Morgunblaðið - 13.08.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999
SOFFÍA
LÁR USDÓTTIR
+ Soffía Lárus-
dóttir fæddist á
Sauðárkróki 4. sept-
ember 1931. Hún
andaðist á Landspft-
alanum 4. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þuríð-
ur Ellen Guðlaugs-
dóttir, f. 24.7. 1905,
d. 29.9. 1961, og
Lárus Kristinn Run-
ólfsson hafnsögu-
maður, f. 22.6. 1903,
d. 4.10. 1982. Lárus
og Þuríður eignuð-
ust fimm börn og
var Soffía næstelst. Systkini
hennar eru Unnur G., f. 26.3.
1930, Lára, f. 28.11. 1932, Run-
ólfur Kristinn, f. 5.5. 1934, og
Guðlaugur Þór, f. 23.6. 1936, og
eru þau öll á lífi.
Hinn 5. júní 1954 giftist Soff-
ía Sæmundi Eyland Sigur-
björnssyni frá Stykkishólmi, f.
11.6. 1930. Foreldrar hans voru
Soffía Pálsdóttir, f. 7.7. 1907, d.
28.8. 1995, og Sigurbjörn Krist-
inn Kristjánsson, f. 2.8. 1899, d.
27.12. 1977. Soffía og Sæmund-
ur slitu samvistum 1981. Þau
eiga sjö börn, nitján barnabörn
og fjögur barnabarnabörn.
Börn þeirra eru: 1) Lárus Sig-
urbjörn, f. 7.12. 1952,
ógiftur og barnlaus.
2) Birgir Rúnar, f.
21.11. 1954, ógiftur
og barnlaus. 3) Grét-
ar Már, f. 22.5. 1956,
ógiftur og barnlaus.
4) Brynjar Eyland, f.
8.7. 1957, kvæntur
Huldu B. Magnús-
dóttur, f. 27.8. 1958.
Þau eiga þrjú börn.
Þau heita Hafsteinn
Eyland, f. 13.2. 1983,
Eydís Ósk, f. 9.10.
1985, og Orri Freyr,
f. 17.11. 1985. 5)
Hildur Þuríður, f. 7.8. 1958, gift
Þórði Guðna Sigurvinssyni, f.
17.12. 1953. Þau eiga saman
fimm börn og tvö barnabörn. Þau
heita a) Sigurbjörn Ingvi, f. 29.6.
1976, unnusta hans er Margrét
Harðardóttir, f. 14.8. 1975. b)
Anna Soffía, f. 29.5. 1979.
Unnusti hennar er Ingimundur
Barðason, f. 3.5. 1973. Þau eiga
saman tvö börn, Lovísu Kristínu,
f. 17.3. 1998, og Valdimar Þór, f.
28.4. 1999. c) Guðni Þór, f. 20.6.
1983. d) Jenný Ósk, f. 13.2. 1990,
og e) Sæmundur Þór, f. 29.3.
1997. 6) Ómar Örn, f. 13.6. 1960,
hann á sjö börn og tvö barna-
börn. Börn hans eru: a) Elva
Dögg, f. 9.11. 1978, á hún tvö
börn með Jóhanni Agúst Tórs-
hamar, þau slitu samvistum,
börn þeirra eru Máni Freyr, f.
26.10. 1995, og Erla Díana, f.
3.8. 1997; b) Sandra Björk, f.
30.7. 1982; c) Berglind Eva, f.
28.8. 1983; d) Rakel, f. 22.3.
1986; e) Ómar, f. 8.12. 1988; f)
Viktor, f. 22.8. 1990; og g)
Mimmi Andrine, f. 21.6. 1997. 7)
Erling Viðar, f. 23.11. 1961,
kvæntur Önnu Fíu Ólafsdóttur.
Þau eiga saman fjóra drengi.
Þeir eru: a) Andri Þór, f. 21.10.
1984, b) Óli Már, f. 19.4. 1988, c)
Arnar Snær, f. 30.7. 1990, og d)
Hlynur Logi, f. 10.3. 1994.
Soffía ólst upp á Sauðárkróki
og hlaut almenna skólagöngu.
