Morgunblaðið - 18.08.1999, Qupperneq 24
24 * MIÐVIKUDAGUR Í8. ÁGÚST 1999
MORGUNBDAÐIÐ
LISTIR
K<5r Öldutúnsskóla ásamt stjórnandanum Agli Friðleifssyni.
Kór Öldutúnsskóla til Kína
KÓR Öldutúnsskóla heldur á
morgun, fímmtudag, áleiðis til
Kína og tekur þátt í stóru alþjóð-
legu kóramóti sem fram fer í
Peking dagana 21.-27. ágúst.
Það eru samtökin The Inter-
nanional Society for Children’s
Djasshátíð
Reykjavíkur
þjófstartað
DJASSHÁTÍÐ Reykjavíkur
verður þjófstartað í Tjamarsal
Ráðhússins í hádeginu á morg-
un, funmtudag, kl. 12, með tón-
leikum dixflandsveitarinnar
High Sierra Jazz Band frá
Bandaríkjunum, en hátíðin
verður formlega sett miðviku-
daginn 8. september.
Hljómsveitin er hér á ferð,
meðal annarra hljómsveita, á
skemmtiferðaskipi sem er á
djasssiglingu um Norður-Atl-
anshafið.
Sveitina skipa Bryan Shaw
á komett, Howard Miyata
básúnu, Pieter Meijers kiar-
inett og sópransaxófón, Brace
Huddelstone píanó, Stan
Huddleston banjó, Earl
McKee súsafón og Charlie Ca-
stro trommur. Þeir Howard og
Earl syngja einnig. Einnig eru
í djassáhöfn skipsins djass- og
blússöngkonan Ruby Wilson
og klarinettuleikarinn Bob
Draga sem koma fram með
hljómsveitinni.
Nuddnám
hefst l. sept. nk.
Nuddnámið tekur eitt og
háift ár. Útskriftarheiti er
nuddfræðingur.
Námið er viðurkennt af
menntamálaráðuneytinu og
Félagi íslenskra nudd-
fræðinga.
Upplýsingar f sfma 567 8921
virkadagakl. 13-17.
Hægt er að sækja um í síma,
á staðnum eða fá sent um-
sóknareyðublað.
Nuddskóli
Guömundar
Choral & Performing Arts, sem
standa fyrir mótinu í samvinnu
við The Chinese People’s Associ-
ation for Friendship With For-
eign Countries.
Á mótinu koma fram 12 kórar
hvaðanæva úr heiminum og
verða þátttakendur um 600. Auk
þess mun kórinn heimsækja vina-
bæ Hafnarfjarðar í Kina, Baod-
ing, sem er í nágrenni Peking.
Stofnandi og stjórnandi Kórs
Öldutúnsskóla er Egill Friðleifs-
son.
Guðrún og Martial á
alþjóðlega flautuhátíð
GUÐRÚN Birgisdóttir og
Martial Nardeau taka þátt í
alþjóðlegri hátíð flautuleik-
ara í Atlanta í Bandaríkjun-
um sem fram fer dagana
19.-22. ágúst. Hátíð þessi
er haldin árlega í Banda-
ríkjunum og er einn stærsti
vettvangur flautuleikara og
flaututónlistar í heimi en
þátttakendur og gestir
skipta þúsundum.
Guðrún og Martial verða
þess heiðurs aðnjótandi að
koma fram á opnunartón-
leikum hátíðarinnar. Munu
þau flytja verk eftir Atla
Heimi Sveinsson. Síðar á
hátíðinni munu þau einnig
leika dúett eftir Karólínu
Eiríksdóttur sem nefnist
Spil. Ennfremur munu þau,
að ósk skipuleggjenda hátíðarinnar,
flytja verk eftir bandaríska tón-
skáldið John Cage.
