Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 E 5 Yfirlæknir við mynd- greiningadeild Staða yfirlæknis við myndgreiningadeild er laus til umsóknar. Við deildina vinna um 20 starfsmenn og fjöldi rannsókna hefur verið um og yfir 22 þúsund síðustu árin. Á deildinni eru auk hefðbundinna rannsókna, framkvæmdar tölvusneiðmynda- tökur, æðarannsóknir og ómskoðanir ásamt brjóstamyndatöku (hópskoðun og klínískar rannsóknir) og beinþéttnimælingum. Hafinn er undirbúningur að umfangsmikilli endurnýj- un núverandi tækjabúnaðar (tölvusneið- myndatæki o.fl.) og fjárfestingum í nýjum rannsóknasviðum (ísótópar, segulómun, staf- rænn (digital) skyggnibúnaður o.fl.) á deildinni næstu árin og því kjörið tækifæri fyrir hæfan einstakling til að taka þátt í framtíðaruppbygg- ingu deildarinnar. Staðan veitist frá 1. september eða eftir sam- komulagi. Umsækjandi skal geta um helstu þekkingar- og áhugasvið innan sérgreinarinnar. Við ráðn- ingu verður lögð áhersla á faglega þekkingu, stjórnunar- og samstarfshæfileika. Deildarlæknir á lyflækningadeild Laus er til umsóknar staða deildarlæknis við lyflækningadeild, frá og með 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Æskilegur ráðningar- tími er allt að einu ári. Starfinu fylgir vakta- skylda á lyflækningadeild svo og þátttaka í kennslu og þjálfun aðstoðarlækna ásamt kennslu heilbrigðisstétta svo og þátttaka í rannsóknavinnu ef óskað er. Starfið getur nýst t.d. til framhaldsnáms í heimilislækningum. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sjúkrahússlækna. Sérfræðingur í geðlækningum Staða sérfræðings í geðlækingum á geðdeild. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í geð- lækningum. Starfinu fylgir vaktaskylda á geð- deild FSA. Læknirinn tekur þátt í kennslu og þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, ásamt kennslu heilbrigðisstétta svo og þátttöku i rannsóknavinnu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahússlækna og mögu- leiki er á ferliverkasamningi. Deildarlæknir á geðdeild Laus er til umsóknar staða deildarlæknis á geð- deild frá og með 1. september 1999 eða eftir samkomulagi. Staðan er veitt til 6 mánaða með möguleika á framlengingu. Læknirinn fær í starfi sínu leiðsögn og kennslu hjá fjórum geð- læknum deildarinnar og auk þess kost á að sækja fræðslufundi og námskeið á starfstíman- um. Svæfingalæknar Laus er til umsóknar staða sérfræðings við svæfinga-og gjörgæsludeild. Staðan veitist frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í svæf- inga- og gjörgæslulæknisfræði. Starfinu fylgir vaktaskyida og þátttaka í kennslu heilbrigðis- stétta. Góð vinnuaðstaða og tækjakostur er á svæf- inga- og gjörgæsludeild og framkvæmdar eru 3500 skurðaðgerðir á ári að meðaltali. Deildin veitir einnig þjónustu við verkjameðferð við fæðingar og vegna langvarandi verkja. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahússlækna. Sérfræðingur í augnlækningum Staða sérfræðings í augnlækningum (25,34%) við augnlækningadeild erlaustil umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í augn- skurðlækningum. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum sjúkrahússlækna. Möguleikar eru á ferliverkasamningi. Starfinu fylgir ferli- vaktaskylda samkvæmt samkomulagi við yfir- lækni augnlækningadeildar og þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta. Staðan veitist frá 1. september eða eftir sam- komulagi. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um náms- og starfsferil, rit- og stjórnunarstörf skulu sendar á þartil gerðum eyðublöðum ásamt fylgiskjölum í tvíriti fyrir 15. september nk. til Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmda- stjóra lækninga FSA, 600 Akureyri, sími 463 0100, tölvupóstur: thi@fsa.is. Nánari upplýs- ingar gefa yfirlæknar viðkomandi deilda í síma 463 0100. Öllum umsóknum um störfin verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. - reyklaus vinnustaður - LANDSPÍTALINN þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunardeildarstjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra á Barnaspítala Hringsins, barnaskurðdeild, er laustil umsókn- ar. Á deildinni er rými fyrir 12 börn. Þar er annast um börn á aldrinum 0—16 ára sem koma til skurðaðgerða, bæði fyrirhugað og brátt, sem og vegna slysa. Hjúkrunardeildarstjóri er ábyrgur fyrir að unnið sé samkvæmt markmiðum hjúkrunar á Land- spítala og Barnaspítala Hringsins, daglegum rekstri, starfsmannahaldi og áætlanagerð. