Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Færeyskt fyrirtæki hyggst útvarpa eingöngu íslenskri tónlist á Islandi
Hefur náð
60-80% hlustun
í Pórshöfn
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Lárus Arason, forstjóri færeyska fyrirtækisins Atlantic Radio, sem
hefur haslað sér völl á Islandi.
LÁRUS Arason, forstjóri Atlant-
ic Radio í Færeyjum, segir að út-
varpsstöðin hafi frá því hún hóf
útsendingar í Þórshöfn í maí sl.
náð ótrúlega mikilli hlustun á
skömmum tima.
„Utsendingin átti að heíjast
hjá okkur 7. maí klukkan 15, en
hófst ekki fyrr en klukkan 19.10
um kvöldið. Við fengum yfir 150
tölvupóstsendingar á fyrsta
klukkutimanum og sprengdum
símakerfið og aðrar viðtökur
voru sömulciðis ótrúlegar. Við
höfum haldið á milli 60 og 80%
hlustun í Þórshöfn, þar sem tæp-
lega 20 þúsund manns búa, allar
götur siðan, auk þess sem við
heyrumst miklu víðar. I október
eigum við að heyrast í 80% af
Færeyjum," segir Lárus.
Vilja leyfi fyrir
fjölvarpi
Atlantic Radio hefur fest kaup
á öllum hlutabréfum í íslenska
fjölmiðlafélaginu ehf., sem rekur
útvarpsstöðina Matthildi FM
88,5. Hyggjast forsvarsmenn fyr-
irtækisins hefja útsendingu á
annarri útvarpsrás hérlendis inn-
an skamms og jafnvel þeirri
þriðju. Önnur rásin mun kallast
Utvarp Island og senda einvörð-
ungu út islenska tónlist, að sögn
Lárusar. „Það verður að teljast
skondið að erlent félag stofni al-
íslenska útvarpsstöð," segir
hann.
Þá hefur fyrirtækið uppi
áform um að hefja útsendingu á
tveimur útvarpsrásum í Færeyj-
um, annars vegar fyrir ungmenni
og hins vegar með sveitatónlist.
Einnig hefur Atlantic Radio sótt
um leyfi til sjónvarpsútsendinga í
Færeyjum, og gera þau áform
ráð fyrir íjölvarpi. Sömuleiðis
standa yfir sanmingaviðræður
við útvarpsstöð í Kaupmanna-
höfn um að útvarpa færeyskum
fréttum og dagskrárefni, en í
borginni búa um 10 þúsund
Færeyingar, að sögn Lárusar.
Til skamms tíma var aðeins
ríkisrekin útvarpsstöð í Færeyj-
um en í mars í fyrra var útvarps-
rekstur gefinn frjáls. Hins vegar
var ekki tæknilega mögulegt fyr-
ir aðra aðila að hefja útvarps-
rekstur fyrr en eftir seinustu
áramót. „I gegnum tíðina höfðu
safnast upp nokkrar umsóknir og
við áttum eina af átta umsóknum
þegar leyfi voru afgreidd. Sex
aðilar annað hvort drógu um-
sóknir sínar til baka eða svöruðu
ekki. Við fengum því leyfíð,
sterka stöðu á markaðinum og
forskot sem við ætlum að halda.
Fyrir utan okkur og færeyska
ríkisútvarpið er aðeins kristileg
útvarpsstöð rekin á eyjunum,“
segir Lárus.
Lárus hefur verið forsljóri fyr-
irtækisins síðan í fyrrahaust og
er einn eigenda þess, ásamt hópi
færeyskra fjárfesta. Hann segir
stefnt að því að auka hlutafé fyr-
irtækisins upp í um 30 milljónir
króna, til að fyrirtækið verði
fjárhagslega sterkt og engum
háð fjárhagslega.
Vilja forðast
skuldasöfnun
„Það hefur verið stefna hlut-
hafanna að auka frekar hlutafé
en að safna skuldum. Við viljum
að fyrirtækið spjari sig á eigin
spýtur og viljum auka hlutafé til
að skulda engum neitt og stað-
greiða alla þá þjónustu og vöru
sem við fáum. Eignarstaða fé-
lagsins er einhvers staðar á milli
10 og 13 milljónir króna í dag og
skuldir eru tiltölulega litlar þar á
móti. Við viljum gera þetta al-
mennilega eða sleppa því alveg.
Við viljum sömuleiðis tryggja að
dótturfyrirtæki okkar búi ekki
við skuldbindingar sem gætu leitt
til erfiðleika í rekstri og því er
áherslan lögð á hlutaíjárstöðu og
að eiginfjársfaða fyrirtækjanna
sé í lagi,“ segir Lárus. Fyrirtækið
er rekið fyrir auglýsingafé.