„Við erum mjög glöð yfir að geta
komið íslenskum verkum á fram-
færi þama því þetta er gríðarlega
góður vettvangur," segir Guðrún í
Guðrún og Martial verða þess heiðurs að-
njótandi að koma fram á opnunartónleik-
um háti'ðarinnar.
samtali við Morgunblaðið. „Þama
verða þúsundir flautuleikara meðal
annars að leita sér að verkum. Auk
þess er alveg dásamlegt fyrir okkur
sjálf að geta blandað geði við allt
þetta fólk sem er að hugsa um sömu
hluti og við.“
Sólskinstónleikar
á Klaustri
TOIVLIST
Kirkjuhvoll
KAMMERTÓNLEIKAR
Á KLAUSTRI
Spohr: 6 sönglög f. sópran, klarínett
og píanó; sönglög eftir Sigvalda
Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Skúla
Halldórsson og Emil Thoroddsen í
úts. Atla H. Sveinssonar; Brahms:
Klarínettkvintett í h Op. 115. Sólrún
Bragadóttir, sópran; Gerrit Schuil,
pfanó; Guðni Franzson, klarínett; Sig-
rún Eðvaldsdóttir, fiðla; Sigurlaug
Eðvaldsdóttir, fiðla; Helga Þórarins-
dóttir, víóla; Luc Tooten, selló.
Sunnudaginn 15. ágúst kl. 15.
ÞRIÐJU og síðustu tónleikar sum-
arhátíðarinnar á Kirkjubæjarklaustri
runnu upp í þvflíku sunnudagssól-
skini, að ástæða virtist til að örvænta
fyrir fram um aðsókn í ójafnri sam-
keppni við guðsgræna náttúm. En
tryggð áheyrenda við tónlistarvið-
burð dagsins í félagsheimilinu
Kirkjuhvoli reyndist engu að síður
órofm, því hvert sæti var skipað þeg-
ar Sólrún Bragadóttir, Guðni Franz-
son og Gerrit Schuil hófu dagskrána
með 6 sönglögum eftir þýzka snemm-
rómantistann Louis Spohr.
Lögin vom yfirleitt strófísk að
gerð, þ.e. ítrekuð tónlist í hverju er-
indi, og klarínettið ýmist fyllti upp í
hljóminn eða lagði út af sönglínum
milli hendinga, oftast með rísandi
innkomu-„rakettum“ á brotnum
hljómum, svipað og í Der Hirt af
dem Felsen. Lögin vom tignarlega
flutt, en sum kannski ívið of hægt
(Zwiegesang, Sehnsucht og Wach
auf), þar sem ljóðræn klassík Spohrs
hefði mátt vera á ögn léttari nótum.
Sólrún fór mjög vel með þýzka text-
ann sem von var, en söngurinn var
að smekk undirritaðs yfirleitt einum
of ópemkenndur, eða a.m.k. óþarf-
lega „grand“ fyrir létt og lýrísk við-
fangsefni sem þessi. Þetta var dulítið
eins og áð veiða spörva með fall-
stykkjum. Hér sem á undangengn-
um tónleikum var auk þess ekki
laust við að meðvituð eða ómeðvituð
dekking söngkonunnar á röddinni
gæti verkað svolítið gervileg. í raun-
inni virtist hún óþörf, enda hljóðfær-
ið ljómandi gott í sjálfu sér.
Sigrún Eðvaldsdóttir og Gerrit
uppskám rífandi góðar undirtektir
fyrir dugmikla meðferð þeirra á ís-
lenzkum sönglagaútsetningum Atla
Heimis Sveinssonar fyrir fiðlu og pí-
anó; í þessu tflviki Mamma ætlar að
sofna, Sofnar lóa, Smalastúlkan,
Sofðu, sofðu góða og Búðarvísa. Það
kann að kalla yfir mann reiðilestur
hæstánægðra áheyrenda að játa hér,
að þessar hljóðfæraútsetningar hafi
einhverra hluta vegna aldrei höfðað
til undirritaðs. I hans nösum hefur
allt frá fyrstu kynnum stafað ákveð-
in hraðsuðulykt af uppátækinu, sem
ljær góðkunnu íslenzku söngperlun-
um óverðskuldaðan ávæning af
„Kitsch" - þrátt fyrir kröfuharða
virtúósíska spretti hér og þar. Til
sanns vegar ber þó að færa, að sú
skoðun virtist eftir öllu að dæma í al-
gjömm minnihluta meðal annarra
hlustenda, er fognuðu líkt og þeir
ættu lífið að leysa.