Hún fór að vinna fyrir sér og
vann á Ritsíma Islands í
nokkurn tíma. Ung kynntist
hún Sæmundi og fluttust þau til
Stykkishólms. A meðan börnin
voru lítil vann hún ekki utan
heimilis. Árið 1969 fluttust þau
til Vestmannaeyja með sinn
stóra barnahóp. I Vestmanna-
eyjum bjuggu þau á Boðaslóð
18. Gosið skall á 1973 og þá
fóru allir suður. Fyrst fluttu
þau á Seltjarnarnes en síðan í
Breiðholt og þaðan til Þorláks-
hafnar og hefur hún búið þar
síðan að frátöldum árunum
1977-1979, sem þau bjuggu í
Kópavogi.
Utför Soffíu fer fram frá Þor-
lákskirkju í Þorlákshöfn í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín. Ég sit hér um-
ki'ingd blómum frá ættingjum og
vinum og sé þig fyrir mér brosandi
innan um þau.
Það er svo sárt að þú skulir vera
farin, en nú ert þú laus við kvalir og
erfið veikindi, sú hugsun gerir þetta
þolanlegra.
Hvernig þú tókst á veikindum þín-
um er ólýsanlegt, slíkur var dugnað-
urinn og alltaf varstu að hlífa okkur
við óþarfa áhyggjum. En þannig
varst þú allt þitt líf.
Það er margt sem kemur upp í
hugann, svo margt sem ég er þakk-
lát fyrir, þó sérstaklega sá tími sem
við áttum síðustu mánuði. Þeir hafa
verið mér mjög lærdómsríkir og
þroskandi.
Ég man aldrei eftir þér öðruvísi en
að þú hafir haft eitthvað iyrir stafni.
Þér féll aldrei verk úr hendi. Til
dæmis gastu ekki horft á sjónvarp
nema með prjóna í höndunum eða
útsaum.
Og á meðan þú lást banaleguna
prjónaðir þú fallega peysu á þitt
yngsta barnabarn, hann Valdimar
Þór, og byrjaðh' að prjóna kjól á
hana Lovísu Kristínu. Þér var mikið
í mun að klára, en tími gafst ekki til.
Nú fmn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr brjósti þínu streyma.
Eg man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa
og eldur.
(Bavíð Stef.)
Elsku mamma, ég kveð þig með
söknuði og þakka þér traustið og allt
sem þú kenndir mér.
Hildur.
Signi þig Jesús
og leggi þér lið,
leiði þig ætíð Hans kraftur.
Gæti þín Drottinn þinn,
gefi þér frið
og gleði í hjarta þitt aftur.
Kær er minningin um þig, mamma
mín, sem af trygglyndi og kærleika
hélst fjölskyldu þinni saman þrátt
fyrir andstreymi og norðanhvass-
viðri í lífinu. Dugnaður þinn og fórn-
ariund fyi-ir börnin þín, er mér sterk
minning um kærleika þinn.
Barngæska þín var einstök og nut-
um við börnin þín, barnabörn, barna-
barnabörn, svo og önnur börn góðs af
vönduðum sauma- og prjónaskap þín-
um, sem er í miklum metum hjá þeim
sem notið hafa. Handverk þín voru
vönduð og sköpunargáfa sterk og
fjölbreytt og fiest lék í höndum þér.
Nú gengur þú, mamma mín, á
Drottins vegum, og trú mín er sú að
Guð beri þig nú á höndum sér. Liðin
er ævin og þessu jarðneska lífi lokið.
Þjáningum er Iokið og skært ljósið
er tært og frjálst til nýs hamingju-
ríks lífs.
Eilíft þakklæti er mér efst í huga
við aldahvörf, sem og vonin og kær-
leikur til lífs nýrrar aldar. Að hafa
getað hjálpað þér af veikum mætti
síðustu daga þína er mér mikils virði
þar sem þú sýndir æðruleysi og hug-
prýði sem sönnuðu ást þína og sanna
kristni.
Ég þakka þér líf mitt. Ég þakka
þér samveruna í lífinu. Ég þakka þér
leiðsögn til þroska og vits.
Þakklæti að eilífu.
Kveðja frá Lárusi og Grétari.
