Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 40
3(K) FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTJAN * GÍSLASON + Kristján Gísla- son fæddist á Sellátrum í Tálkna- firði 1. september 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 7. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Kristjáns voru hjón- in Gísli Guðbjarts- son, sjómaður og verkamaður, f. 16.8. 1893, d. 10.2. 1974, og Jónína Kristjáns- dóttir, húsmóðir, f. 12.7. 1891, d. 27.12. 1968. Systir Krist- jáns er Þórey, f. 17.8. 1923, gift Stefáni Eyfjörð Jónssyni. Krist- ján kvæntist 26.10. 1946 Sól- rúnu Elsu Stefánsdóttur, f. 7.3. 1924, d. 16.12. 1994. Börn þeirra: 1) Hilmir Stefán, f. 18.8. 1948, d. 29.5. 1951. 2) Gylfi, f. 18.8. 1948, kvæntur Birnu Blön- dal. Börn þeirra eru: a) Ólafur Auðunn, f. 5.8. 1968, í sambúð með Öldu Stefánsdóttur. Þeirra börn eru Björn Auðunn, f. 29.8. 1994, og Stefán Fannar, f. 3.10. 1997. b) Kristján Hilmir, f. 31.10. 1970, í sambúð með Örnu Gunnarsdóttur, þeirra barn er Gylfi, f. 16.4. 1998. c) Berglind, f. 18.5. 1979, í sambúð með Bergi Benjamíns- syni. d) Sonur Gylfa er Garðar Árni, f. 22.1. 1965. Börn Garðars Árna eru Svanhildur, f. 2.2. 1984, Sigurður Smári, f. 15.1. 1988, Henrik, f. 17.1. 1992, og Malin Jo- hanna, f. 10.4. 1993. 3) Gerður Jóna, f. 22.10. 1952, gift Jens Magnússyni. Þeirra börn eru: a) Elsa Hrund, f. 15.3. 1980. b) Hilmir, f. 24.4. 1984. 4) Stefán, f. 24.6. 1958, kvæntur Sólveigu Jónu Ögmundsdóttur. Þeirra börn eru: a) Sylvía Björk, f. 3.1. 1990. b) Sara Dagný, f. 29.7. 1991. c) Sonur Stefáns er Stefán Hilmir, f. 10.4. 1984. Kristján stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan við Samvinnuskólann í Reykjavík. Hann vann við al- menn skrifstofustörf og síðar sem verðlagsstjóri. Eftir að hann lét af því starfi fékkst hann við gerð veiðiflugna. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Kristján Gíslason. Kynnin eru nú orðin nokkuð löng, farin að nálgast þrjátíu árin. Kristján var ákaflega hógvær maður, dulur og lítillátur og féll illa að trana sér fram, kunni best við sig í fárra vina hópi. Hann hafði mikla Aiannkosti til að bera, skarpgreind- ur, rökfastur og reglusamur. Hann ólst upp við fremur kröpp kjör eins og altítt var hjá alþýðufólki á æsku- dögum hans. Þá hefur hann vafa- laust lært þá nægjusemi og sjálfs- bjargarviðleitni sem var svo ein- kennandi í fari hans. Hann var ákaf- lega góður vinur í raun. Hann var hinn trausti fjölskyldufaðir sem allir leituðu til ef erfiðleika bar að hönd- um. Leysti hann vanda margra gegnum árin. Hann var vel ritfær og hafði næmt auga fyrir íslenskri tungu eins og bækur hans og blaðagreinar bera vitni um. Þar má einnig greina hversu mikill náttúruunnandi Krist- %án var. Hans bestu stundir voru jafnan í veiðiferðum með þeim bræðrum Pétri og Ragnari Georgs- sonum og Gunnlaugi heitnum Pét- urssyni. Það er mér ákaflega dýr- mætt í minningunni að hafa fengið að fljóta með í ófáar veiðiferðimar austur að Iðu með þeim félögunum. Allir eru og voru þetta einstakir veiðimenn en fyrst og fremst menn sem kunnu öðrum fremur að upplifa og umgangast náttúruna á einstak- an hátt. Ogleymanleg er ferð með Kristjáni og Elsu á heimaslóðir hans í Tálknafirði sumarið 1988. Á Sellátrum þekkti hann hverja þúfu og kunni óteljandi sögur af lífinu á sínum æskuárum. Aðra eins veður- "Hlíðu og var þessa daga muna menn vart á Vestfjörðum. Birta var allan K Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 sólarhringinn. Þá þurfti Kristján ekki að sofa, gekk með dóttur sinni út í Krossadal eina nóttina og komu þau til baka alsæl að morgni næsta dags. Arið 1992 hóf Kristján með að- stoð bama sinna og tengdabaraa að byggja sér sumarbústað í landi Klukkufells í Reykhólasveit. Þar vildi hann helst dvelja öll undanfar- in sumur í sem nánastri snertingu við