Hið mikla og verðskuldað vinsæla
meistaraverk Brahms, Kvintettinn
fyrir klarínett og strengjakvartett,
var síðast á dagskrá. E.t.v. það verk
með slíkri áhöfn sem stendur næst
Klarínettkvintett Mozarts að gæð-
um, þó að óneitanlega sé meiri heið-
ríkja yfir gimsteini Mozarts en
margslungnu verki Brahms. Undir-
rituðum er enn minnisstæður
ógleymanlegur flutningm- á Brahms-
kvintettinum í Bústaðakirkju í marz
1997 með sömu spilurum í efri
strengjum og nú, en Einari Jóhann-
essyni og Richard Simms á klarínett
og selló. En þó að túlkun hópsins á
Klaustri næði ekki alveg sömu hæð-
um, var hún engu að síður meðal há-
punkta hátíðarinnar. Klarínettblást-
ur Guðna Franzsonar féll hér mun
betur að heildarsamhljómi en í Moz-
art-kvartettnum tveim dögum fyrr,
þó að hæstu tónarnir væm enn stöku
sinni í hvellara lagi. Eftir orkumikið
Allegro (I.) hljómaði angurvær
Adagioþátturinn sérlega fallega með
dúnblíðum pp blæstri og fagurmót-
uðum strengjaleik, og frískleg
snerpa var yfir sveitasælulegum
Andantino-þættinum (III.). Samstill-
ing og innlifun náðu þó hæst í loka-
þætti, Con moto, frábærlega unninni
tilbrigðaröð, sem markaði eftir-
minnilegt niðurlag á hinni velheppn-
uðu 9. kammertónlistarhátíð á
Kirkjubæjarklaustri.
Ríkarður Ö. Pálsson
TÖIVLIST
Geislaplutur
GREAT PIANISTS
OF THE 20TH CENTURY
Píanóverk eftir Bach, Beethoven,
Brahms, Chopin, Liszt, Grieg,
Scarlatti, Rachmaninoff, Debussy,
Schumann, Granados, Prokoffiev o.fi.
Einleikur: Géza Anda, Claudio Arrau,
Alfred Brendel, Bruk & Taimanov,
Edwin Fisher, Walter Gieseking,
Myra Hess, Julius Katchen, Evgeny
Kissin, Alicia de Larrocha, Dinu
Lipatti, Arturo Bcnedetti Michelang-
eli, Maria Joao Pires, Michail Pletnev
o.fi. Útgáfa: Philips 462 699-2.
Lengd: 2’33 (2 diskar).
Vcrð 1.499 (Skífan)
Stórsnillingar
UM ÞESSAR mundir er að Ijúka
einhverri viðamestu útgáfuröð sem
um getur í sögu hljóðritaðrar tón-
listar. Það er Philips sem stendur
að útgáfunni sem nefnist Great Pi-
anists of the 20th Century - Stórpí-
anistar tuttugustu aldarinnar og
koma 20 síðustu settin út í næsta
mánuði. Útgáfan er studd af píanóv-
erksmiðju Steinway & Sons og að
henni standa, auk Philips, 25 önnur
útgáfufyrirtæki. Það þykir tíðindum
sæta að svo mörg fyrirtæki skuli
hafa sameinast um þetta viðamikla
verkefni. Langmest ber þó á þeim
píanóleikumm sem stóru fyrirtækin
EMI, Philips, Decca, BMG, Sony og
Deutsche Grammophon hafa gefið
út enda skarta vömmerki þeirra
fyrirtækja umslög útgáfunnar - en
hinna er getið neðanmáls. Þeir
stóm gæta ávallt hagsmuna sinna.
Alls verða útgáfurnar 100 tvöföld
sett, alls 200 diskar með u.þ.b. 250
klukkustundum af tónlist. Píanist-
amir em alls 74 af 15 þjóðemum og
er Ignaz Paderewsky þeirra elstur
(1860-1941) og Evgeny Kissin
yngstur (f. 1971). Fjórðungur efnis-
ins hefur aldrei verið gefinn út á
geislaplötum og um 90 mínútur hafa
aldrei borist eyrarn hlustenda. Eitt
tónverk, Klavierstúcke op.ll eftir
Arnold Schönberg í túlkun Mitsuko
Uchida, var hljóðritað sérstaklega
af þessu tilefni. Leiðandi tónlistar-
fræðingar, píanóleikarar og aðrir
hljómlistarmenn tóku að sér að
velja þessa 74 snillinga og í lang-
flestum tilvikum leikur enginn vafi
á því að rétt hafi verið valið - menn
standa vel undir því að teljast
„great“ á þessu sviði. Þó undrast
maður fjarveru margra góðra pí-
anista svo sem Dmitri Alexeev,
Jenö Jandó, Tatiana Nikolaievna,
Rudolf Firkusny, Pascal Rogé, Pet-
er Donohoe, Nikolai Demidenko
Marc André Hamelin og af yngri
kyslóðinni þá Olli Mustonen og Leif
Ove Andsnes - fyrst Evgeny Kissin
er tekinn með. En velta má fyrir sér
hvort listamenn innan við þrítugt
sem em að hefja feril sinn eigi yfir-
leitt nokkurt erindi inn í svona safn.