„Fyrirtækin sem auglýsa hjá
okkur hafa fengið miklu meiri
viðbrögð en þau áttu von á og þar
af leiðandi jókst sala auglýsinga í
kjölfarið. Við erum að velta
meira en rekstraráætlanir gerðu
ráð fyrir, og teljum okkur því
vera í góðum málum fyrst okkur
tókst að sprengja þann múr.“
Kona Lárusar er færeysk og
kveðst hann af þeim sökum hafa
haft annan fótinn í Færeyjum í
gegnum tíðina. I fyrra var hann
síðan á leið þangað í frí eftir
verkefni sem hann sagði hafa
verið langt og erfitt og fékk þá
óvænt verkefni í Færeyjum sem
hann leysti af hendi. „I kjölfarið
hrúguðust á mig margvísleg önn-
ur verkefni, ótengd fjölmiðlum,
en fyrr en varði var ég byrjaður
að vinna með þeim aðilum sem
stofnuðu Atlantic Radio og hef
verið með þeim frá upphafi ef
svo má segja. Hugmyndin skýrð-
ist í nóvember, fyrirtækið var
stofnað fljótlega eftir seinustu
áramót og við hófum útsendingu
7. maí síðastliðinn," segir hann.
Lárus kveðst seinustu ár hafa
haft milligöngu um viðskipti og
tekið að sér sérverkefni, einkum
í að byggja upp frá hugmynda-
stigi og þar til hugmyndin verður
að veruleika. Hann kveðst vera
mjög sáttur við viðskiptaum-
hverfið í Færeyjum.
Annað viðskipta-
umhverfi
„I Færeyjum ríkir ekki alræð-
isvald bankanna sem við þekkj-
um hérlendis, heldur vinsamlegt
andrúmsloft,. Þar ríkir annar _
skilningur á viðskiptum en á Is-
landi, bankakerfið er byggt upp
með öðrum hætti og er miklu
þægilegra og öruggara við að
eiga en hér. íslenska krítarkorta-
æðið þekkist ekki, peningar í um-
ferð á milli fyrirtækja eru mjög
sjaldgæfír og ávísanir enn sjald-
gæfari, 90% af öllum viðskiptum
fara fram í gegnum banka og
rekstrargrundvöllurinn er al-
mennt miklu betri,“ segir Lárus.
„Markaðurinn er ekki stór, en
hann er stöðugur og þar, eins og
í t.d. Danmörku og Noregi, virð-
ist ríkja allt annar skilningur
ráðamanna á að fólk þurfi að lifa
og eiga ofan í sig og á. Þarna er
gott að stunda viðskipti."
Bændum gert að flytja
út meira af dilkakjöti
Salan
minnkar en
framleiðsla
eykst
GÍSLI Karlsson, framkvæmdastjóri
framleiðsluráðs landbúnaðarins,
segir aukningu á framleiðslu kinda-
kjöts og samdrátt á innanlands-
markaði valda því að auka þurfi út-
flutning á kindakjöti. „Menn eru
smám saman að uppgötva að salan í
ár er dræmari en í fyrra og það lítur
vel út með framleiðslu á kindakjöti í
landinu, en sumarið hefur verið
hagstætt fyrir sauðfé víða um land,“
segir hann. „Það er ætlast tO þess
að bændur flytji kjöt út svo ekki
safnist upp birgðir."
Reglugerðin
seint á ferð
Bændur bera sjálfir ábyrgð á
sölu á allri dilkakjötsframleiðslu
hér á landi og þeim ber skylda til að
framfylgja reglugerð landbúnaðar-
ráðherra um að taka 10% af ágúst-
slátrun til útflutnings. Einnig verð-
ur þeim gert að nota hærra hlutfall
dilkakjöts til útflutnings en verið
hefur af september- og október-
slátrun. Reglugerðin var gefin út í
lok júlí og Gísli kveður bændur óá-
nægða sökum þess. „Bændur höfðu
gert sínar áætlanir og því kom
þetta svolítið aftan að þeim,“ segir
hann.
Samkvæmt Gísla fá bændur
minna fyrir það kjöt sem fer úr
landi. „Það er mismunandi hvað
sláturleyfishafar greiða fyrir út-
flutning en sá sem greiðir best
borgar um sextíu krónum undir inn-
anlandsverði á hvert kíló. í ágúst
munar aftur meiru því þá er greitt
sumarálag fyrir kjöt sem fer á inn-
anlandsmarkað,“ segir hann.
Gísli segir að þótt bændur séu
skyldugir til að flytja út ákveðið
hlutfall af ágústframleiðslunni
verði það ekki gert strax og því
muni ekki myndast skortur á inn-
anlandsmarkaði.
Morgunblaðið/Lárus Pálsson
Margréti hefur verið náð upp af botni Hvalfjarðar og er nú í viðgerð.
Ekki ljóst hvers vegna
Margrét sökk
Frestun ríkis-
framkvæmda
Rætt í
tengslum
við fjárlög
GEIR Haarde fjármálaráðherra
segir að fjármálaráðuneytið hafi
undanfarið skoðað hugmyndir um
frestun framkvæmda til að slá á
þenslu, en ekkert hafi enn verið
ákveðið. Hann segir að stefna ráðu-
neytisins í þessu máli muni koma
fram í fjárlagafrumvarpi sem lagt
verður fyrir Alþingi 1. október nk.
