Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 E 21 FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLANDS Á AKRANESI auglýsir: Kennsla í framhaldsskóla Kennsla í eftirtöldum greinum er nú laus til umsóknar: • Danska, heil staða. • Stundakennsla í ensku (12 — 18 stundir), grunnteikningu (12 stundir), ritvinnslu (12 stundir), stærðfræði ( 18 stundir) og sögu (12 stundir). Umsóknarfrestur er til 17. ágúst. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, Vogabraut 5, 300 Akranesi. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Upplýsingar veitir skólameistari í símum 431 2544/2528. Skólameistari. KOPAVOGSBÆR Vistunar- og stuðningsforeldrar Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Kópa- vogs auglýsir eftir vistunar- og stuðningsfor- eldrum fyrir börn og unglinga til lengri eða skemmri dvalar. Leitað er eftir fólki á öllum aldri með alls konar menntun, en mikilvægast er að umsækjendur hafi reynslu af uppeldi barna og ánægju af mannlegum samskiptum. Vistunar- og stuðningsforeldrum er meðal ann- ars ætlað að veita börnum, sem til þeirra kunna að koma, aðstoð og stuðning, búa þeim örv- andi og öruggar aðstæður og auka félagslega færni þeirra. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Félagsmála- stofnunar Kópavogs, Fannborg 4, 200 Kópavogi. Allar nánari upplýsingar veita Gyða Hjartar- dóttir, deildarfélagsráðgjafi, og Anna Jó- hannsdóttir, unglingafulltrúi, í síma 570 1400. Bessastaðahreppur Grunnskólakennarar Álftanesskóli óskar eftir áhugasömum og hugmyndaríkum kennurum til starfa. Við óskum eftir kennara í almenna bekkjar- kennslu 70-100% starf og í tækni-textílmennt (hönnun/smíði) 50-100% starf. Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli frá 1.-7. bekk. Fjöldi nemenda er 215. í skólanum er unnið öflugt og metnaðarfullt skólastarf sem gerir kröfur til starfsmanna með áherslu á náttúru og umhverfi. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og HÍK við Launanefnd sveitafélaga. Auk þess var gerður samningur við kennara um við- bótargreiðslur sem gildir til 31. des 2000. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Umsóknir berist til skólastjóra. Upplýsingar um störfin veita Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri síma 565 3662 eða 565 3685 og Ingveldur Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri síma 565 3662 eða 565 2657. Lækni vantar á Blönduós Laus er til umsóknar staða læknis við Heil- brigðisstofnunina á Blönduósi. Um er að ræða stöðu sem skiptist í 65% stöðu á heilsugæslu og 35% stöðu á sjúkrasviði. Við stofnunina starfa að jafnaði þrír læknar. í boði er einbýlis- hús og góðirtekjumöguleikar. Umsóknarfrest- ur er til 31. ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veita Páll N. Þorsteinsson yfirlæknir og Pétur Arnar Pétursson fram- kvæmdastjóri í síma 452 4206. Umsóknir skulu sendartil Heilbrigðisstofnun- arinnar Flúðabakka 2, 540 Blönduósi merktar Páli eða Pétri. Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi Blönduós er tæplega 1000 manna bær í aðeins 240 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Á Blönduósi er rekinn góður leikskóli með sveigjanlegum vistunartíma og Grunnskóli Blönduóss hefur á að skipa hæfum kennurum. I báðum stofnununum er rekið árangursríkt og metnaðarfullt staf. Á Blönduósi er fyrir hendi góð þjónusta á nær öllum sviðum og mikið og gott félagslíf. Góður vilji er fyrir hendi hjá heimamönnum að finna starf við hæfi fyrir maka ef óskað er. Hér er tækifæri til að láta drauminn rætast, taka sinn hatt og starf og kveðja um sinn skarkala stórborgarinnar. Tónlistarskólastjóri — kirkjuorganisti Tónlistarskólinn í Garði og sóknarnefnd Útskála- og Hvalsneskirkju óska eftir að ráða skólastjóra við Tónlistarskólann og organista við Útskála- og Hvalsneskirkju. Umsækjandi þarf að hafa haldgóða tónlistar- menntun, réttindi til kennslu í tónlist og góða færni