Undanfarnar vikur hef ég haft
undir höndum það sem á útlensku
kallast „sampler" eða sýnishoma-
disk þar sem 68 píanóleikarar leika
stutta kafla og brot úr stærri verk-
um. Að hlusta á svona safn smá-
stykkja í meðfomm jafnmargra af-
burða píanóleikara er líkt og að
opna Mackintosh-dós og uppgötva
að í henni eru bara uppáhaldsmolar
manns. Kannski of gott til lengdar,
allt er eitthvað svo frábært og full-
komið - að setja út á eitthvað væri
bara bjánalegt. En sumt stendur
samt upp úr.
Upphafsverk fyrri disksins, Vals-
inn frægi op. 70 nr. 1, í höndum
Gésa Anda sem lést á besta aldri ár-
ið 1976, er gersamlega ómótstæði-
lega fallega spilaður. Hvflíkt mús-
íkalítet! Brot út Haydn sónötu spil-
ar Alfred Brendel af fágætri klass-
ískri næmni. Píanódúettinn Bmk &
Taimanov sem starfaði til 1971 og
var nánast óþekktur utan Sovétríkj-
anna hefur greinilega verið óvenju
vel spilandi og samstilltur (Taima-
nov er reyndar þekktari nú á dög-
um fyrir að vera mikill skákmeist-
ari) Dame Myra Hess og Edwin
Fisher spila hvor sína píanóútsetn-
inguna á Bach-kórölum, rómantískt
og úr tísku, en á afar áhrifaríkan
hátt. Sýnishornin af Brahms-upp-
tökum þeirra Dinu Lipattis (sem
hér spilar fjórhent með Nadiu Bou-
langer), Claudios Arrau og Julius
Katehen staðfesta að orðspor þeirra
sem Brahmstúlkenda var ekki orð-
um aukið. Þegar hlustað er á hrika-
lega tækni Evgeny Kissin í Etýðu
Prokoffievs er ekki að undra að
menn hafi freistast til þess að telja
hann með í þessum hópi útvalinna
stórsnillinga píanósins á tuttugustu
öldinni. Mikhail Pletnev sýnir líka
nánast ofurmannlega tækni í tveim-
ur atriðum úr Þyrnirósarballett
Tchaikovskys í eigin útsetningu fyr-
ir píanó. Þegar spænska píanótón-
list ber á góma kemur nafn Alicia
de Larrocha óhjákvæmilega upp í
hugann. Hún spilar hér stutt stykki
eftir Granados með fáheyrðum el-
egans og fullkominni tilfinningu fyr-
ir hinu spænska tónmáli. Nöfn
Walter Giesekings og Arturo Bene-
detti Michelangelis em tengd nafni
Debussys álika órjúfanlegum bönd-
um. Að lokum vil ég nefna portú-
galska píanistann Maria Joao Pires
sem leikur kafla úr Franskri svítu
eftir Bach þar sem skemmtileg
raddfærslulist Bachs fær notið sín
til fulls í túlkun þar sem fágætt
jafnvægi ríkir.
Eins og áður var getið er hér al-
gjört nammi á ferðinni og erfitt að
velja. Hér hafa fáir einir verið
nefndir en þessi „smökkun" er ákaf-
lega lystaukandi og æpir á frekari
neyslu.
Verðið á hverri útgáfú er kr. 2.199
fyrir tvo diska og verður að teljast
nokkuð gott fyrir svo vandaða vöra
sem hér er á ferðinni. En sýnis-
homadiskamir em nokkra ódýrari.
Og að lokum þetta: Pappaumslög-
in sem þessar geislaplötur koma í
era ólíkt skemmtilegri en þetta
hvimleiða plastdrasl sem tíðkast
hefur hingað til. Vonandi eiga þess-
ar nýju umbúðir eftir að ryðja sér
til rúms.
Valdemar Pálsson