Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 19
VIÐSKIPTI
Metafkoma hjá Marel-samstæðunni á fyrri árshelmingi
Hagnaðurinn 225
milljónir króna
HAGNAÐUR Marel-samstæðunn-
ar á fyrstu sex mánuðum þessa árs
var 225 milljónir króna og hefur
ekki verið meiri í sögu fyrirtækis-
ins. Á sama tímabili í fyrra var 77
milljóna króna tap af rekstrinum.
Rekstrartekjur samstæðunnar á
fyrri hluta ársins námu rúmum 2,7
milljörðum króna'og hafa aukist um
rúman milljarð milli ára, eða 60%.
Rekstrargjöld námu rúmum 2,4
milljörðum og hækkuðu um 37%
milli ára. Vegna hagstæðrar geng-
isþróunar voru fjármunatekjur
samstæðunnar alls 17 milljónir á
fyrstu sex mánuðum ársins en til
samanburðar greiddi félagið 34
milljónir í fjármagnsgjöld á fyrri
hluta síðasta árs. Hagnaður af
reglulegri starfsemi nam 323 millj-
ónum króna en á sama tíma í fyrra
var 90 milljóna króna tap af reglu-
legri starfsemi.
Þakkar starfsmönnum
góðan árangur
Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri
Marel, vill einkum þakka starfs-
mönnum þann góða árangur sem
náðst hefur í rekstri það sem af er
árinu. „Einnig hafa fjárfestingar í
fiskiðnaði verið að taka við sér að
nýju eftir að hafa víða legið niðri um
skeið vegna samdráttar. Þessu til
viðbótar hefur okkur gengið mjög
vel að selja framleiðslu okkar fyrir
kjöt- og kjúklingaiðnað og því má
Rekstrartekjur
hafa aukist um
rúman milljarð
króna milli ára
segja að margt leggist á eitt við að
skapa þessa góðu afkomu.“
Hlutfall framleiðsluvara Marel
sem fara á markaði erlendis hefur
vaxið á þessu ári, er nú 95% en var
86% allt árið í fyrra. Geir segir að
salan dreifist nokkuð jafnt milli
landa en stór hluti fari á markaði í
Norður-Ameríku. „Noregur er líka
og hefur verið mikilvægur markað-
ur fyrir okkur og Evrópa hefur vax-
andi þýðingu sem markaður fyrir
framleiðsluvörur fyrirtækisins."
Bjarni Adolfsson, sérfræðingur
hjá Islandsbanka-F&M, segir að
árangur Marel verði að teljast mjög
góður og ætla megi að gengi hluta-
bréfa muni halda áfram að hækka.
„Athygli vekur að framlegð félags-
ins er nú um 13% en hefur verið á
bilinu 4-9% og rekstrartekjur
aukast um 60% frá sama tíma í
fyrra. Þær aðgerðir sem tekið var
til í kjölfar slakrar afkomu í fyrra
virðast hafa skilað sér og reikna má
með að afkoma á seinni hluta ársins
verði svipuð, enda biðlistar eftir
framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ef
áfram verður lögð aukin áhersla á
sölu- og kynningarstarf samhliða
þróunarstarfi, ætti framtíð fyrir-
tækisins að vera björt til lengri tíma
litið,“ segir Bjami.
Rekstrartekjur Carnitech
aukast um 36%
Marel rekur sex dótturfyrirtæki
erlendis: Marel Equipment Inc. í
Kanada, Marel Europe A/S í Dan-
mörku, Marel France SA, Marel
Seattle Inc., Marel USA Inc. og
Marel UK Ltd. Þessi fyrirtæki
gegna öll mikilvægu hlutverki í
sölu-, markaðs- og þjónustumálum
móðurfélagsins og hafa náð góðum
árangri að undanfömu, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Rekstrartekjur móðurfélagsins og
þessara sölufyrirtækja hafa þannig
aukist um 78% frá fyrri hluta síð-
asta árs.
Marel rekur einnig dótturfyrir-
tækið Carnitech, sem hefur starfs-
aðstöðu í Danmörku og á sjálft
dótturfyrirtæki í Seattle og Nor-
egi. Rekstrartekjur Carnitech-
samstæðunnar jukust um 36% á
fyrri hluta ársins samanborið við í
fyrra og var hagnaður eftir skatta
104 milljónir króna. Samhliða auk-
inni sölu tækja og búnaðar til
vinnlu á rækju og öðrum sjávaraf-
urðum hefur sala á tækjabúnaði til
nota í kjötiðnaði farið vaxandi á ár-
inu og einnig til vinnslu á laxi.
Marel og Carnitech starfa náið
Úr samstæðureikningi Mare,s hf- timabiliö ianúar-iúní 1999 UULLzJJVzU
1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir kr. 2.764,6 1.731,8 +59,6%
Rekstrargjöld 2.458,2 1.788,0 +37,5%
Rekstrarhagnaður/(-tap) 306,4 (56,3)
Fjármunatekjur/(-gjöld) 16,8 (33,8)
Hagnaður/(tap) fyrir skatta 323,1 (90,1)
Reiknaðir skattar (99,0) 31,6
Aðrar tekjur og (gjöld) 1,2 (18,6)
Hagnaður/(tap) tímabilsins 225,3 (77,1)
1999 1998 Breyting
Eignir 3.195,5 2.584,4 +23,7%
Skuldir 2.489,3 2.180,0 +14,2%
Eigiðfé 706,3 404,4 +74,7%
1999 1998 Breyting
Veltufé frá rekstri 298,8 (47,0)
Eiginfjárhlutfall 22,1% 15,6%
Veltufjárhlutfall 1,9 1,8
saman við framleiðslu og markaðs-
setningu.
