Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 E 11 RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐINGUR/ RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR Islenska jámblendifélagið hf. óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing eða rafmagnsverkfræðing í tæknideild fyrirtækisins. Starfssvið: • Forritun stýrivéla. • Hönnun í AutoCAD. • Virk þátttaka í verkefnastjórnun. Menntunar- og hæfniskröfur: • Rafmagnstæknifræði eða rafmagnsverkfræði. • Reynsla af forritun stýrivéla. • Tungumálakunnátta í einu Norðurlandamáli eða ensku. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Bolli Árnason tæknistjóri íslenska járnblendifélagsins, staðgengill hans Adólf Ásgrímsson rafveitustjóri, í síma 432-0200 eða Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið umsóknir til íslenska járnblendifélagsins, Grundartanga, 301 Akranes eða Ráðgarðs fyrir 21. ágúst n.k. merktar: „íslenska járnblendifélagið - tæknideild" íslenska járnblendifélagið hf. Fyrirtækiö er eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins meö starfsemi í Reykjavík og úti á landi. Það rekur öfluga heildsölu og yfirgripsmikla smásöluverslun. Vörudreifingarstjóri Eitt stærsta verslunarfyrirtæki landsins óskar að ráða vörudreifingarstjóra. Starfssvið: • Dagleg stjórnun í vörudreifingarmiðstöð. • Umsjón og eftirlit með vörustýringa- og gæðakerfi. • Gerð rekstrar- og vörudreifingaráætlana. • Starfsmannastjórnun. Hæfniskröfur: Reynsla af vöru- og starfsmannastjórnun er skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði tækni- eða iðnrekstrarfræði. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Góð laun eru í boði og þátttaka í spennandi uppbyggingarstarfi hjá fyrirtæki sem er í örum vexti. Kynntu þér málið! Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Vörudreifingarstjóri" fyrir 24. ágúst nk. PrICBA/ATeRHOUsE(CDPERS § Upplýsingar veitir Drífa Sigurðardóttir hjá Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers í síma 550 5300. Netfang: drifa.sigurdardottir@is.pwcglobal.com Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302 www.pwcglobal.com/is V' ÍSAFJARÐARBÆR Námsráðgjafar Staða námsráðgjafa við Grunnskóla ísafjarðar- bæjar er laus til umsóknar. Um er að ræða nýtt starf sem þarf að móta í samvinnu við skólana á svæðinu. Umsækjendur sem lokið hafa há- skólanámi á uppeldis- og/eða félagssviði koma einnig til greina. Reynsla af ráðgjafarvinnu æskileg. Umsóknarfrestur ertil 27. ágúst. Upplýsingar veitirskóla- og menningarfulltrúi ísafjarðar- bæjar í síma 456 7665 eða 456 3722. ®] Stilling Stilling var stofnað 1960 og er einn helsti innflytjandi og söluaðili á bílavarahlutum á íslandi. Fyrirtækið rekur verkstæði, tvær varahlutaverslanir og erum við að opna þriðju verslunina á Bíldshöfða. Vegna aukinna umsvifa vantar okkur fólk í eftirtaldar stöður: • Afgreiðslumenn í Hafnarfjörð, Skeifuna og í nýja verslun okkar á Bíldshöfða 16. • Lagermann í Skeifuna. • Bifvélavirkja á verkstæði. • Símsvörun á skrifstofu. Umsóknir ásamt meðmælum skilist á skrifstofu okkar í Skeifunni 11, fyrir 20. ágúst. Vegna aukinna umsvifa leitar Pharmaco að fólki til að sinna sölu- og markaðsmálum. Nú leitum við að starfsmönnum I tvær stöður innan deildar sem annast markaðssetningu á hjúkrunarvörum, rannsóknavörum og fleiri skyldum vörum. Um er að ræða sölu og markaðssetningu á hjúkrunarvörum og lyflum. A/í&UivcUc&ksUA. / Um er að ræða sölu og markaðssetningu á tækja- búnaði og rekstrarvörum fyrir rannsóknastofur og sjúkrahús. Um bæði störfin gildir að æskilegt er að um- sækjendur hafi reynslu af sölustörfum og markaðs- málum. Gott vald á ensku er nauðsyn og fæmi í einu Norðurlandamálanna er æskileg. í boði eru áhugaverð og krefjandi störf hjá ört vaxandi fyrirtæki sem leggur áherslu á góðan aðbúnað starfsfólks og framgang í starfi. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Jón Ingi Benediktsson, deildarstjóri í síma 535 7000. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sendar til Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, fyrir 3. september n.k. merktar „Starfsumsókn - Ný tækifæri". Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál. Pharmaco Pharmaco kappkostar að vera leiðandi fyrirtæki í þjónustu við framleiðendur og kaupendur lyfja, lækninga- og rannsóknatækja, hreinlætisvara og snyrtivara. Gæða- kerfi heildsöludeildarfyrirtækisins hlaut vottun samkvæmt ISO 9002 staðlinum á árinu 1997. Aðsetur Pharmaco er I Garðabæ og starfsmenn þess eru nú rúmlega 100. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru rúmir 3 milljarðar króna á síðasta ári. ...leitiun að duglegu fólki Óskum eftir að ráða duglegt og jákvætt fólk til starfa í verslunum okkar: Sautján, Deres, Smash, Morgan Fullt starf — hlutastarf. Reynsla af sölu og þjónustustörf- um æskileg. Umsóknir berist, ásamt mynd, til Aðalsteins Pálssonar, á skrifstofu NTC, Laugavegi 91, milli kl. 10 og 14 fyrir 19. ágúst. NTC, Laugavegi 91, sími 511 1720.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.