náttúruna og ekki spillti fyrir að rétt við bústaðinn rennur blátær bergvatnsá sem fyllist af bleikju er líða tekur á sumarið. Elsu konu sína missti Kristján í desember 1994, og var það honum ákaflega þungbært. Heilsu hans fór að hraka, og þrótt- urinn var ekki sá sami og áður. En þegar sól fór að hækka á lofti og hlýna í veðri var eins og hann fyllt- ist nýjum þrótti. Þreyta og sjúkleiki var á bak og burt og gat hann stundað veiðar með félögunum þar til nú í sumar. í allan vetur hafði hann dreymt um að fara í silungs- veiði í Laxá í Reykhólasveit og Djúpadalsá með sonum sínum. Þetta tókst honum helsjúkum og fór hann í sína síðustu veiðiferð fjórum dögum fyrir andlátið. Um leið og ég kveð kæran vin og tengdaföður vil ég þakka samfylgd- ina, samfylgd sem hefur verið mér mikils virði. Jens Magnússon. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi á milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. I samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, Ijúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fómarlund. Friðarins guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. *r Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266 Elsku bróðir, mér fmnst þessar ljóðlínur eiga svo vel við þig. Það þarf í raun og veru ekki að segja meira. Mér verður hugsað um ævi okkar í gegnum árin, hún var svo samtvinnuð, við vissum alltaf hvort af öðm. Ég hef svo margt að þakka þér, þú varst alltaf tilbúinn að gefa manni ráð, ég á eftir að sakna þín mikið, elsku vinur. Mig langar til að þakka bömum þínum og tengda- bömum, ekki síst Jens Magnússyni lækni, tengdasyni þínum, fyrir al- veg sérstaka hjálpsemi og umönnun í veikindum þínum. Ég lofa guð fyr- ir að þú ert búinn að fá hvíld frá þessum erfiðu veikindum. Við Stefán og fjölskylda vottum bömum þínum og fjölskyldum þeirra hjartanlega samúð. Þín systir Þórey. Elsku afi minn! Nú ert þú farinn og ég svo óra- langt í burtu. Það er sárt, og margt langar mig að segja við þig. Þú gafst mér mikið og kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér meðal ann- ars að elska náttúruna og landið mitt. í því sambandi minnist ég göngutúranna um Elliðaárdalinn og fjöruferðanna við Korpu og úti á Reykjanesi. Þá var gaman og þú í essinu þínu. Ofarlega er líka í hug- anum ást þín á fuglunum og hversu annt þér var um fuglana sem heim- sóttu Lambó. Þú gafst þeim að borða og meira að segja krummi fékk sinn skammt. Ein besta gjöf sem ég hef fengið er lítið ljóð sem þú ortir til mín þeg- ar ég var sex eða sjö ára: Senn kemur nú sumarið með sendingu handa þér. Litlu kátu lóuna sem Ijúflingur fugla er. Hún ætlar að sýna Elsu Hrund hve ofsa’ er hún sæt og fín. Og flytja síðan fyrir hana fallegu lögin sín. (K.G.) Afi minn, í hvert sinn sem ég heyri lóuna syngja mun ég minnast þín. Guð geymi þig þar til ég hitti ykkur ömmu aftur. Þín afastelpa, Elsa Hrund. Látinn er Kristján Gíslason, frændi minn og vinur. Við voram systkinaböm. Tengslin milli systk- ina mæðra okkar vora með þeim hætti að á uppvaxtaráram okkar voram við systkinabörnin nánast eins og stór systkinahópur. Þau tengsl hafa fylgt okkur fram til full- orðinsára. Oll höfum við vitað vel hvert af öðra, sérstaklega þegar erfiðleikar hafa steðjað að. Það kom eins og af sjálfu sér og okkur sameiginlegt að meta og virða sterkan persónuleika Kristjáns. Kristján hafði þann eiginleika að gefa af sjálfum sér og trygglyndi sínu í ríkum mæli þegar áföll og harmar sóttu heim skyldmenni hans og vini. Það varð hlutskipti hans þótt hann væri þá ungur að áram að flytja móður minni, Ingi- björgu Kristjánsdóttur, andláts- fregn sonar hennar, Bjöms Einars- sonar og bróður, Bjarna Kristjáns- sonar, er fórast af slysföram árið 1945 við Ameríkustrendur. Mér er rík í minni sú alvöraþrangna, hóg- væra stilling er þau sýndu bæði á þeirri örlagastund. Órofa