sér og stóð fast á sínu og varði skoðanir sínar ef þess þurfti með og minnti að þessu leyti á náttúra landsins okk- ar, í senn hrjúf og mild. Guðrún fór ekki varhluta af erfið- leikum sinnar kynslóðar. í Laxár- dal á Skógarströnd, þar sem hún sleit barnsskónum, var oft þröngt í búi hjá þeim hjónum Halldóru og Jóel, foreldrum hennar. Hún sagði mér margar sögur frá þeim árum sem okkur nútímafólki finnast ótrú- legar, um hungur, kulda og fátækt. Mér er minnisstætt þegar hún sagði mér frá því að þegar fatnaður þeirra systkina eða „plögg“ eins og hún kallaði hann var þveginn urðu þau að dvelja í rúminu þann daginn, því ekki áttu þau föt til skiptanna, en víst er að ást og umhyggja for- eldranna hefur fært þeim gott veganesti þótt veraldlegum auði væri ekki fyrir að fara. Guðrún kynntist sorginni ung þegar hún missti móður sína eftir erfið veikindi. Þau systkinin fylktu sér um föður sinn og héldu með honum bú en ekki varð hjá því kom- ist að hleypa heimdraganum og var Guðrún send í vinnumennsku í sveitinni og það ekki bara á einn bæ heldur tvo í einu og sagði hún mér að hún hefði verið í fæði sína vikuna á hvoram bæ, þótt hún ynni á báðum stöðum jafnhliða. Slíkt var ekki óalgengt á fyrri hluta aldar- innar og vai- þá ekki spurt uro. heimþrá né þrá lítillar stúlku eftir föðurfaðmi og systkinum. Allir voru góðir við hana, sagði hún mér, enda urðu þessi ár upphaf ævilangrar tryggðar og vináttu við húsbændur hennar frá þessum áram. Ein- hverju sinni spurði ég hana hvers vegna hún væri alltaf svona fljót að borða, því það var eins og hún gleypti matinn ótugginn að mér fannst. Þá svaraði hún: „Ibbý mín, það kemur til af því að þegar ég var í vinnumennsku sem barn og ung- lingur vandist ég því að borða alltaf standandi eða á hlaupum því þa<V var stöðugt verið að reka á eftir mér, flýttu þér stelpa! var viðkvæð- ið.“ Guðrún átti þess ekki kost að ganga menntaveginn fremur en margir af hennar kynslóð, en mér fannst ég skynja á henni oft að hug- ur hennar hefði staðið til skrifta en að lífsbaráttan hefði verið það erfið og tímafrek að fáar stundir hefðu gefist til dekurs við sjálfan sig og sínar langanir. Hún leyfði mér einu sinni að lesa eftir sig smásögu sem hún hafði skrifað sem ung stúlka. Sagan sú lýsti ævintýraþrá og eftir- væntingu til ókominna ára, lífsins sjálfs. Guðrún „amma“ var snilling- ur í höndunum, saumaði, prjónaðw" og klæddi öll sín barnabörn að mestu og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða kápur, jakkaföt, kjóla eða fagurlega útprjónaðar peysur. Allt lék þetta í höndunum á henni og er geymt á vísum stað og ber skapara sínum fagurt vitni. Guðrún var höfðingi heim að sækja, hún hafði yndi af að taka á móti gestum og veita vel. Það var oft glatt á hjalla á Blómsturvöllum hjá Guðrúnu og Yngva meðan hans naut við. Manni sínum vai’ hún sto§ - og stytta, bömum sínum góð móðir og barnabörnum góð amma, og barnabarnabörnum góð „gamla amma“ eins og þau kölluðu hana. Mér reyndist hún alltaf sem besta móðir. Hún var hin sterka í fjölskyldunni, kletturinn sem stóð þótt á móti blési og tók áföllum lífs- ins af æðruleysi. Nú hefur hún kvatt að loknu góðu dagsverki, sannur fulltrúi þessa lands, þessar- ar þjóðar. Ég bið góðan guð að vaka yfir fjölskyldu hennar og þakka allt sem sú góða kona hefur gefið mér og mínum á lífsleiðinni. Ég er ríkari fyrir hennar tilvist. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Blessuð sé minning Guðrúnar Jó- elsdóttur. Ingibjörg Björnsdóttir. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Sr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.