Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 32
>32 E SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ CHRISTIAN Bale fer með hlutverk Batemans í „American Psycho". Martröð Ellis á h víta tj ald- MÉR fannst sagan fynd- in,“ segir leikstjóri myndarinnar, Mary Harron, í samtali við breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound, sem fjallaði nýlega um gerð „American Psycho“. Harron og aðalleikarinn Bale og aðrir aðstand- endur myndarinnar eru mjög upp- teknir af því að benda á húmorinn í „American Psycho" og tala um bók- ina sem nístandi háðsádeilu. Ekki er víst að allir séu sammála þeim. Erfið saga Fjöldamorðingjasagan „American Psycho“ eftir Brett Easton Ellis er einhver umtal- aðasta og umdeildasta bók sem komið hef- ur út í Bandaríkjunum á þessum áratug. Nú hefur hún verið kvikmynduð með breska leikaranum Christopher Bale í aðal- hlutverki að sögn Arnaldar Indriðasonar. Sagan var umdeild áður en hún kom út eins og rakið er í Sight and Sound. Bókaforlagið Simon & Schuster hætti við útgáfu hennar þegar risu upp deiiur innan fyrir- tækisins vegna hrollvekjandi lýs- "^inga á pyndingum og morðum (þar sem m.a. koma við sögu hungraðar rottur) en sagan segir frá verð- bréfasala á Wall Street, Patrick Ba- teman, sem einnig er fjöldamorð- ingi. Sá sem átti að hanna bóka- kápuna neitaði því með þeim orðum að hann hefði fyllst viðbjóði á sjálf- um sér fyrir að hafa lesið hana. Sölu- og markaðsstjórar höfðu svip- aða sögu að segja. Bókaforlagið til- kynnti höfundinum, Ellis, að hann mætti eiga sína 300.000 dollara fyr- irframgreiðslu og hirða aftur «Jianditið. Á endanum gaf Vintage ^Books, deild hjá Random House, bókina út og seldust 100.000 eintök af henni á tveimur mánuðum. Kvenréttindafrömuðir og gagn- rýnendur tættu bókina í sig. „Mér fannst hún mjög ofbeldisfull og háskaleg," er haft eftir leikstjóran- um Harron. Hún er óháður kvik- j^myndaleikstjóri sem gerði áður myndina „I Shot Andy Warhol" um BALE reiðir til höggs. Valerie Solanas er reyndi að koma Warhol fyrir kattamef. „En mér fannst bókin einnig stórkostleg háðsádeila og fannst illt að enginn gagnrýnandinn skyldi hrósa henni fyrir beitta lýsinguna á níunda ára- tugnum, karlrembuþjóðfélaginu og Wall Street.“ Við gerð kvikmynda- handritsins var mjög dregið úr of- beldi sögunnar enda kannski ekki nema von. „Ég forðast pyndinga- senurnar," segir leikstjórinn og nefnir fleira til en þó mun víst lítið skorta upp á morð og blóð. „Bateman er harmrænt skrímsli," segir hún. „En hann er líka persónugervingur alls þess sem var að gerast á ákveðnu tímabili, öll geðveila þess safnast íyrir í honum eins og þráhyggja varðandi klæðn- að, varðandi mat, varðandi hans eig- in húð. Fólk spurði mig þegar ég vann við handritið hvort ég ætlaði ekki að segja meira frá barnæsku hans eða fjölskyldu en þetta er ekki sálfræðileg úttekt á manninum. Hann er táknmynd.“ DiCaprio kemur til sögunnar það skilyrði að Harron notaði ekki Bale í aðalhlutverkið og buðu það öðrum en „enginn leikari sem ætlar sér að verða næsti Tom Cruise viidi snerta við því,“ segir Harron. Bale var hæstánægður með hlutverkið. „Ég reiddist því mjög þegar þeir til- kynntu að Leonardo fengi það en það var viðskiptaleg ákvörðun hjá þeim og lítið við því að gera.