Birgir Rúnar Sæmundsson.
í dag fylgjum við til grafar
tengdamóður minni Soffíu Lárus-
dóttur. Kynni okkar Soffíu hófust
fyrir 24 árum þegar ég kom með
Brynjari syni hennar á heimili þeirra
Sæmundar í Þorlákshöfn og hann
kynnti mig fyrir foreldrum sínum.
Ári síðar byrjuðum við að vinna í
Þorlákshöfn og bjuggum þá á heimili
þeirra hjóna. Góð vinátta tókst þá
með okkur Soffíu sem síðan hefur
styrkst í gegnum árin. Hófum við
Binni síðan búskap í Þorlákshöfn og
bjuggum þar, þar til fyi'ir þremur
árum að við fluttumst í Hafnarfjörð.
Ég er þakklát fyrir öll árin sem við
áttum saman og allt sem ég lærði af
henni í gegnum tíðina. Soffía var
mikil húsmóðir og hannyrðakona
jafnt við saumaskap og prjóna enda
bar heimilið þess glöggt merki, svo
og allur sá fatnaður sem hún hefur
prjónað og saumað á barnabörnin.
Barnabörn Soffíu áttu í henni dýr-
mætan vin sem þau gátu alltaf leitað
til í raunum sínum. Við flutning okk-
ar í bæinn breyttist samband barna
okkar við ömmu þeirra úr daglegu
samneyti í helgarferðir og til lengri
dvalar yfir sumartímann. Þá styrkt-
ist samband þeirra við enn nánari
kynni. Eiga þau eftir að sakna ferð-
anna til ömmu í Þorlákshöfn mikið.
Einnig áttu þau dýrmætar stundh'
með henni í þau skipti sem hún
dvaldi hjá okkur á liðnu ári.
Síðastliðið ár hefur Soffía átt við
erfið veikindi að stríða sem hún tók
með miklu æðruleysi og sagði að við
yrðum að taka því sem að höndum
bæri og þakka fyrir þær stundir sem
okkur hafa verið gefnar. Síðasta
kvöldið sem Soffía var heima áttum
við góða stund saman og ræddum
ýmis mál. Ekki veit ég hvað rak mig
til hennar í þetta skipti en ætíð verð
ég þakklát fyrir þá ákvörðun að fara
austur að heilsa upp á hana áður en
við færum í ferðalag.
Elsku Soffía, okkar eina huggun
er að nú líður þér betur. Eftir sitjum
við með allar góðu minningarnar að
ylja okkur við og rifja upp með börn-
unum á erfiðum tímum.
Margs er aó minnast,
margt er að þakka.
Guði sé lof fýrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
t
Okkar ástkæra
INGER ESTER NIKULÁSDÓTTIR,
Birkimel 6,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi
miðvikudagsins 11. ágúst.
Björn Hólm Magnússon,
Valdís Magnúsdóttir,
Oddur Örvar Magnússon
Hafrún Magnúsdóttir,
Elínborg Magnúsdóttir,
Anna Fía Emilsdóttir,
Kjartan Jónsson,
Hulda Sigríður Skúiadóttir,
Karl Hallur Sveinsson,
Gunnar Þór Guðjónsson,
Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Far þú í friði,
íriður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
(V.Briem)
Kveðja.
Hulda B. M.
standa við minn hluta samkomulags-
ins, leyndarmálið sem aðeins ég og
þú vissum. Ég mun því kveðja þig,
Soffía amma, með orðum sem eru
mér mikils virði: „Drottin er miíS*
hirðir, mig mun ekkert bresta.“
Hafsteinn Eyland.
Elsku amma mín. Það er komið að
kveðjustund en svona gengur lífið
fyrir sig. Ég á eftir að sakna þess að
koma í heimsókn til þín, hjálpa þér
eða gera eitthvað skemmtilegt. Ég
man alltaf efth' því þegar þú varst að
kenna mér að prjóna og sauma á
saumavélina þína. Við saumuðum fot
á Binna, bangsann minn. Svo bökuð-
um við kleinur saman og ég gerði
risa kleinukall og þú hlóst að honum.
En nú kveð ég þig með bæn sem þú
kenndir mér, amma mín:
Nótt er úti,
nú er ég inni.
