Morgunblaðið - 18.08.1999, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.08.1999, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Björn K. Rúnarsson raeð þrjá boltafiska úr Miðfjarðará. ÞAÐ kroppast upp úr Þistil- fjarðaránum þessa dagana, enda er smálax að ganga. Fyrir nokkru var fimm daga holl í Sandá með 22 laxa og hluti ; hópnum hélt síðan yfir í Hölkná og dró þar sex laxa á stutt- um tíma. L„purinn á undan hafði fengið sjö en aðeins er veitt á tvær stangir í ánni. Einn laxinn í Hölkná var einn stærsti lax sumarsins, mældur 106 sentímetrar, en hann fór ekki á vigt þar eð honum var sleppt aftur í ána. Þumalputtaregl- an segir að þetta hafi verið um það bil 24 punda lax. Jón Hólm, leigutaki Hölknár, var viðstaddur glímuna sem stóð yfir í vel rúmar tvær klukkustundir, en það var veiðifélagi hans, Isleifur Karlsson, sem veiddi laxinn. „Eg veit ekki hvað flugan heitir en hún er mjög lík Laxá blá, nema að hún er rauð aftast á búknum en ekki gul eins og flugan hans Þórðar. Þetta var tvíkrækja númer 14 þannig að ísleifur þurfti að gefa sér góðan tíma. Taumurinn var hins vegar 15 punda og búnaðurinn því traustur. Þetta var í hyl skammt frá veiðihúsinu, hann er gríðarlega fallegur, með mörgum rásum í botni. Þar var tals- vert af laxi, ég fékk sjálfur m.a. tvo um það bil 14 punda sem ég gaf einnig líf. Við fengum líka ný- gengna smálaxa, slepptum sumum, hirtum aðra. Við fór- um um alla á og sá- um lax eða laxa í ell- efu af tuttugu og sjö merktum veiðistöð- um. Ekki mikið magn að vísu, en það var lax víða og fiskur að ganga. Veiðin fór þó afar seint af stað vegna þess hve vatnsmikil áin var fram eftir öllum júlí. Sama sagan var í Hafralónsá og bændur hér eystra sögðu mér að það hefði snjóað miklu meira á há- lendinu í austanverðum firðinum. Ástandið var slæmt framan af í Sandá og Svalbarðsá en þar rættist úr mun fyrr en hjá okkur og þeim í Hafralónsá. Það fór eiginlega ekki að veiðast hér fyrr en eftir miðjan júlí og fyrir nokkrum dögum voru aðeins komnir rúmlega 30 laxar á land. Sandá var hins vegar rétt að losa hundrað laxa. Þetta er nokkuð langt frá því besta í Þistilfirði en það er þó ekki beinlínis lítið af fiski á svæðinu,“ sagði Jón. Stórir silungar í Ytri-Rangá Laxveiði gengur þokkalega í Ytri- Rangá þessa dagana. Hún er lakari en menn vonuðust eftir en það er að reytast inn nýr lax þar alla daga og veiði gengur þar betur en í mörgum öðrum ám þessa dagana. Það eru hins vegar kannski öðru fremur risaurriðar sem hafa stolið senunni síðustu daga. Kastkennarinn enski, Michael Evans, veiddi t.d. 11 punda urriða á flugu í Skeiðvallakvisl og landi hans einn veiddi 13,5 punda sjóbirting í Húsabakka, sem er á svæðinu IV. Um 550 laxar eru komnir á land en að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka eru rúmlega 1000 laxar komnir upp fyrir teljar- ann í Ægisíðufossi. „Það fer líka fullt af laxi fram hjá teljaranum þannig að við vitum ekki nákvæm- lega um gönguna. En það er fiskur að koma inn alla daga og nýting á svæðinu fyrir ofan Árbæjarfoss fer að aukast. Við förum því örugglega að sjá betri tölur á næstunni,“ bætti Þröstur við. Fyrir skömmu voru nokkr- ir selir drepnir í ós- um Hólsár og kom þá strax nokkur kippur í gönguna. Mikið er búið að ræða aflabrest í Laxá á Ásum og sýn- ist sitt hverjum um hvar rætumar liggja. Þó þótti