sem organisti og kórstjóri. Upplýsingar um starfið veita Ásbjörn Jónsson, formaður sóknarnefndar Útskálakirkju, sími 422 7121, Reynir Sveinsson formaður sóknar- nefndar Hvalsneskirkju, sími 423 7666 og Hjördís Einarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskól- ans sími 421 7769. Umsóknum skal skila til Ásbjörns Jónssonar Valbraut 12, 250 Garði, eigi síðar en þriðjudag- inn 31. ágúst 1999. Formaður sóknarnefndar Útskálakirkju. Formaður sóknarnefndar Hvalsneskirkju. Formaður Tónlistarfélags Gerðahrepps. Atvinna — framtíðarstarf Óskum eftir að ráða einstakling til starfa til að sjá um vefnaðarvörudeild o.fl. í verslun okkar. Viðkomandi þarf að vera 22ja ára eða eldri og eru saumakunnátta og sjálfstæð vinnubrögð æskileg. Einnig vantar einstakling til almennra starfa. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 26. ágúst 1999. Umsóknarfrestur ertil 18. ágúst 1999 og um- sóknareyðublöð liggja frammi í verslun. Nánari upplýsingar gefur verslunar- og aðstoð- arverslunarstjóri á staðnum eða í síma 462 6662. Rúmfatalagerinn, Norðurtanga 3, 600 Akureyri. Kennarar Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar kennara í kennslu yngri barna og heimilisfræði. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar er einsetinn og verða nemendur um 140 næsta ár og einn bekkur í árgangi. í skólanum er góð vinnuað- staða fyrir kennara sem tekin var í notkun á þessu ári. Kennarareru um 13 auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Kennurum er útvegað ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur greiddur. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 1999. Upplýsingar veitir Hafsteinn Halldórsson, skóla- stjóri, í síma 475 1224, 475 1159 og 861 1236. Netfang hafhall@eldhorn.is. ► Við hjá Menntaskólanum við Hamrahlíð auglýsum eftir fólki til að ræsta 7.550 m2 húsnæði skólans. Til þessa þurfum við að ráða 10 manns. Auk þess vantar okkur einhvern til að sjá um ræstingu og umsjón með skúringavél. Vinnu- tíminn erfrá kl. 16 alla virka daga. Hefja þarf störf 20. ágúst. Frekari upplýsingar veita Regína eða Þóra á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síma 568 5140 á milli kl. 10.00 — 12.00 virka daga. Rektor. Rafeindavirkjar/ rafvirkjar Hjá tæknideild starfa um 30 manns við hönnun, uppsetningu og þjónustu við öryggiskerfi og tæknibúnað. Securitas hefur haslað sérvöll i hússtjórnarkerfum og býðurfyrirtækjum og heimilum heild- arlausnir í tæknivæddri öryggisgæslu og tæknikerfum bygginga og mannvirkja. í boði er fjölbreytt starf hjá leiðandi fyrirtæki í samhentum hópi, með aðgangi að mikilli vinnu. Góð laun fyrir góða starfsmenn. Við leitum að rafeindavirkjum/rafvirkjum með sveinsréttindi. Starfsreynsla eræskileg. Hreint sakavottorð, snyrtimennska og þjónustuvilji er skilyrði. Umsóknir þurfa að innihalda upplýsingar um aldur, menntun, réttindi og starfsreynslu. Upplýsingar veittar hjá starfsmannastjóra, Síðumúla 23. SECURITAS Laus störf kjötvinnsla Hvolsvelli Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða fólk til starfa í kjötvinnslu félagsins á Hvolsvelli sem fyrst. Úm er að ræða framtíðarstörf í einni stærstu og fullkomustu kjötvinnslustöð hérlendis. Sláturfélagið aðstoðarvið útvegun húsnæðis á staðnum og ef næg þátttaka fæst verða rútuferðir frá Selfossi og Hellu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík, og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 575 6000 eða verksmiðjustjóri { síma 487 8392. A kS&'J KÓPAVOGSBÆR Laus störf við Lindaskóla 1. Störf við Dægradvöl (heilsdagsskóla). 2. Matráður starfsmanna 1/1. 3. Störf við ræstingu/gangavörslu (starfið hentar jafnt báðum kynjum). Laun samkvæmt kjarasamningum Eflingar og Kópavogsbæjar. Upplýsingar veita skólastjóri Gunnsteinn Sig- urðsson og aðstoðarskólastjóri Guðrún Soffía Jónasdóttir, í síma 554 3900. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.