Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarstörf í boði fyrir jákvæða, duglega og reglusama einstaklinga Nýja matvöruverslun í Kópavogi, STRAX, vant- ar nú þegarfólktil almennra afgreiðslustarfa. Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf. Þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Leitað er eftir jákvæðum, duglegum og reglusömum einstaklingum sem eru til- búnir til að veita viðskiptavinum verslun- arinnar góða þjónustu. Ágæt laun í boði fyrir réttu einstaklingana! Nánari upplýsingar veitir Sigrún verslunarstjóri á staðnum að Hófgerði 30, Kópavogi eða í síma 899 4856. STRAX Okkur vantor storfsfólk vi5 afgreiðslu ó kassa, ófyllingar og önnur aimenn verslunarstörf. &ó& laun í bo8i. Upplýsingar á skrifstofu Bónus Skútuvogi 13, Kjallara, milli klukkan 9.00 og 12.00 alla virka daga. BÓNUS Við bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma sem getur hentað skólafólki og húsmœðrum á öllum aldri ógœtlega. wm GARÐABÆR Garðaskóli Starfsmaður Garðabær auglýsir laust til umsóknar rúmlega hálft starf við ræstingu og gangavörslu við Garðaskóla. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. Umsóknum skal skilað til Gunnlaugs Sigurðssonar, skólastjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 565-8666 Grunnskólafulltrúi Fræðslu- og menningarsvið GARÐABÆR Leikskólar Garðabæjar Garðabær auglýsir laus til umsókna störf Ieikskólakennara við Leikskólann Hæðarból. Til greina kemur að ráða í störfm fólk með aðra uppeldismenntun og fólk sem hefur reynslu af störfum með bömum. Um er að ræða störf eftir hádegi. Launakjör em samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknum skal skilað til Ingibjargar Gunnarsdóttur, leikskólastjóra, er veitir nánari upplýsingar í síma 565 7670. Leikskólafulltrúi. ^ I Fræðslu- og menningarsvið Umsjónarmaður æskulýðsmiðstöðvar í Stykkishólmi Stykkishólmsbær auglýsir lausa stöðu umsjón- armanns æskulýðsmiðstöðvarinnar X-ins í Stykkishólmi. í starfinu felst m.a. umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og að stuðla að fjölbreyttu og uppbyggilegu starfi með ung- lingum sveitarfélagsins. Starfið veitist frá 1. september nk. Frekari upplýsingar um starfið gefa: Gunnlaugur Árnason, form. æskulýðsnefndar í síma 438 1000 og 438 1530 og Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í síma 438 1700. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. og skal umsóknum skilaðtil skrifstofu Stykkishólms- bæjar, Hafnargötu 3, Stykkishólmi. Einnig er hægt að senda umsókn í tölvupósti á netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is. Bæjarstjóri. ® Lagerstörf Óskum eftir að ráða starfsmenn á aldrinum 25—40 ára í almenn lagerstörf Starfslýsing: — Vörumóttaka og tiltekt heimsendinga. — Almenn lagerstörf. — Mikil vinna. — Sveigjanlegur vinnutími. Hæfniskröfur: — Frumkvæði. — Stundvísi og reglusemi. — Eiga auðvelt með að vinna með fólki. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknirsendisttil afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 23. ágúst 1999, merktar: „RYMD - 6144". IKEA er eitt stærsta fyrirtæki í heimi á sviöi húsbúnaðar. Markmið IKEA er að gera daglegt líf fólks þægilegra. Það gerum við með því að þjóða upþ á breitt vöruúrval af vel hönnuðum og hagnýtum hús- búnaði á það góðu verði að þorri fólks hefur efni á að kauþa hann. Rafveitustjóri Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða í starf rafveitustjóra frá og með 1. janúar 2000. Starfssvið Stjórnun á rekstri Rafveitunnar, sem m.a. felur í sér: — Kaup og sölu á raforku. — Umsjón með hönnun á mannvirkjum og veitukerfum fyrir háspennu og lágspennu. — Fjármál, fjárhags- og framkvæmdaáætlanir. — Starfsmannamál. Hæfniskröfur — Umsækjandi skal vera rafmagnsverkfræð- ingur eða rafmagnstæknifræðingur auk víð- tækrar starfsreynslu. — Reynsla af rekstri og/eða stjórnun. — Hæfni til að beita vönduðum og sjálfstæð- um vinnubrögðum. — Hæfni í mannlegum samskiptum. — Frumkvæði og metnaðurtil að ná árangri í starfi. Um kaup og kjör fer eftir samningum starfs- mannafélags Hafnarfjarðar. Skriflegum umsókn- um, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til skrifstofu Rafveitu Hafnarfjarð- ar á Hverfisgötu 29, fyrir 27. ágúst 1999. Rafveita Hafnarfjarðar. fOiiHOTtl Fosshótel ehf óskar eftir samstarfsaðilum til að sjá um veitingarekstur á eftirfarandi Fosshótelum. Fosshótel Stykkishólmur og Fosshótel Eyjaferðir f.o.m 1/10 1999 Gagngerar endurbætur standa yfir á her- bergjum og veitingasal á Fosshótel Stykkishólmi. Fosshótel Lind f.o.m 1/10 1999 ( Carpe Diem ) Til reynslu verður gerður eins árs leigu- samningur og þar eftir framlengdur til lengri tíma. Skriflegar fyrirspurnir sendist aðalskrifstofu Fosshótel Skiþholt 50c, 105 Reykjavík. ( Fyrir 22/8 ) Upplýsingar gefnar í síma 562 4000/ Guðmundur Hjartarsson og 438 1330 / Sæþór Þorbergsson vegna Fosshótel Stykkishólm. I dag eru eftirfarandi hótel í rekstri hjá Fosshótel ehf. Fosshótel Lind, Fosshótel City, Fosshótel Bifröst, Fosshótel Eyjaferðir, Fosshótel Stykkishólmur, Fosshótel Áning, Fosshótel KEA, Fosshótel Harþa, Fosshótel Björk, Fosshótel Laugar, Fosshótel Reyðarfjörður, Fosshótel Hallormstaður, Fosshótel Vatnajökull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.