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með a.m.k. 5 ára reynslu af hjúkrun barna. Umsækjendur skulu hafa hjúkrunarleyfi og æskilegt er að við- komandi hafi viðbótarnám og/eða reynslu af stjórnun. Umsóknarfrestur ertil 29. ágúst nk. Umsóknir berist til Steinunnar Ingvarsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, skrifstofu hjúkr- unarforstjóra en hún veitir jafnframt upplýs- ingar í síma 560 1000, netfang steining@rsp.is Hjúkrunarfræðingar óskast á eftirtaldar deildir á Barnaspítala Hringsins: 1) Vökudeild. Deildin er 15 rúma gjörgæsludeild þar sem annast er um fyrirbura og veika nýbura. Árang- ur á vökudeild í meðferð fyrirbura er með því sem best gerist. í boði er námskeið/fræðsla um hjúkrun og meðferð veikra nýbura og ein- staklingsbundin aðlögun með reyndum hjúkr- unar-fræðingum. Upplýsingar veitir Elísabet Halldórsdóttir, deildarstjóri í síma 560 1040, netfang elisabha@rsp.is 2) Dagdeild barna — 60 % starf. Á deildina koma börn á öllum aldri til rann- sókna, minni háttar aðgerða, lyfjagjafa o.fl. Upplýsingar veitir Kristín N. Einarsdóttir, deild- arstjóri í síma 560-1025, netfang kriste- in@rsp.is 3) Skurðdeild barna Á deildinni eru 12 rúm, þar sem annast er um börn sem koma til skurðaðgerða og vegna slysa. Um er að ræða morgun- og kvöldvaktir. Boðið er upp á góðan aðlögunartíma. Upplýsingar veitir Rannveig B. Ragnarsdóttir, deildarstjóri í síma 560 1030, netfang rannvrag@rsp.is 4) Ungbarnadeild Á deildinni eru 12 rúm, þar sem annast er um veik börn á aldrinum 0—2 ára. Boðið er upp á einstaklingsbundna aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Betri laun bjóðast fyrir 50% næturvaktir. Upplýsingar veitir Agnes Jóhannesdóttir, deildarstjóri í síma 560 1035, netfang agnesj- oh@rsp.is Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmd- astjóri veitir einnig upplýsingar um ofantaldar stöður í síma 560 1000. Netfang steining@rsp.is Skrifstofustjóri óskast sem fyrst á skrifstofu sviðsstjóra geð- hjúkruanrsviðs á Kleppi. Góð íslenskukunnátta og málakunnátta nauðsynleg og færni á tölvu. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æski- leg. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst nk. Upplýsingar veitir Ragnheiður Jónsdóttir, skrif- stofustjóri, sími 560 2600, netfang ragn- heid@rsp.is. Umsóknir beristtil Þórunnar Pálsdóttur, sviðsstjóra geðhjúkruanrsviðs. ^ Laun samkv. gildandl samningi viðkomandi stéttarfélags ' og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást h]á starfsmannahaldi Rlkisspltala, Þverholtl 18, á heimasíðu Rfklsspftala www.rsp.ls og f upplýslngum á Landspftala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðnlngu hefur verfð tekln. RAFVIRKI - VELVIRKI íslenska járnblendifélagið hf. óskar eftir að ráða rafvirkja og vélvirkja til framtíðarstarfa í tæknideild fyrirtækisins. Störfin eru aðallega fólgin í viðhaldi og viðgerðum á búnaði verksmiðjunnar. Ath. Endurnýja þarf eldri umsóknir sem sendar hafa verið íslenska járnblendifélaginu hf. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf. frá kl. 9-12 í slma 533 1800. Auk þess veita upplýsingar Adólf Ásgrímsson rafveitustjóri eða Sævar Ríkarðsson verkstjóri um starf rafvirkja og Björn Jónsson verkstjóri um starf vélvirkja í síma 432 0200. Vinsamlegast sendið umsóknirtil fslenska járnblendifélagsins, Grundartanga, 301 Akranes eða Ráðgarðs fyrir 21. ágúst n.k. merktar: „íslenska járnblendifélagið" og viðeigandi starfi íslenska járnblendifélagið hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.