“ Skáldsögur og bíómyndir um fjöldamorðingja hafa verið mjög áberandi og hæfilega vinsælar í Bandaríkjunum en einnig orðið fyr- ir harðri gagnrýni. Kunnust bíó- myndanna er auðvitað Lömbin þagna eftir Jonathan Demme en al- ræmdust sjálfsagt „Natural Bom Killers" eftir Oliver Stone. „Americ- an Psycho" bætist í þeirra hóp. Hún var tekin í Toronto í Kanada og það varð tilefni undirskriftarsöfnunar þar sem því var mótmælt að borgin skyldi notuð sem sögusvið. Á meðal þeirra sem þátt tóku í mótmælun- um voru mæður raunverulegs fjöldamorðingja sem vitað var að lesið hafði ,American Psycho“. WILLEM Dafoe leikur rann- sóknarlögreglumann í myndinni. Það hefur ekki gengið andskota- laust að koma „American Psycho“ á hvíta tjaldið. Fjöldinn allur af hand- ritshöfundum og framleiðendum og leikstjórum hefur komið að verkefn- inu á einum eða öðrum tíma m.a. kanadíski hrollvekjuleikstjórinn David Cronenberg. Eins og svo margir aðrir varð hann frá að hverfa. Harron kom að myndinni árið 1996 og tveimur árum síðar var hún tilbúin með handritið. Framleiðandinn, Lion Gate, til- kynnti óvænt á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1998 að Leonardo DiCaprio færi með aðalhlutverkið í myndinni. Framleiðslan belgdist samstundis út. Áætlaður kostnaður fór úr tíu milljónum dollara í fjöru- tíu milljónir en Leo var nýbúinn að Engin nærmynd af fjöldamordingja Þetta gerðist á sama tíma og Uni- versal kvikmyndaverið ákvað að fjarlægja af myndbandaleigum myndina „Basketball Diaries" frá 1995 í kjölfar skotárásar nemenda í menntaskóla í Colorado en í henni er atriði þar sem Leonardo DiCa- prio ímyndar sér að hann ráðist inn í skólastofuna sína og skjóti á bekkj- arsystkini sín og kennara. Einnig var Oliver Stone á kafi í málaferlum vegna „Natural Bom Killers" en foreldrar fómarlamba annarrar skotárásar í menntaskóla héldu því fram að myndin hefði að einhverju leyti átt sök á því hvemig fór. Harron bendir á að nauðsynlegt sé að fjalla í bókum og bíómyndum um hið illa sem í manninum býr, einhver verði að gera það á ein- hverju plani, eins og hún segir. CHLÖE Sevigny fer með eitt kvenhlutverkanna. leika í Titanic og var eftirsóttasti leikari draumaverksmiðjunnar svo kostnaðurinn átti allur að skila sér til baka. Harron missti þegar starf sitt sem leikstjóri myndarinnar því Leo nefndi hana hvergi á lista sínum yfir æskilega leikstjóra. Bresld leikar- inn Christian Bale, sem þekkastur er enn sem ungi drengurinn í „Émpire of the Sun“ eftir Steven Spielberg, missti hlutverk sitt sem Patrick Bateman. En Adam var ekki lengi í paradís. Leo tilkynnti um síðir að hann ætlaði sér ekki að leika í myndinni og Harron var köll- uð aftur til starfa ásamt Bale. „Ég lærði heilmikið á þessu“, hef- ur Sight and Sound eftir Harron. „Það skiptir ekki máli hversu mikið maður leggur á sig, ef maður vill ekki taka þátt í stórstjömuleiknum er manni sparkað. Ég hafði verið viðriðin verkefnið í tvö ár og þótt þeir hafi ekki rekið mig opinberlega var ég látin róa þegar ég sagðist ekki vilja vinna með Leonardo. Þeir töluðu ekki meira við mig fyrr en þeir báðu mig um að vinna með þeim aftur.“ í fyrstu settu framleiðendumir „í mínum augum er Bateman bjáni,“ segir leikarinn Bale. „Þú hlærð að honum en ekki með hon- um. Þegar þú skoðar karlmanna- auglýsingar í glanstímaritum eins og GQ á níunda áratugnum em þeir allir eins og hann með fáránleg Tom Cruise bros framan í sér.“ Og síðar: „Ég er oft spurður að því hvemig ég geti leikið þennan mann án þess að verða fyrir einhverjum áhrifum frá honum. Svarið liggur í því að Bateman er allur á yfirborðinu, það er engin dýpt í honum. Ég er ekki að reyna að búa til „nærmynd af fjöldamorðingja" sem skýrir hvern- ig fjöldamorðingjar verða til. Ég held að Ellis hafi blandað öllum fjöldamorðingjaklisjunum saman í þessum eina manni.“ Harron er á því að gera eitthvert léttmeti á eftir þessari mynd. Hún segist hafa fengið martraðir eftir tökur á ofbeldisatriðum ,American Psycho". „Næst held ég að ég geri eitthvað auðveldara. Þetta hefur verið ágætt en það er erfitt að dvelja langdvölum á svona skugga- legum stað.“ Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum næsta vetur og má búast við að hún eigi eftir að vekja nokkra athygli og sjálfsagt einhver mótmæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.