Nærri vertu, Jesú, raér,
vemdaðu mig á sál og sinni.
Sofna ég vært í örmum þér. ^
Eydís Ósk.
Elsku Soffía amma. Nú er sá tími
kominn í lífi mínu að við þurfum að
kveðjast. En þó að við kveðjumst og
þú farir til himna veit ég að þú munt
alltaf vera hjá mér og ert alltaf til
staðar þegar eitthvað bjátar á. Ég
mun aldrei gleyma þeim degi sem ég
kom og heimsótti þig í síðasta skipti.
Þau orð sem þú mæltir eru orð sem
ætíð hafa verið og munu verða mér
kær. Þegar ég hugsa um það sem þú
sagðir fer hugur minn að reika til
baka. Ég sé og heyri allt það
skemmtilega sem við gerðum saman.
Og sérstaklega mun sumarið sem ég
bjó hjá þér vera minnisstætt, þegar
þú sagðir mér sögurnar á kvöldin um
það hvernig ég hefði byrjað mat-
reiðsluferil minn í eldhúsinu á Skál-
holtsbrautinni, búinn að tæma alla
kryddstaukana og gera úr því mall.
Ég veit að einn góðan veðurdag mun
ég heyra þig segja þessi orð aftur:
„Elsku vinur minn, ertu kominn að
heimsækja ömmu?“ Þessi orð sem
þú síðast mæltir við mig mun ég
heyra aftur og allar þær sögur sem
þú hefur sagt mér. En það mun líða
langur tími. Á þessum tíma mun ég
Elsku amma mín. Nú ertu farin
frá okkur og við munum ætíð sakna
þín. En lífið gengur áfram og við vit-
um að nú líður þér betur. Við minn-
umst þess sem þú gerðir fyrir okkur,
allra sagnanna sem þú sagðh- okkur
af strákunum þínum þegar þeir voru
litlir. Og eins hvernig þú hugsaðir
alltaf um okkur þegar eitthvað var
að. En nú ertu farin á betri stað en
þú verður ávallt með okkur í huga ojf"
sál. Nú kveð ég þig, elsku amma
mín. Guð veri með þér.
Orri Freyr.
Elsku amma okkar hefur nú feng-
ið hvíldina eftir erfið veikindi sl.
mánuði. Alltaf var gott að koma til
hennar ömmu og fá hjá henni bestu
kleinur í heimi og hlýjustu sokka og
vettlinga sem til voru.
Amma var dugleg kona og í veik-
indum sínum kvartaði hún aldrei. Af
einstaki-i hugprýði mætti hún örlög-
um sínum með staðfastri trú á að
hlutir hefðu sinn ákveðna gang í ver-
öld okkar mannanna.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof íyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem.)f. *
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú gafst okkur. Guð blessi þig og
minningu þína.
Far þú í friði.
Sigurbjörn Ingvi, Anna Soffía,
Guðni Þór, Jenný Ósk
og Sæmundur Þór.
+
Ástkær móöir okkar,
ÞÓRHALLA BJÖRNSDÓTTIR,
hjúkrunardeildinni Víðihlíð,
Grindavík,
sem lést mánudaginn 9. ágúst, verður jarö-
sungin frá Grindavíkurkirkju miövikudaginn
18. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Börn hinnar látnu.
+
Útför eiginkonu minnar, móður okkar og
tengdamóður,
SIGRÍÐAR ÞORVALDSDÓTTUR
frá Hjarðarholti,
Borgarvík 23,
Borgarnesi,
fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn
14. ágúst kl. 13.00.
Jarðsett verður í Hjarðarholtskirkjugarði.
Jón Þór Jónasson,
María Jónsdóttir,
Þorvaldur Tómas Jónsson, Hrefna Bryndís Jónsdóttir,
Ragnheiður Laufey Jónsdóttir, Siggeir Lárusson.
+
Föðurbróðir minn,
SIGURÐUR NÍELSSON,
Oddagötu 5,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Skinnastaðakirkju laugardaginn 14. ágúst
kl. 14.00. Jarðsett verður í Snartastaðakirkjugarði.
Jón Friðjónsson.