mönnum skjóta dálítið skökku við er útlendingur einn, sem átti þar tvo daga, fékk ekki einn einasta lax og bjarg- aði íslandsferðinni með því að skreppa austur á Breiðdals- vík, renna í Breið- dalsá í hálfan dag og fá tvo laxa. Eldvatn á Bruna- sandi hefur verið af- ar lélegt það sem af er vertíð ef undanskyldir eru fyr. tu dagamir í byrjun apríl er menn rótuðu upp sjóbirtingi í ármótunum við Hverf- isfljót. Fyrir skömmu kom þó skot en einn og sami veiðimaðurinn fékk 35 sjóbleikjur, allt að 5 punda, og missti einn gríðarvænan sjóbirting. Allur þessi fiskur tók flugu. Nokkuð á fjórða hundrað sjó- bleikjur og urriðar hafa veiðst í Hrolleifsdalsá í Skagafirði í sumar. Það er nokkuð gott miðað við að veiði byrjaði illa vegna langvarandi vatnavaxta. Mest er um 1-2 punda sjóbleikju. Lax hefur látið óvenjulít- ið á sér kræla, fyrir nokkm var að- eins einn kominn á land, 12 pundari veiddur í Ósnum í lok júní. Jökuldrullan í Hvítá og Ölfusá hefur tafið fyrir göngum í bergvatnsámar en vatnamót við bergvatn neðarlega á svæðinu hafa þó gefið á stundum. Tannastaða- tangi hefur t.d. gefið nokkur skot. Eitt var fyrir nokkrum dögum er 13 laxar veiddust þar sama daginn. Þá tókst einhverjum náunga að setja í þrjá laxa á flugu á Speglinum í Langholti. Að vísu missti hann þá alla en þó ekki fyrr en hann hafði sannfærst um að þeir tóku allir fluguna, en ekki öfugt, þ.e.a.s. að flugan hefði tekið þá. Finnskur veiðimaður veiddi 21 punds hæng í maðkahollinu í Víði- dalsá fyrir fáum dögum. Þá hafa tveir slíkir veiðst stærstir í ánni í sumar. Maðkahollið veiddi annars aðeins 78 laxa, helmingi minna en í fyrra. mSSTARLIGHT Bekfiay Stigar frá Starlight og ' áltröppur frá Beldray fást í öllum stærðum í byggingavöruverslunum um allt land DREIFINGARAÐtLI I.GUÐMUNDSSON ehf. Simi: 533-1999, Fax: 533-1995 Stjórnarmenn NASF, Norður-Atlantshafslaxasjóðsins, hafa fundað og veitt hér á landi að undanförnu. Hér eru fjórir þeirra á bökkum Laxár í Kjós, f.v.: Orri Vigfússon, Uffe Elleman-Jen- sen, Jack Hemingway og Bruce McNae. 24 punda bolti úr Hölkná Alþjóðaforseti Liorts heimsækir Island Góður árangur hór á landi James Ervin Alþjóðaforseti Lionshreyfingar- innar, James Er- vin, hefur verið í heim- sókn hér á landi. Hann hefur farið um og hitt Lionsmenn hér og kynnt sér það sem Lionshreyf- ingin hér á landi er að gera. Einnig hefur hann heimsótt stofnanir sem hafa notið aðstoðar frá Lionshreyfingunni í m.a. tækjakaupum og átti loks fund með forseta íslands herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann var spurður hvort hann hefði áður komið til íslands? - Nei, ég hef aldrei áð- ur komið til íslands en ég hef heyrt mikið um það talað og mér er vel kunn- ugt um þann góða árang- ur sem íslendingar hafa náð í starfi Lionshreyf- ingarinnar, sem er tiltölulega mjög öflug hér. Um eitt prósent þjóðarinnar er í Lionshreyfing- unni, sem er mjög góður árang- ur. Hvað eru margir í Lions- hreyfíngunni alls? -Það eru um 1,4 milljónir manna í Lionshreyfmgunni í 185 löndum, sem er afar mikill fjöldi. Hefur þú heimsótt mörg af þessum löndum? -Ég hef heimsótt um 100 lönd þar sem Lionshreyfingin hefur starfsemi og haft mikla ánægju og gagn af. Hvert og eitt land hefur sína sérstöðu og það er sannarlega ánægjulegt að hafa á þennan hátt fengið tækifæri til þess að koma svo víða. Hvar er mestur