Morgunblaðið - 18.08.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.08.1999, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________VIÐSKIPTI______________ Hagnaður Lyfjaverslunar íslands hf. 37 milljónir á fyrri árshelmingi Niðurstaðan í samræmi við rekstraráætlun HAGNAÐUR af rekstri Lyfja- verslunar Islands hf. var 37 millj- ónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt árshlutareikn- ingi 30. júní 1999 og í tilkynningu frá félaginu kemur fram að niður- staðan sé í samræmi við rekstrará- ætlun ársins. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22 milljónum króna. Veltuaukning er 3% miðað við sama tímabil árið áður, en veltan var 744 milljónir hjá móðurfélaginu og 817 milljónir hjá samstæðunni í heild á fyrri hluta ársins. Óreglu- legar tekjur sem námu 28 milljón- um króna eru vegna söluhagnaðar af eigin bréfum félagsins. I lok júní nam eigið fé samstæð- unnar 502 milljónum króna, en var 560 milljónir í árslok 1998 og hafði því minnkað um 58 milljónir króna. Minnkun eigin fjár stafar af því að á tímabilinu var greiddur út arður í félaginu sem nemur 40,62% af nafnverði hlutafjár félagsins. Arð- urinn, sem var greiddur út í formi hlutabréfa í Delta hf., nam 122 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní var 43%, veltufjárhlutfall var 2,2, en veltufé frá rekstri nam 16 milljónum króna. Aðeins einn hluthafi á yfir 10% hiut Eftir sölu Lyfjaverslunar Is- lands á framleiðslu- og þróunar- deild sinni til Delta hf. um síðustu áramót hefur verið unniðð að efl- ingu markaðs- og dreifingarþáttar félagsins. Ein af niðurstöðum þeirrar vinnu er að Lyfjaverslun mun taka við dreifingu á öllum framleiðsluvörum Delta hf. um næstu áramót. Lyfjaverslun íslands hf. er skráð félag á Verðbréfaþingi Islands og eru hluthafar nú um 1.100 talsins. Fram kemur í tilkynningu félags- ins að eignaraðild sé enn mjög dreifð og aðeins einn hluthafi eigi yfir 10% hlut í félaginu. Hjá sam- stæðunni störfuðu að jafnaði 55 starfsmenn á fyrri hluta ársins. Lyfjaverslun íslands hf. Úr millippgjöri 1999 | Rekstrarreikningur 30/61999 30/61998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 817,1 791,7 +3,2% Rekstrargjöld 800,5 751,6 +6,5% Hagnaður fyrir fjármagnsliði 16,6 40,0 -58,5% Fjármunatekiur oq (fjármaqnsqjöld) (3,7) (6,6) -43,9% Hagnaður fyrir skatta 12,9 33,5 -61,5% Tekju- og eignarskattur (4,0) (5,7) -29,8% Hlutdeild minnihluta 0,0 (5,4) Hagnaður af reglulegri starfsemi 9,0 22,5 -60,0% Söluhaqnaður eiqin hlutabréfa 28,0 0,0 - Hagnaður ársins 37,0 22,5 +64,4% Efnahagsreikningur Breyting | Eignir. | Fastafjármunir Milljónir króna 561,5 541,2 3,8% Veltufjármunir 611,4 680,1 -10,1% Eignir samtals 1.172,9 1.221,3 -4,0% | Skuldir og eigið fó: | Eigið fé 502,0 550,5 -8,8% Hlutdeiid minnihluta í dótturfél. 