Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ I Dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð Dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð er sjálfseignarstofnun, sem stofnsett var að tilhlutan bæjarstjórnar Garðabæjar og hreppsnefndar Bessastaðahrepps í nóvembermánuði 1998. Áformað er, að fjöldi heimilismanna verði 30 manns og fjöldi starfsmanna verði um 35. Stjóm heimilisins leggur áherslu á það, að dvalar- og hjúkrunarheimilið sé rekið með heimilisbrag og að starfsmenn sýni nærgætni og alúð í starfi. Áhersla er lögð á að veita heimilisfólki sem besta þjónustu, er byggir á góðu og faglegu starfi í náinni samvinnu við heimilisfolk og aðstandendur. Nýjar stöður Hér með er auglýst eftir umsóknum um eftirtaldar stöður við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð: Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Starfsfólki í eldhús Aðstoðarfólk við aðhlynnningu og þrif Leitað er eftir starfsmönnum sem vilja taka þátt í því að móta starfsemi og heimilisbrag á nýju dvalar- og hjúkrunarheimili, þar sem þarfir heimilismanna eru í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á, að væntanlegir starfsmenn séu tilbúnir til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfi, búi yfir frumkvæði, samskiptahæfni, lipurð, lífsgleði, áhuga og ánægju af samskiptum við fólk. Áformað er, að heimilið taki til starfa 26. nóvember næstkomandi, en æskilegt er, að starfsmenn geti tekið til starfa nokkru fyrr. Laun eru eftir því sem við á samkvæmt gildandi kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunafræðinga, Sjúkraliðafélags Islands og Starfsmannafélags Garðabæjar. Frekari upplýsingar um störfin veitir Þóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri, bæjarskrifstofum Garðabæjar, í síma 525 8500. Umsóknum um störfin ásamt upplýsingum um meðmælendur, nám og fyrri störf, skal skilað á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, fyrir 10. september næstkomandi, og skulu þær merktar: Dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð Þóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri. algroup alusuisse primary materials Fjármálastjóri ► íslenska álfélagið hf. óskar eftir að ráða fiármálastjóra, þ.e. deildarstjóra fiárhagsdeildar og heyrír hann undir forstjóra. Gert er ráð fyrir ráðningu nú í haust eða samkvæmt nánara samkomulagi. HÆFNISKRÖFUR ► Háskólamenntun á sviði viðskiptafræða eða sambærileg menntun. Reynsla af rekstri og/eða stjómun. Hæfni í mannlegum samskiptum. Þekking og fæmi í framsetningu á íslensku og ensku er nauðsynleg, kunnátta í þýsku æskileg. ISAL er dótturfyrirtæki Alusuisse-Lonza Group Ltd. sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Hjá ISAL starfa yfir 500 manns. Nánari upplýsingar veitir Svafa Grönfeldt hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þaifað berast Ráðningarþjónustu Gallup fyrirföstudaginn 20. ágústn.k. - merkt „Fjármálastjóri 63416". ISAL GALLUP RAÐNINGARÞJONUSTA Smlöjuvegl 72, 200 Kópavogl Sími: 540 1000 Fax: 564 4166 Netfang: r a d n i n g a r @ g a 11 u p . I s Spennandi lausar stöður hjá ÍTR! Lausar eru til umsóknar stöður við eftir- taldar félags- og tómstundamiðstöðvar: Ársel, Árbæ — tómstundaráðgjafi. Þróttheima, Sunda- og Vogahverfi — hlutastöður. Miðberg, Breiðholti — hlutastöður. Tómstundaráðgjafar óskast Tómstundaráðgjafar hafa umsjón með og skipu- leggja félagsstarf fyrir unglinga. í starfinu felst m.a: ★ Kynna og stuðla að heilbrigðum lífsvenjum og tómstundum unglinga. ★ Fjölbreytt félagsstarf, klúbbastarf, unglinga- böll og ferðalög. ★ Samskipti við foreldra, kennara og yfirmenn grunnskóla ★ Þróunarstarf og náið samstarf við aðra starfsmenn. Hæfniskröfur: ★ Háskólamenntun á uppeldissviði og/eða önnur sambærileg menntun æskileg ★ Reynsla af starfi með börnum og ungling- um. ★ Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. ★ Almenn tölvukunnátta auk skipulagshæfi- leika Starfsfólk í hlutastöður: Um er að ræða vinnu seinni hluta dags og á kvöldin við undirbúning og framkvæmd félags- starfs fyrir unglinga. Starfið er tilvalið fyrir skól- afólk sem vill afla sér reynslu á þessu sviði. Um- sækjendur þurfa að vera orðnir tuttugu ára, vera hressirog góðir í mannlegum samskiptum sem og að hafa frumkvæði og hugmyndaauðgi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi störf í skemmtilegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og góða liðsheild. Þeir sem vilja vita meira tala við... Ársel, Jóhannes Guðlaugsson forstöðumaður, (netfang: joi.arsel@yortex.is) í s. 567 1740. Miðberg, Óskar D. Ólafsson forstöðumaður (netfang: oskar@rvk.is), í s. 557 3550. Þróttheimar, Ásdís Ásbjörnsdóttir forstöðumað- ur, (netfang: asdisas@islandia.is) í s. 553 9640. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu ÍTR að Frí- kirkjuvegi 11. Laun eru samkvæmt kjarasamn- ingi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Athygli er vakin á því að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofn- ana hennar og í fyrirtækjum. Starfsmenn ÍTR vinna á sviði íþrótta- og tómstunda og eru lykillinn að því að ÍTR geti veitt fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini sína. ITR hefurfengið sérstaka viðurkenn- ingu Reykjavíkurborgar fyrir starfsárangur. ÍTR leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir sitt starfsfólk, jafnrétti og starfsmanna- stefnu. Allir starfsmenn taka þátt í fræðslustarfi ÍTR og eru upplýstir um jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu fyrirtækisins og Reykjavík- urborgar. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur starfrækir m.a. sjö sundlaugar, níu félagsmiðstöðvar, þrjár íþróttamiðstöðvar, Laugar- dalshöll, Miðstöð nýbúa, Hitt Húsið, Þjónustumiðstöð, þrjú skíða- svæði, skiðasvæði í hverfum, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, tóm- stundastarf í grunnskólum borgarinnar, sumarstarf fyrir börn, smíð- avelli, sumargrín, siglingaklúbbinn í Nauthólsvík. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 11, 101 Reykjavík, sími 510 6600, fax 510 6610, netfang: itr@rvk.is, veffang www.rvk.is/itr Til sölu er verslunin Ásgeir sf., Lækjargötu 2, Siglufirði Um er að ræða sölu á öllum rekstri Ásgeirs sf., verslunar- og lagerhúsnæði og lóðinni nr. 4 við Lækjargötu, Siglufirði, öllum lager, búnaði og tækjum, ásamt sendibifreið. Verslunin er önnur af tveim matvöruverslunum á staðnum. Mikil velta. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 453 6012. bústaDur F A ■ rfLlUNABALA Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl. og löggiltur fasteignasali, Aðalgötu 14, Sauðárkróki. Sími 453 6012, fax 453 6068

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.