Carniteeh gekk nýlega frá samn-
ingi við danskt verktakafyrirtæki
um byggingu á nýju verksmiðju- og
skrifstofuhúsnæði fyiir fyrirtækið.
Nýju höfuðstöðvarnar verða reistar
á Jótlandi, skammt sunnan við Ála-
borg, og er reiknað með að heildar-
kostnaður muni nema um 600 millj-
ónum króna. Megintilgangurinn
með byggingu hússins er að mæta
auknum umsvifum fyrirtækisins og
styrkja samkeppnisstöðu þess með
bættri og hagkvæmari aðstöðu.
Geir A. Gunnlaugsson segir að fyr-
irhugaðar byggingarframkvæmdir
hafi verið í athugun í nokkurn tíma
því þröngt hafi verið orðið um starf-
semi Carnitech í Danmörku. Að
sögn hans munu framkvæmdimar
ekki hafa nein áhrif á áform um að
byggja hús undir starfsemi Marel
hér á landi, enda sé um tvö óskild
mál að ræða. Hann segir ennfremur
að horfur í rekstri Marel og Carni-
tech á síðari hluta þessa árs séu
bjartar og að verkefnastaðan sé
góð.
Heildareignir Marel-samstæð-
unnar námu tæpum 3,2 milljörðum í
lok júní 1999 og hafa aukist um 24%
frá því í júní í fyrra. Bókfært eigið
fé nam 706 milljónum og var eigin-
fjárhlutfallið 22,1%. Skuldir nema
alls tæpum 2,5 milljörðum.
Eignarhaldsfélagið Alþýðubanki hf.
stofnar Alþjóðafjárfestingarsamlag
Mun sinna fjár-
festingum fyrir
stofnanafj árfesta
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Al-
þýðubanki hf. (EFA) tilkynnti í gær
stofnun Alþjóðafjárfestingarsamlags
sem ætlað er að standa fyrir áhættu-
fjárfestingum í óskráðum erlendum
fyrirtækjum. Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri EFA og fram-
kvæmdastjóri hins nýja samlags,
sagði á fjölmiðlafundi í gær að inn-
lendum stofnanafjárfestum verði
boðið að leggja fé til samlagsins og
verða þeir aðilar með takmarkaða
ábyrgð. Ráðandi eigandi samlagsins
verður nýstofnað dótturfélag EFA,
EFA félagar ehf., með 1% af stofn-
fjárframlagi.
Ætlunin er að safna framlagi frá
meðeigendum að lágmarki milljarði
króna, en þremur milljörðum að há-
marki. Er markmiðið að ávöxtun
fjármuna verði yfir meðallagi fyrir
meðeigendm- samlagsins.
Hið nýja samlag, sem er lokaður
hlutabréfasjóður, mun standa fyrir
fjárfestingum í fyrirtækjum á sviði
ferliiðnaðar, en dæmi um slík fyrir-
tæki eru sjávarútvegsfyrirtæki,
orkufrekur iðnaður, efna- og efna-
vinnsluiðnaður, auk fyrirtækja í upp-
lýsingatækni, en einnig í innlendum
félögum sem hyggja á útrás. Gylfi
sagði einnig að þetta væri í fyrsta
sinn sem stofnað væri til samlags
hér á landi í þessum tilgangi.
íslandsbanki F&M og Burnham
International á íslandi hf. munu
annast útboð meðal fjárfesta vegna
Aþjóðafjárfestingarsamlagsins.
Heiðar Guðjónsson frá Islandsbanka
F&M sagði á fjölmiðlafundinum að
með því að stofna tii samlags um
fjárfestingar mætti bæta áhættu-
dreifingu. Guðmundur Pálmason,
framkvæmdastjóri Burnham
International á íslandi, sagði að
samlagsformið væri algengasta fé-
lagsformið í samstarfi um fjárfest-
ingar í Bandaríkjunum, og að hlut-
deild aðaleiganda í hagnaði væri af-
kastahvetjandi, sem væri öðrum
þátttakendum hagstætt.
-------------------
Planet Holly-
wood í mikl-
um vanda
Reuters
VEITINGASTAÐAKEÐJAN Planet
Hollywood, sem rekur 80 veitinga-
staði og matstaði og státar meðal
annars af kvikmyndastjörnunum
Sylvester Stallone og Arnold
Schwartzenegger meðal hluthafa,
hefur óskað eftir greiðslustöðvun, en
veitingastaðakeðjan reynir nú að
vinna úr miklum rekstrarerfiðleikum.
Robert Earl, forstjóri og stofnandi
veitingastaðakeðjunnar, segir að til
standi að reyna samninga við lána-
drottna. Einnig hefur hópur fjár-
festa, þar á meðal tveir af núverandi
hluthöfum keðjunnar, sádi-arabíski
fjárfestirinn Prins Alwaleed Bin
Talal og milljarðamæringurinn Ong
Beng Seng frá Singapúr samþykkt að
leggja til um 2,2 milljarða af nýju
hlutafé gegn 70% eignarhlut, ef lánar-
drottnar samþykkja nauðasamninga.
1 '
Ertu aö byggja? • Viltu breyta? • Þarftu að bæta?
^ W W «gá
StéVUlSdm
15-70% afsláttur
oleum
ngartilboð Cíól
ýlfflísar - Útiflísar JYIo
20-42%
frá kr.
10 Dr.m2
stœrðir
tilboðsverði Veg
ittu inn - það hefur ávallt
autlistar
Crensásvegi 18. Sími 581 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 9 til 18.
Laugardaga frá kl. 10 tll 16. Sunnudaga frá kl. 12 til 16 (Malningadeild).
Takið málin
með það flýtir
afgreiðslu!
e:
Góð greiðslukjör!
Raðgrelðslur tll allt að
36mánaða