Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Biðlistar eftir leikskólaplássi á Akureyri hafa lengst á þessu ári
Fleiri börn eru á biðlista
eftir plássi en fyrir ári
SAMKVÆMT nýjustu tölum um börn á biðlista
eftir leikskólaplássi á Akureyri er 351 umsókn á
biðlista. Þessar tölur eru frá því í lok jólí en að
sögn Sigríðar Sítu Pétursdóttur, deildarstjóra
leikskóladeildar, er vonast tO að eitthvað verði
hægt að stytta biðlistann þegar nýr leikskóli í
Móasíðu tekur tO starfa einhvem tímann eftir
miðjan september. Eins og ástandið er í dag
segir Sigríður Síta að rúmur helmingur barna
sem eru á biðlista sé eins árs en aðeins einn
leikskóli á Akureyri hefur hingað tO tekið við
svo ungum bömum.
Einn umsækjandi um
stöðu leikskólastjóra
„Eins og þetta blasir við okkur núna er 351
umsókn á biðlista og þar af em 170 böm tveggja
ára eða eldri. 181 bam er síðan fætt á síðasta
ári,“ sagði Sigríður Síta. Að sögn Sigríðar eru
mjög fá pláss fyrir eins árs börn tO staðar, að-
eins KiðagO hefur tekið við bömum yngri en
tveggja ára.
Sigríður Síta sagði að fljótlega upp úr miðj-
um september yrði opnaður nýr leikskóli við
Móasíðu og það verður leikskóli fyrir börn eins
til þriggja ára. „Þangað fara hins vegar elstu
börnin fyrst til að byrja með, því við reynum
alltaf að útvega þessum eldri bömum pláss sem
fyrst, en það á hins vegar alveg eftir að raða
börnum inn á þennan nýja leikskóla," sagði Sig-
ríður Síta. Að sögn Sigríðar Sítu er komin ein
umsókn um stöðu leikskólastjóra fyrir nýja
leikskólann, en umsækjandi vOl ekki láta nafns
síns getið í fjölmiðlum að svo stöddu. „Við emm
hins vegar ekki búin að ráða leikskólakennara
að skólanum en það hefur verið grennslast fyrir
um stöðurnar. Leikskólakennararnir vilja
gjarnan vita hver er stjórnandi að skólanum
þannig að ég býst við að hreyfing komist á mál-
in þegar tilkynnt verður um ráðningu leikskóla-
stjóra,“ sagði Sigríður Síta. Ráðið verður í sex
almennar stöður leikskólakennara við nýja leik-
skólann.
Betra ástand með
nýjum leikskólum
Sigríður Síta sagði að fleiri börn væra á
biðlista á þessu ári heldur en vom í íyrra. „Við
geram okkur vonir um að ástandið muni batna
þegar nýi leikskólinn við Móasíðu tekur til
starfa og svo er stóra spurningin hvenær leik-
skólinn við Iðavelli verður tilbúinn. Við vonumst
tO þess að það verði haustið 2000. Þá ætti
ástandið á biðlistunum að skána tO muna, en
reyndar er ekki búið að ákveða hvort leikskól-
inn við Iðavelli verður þriggja eða fjögurra
deOda,“ sagði Sigríður Síta að lokum.
Gúmmívinnslan
kaupir Hjól-
barðaþjónustu
Einars
GÚMMÍVINNSLAN hf. á Akur-
eyri hefur fest kaup á fyrirtækinu
Hjólbarðaþjónustu Einars við Dal-
braut og mun taka við rekstrinum
um næstu mánaðamót. Engar vera-
legar breytingar eru fyrirhugaðar á
rekstri Hjólbarðaþjónustu Einars,
fyrirtækið verður áfram rekið und-
ir sama nafni og starfsmannafjöldi
helst óbreyttur.
Að sögn forsvarsmanna Gúmmí-
vinnslunnar sjá þeir ýmis sóknar-
tækifæri í kjölfar kaupanna og sjá
fyrir sér hagræðingu í rekstri.
Með fjölgun dekkjaverkstæða í
eigu fyrirtækisins gefist betri
kostur á að markaðssetja þær vör-
ur sem Gúmmívinnslan er að selja.
--------------
Fjöldi manns
á handverks-
sýningu
FJÖLDI gesta lagði leið sína að
HrafnagOi í Eyjafjarðarsveit um
liðna helgi og heimsóttu handverks-
hátíðina Handverk 99. Að sögn
Hreiðars Hreiðarssonar, eins af
forsvarsmönnum sýningarinnar, er
þetta svipaður fjöldi og á sýning-
unni fyrir ári þrátt fyrir að veðrið
hafí ekki leikið við Eyfirðinga alla
helgina.
Morgunblaðið/Margit Elva
Gunnar Björnsson og Jakob Hallgrímsson, smiðir hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, byrjuðu á að reisa útveggi
nýju flugstöðvarinnar á þriðjudagsmorgun.
Bygging nýrrar flugstöðvar
í Grímsey í fullum gangi
Grímsey. Morgunblaðið.
FRAMKVÆMDIR við nýju flug-
stöðina í Grímsey standa nú sem
hæst, en þær hófust ekki fyrr en
eftir miðjan júlí.
Áætlað var að byrja verkið
fyrr í sumar en framkvæmdir
töfðust því ákvörðun um stað-
setningu lá ekki fyrir á tilsettum
tíma.
Húsið, ásamt flugturni sem enn
er í smíðum, er smiðað af Tré-
smiðju Fljótsdalshéraðs, Fellabæ
og kom í einingum fullbúið að ut-
an til Grímseyjar mánudaginn 9.
