Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 1
JllorgiKUtMaMfr ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ---- ———^-------E7 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST1999 BLAÐ ÆJj ATVINNUAUGLÝSINGAR Rektor í Arósum LAUS til umsóknar er staða rektors og daglegs stjórn- anda í Norræna blaðamannaskólanum í Arósum. Skól- inn heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og stendur fyrir námskeiðum og ráðstefnum fyrir norræna blaða- menn auk þess sem stofnunin ber ábyrgð á umfangs- mikilli starfsemi í Eystrasaltslöndunum og Norðvestur- Rússlandi. Ráðningartíminn er fjögur ár og með mögu- leika á endurráðningu til annari-a fjögurra ára. Krafist er góðrar menntunar og víðtækrar reynslu í blaða- mennsku eða blaðaútgáfu. Leikstjóri óskast ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI auglýsir eftir leikstjóra. Ráð- ið er í stöðuna til eins árs og fara laun eftir kjarasamn- ingi Félags leikstjóra á Islandi. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst. Ritari á Náttúru- fræðistofnun STAÐA ritara við Náttúrufræðistofnun Islands, Akur- eyrarsetri, er auglýst til umsóknar. I starfinu felst símavarsla, bréfaskriftir, bókun reikninga og almenn skrifstofustörf. Öllum umsóknum verður svarað. RAÐAUGLÝSINGAR Styrkir til Afríkufarar NORRÆNA Afríkustofnunin auglýsir ferðastyrki til rannsókna í Afríku. Einnig eru í boði námsstyrkir fyrir nám við bókasafn stofnunarinnar á tímabilinu janúar til júní 2000. Námskeið í táknmáli SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ heyrnarlausra auglýsir nám- skeið í táknmáli sem hefjast mánudaginn 6. september. íbúð á Skagaströnd Á FELLSBRAUT á Skagaströnd er þriggja herbergja íbúð til sölu. Hún er 86 fm og getur verið laus fljótlega. SMÁA UGL ÝSINGAR Gengið í Blikadal FERÐAFÉLAG íslands minnir á göngudaginn á sunnudag. Gengið verður í Blikadal í Esju og meðal annars verður litið á Mannskaðafoss og Dyrafossa. Far- arstjórar verða með í fór og boðið verður upp á hress- ingu. Ferðin er endurgjaldslaus og lagt verður af stað kl. 11.00 á sunnudag. Yfír 11% fleiri er- lendir gestir fyrstu sjö mánuði ERLENDUM ferðamönnum sem komu til landsins fjölgaði um 2500 í júlímánuði miðað við sama mánuð í fyrra eða um 5%. í mánuðinum komu alls 50.929 erlendir gestir til landsins en í júlí 1998 voru þeir 48.488. Þetta er í íyrsta sinn sem erlendir gestir sem koma til íslands eru fleiri en 50.000 í einum mánuði. Fyrstu sjö mánuði ársins er aukning í fjölda erlendra gesta til landsins rúmlega 16.000 miðað við sömu mánuði í fyrra eða 11,4% Flestir erlendu gestanna nú í júlí komu frá Þýskalandi 8.895 , frá Bandaríkjunum komu 6.062. þá komu 4.907 frá Frakklandi, 4.808 frá Danmörku og 4.463 frá Bret- landi. Gestafjöldi frá nokkrum löndum janúar-júní árin 1998 og 1999 Ferðamenn 1998 1999 Breytingar á milli ára Heildarfjöldi 140.924 156.935 +11,4% Bandaríkin 23.193 26.619 +14,8% Bretland 17.683 19.586 +10,8% Svíþjóð 12.231 15.451 +26,3% Noregur 11.198 12.627 +12,8% Danmörk 14.778 15.687 +6,1% Þýskaland 20.319 20.031 -1,5% Frakkland 6.634 8.387 +26,4% Vindhraða- spjald frá Skerplu SKERPLA ehf. hefur gefið út vindhraðaspjald til að auðvelda notendum veðurþjónustu þá breyt- ingu sem orðin er á framsetningu vindhraða, en eins og kunnugt er hætti Veðurstofa Islands að nota vindstig í veðurfregnum um síð- ustu mánaðamót og tók upp eining- una metra á sekúndu. Á vindhraðaspjaldinu er að finna nákvæma töflu yfír samband ein- ingarinnar m/sek. við eldra kerfi. Þar er líka tafla sem sýnir í grófum dráttum hvernig túlka má vind í nýja kerfinu í grófum skala. I sér- stakri töflu eru gefin upp þau vind- hraðabil seim nú eru notuð í spám ásamt lýsingum sem áður voru not- aðar. Námskeið fyr- ir þátttakend- ur í sýningum ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands hefur ákveðið að bjóða upp á nám- skeið víðs vegar um landið fyrir alla þá sem koma að þátttöku í vörusýningum með einum eða öðr- um hætti. Meðal þeirra atriða sem tekin eru fyrir á námskeiðunum eru þáttur starfsmannsins í ímynd- arsköpun, samspilið við sýningar- básinn og ýmiss konar kynningar- efni, fas starfsmannsins, samræðu- tækni og fleira. Námskeiðin eru haldin í sam- vinnu við atvinnuráðgjafa á við- komandi stöðum. Skráning á nám- skeiðin fer fram hjá þeim. Fyrirhugað er að halda nám- skeiðin sem hér segir: Vestmanna- eyjar 17. ágúst, Bjarki Brynjars- son; ísafjörður 19. ágúst, Einar Magnússon; Reykjavík 23. ágúst, Þorgeir Pálsson; Akureyri 24. ágúst, Hólmar Svansson og Egils- staðir 26. ágúst, Óðinn Gunnar Óð- insson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.