tryggð hans við æsku- stöðvarnar fyrir vestan og bernsku- heimili mitt, SeUátra í Tálknafirði var okkur fólkinu þar mikils virði og einstakur gleðigjafi. Má þar til nefna að árið 1986 var stofnað til fjölskyldusamkomu í Tálknafirði. Kristján hafði ekki tök á að vera þar viðstaddur vegna sjúkleika, en sendi inn á samkomuna hljóð- snældu með minningabrotum um dvöl sína á SeUátram á æskuáram sínum. Það er okkur fjölskyldunni dýrmæt ánægja að eiga þær fallegu minningar er hann setti þar fram. Á þeim tímamótum á lífsleiðinni þegar við hvort um sig höfðum eignast maka og fjölskyldu urðu ófáar heimsóknir milli heimila okk- ar. Þegar við eiginmaður minn, Sig- urjón Davíðsson, sem nú er látinn, knúðum dyra hjá Kristjáni og eig- inkonu hans, Élsu Stefánsdóttur, sem einnig er nú látin, var okkur ávallt tekið fagnandi og af svo mikl- um hlýleika að hver heimsókn tU þeirra varð tilhlökkunarefni. Með Kristjáni og Sigurjóni þróaðist traust og góð vinátta sem báðir nutu tU ævUoka. Báðir höfðu þeir mikinn áhuga á mönnum og mál- efnum og varð oft skrafdrjúgt um þjóðmálin og það sem til heUla mætti horfa fyrir land og lýð. Það var Kristjáni óbætanlegt áfall þegar hans mikilhæfa kona féll frá árið 1994. Þau hjónin voru mikl- ir náttúraunnendur og ferðuðust vítt og breitt um landið. Eins og mörgum er kunnugt var Kristján þekktur laxveiðimaður. Flugugerð tU laxveiða varð honum að listgrein. Kristján var vandaður maður tU orðs og æðis eins og ein frænka okkar komst að orði um hann. Hjálpsemin og góðvUdin vora hans aðalsmerki. Nú þegar lífsgöngu Kristján frænda míns er lokið kveð ég hann með söknuði, þakklæti og virðingu. Um leið og ég votta börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð eiga þau aðdá- un mína á þeirri óeigingjörnu elskusemi og umhyggju sem þau hafa sýnt honum á erfiðu veikinda- ferli hans allt tU hinstu stundar. Guð blessi minningu Kristjáns Gíslasonar. Guðlaug Einarsdóttir. Látinn er gamall og góður vinur minn, Kristján Gíslason, fyrrver- andi verðlagsstjóri, á 78. aldursári. Það er svo stutt síðan við töluð- um saman í síma. Hann svaraði mér úr bUnum sínum, var þá á leið vestur í Reykhólasveit í sumarhús- ið sitt, sem hann og fjölskyldan höfðu byggt á undanfornum áram, í fögra umhverfi, þar sem ríkti kyrrð og ró, fjarri ys og þys borg- arinnar. Kristján talaði oft um það við mig í vor og sumar, að hann vonaði að sér entist líf og heilsa ti) að dvelja eitthvað fyrir vestan, jafnvel að kasta flugu fyrir silung, að minnsta kosti að komast að ánni. Þetta auðnaðist honum, áður en yf- ir lauk. Við voram æskufélagar, ólumst upp í friðsælu umhverfi, vestur á Patreksfirði, við leik og störf. Kri- stján hafði ætíð sterkar taugar til æskustöðvanna, ekki síst til Tálknafjarðar, en þar dvaldi hann langdvölum á uppvaxtaráranum. Hann talaði oft um fjöllin sín fyrir vestan og margar ferðirnar fór hann vestur, meðan heilsan leyfði. Kristján stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni í tvo vet- ur, en hugur hans stefndi til frekara náms, og því var það, að sameiginlega tókum við þá ákvörð- un að sækja um inntöku í Sam- vinnuskólann í Reykjavík, og þar stunduðum við nám í tvo vetur. Að námi loknu skildu leiðir. Ég fór vestur á æskustöðvarnar, en Kristján varð eftir í borginni. Þetta voru miklir umbrotatímar, stríðið var í algleymingi, og mikil eftir- spum eftir menntuðu fólki til starfa. Kristján átti því auðvelt með að fá vinnu. Hann var vel gef- inn, samviskusamur og duglegur, svo af bar. Næstu árin vann hann við ýmis skrifstofustörf, endur- skoðun og gjaldkerastörf. Árið 1957 tók hann við embætti verðlagsstjóra og gegndi því starfi í 17 ár, eða þar til heilsan gaf sig, og hann hætti störfum. Embætti verð- lagsstjóra var á þessum árum mjög umfangsmikið og erfitt. Starfs- menn vora margir og fulltrúar um land