0,0 10,5 - Skattskuldbinding 78,9 0,0 - Langtímaskuldir 315,3 419,0 -24,7% Skammtímaskuldir 276,7 241,3 +14,7% Skuldir og eigið fé samtals 1.172,9 . hZZíAJ -4.0% Sjóðstreymi og kennitölur 30/6 1 999 30/61998 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 15,7 60,3 -74,0% Veltufjárhlutfall 2,2 2,8 -21,4% Arðsemi eigin fjár 6,6% 4,1% +61,0% Samruni E JS og Hugar EJS kaupir 17,5% af EFA EIGNARHALDSFÉ L AGIÐ Alþýðubankinn hf. (EFA) hefur samþykkt kauptilboð frá EJS hf. í öll hlutabréf félagsins í Hugi hf., samtals 17,5% eignar- hlut, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Stjóm EJS hefur þegar samþykkt að kaupin skuli fara fram og verður endan- lega gengið frá málinu að lokn- um hluthafafundi í fyrirtækinu. Um síðustu áramót leiddi Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn saman hóp fjárfesta sem keyptu 48% hlut í Hugi hf. Ákvörðun um kaup E JS nú koma í kjölfar viðræðna við stjómend- ur Hugar um samrana fyrirtækj- anna sem átt hafa sér stað að undanfömu. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp en fram kemur í tilkynningunni að sölu- hagnaður EFA verði umtalsverð- ur. ERLENT Reuters Dauði Díönu Ljósmynd- ararnir verði ekki ákærðir París ÁP RÍKISSAKSÓKNARI Frakklands hefur lagt til að fallið verði frá ákær- um á hendur níu ljósmyndurum og ökumanni bifhjóls er bendlaðir vora við bílslysið sem varð Díönu prinsessu að bana 31. ágúst 1997. Ríkissaksóknarinn kvaðst í gær hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir til að ákæra mennina. Þeir höfðu sætt formlegii rannsókn vegna gran- semda um að þeir hefðu valdið slys- inu og látið hjá líða að koma Díönu og fylgdarmönnum hennar til hjálp- ar. Franski dómarinn Herve Steph- an, sem rannsakar slysið, vísaði mál- inu til ríkissaksóknarans í sumar og óskaði eftir áliti hans á því hvort ákæra ætti mennina. Stephan ber þó ekki skylda til að fara eftir ráðlegg- ingum saksóknarans. Barsmíðar á þjóðhátíð INDÓNESÍSKIR óeirðalögreglu- menn láta höggin dynja á náms- manni sem tók þátt í mótmæla- göngu að höfuðstöðvum yfirkjör- stjórnar Indónesiu í Djakarta í gær, á þjóðhátíðardegi Indóne- síu. Að minnsta kosti þrír náms- menn hlutu meiðsl í átökum við lögreglu er mótmælendur reyndu að komast inn í byggingu kjörstjórnarinnar. Indónesar minntust þess í gær að 54 ár eru liðin frá því landið lýsti yfir sjálfstæði hinn 17. ágúst 1945, eftir þriggja og hálfrar ald- ar nýlcndustjórn Hollendinga og fjögurra ára hernám Japana í síðari heimsstyrjöld. Fjöldi Serba vill yfírgefa Kosovo Ottast mislingafar- aldur í Bretlandi BRESKIR læknar telja allt að því óhjákvæmilegt að mislinga- faraldur brjótist út þar í landi innan fárra ára, í ljósi nýrra upplýsinga um að tíðni bólu- setninga barna við sjúkdómn- um sé hættulega lág. Breska blaðið The Times greindi frá þessu. Upplýsingamar hafa valdið það miklu írafári að læknar velta því nú fyrir sér hvort gera eigi bólusetningu að skyldu. Einungis 87% bama í Bretlandi eru bólusett við mislingum, hettusótt og rauðum hundum innan 16 mánaða aldurs, eins og mælt er með. Þessi tíðni þarf að vera 95% til þess að ónæmi sé nógu útbreitt til að tryggt sé að faraldur breiðist ekki út. „Ef engin breyting verður á getur vel farið svo að við þurfum að eiga í höggi við faraldur frá og með árinu 2001,“ sagði Dr. Mary Ramsay, sem starfar rannsóknarstofnun hins opin- bera í heilbrigðistmálum. Sérfræðingar í heilbrigðismál- um telja enn ekki réttlætanlegt að skylda fólk tU að láta bólu- setja börn