Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Almenna verkfrœöistofan hf. hefur i liðlegan aldarfjórðung veitt víðtœka þjónustu við undirbúning og eftirlit við mannvirkjagerð. Starfsmenn Almennu verkfrœðistofunnar eru 45 talsins. Þjónusta Almennu verkfræðistofunnar skiptist í eftirfarandi meginþœtti: Verkefna- og hönnunarstjórn, hagkvœmniathuganir og umhverfismat, hönnun og útboðsgagnagerð, eftirlit með framkvæmdum, kostnaðaráætlanir og matsstörf. VÉLAVERKFRÆÐINGUR/ VÉLTÆKNIFRÆÐINGUR Almenna verkfræðistofan hf. óskar eftir að ráða vélaverkfræðing eða véltæknifræðing til starfa. Starfssvið: • Almenn hönnunarvinna. • Útboðsgagnagerð. • Eftirlitsstörf á vélaverkfræðisviði. Menntunar- og hæfniskröfur: • Vélaverkfræði eða véltæknifræði. • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi kunnáttu og reynslu í AutoCAD tölvuteiknun. • Æskilegt er að viðkomandi hafi sérmenntun og 3-5 ára reynslu í vél- og málmhlutahönnun. • Frumkvæði, góðir skipulags- og samskiptahæfileikar. í boði eru krefjandi og áhugaverð verkefni, góður starfsandi og möguleiki á endurmenntun í starfi. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Lóa Ólafsdóttir hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 27. ágúst n.k. merktar: „Almenna verkfræðistofan hf.“ ALMENNA VERKFRÆÐISTOFAN HF _ ö Select Störf á Selectstöðvum Skeljungs hf. • vaktstjórn • bensínafgreiósla • afgreiósla í verslun Vilt þú takast á við áhugavert starf? Við þurfum að bæta við vaktstjórum, starfsfóHd I bensínafgreiðslu og til afgreiðslu í verslun á Selectstöðvum Skeljungs hf. í Reykjavík. Við viljum gjarnan fá til liðs við okkur fólk sem hefur ánægju af því að veita góða þjónustu og er reiðubúið til að leggja sig fram í starfi. Unnin er vaktavinna; dagvaktir, kvöldvaktir og/eða næturvaktir. Eitt af markmiðum Skeljungs hf. er að halda í heiðri jafnrétti milli kynja þar sem hæfni ræður vali. Umsóknareyðublöð liggja frammi I starfsmannahaldi Skeljungs hf. Suðurlandsbraut 4, 5. hæð. Nánari upplýsingar eru veitfar á staðnum, virka daga, frá kl. 13.00 til 16.00. TVG-Zimsen óskar að ráða í þrjú störf TVG-ZIMSEN KUTNIHCSMÓNytTA SlOAN IS94 TVG - ZIMSEN rekur tollvörugeymslu og frísvæði auk þess að bjóða upp á alhliða flutningsmiðlun. í toilvörugeymslu og á frísvæði annast fyrirtækið lagerhald, tekur til pantanir og dreifir vörum fyrir um 200 innlenda og erlenda samstarfsaðila. í flutningadeild er boðið upp á alla þjónustu tengda flutningum, s.s. safnsendingar í flugi og með skipum, hraðsendingar, tollskjalagerð og alla almenna skjalagerð tengda inn- og útflutningi. Fyrirtækið starfar í alþjóðaumhverfi og er m.a. umboðsaðili United Parcel Service sem erstærsta hraðsendingarfyrirtæki heims. Hjá TVG - ZIMSEN starfa um 50 manns. Útflutningur hraðsendinga Um er að ræða lifandi skrifstofustarf sem krefst nákvæmni og vandvirkni. Starfinu fylgja mikil mannleg samskipti. Leitað er að hressum og metnaðargjörnum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Góð enskukunnátta er nauðsynleg ásamt mjög góðri tölvukunnáttu. Vinnutími er frá kl. 10 -18 alla virka daga. Bókhald Um er að ræða færslu bókhalds, uppgjör, afstemmingar, innheimtur hjá erlendum aðilum og þátttöku f árshluta- og áramótauppgjörum. Leitað er að einstaklingi með góða enskukunnáttu og bókhaldsmenntun. Vinnutími er frá kl. 8.30 - 16.30. Bílstjóri Um er að ræða starf bílstjóra til að keyra út hraðsendingar. Leitað er að dugmiklum og þjónustulunduðum einstaklingi sem er stundvís og lipur í mannlegum samskiptum. Vinnutími er frá kl. 8 -17. TVG-Zimsen leitast við að ráða þjónustulundað starfsfólk sem er sveigjanlegt ísíbreydlegu umbverfi og hefur frumkvæði og vilja til að ax/a ábyrgð. Starfsmenn eru hvattir til að leita lausna á verkefnum sem upp koma á starfssviði þeirra, kynna þær yfirmanni sínum og vinna síðan í samráði við hann að lausn þeirra. Fyrirtækið leitast við að ráða reyklaust starfsfólk. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar viðkomandi starfi fyrir 21. ágúst nk. PrICB/VÁTeRHOUsEQoPERS § Upplýsingar veitir Drífa Sigurðardóttir hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Netfang: drifa.sigurdardottir@is.pwcglobal.com Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302 www.pwcglobal.com/is Skeljungurhf. Shell einkaumboO Alltaf ferskt... Selétt Lausar stöður Vegna aukinna umsvifa leitum við að góðu starfs- fólki í eftirtaldar stöður: Rafeindavirkja á þjónustuverkstæðið: Við leitum að þjónustumanni, helst með reynslu af þjónustu á sjónvarpstækjum og myndbandstækjum auk annarra viðgerða. Rafeindavirkja á þjónustuverkstæðid: Við leitum að þjónustumanni, helst með reynslu af þjónustu á símkerfum og viðgerðum á símbúnaði. Upplýsingar um starfsemi þjónustuverkstæðis- ins veitir Ólafur Ingi. Sölumann í íhlutaversluninni: Hæfniskröfur: Þekking á rafmagni og/eða raf- eindavirkjun. Væntanlegir starfsmenn þurfa að hafa mikla þjónustulund og geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu berast til Heimilistækja fyrir 21. ágúst, merktar starfsmannastjóra fyrirtækisins. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 • SlMI S6S 1SOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.