vöxt- ur í hreyfíngunni? - Það er í Austur-Evrópu og í Asíu. Á þeim svæðum hefur mikill fjöldi fólks gengið til liðs við hreyfinguna undanfarinn áratug. Hver eru helstu baráttumál Lionshreyfíngarinnar núna? - Lionshreyfingin hefur um áratugaskeið barist fyrir bætt- um aðstæðum blir.dra. Það eru um 40 milljónir blindra í heimin- um og Lions1"*eyfingin hefur reynt að leggja sitt af mörkum til þess að hjálpa þeim sem unnt er til betra lífs og helst til þess að fá sjón. Á heimsvísu hefur þetta lengi verið helsta baráttu- mál Lionshreyfingarinnar. Fyr- ir tíu árum var farið að vinna eftir sérstöku „prógrammi" að þessum málum. Um áttatíu pró- sent af hinum 40 miiljónum manna sem eru blindir geta fengið umtalsverða hjálp. Ætli láti ekki nærri að um milljón manns hafi fengið sjón fyrir tilstuðlan Lions- hreyfingarinnar. Barátta gegn fíkniefnum hef- ur einnig verið mikið baráttu- mál hjá Lionshreyfíngunni. Hvað er að gerast á þeim vett- vangi? -Ég er ánægður með að fá þessa spurningu - eitt af stærstu verkefnum Lionshreyf- ingarinnar er einmitt í þessum málaflokki - Lions Quest-náms- efnið, sem eflir sjálfstraust ung- menna og styrkir þau í að segja nei við fíkniefnum. Ungviðið er það dýrmætasta sem hver þjóð á og það er mikils virði að geta forðað ungu fólki frá fíkniefn- um. Þetta námsefni gildir fyrir ► Jemes Ervin fæddist í bæn- um Erwin í Tennessee. Eftir grunn- og framhaldsskóla stundaði hann nám við Ríkis- háskólann í Austur-Tennessee í viðskiptafræði. Hann sinnti herskyldu í tvö ár. Hann flutti til Georgíufylkis á sjöunda áratugnum og stofnaði þar fyrirtæki sem sérhæfði sig í flutningum og áhafnaleigu. Árið 1977 gekk hann í Lions- klúbbinn í Albany. Þar varð hann formaður 1984 og um- dæmisstjóri í umdæmi 18-C ár- ið 1986 til 1987. Hann varð al- þjóðastjómarmaður árið 1992 í Hong Kong. Hann bauð sig fram í embætti 3. varaforseta á alþjóðaþingi Lions í Montr- eai 1996. James Ervin er kvæntur Betty Ervin. Þau eiga hvort um sig tvö börn frá fyrri hjónaböndum. börn á leikskólaaldri og allt upp í menntaskóla. Þetta námsefni er nú kennt í 38 löndum og er að ryðja sér tO rúms í æ fleiri lönd- um um þessar mundir. Hvað með önnur baráttumál? - Lionshreyfingin hefur einnig komið á laggirnar sjóði sem veitir neyðarhjálp, fyrstu hjálp um allan heim og Island hefur einnig notið þar góðs af, samanber þegar gosið varð í Vestmannaeyjum og snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Hvað hefur þú séð merki- legt á Islandi? -Ég sá Deildartunguhver á ferð um Borgarfjörð og skoðaði sýninguna um Snorra Sturluson í Reykholti, hvort tveggja þótti mér im 'kilegt. Einnig hef ég haft mikla ánægju af að sjá hvað Lionshreyfíng- in á Islandi hefur náð miklum árangri í starfi sínu. Jón Bjarni Þor- steinsson læknir hefur nú verið kosinn í alþjóðastjórn Lionshreyfi ngarinnar og ég hlakka til að njóta starfskrafta hans þar. Hver er þín helsta ósk hvað st arf Lionshreyfíngarinnar varð- ar? - Sem alþjóðaforseti vil ég hvetja Lionsfólk á Islandi til framsýni og þeirri framtíðarsýn að gera sem mest til að stórefla Lionsstarfið í heiminum. Það er nauðsynlegt fyrir þjónustu- klúbba að vera sýnilegir. Önnur helsta ósk mín er að geta skilað af mér Lionshreyfingunni enn betri en ég tók við henni. Hvetur Lionsfólk til framsýni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.