ágúst með ferjunni Sæfara.
Flugstöðin verður um 60 fer-
metrar á einni hæð, en flugturn-
inn, sem er áfastur húsinu, verð-
ur um lO fermetrar á tveimur
hæðum. Áætluð verklok eru um
miðjan október.
Viðbygging við
Amtsbókasafnið
Undirbún-
ingur haf-
inn að nýju
STEFNT er að því að hefja fram-
kvæmdir við nýbyggingu við Amts-
bókasafnið á Akureyri næsta vor.
Ýmisleg undirbúningsvinna er nú í
fullum gangi að sögn Ásgeirs
Magnússonar, formanns fram-
kvæmdanefndar Akureyrarbæjar.
Forsaga málsins er löng því sam-
keppni um þessa byggingu var
haldin fyrir mörgum áram og vann
Guðmundur Einarsson arkitekt þá
samkeppni. „Síðan þá hefur
margoft átt að reisa þessa bygg-
ingu en núverandi meirihluti hefur
einsett sér að hefja þessa fram-
kvæmd sem fyrst,“ sagði Ásgeir. Á
fundi framkvæmdanefndar 9. ágúst
síðastliðinn kom fram að Verk-
fræðistofa Norðurlands myndi skila
verkfræðiteikningum fyrir næstu
áramót og einnig að endumýja yrði
byggingarleyfið þar eð eldra leyfi
er fallið úr gildi.
„Guðmundur Einarsson er þessa
dagana að ganga frá sérteikningum
sem aUtaf átti eftir að gera. Það era
ýmsar teikningar varðandi t.d. inn-
réttingar. Síðan era það verkfræði-
teikningarnar sem eiga að vera til-
búnar um næstu áramót og verið er
einnig að ganga frá útboðslýsingu.
Reiknað er með að þetta fari í út-
boð í vetur,“ sagði Ásgeir.
Ásgeir sagði að fundur með
Guðmundi yrði einhvern tímann
um næstu mánaðamót. Að sögn
Ásgeirs stendur til að hefja fram-
kvæmdir næsta vor. „Við vinnum
að minnsta kosti samkvæmt þeirri
áætlun og það er gert ráð fyrir því
í málefnasamningi núverandi
meirihluta," sagði Ásgeir Magnús-
son.
--------------
„Heyr himna
smiður“
VEGNA mikillar aðsóknar að sýn-
ingunni „Heyr himna smiður“ að
Hólum í Hjaltadal hefur verið
ákveðið að framlengja sýningar-
tímann um eina viku, eða til
sunnudagsins 22. ágúst. Sýningin,
sem vakið hefur verðskuldaða at-
hygli í héraðinu, hefur að geyma
marga afar gamla og verðmæta
kirkjumuni úr kirkjum og bæna-
húsum Skagafjarðarprófastsdæm-
is og hafa sumir þeirra aldrei verið
til sýnis. Það eru Þjóðminjasafn
Islands, Byggðasafnið í Glaumbæ
og Hólaskóli sem standa að sýn-
ingunni en hún er í skólahúsinu á
Hólum. Sýningin er opin daglega
kl. 9-18 og er aðgangur ókeypis.
OLYMPUS LOEWE.
Myndavélar Sjónvarpstæki
B
ÆlasCbpco
Rafmagnsverkfæri
El CDinDGSiT
___________________________
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
Fyrirhugað yfírvinnubann húsasmiða á Akureyri
Bannið hefur ekki
tekið gildi ennþá
FRESTUR sá er smiðir á Akureyri
gerðu á fyrirhuguðu yfirvinnubanni
rann út 15. ágúst. Þann tíma átti að
nota til að reyna að finna lausn á
málinu, en eins og komið hefur
fram í Morgunblaðinu þá vora
smiðir ekki ánægðir með þau kaup
og kjör sem þeir bjuggu við og
töldu sig eiga rétt á sambærilegum
launum og starfsbræður þeirra á
höfuðborgarsvæðinu. Enn hefur yf-
irvinnubannið ekki tekið gildi og
ekki hafa verið gerðir nýir samn-
ingar á milli smiða og bygginga-
verktaka. Málið virðist í biðstöðu
og menn halda að sér höndum.
Páll Alfreðsson hjá P. Alfreðsson
sagði að yfirvinnubannið hefði ekki
tekið gildi hjá hans smiðum. „Það
er allt í biðstöðu hjá okkur og allt
gott á milli manna. Við töluðumst
við í upphafi, ég og smiðir mínir, og
bíðum núna átekta," sagði Páll.
Sigurður Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi SS Bygg-
is, sagði að smiðir hjá fyrirtæki
hans hefðu frestað aðgerðum þann
5. ágúst síðastliðinn. „Þeir frestuðu
sínum aðgerðum og síðan hefur svo
sem lítið gerst. Þeir era enn að
vinna að því að ég best veit,“ sagði
Sigurður.
Örn Jóhannsson hjá Hyrnu
sagði að ekkert yfirvinnubann
væri í gildi hjá þeim smiðum sem
væra í vinnu hjá fyrirtækinu. „Þeir
hættu við þær aðgerðir að svo
stöddu. Það eru ekki neinar samn-
ingaviðræður í gangi hjá okkur.
Við semjum bara við hvern fyrir
sig en ekki heilan hóp í einu, það
höfum við ekki gert og munum
ekki gera,“ sagði Örn.
Forsvarsmenn SJS-verktaka
vildu hins vegar ekkert segja um
málið að svo stöddu, sögðust vilja fá
vinnufrið til að vinna að lausn máls-
ins.