Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 12
12 E SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Meginmarkmið SÍF-samstæðunnar er að vera í fararbroddi í viðskiptum með saltfiskafurðir og aðrar kældar sjávarafurðir hvað varðar markaðshlutdeild, vörugæði, þjónustu, rannsóknir, þróun og nýsköpun. Samstæðan samanstendur af móðurfélagi og 16 dóttur- og hlutdeildarfélögum, með starfstöðvar í 9 löndum. Heildarfjöldi starfsmanna er yfir 900. Áætluð ársvelta SÍF-samstæðunnar fyrir árið 1999 er tuttugu og tveir milljarðar. Samstæðan er með um 17% af heimsviðskiptum með saltfiskafurðir. SÍF HF og dótturfyrirtæki leggja áherslu á að vera eftirsóttir vinnuveitendur. Við ráðningu skal gæta að jafnrétti kynjanna og tryggja að hæfni ráði vali. Áhersla er lögð endurmenntun og starfsþjálfun. Markaðsfulltrúi Rekstrarþróunarsvið SÍF-samstæðunnar óskar að ráða markaðsfulltrúa. / starfinu felst: • Söfnun og úrvinnsla úr sölu- og markaðsáætlunum SÍF HF og dótturfélaga. • Söfnun og úrvinnsla upplýsinga um hráefnisframboð með tilliti til þarfa samstæðunnar. • Viðhald og umsjón með gagnagrunni fyrir markaðsupplýsingar samstæðunnar. Menntun/starfsreynsla: • Viðskiptafræði eða sambærileg háskólamenntun á sviði markaðsmála. • Góð enskukunnátta ásamt mjög góðri tölvuþekkingu er nauðsynleg. íiboði er starf í alþjóðlegu starfsumhverfi innan SÍF- samstæðunnar. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Markaðsfulltrúi" fyrir 20. ágúst nk. PRICR/VATeRHOUsE(OOPERS § Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Netfang: thorir.thorvardarson@is.pwcglobal.com Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302 www.pwcglobal.com/is Vífilfell auglýsir eftir starfsfólki í eftirtalin störf: VI30 Okkur vantar hörkuduglega og helst vana menn og konur í framtíðarstörf á lager fyrirtækisins sem fyrst. Æskilegur aldur er 23 ára og eldri. Unnið er við hefðbundin lagerstörf á tvískiptum vöktum alla virka daga. V131 Nokkrar stöður eru lausar við áfyllingar í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Æskilegur aldur er 20 ára og eldri. Unnið er á vöktum. Bílpróf er algjört skilyrði ásamt mikilli þjónustulund. Um framtíðarstarf er að ræða. VI32 Óskum eftir samviskusömu fólki til starfa við framleiðslu á þekktustu vöru heims. Unnið er á tvískiptum vöktum alla virka daga. Um er að ræða framtíðarstarf. Ef þú ert 18 ára eða eldri, með eindæmum jákvæð(ur) og hress, ertu velkominn í hópin(n). Góð laun eru í boði fyrir rétt fólk sem og fjöldi námskeiða. Ef þú vilt koma til starfa hjá öflugu og framsæknu fyrirtæki þar sem ríkir góður andi og metnaður er í fyrirrúmi, skaltu senda inn skriflega umsókn til starfsmannastjóra eða fara inn á heimasíðu CocaCola.is og fylla þar út eyðublað. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð hjá Vífilfelli ehf., Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavik. Umsóknarfrestur rennur út þann 23. ágúst nk. Öryggisvörður Hagkaup er smásölufyrírtœki sem býður upp á breitt úrval af vörum til daglegra þarfa jafnt i matvöru sem sérvöru. Hagkaup skuldbindur sig til að stunda starfsemi sína á það hagkvœman hátt að viðskiptavinir geri ávallt betri kaup í Hagkaupi. Hagkaup óskar að ráða starfsmann til að gegna starfí öryggisvarðar í versluninni á Smáratorgi. Öryggisvörður hefur umsjón með allri vörumóttöku og annast gerð móttökuskýrslna. Hann hefur einnig eftirlit með hitastigi kæli- og frystivara við móttöku og heldur utan um ýmsar tölvuskrár, kredit- og debetnótur, vöruskil til birgja, komur vörusala og ýmsar pantanir á rekstrarvörum. Öryggisvörður heldur skrá yfir rýmun og stolnar vörur og tilkynnir þjófnað til öryggisstjóra. Hann er umsjónarmaður meindýravama og hefur hcfur reiðu á lager og baksvæðum. Áhugasamir snúi sér til Sigurðar Reynaldssonar, verslunarstjóra, á staðnum en hann veitir frekari upplýsingar. Umsóknareyðublöð liggja frammi í þjónustuborði verslunarinnar. m—aMMH HAGKAUP Nleirp úrval - betrikaup Laus staða við stofnun Vilhjáims Stefánssonar Sérfræðingur Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri auglýsir eftir sérfræðingi í 100 % stöðu við stofnunina. Starfið felst meðal annars í verk- efnisstjórn við upplýsingaveitu á alnetinu um samfélög og náttúru á norðurslóðum. Upplýs- ingaveitunni er ætlað að efla skilning og varpa Ijósi á ýmis mikilvæg málefni á norðurslóðum nútímans, svo sem forsendur sjálfbærrar þró- unar, nýtingu náttúruauðlinda og mannvist- fræði norðurslóða, málefni frumbyggja og að- lögun samfélaga að heimskautaumhverfi, en einnig áhrif hnattrænna breytinga í umhverfis- legu og félagslegu tilliti. Verkið er undir stjórn Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar í samstarfi við stofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum. Viðkomandi þarf að hafa mikla þverfaglega samskiptahæfni og hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi sem tengist mannvistfræði norð- urslóða, umhverfisfræðum, samfélögum og auðlindanýtingu. Sérfræðingurinn mun vinna í nánu samstarfi við aðra starfsmenn stofnun- arinnar og annast samhæfingu og samskipti við samstarfsstofnanir. Góð tungumálakunn- átta er nauðsynleg, sérstaklega í ensku. Æski- legt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Kjör samkvæmt kjarasamningum við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni skýrslu um nám og starfsferil. Umsóknir geta gilt í sex mánuði og verður öllum svarað. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður stofnunarinnar, Níels Einars- son, í síma 463 0580. Umsóknir skulu berast stofnuninni, Sólborg, 600 Akureyri, fyrir 10. september 1999. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er stofnun undir umhverfisráðuneytinu sem er ætlað að sinna málefnum norðurslóða hér á landi, efla umhverfisrannsóknir á norðurslóðum og stuðla að sjálfbærri þróun og efla þátttöku íslendinga í alþjóðasamstarfi á því sviði. Við á Kentucky Fried Chicken erum að leita að hressu og duglegu starfsfólki. Eftirtalin störf eru í boði: -Starfsfólk í afgreiðslu -Hlutastörf í eldhúsi -Hlutastörf í sal og afgreiðslu Allar upplýsingar eru veittar á staðnum KFC Hafnarfirði KFC Faxafeni KFC Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.