„í flestum tilfellum er þegar orðið
of seint að grípa inn í framkvæmdir
núna vegna samninga sem búið er
að gera. Slíkt hefði kostað ríkið
bætur og aukinn kostnað. Þetta mál
er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu í
samráði við önnur ráðuneyti í
tengslum við undirbúning fjárlaga
sem nú stendur sem hæst. Stefna
ráðuneytisins mun koma fram í
fjárlagafrumvarpinu," sagði fjár-
málaráðherra.
--------------
Tilboð í
leikskóla í
Víkurhverfí
BORGARRÁÐ samþykkti í gær að
taka tilboði Sveinbjörns Sigurðs-
sonar ehf. í byggingu leikskóla í
Víkurhverfi. Sex tilboð bárust í
bygginguna og átti fyrirtæki Svein-
bjöms lægsta tilboð sem hljóðaði
upp á 99 milljónir króna.
HALDIN voru sjópróf í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær vegna báts-
ins Margrétar sem sökk í síðustu
viku í Hvalfirði. Að sögn Haralds
Blöndal formanns Rannsóknar-
nefndar sjóslysa stendur rannsókn
GUNNLAUGUR A. Júlíusson hag-
fræðingur hefur verið ráðinn deild-
arstjóri hagdeildar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga frá og með 1.
ágúst sl. Gunnlaugur hefur starfað
sem sveitarstjóri á Raufarhöfn frá
málsins yfir, verið er að skoða bát-
inn og athuga hvað olli óhappinu.
Haraldur segir skýrslu hafa verið
tekna af skipstjóra og háseta í gær
en ekki liggi fyrir hvenær rannsókn
málsins verði lokið.
árinu 1994 að undanskildu einu ári
þegar hann starfaði í Rússlandi sem
fjármálastjóri verkefnis á vegum Is-
lenskra sjávarafurða. Gunnlaugur
starfaði einnig í nokkur ár sem hag-
fræðingur Stéttarsambands bænda.
Samband íslenskra sveit-
arfélaga ráða hagfræðing
Dæmi um að heimilislæknar
sinni 2.500 sjúklingum
Biðlistar vegna
skorts á læknum
INGÓLFUR Kristjánsson,
læknir við heilsugæsluna í Hafn-
arfirði, segir vandamál í sam-
bandi við bið eftir þjónustu
heimilislækna fyrst og fremst
helgast af því að allt of fáir
heimilislæknar starfi á höfuð-
borgarsvæðinu. Miðað sé við að
hver læknir sinni um 1.500 sjúk-
lingum, en raunin sé sú að sumir
hafí yfir 2.500 sjúklinga á sinni
könnu. „Til þess að læknar geti
veitt betri þjónustu þyrfti að
fjölga þeim stórlega, lengri
símatími eða notkun tölvupósts
leysir ekki vandann."
Landsbyggðin verði ekki
flóttamannabúðir
Ingólfur segir starfsaðstöðu
heimilislækna hafa verið það
óaðlaðandi lengi að nú sé svo
komið að nær engin nýliðun eigi
sér stað. Hann bendir á að auk
þess að vera einu læknarnir
með sérmenntun sem geta ekki
hafið sjálfstæðan rekstur, eins
og kom fram í Morgunblaðinu í
gær, hafi stöður í Reykjavík
verið takmarkaðar í gengum
tíðina til að reyna að manna
landsbyggðina.
Sú leið er gengin sér til húðar
og hefur valdið meiri skaða en
gert gagn að mati Ingólfs.
„Reykjavík hefur alltaf verið
múruð af fyrir heimilislæknum,
það hefur verið reynt að manna
landsbyggðina sem eins konar
flóttamannabúðir frá Reykja-
vík. Menn hafa flæmst út á land
áður en þeir fara í sérnám og
rétt eftir að þeir koma heim.
Þetta hélt landinu þokkalega
mönnuðu í tíu ár en gerir það
ekki lengur.“
Ingólfur segir að vandamál
heilsugæslu í dreifbýli verði ekki
leyst nema í samhengi við
heilsugæsluna á höfuðborgar-
svæðinu. „Það þarf að gera að-
laðandi fyrir heimilislækna að
setjast að í dreifbýli en ekki
hrekja þá þangað."
Ingólfur segir að það myndi
þó ekki leysa allan vanda heilsu-
gæslu ef heimilislæknum yrði
gert kleift að hefja sjálfstæðan
rekstur þó að starfsumhverfi
yrði þar með betra og eftirsótt-
ai-a. „Það þarf að ræða upp-
byggingu íslenska heilbrigðis-
kerfisins í heild sinni. Það þarf
einnig að taka til endurskoðunar
hver sinnir hverjum í heilbrigð-
iskerfinu," segir Ingólfur.