allt. Starfinu fylgdu mikil átök við hina ýmsu þrýstihópa í við- skiptalífinu, og þessi umsvif öll fóra illa með heilsu Kristjáns, og að því kom, að hann sagði starfinu lausu. Kristján eignaðist góða konu, Sólrúnu Elsu Stefánsdóttur, og með henni þrjú mannvænleg börn, er upp komust. Það var honum því mikið áfaU, er hann missti konuna sína fyrir fáum áram, eftir erfið veikindi. Hún hafði búið þeim fal- legt heimili að Lambastekk 7, þar sem þau undu sér vel. Síðustu árin bjó því Kristján einn í húsinu þeirra og stytti sér stundirnar við fluguhnýtingar, sem hann var reyndar landsfrægur fyrir, svo og bækurnar sem hann samdi um lax- veiði í hinum ýmsu ám, vítt og breitt um landið og allir laxveiði- menn þekkja. Nú er lífshlaupi hans lokið. Sannur drengskapai’- og heiðurs- maður hefir kvatt. Þegar lífsbraut- ir fólks liggja meira og minna sam- an um áratugaskeið, verða fátæk- leg orð á blaði lítils virði. Svona er lífið og svona er dauð- inn, stundum fljótur í föram. Blessuð sé minning Kristjáns Gíslasonar, míns kæra vinar. Böm- um hans og ástvinum öllum votta ég innilega samúð mína. Ingólfur Arason. Hann Kristján var fíngerður og hljóðlátur maður, hógvær og hæg- látur, með kankvíst blik í athugul- um augunum. Hann var pabbi hennar Gerðar, bestu vinkonu minnar, og ég bar afar mikla virð- ingu fyrir honum. Hann minnti mig stundum á breskan aðalsmann, þar sem hann sat í fallegu stofunni heima á Sunnuveginum og las í bók eða hlustaði á fallega tónlist og mér fannst ég verða að vanda mig, þegar hann ávarpaði mig og vænti svars, ég vissi að hann hafði næma tilfinningu fyrir íslensku máli og vildi orða svör mín vel og fallega. Hann hafði lúmskt gaman af uppá- tækjum okkar ungmeyjanna, en hló sjaldnast upphátt að vitleys- unni, hann kímdi frekar og gáfuleg augun leiftraðu. En Kristján var svo sannarlega ekki neinn „enskur lord“, hann var íslendingur í húð og hár og unni landinu sínu og náttúra þess af lífi og sál. Hann var mikill og flinkur laxveiðimaður og hreinn listamaður við fluguhnýtingar og fannst mér hvoratveggja hæfa þessum stillta og rólynda fagurkera afar vel. Aðrir veiðimenn nutu góðs af þessum hæfileikum Kristjáns, flugurnar, sem hann skapaði, urðu gífurlega eftirsóttar og þegar hann lét til leiðast að skrifa bækur um reynslu sína af laxveiðinni, var þeim tekið með fögnuði. Allt gerðist þetta þó hávaðalaust, það var ekki í stíl þessa hæfileikaríka manns að fara með „lúðraþyt og söng“ fyrir eigin verkum. En þótt Kristján hefði þessa hægu og mildu lund, var hann eng- in skaplurða. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, var pólitískt þenkjandi og hafði gífurlega sterka réttlætis- kennd og þegar honum ofbauð kom það jafnvel fyrir að hann tjáði sig opinberlega um ákveðin málefni og var þá bæði rökfastur og oft skemmtilega hæðinn. Hann unni ekki bara landi sínu, hann óskaði líka þjóð sinni alls þess, sem gæti gert hana stolta, sterka og ham- ingjusama, verðuga þessa fagra lands og allra þess gæða. Þess sama óskaði hann bömum sínum og með heill þeirra að leiðarljósi gerði hann miklar kröfur til þeirra, eins og hann gerði til sjálfs sín. Ég þori að fullyrða, að þessar síðustu vikur og mánuði, við hlið föður síns í lokabardaganum við óvininn, sem hafði áður tekið frá þeim elskaða eiginkonu og móður, sýndu þau Gerður, Stefán og Gylfi svo ekki verður um villst, að þau eru verð- ug, þau stóðust ýtrustu kröfur. Með stuðningi maka sinna færðu þau föður sínum svo hina hinstu gjöf, hann fékk að kveðja landið sitt, í sumarbústað fjölskyldunnar fyrir vestan. Það veit ég að Krist- ján hefur verið þakklátur fyrir og hefur haldið sáttur til fundar við Elsu. Fjölskylda mín sendir ykkur öll- um samúðarkveðjur og við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Ragnheiður Steindórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.