sín, en útiloka ekki að slíkt gæti orðið nauðsynlegt í þágu almannaheillar. Pristína, Klokot. Reuters, AFP. NÍU sprengikúluhríðum rigndi yf- ir þorpið Klokot í Kosovo á mánu- dag og féllu tveir serbneskir tán- ingar. Fimm aðrir Serbar særðust. í öðru þorpi, Petrovce, særðist átta ára drengur af albönskum uppruna þegar skotið var á hann. Friðar- gæsluliðar í héraðinu greindu frá þessu í gær. Vopnaðir menn af albönskum uppruna læstu eldri serbneska konu inni í eldhúsi á heimili hennar í Pristína, höfuðborg Kosovo, síð- astliðið mánudagskvöld á meðan þeir börðu, rændu og reyndu að nauðga tengdadóttur hennar í næsta herbergi. Fórnarlömbin sögðu frétta- mönnum að atvikið hefði fyllt þau slíkum ótta að þau vildu komast burt úr borginni. Friðargæsluliðar hafa veitt fjölda Serba, sem hafa viljað yfirgefa Kosovo, vopnaða fylgd til Serbíu. Ofbeldisverk sem þetta hafa hvað eftir annað verið unnin af mönnum af albönskum uppruna gegn serbneskum fórnarlömþum á þeim tveim mánuðum sem liðnir eru frá því friðargæslulið Atlants- hafsbandalagsins (NATO) tók við af öryggislögreglu Serba í hérað- inu. Hefur þetta leitt til þess, að fjölmargir serbneskir íbúar hér- aðsins, sem eru í minnihluta, hafa lagt á flótta. „Ég myndi fara strax í kvöld ef hægt væri að komast hættulaust burt úr borginni," sagði konan, sem reynt var að nauðga, við fréttamenn á mánudagskvöldið. Hún er þrítug. Hún sagði að árás- armennimir hefðu sparkað í sig. Andlit hennar og brjóstkassi voru illa marin. Stálu peningum og persónuskilríkjum Mennirnir sem réðust inn á heimili konunnar fóru ránshendi um það, stálu peningum og per- sónuskilríkjum úr handtösku kon- unnar og hægðu sér á gólfteppið áður en þeir lögðu á flótta þegar konan og tengdamóðir hennar hrópuðu á hjálp. Breskir friðar- gæsluliðar, sem komu fljótlega á vettvang, sögðu að þetta hefði ver- ið þriðja atvikið af þessu tagi í Pristína á mánudaginn. Konurnar yfirgáfu báðar húsið klukkustund eftir atvikið. Tvær serbneskar konur sem bjuggu í næsta húsi fóru með þeim. Þar með höfðu allir Serbar, sem bjuggu við þessa götu í Pristína, hrakist á brott, og því má segja að þjóðernis- hreinsanir hafi farið fram í göt- unni. Kosovobúar sem ekki eru af al- bönskum uppnma - Serbar, sígaunar og jafnvel serbneskumæl- andi múslímar - hrekjast nú á brott undan kosovo-albönskum flóttamönnum sem snúið hafa heim. Vestrænir embættismenn segja að í sumum tilvikum séu Al- banarnir að hefna sín, en í öðrum tilvikum séu ótíndir glæpamenn að verki. Alþjóðlegar hersveitir komu til Kosovo í júnílók til þess að fylgja eftir árásum NATO á Serba, sem stundað höfðu þjóðernishreinsanir gegn Albönum í héraðinu. Her- sveitunum hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að þjóðemis- hreinsanir beinist nú gegn Serbum og öðrum minnihlutahópum í hér- aðinu. „Ef okkar her og lögreglumenn eru ekki hér þá er úti um okkur,“ var haft eftir Serbneskri konu sem var viðstödd jarðarför tán- inganna sem féllu í Klokot. Þegar hún var spurð hvort friðargæslu- liðarnir verndu Serbana hvíslaði hún: „Þeir halda allir með albön- unum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.