Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 32

Morgunblaðið - 18.08.1999, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Listalíf á landsbyggðinni Það er alrangt að á höfuðborgarsvœðinu séu tækifærin færri til ástundunar lista í áhugamennsku en út á landsbyggðinni. Eftir Hávar Sigurjónsson Ahugaleiklistin í land- inu hefur um all- iangt skeið vakið þau sjálfvirku við- brögð að hún sé ómissandi hluti af menningarlífi landsbyggðarinnar. Áhugaleik- listin er sögð homsteinn menn- ingarlífsins ásamt tónlistar- starfinu og eitt af því sem dreg- ur fólk til búsetu utan höfuð- borgarsvæðisins eða veldur tregðu þess til að flytjast á suð- vesturhornið. Þetta er ósköp falleg hugsun en fjarri veruleikanum því stað- reyndin er sú að enginn lætur áhugaleikfélag eða kirkjukór ráða búsetuvali sínu. Aðrir þættir ráða þar mestu eins og nærri má geta; VIÐHORF atvinnumögu- leikar, skóla- mál, þjónustu- stig. Sé þess- um skilyrðum fullnægt er hægt að lifa mann- sæmandi lífi á staðnum, áhuga- leikfélag og kirkjukór, briddsfé- lag og Læons fylgja í kjölfarið. Eru afleiðing en ekki orsök. Sveitarfélag sem líður fyrir atvinnuleysi, þar sem íbúar eru þjakaðir af áhyggjum vegna framtíðar sinnar og afkomu- möguleika, sveitarfélag þar sem fólk horfir upp á verðfall eigna sinna og eygir jafnvel ekki möguleika á að flytjast brott vegna þessa, er ekki sveitarfé- lag þar sem menningarlífið blómstrar. í slíku sveitarfélagi stafar þaulsætni íbúanna ekki af því að þeim finnist svo gaman að vera í leikfélaginu. Útrás fyrir áhugamennsku í listum kemur ekki í stað af- komuöryggis. Enginn lætur áhyggjur af atvinnuleysi og verðlausum eignum lönd og leið og snýr sér bara af krafti að því að rífa upp lista- og menningar- lífið í plássinu ásamt hinum at- vinnuleysingjunum. Ládeyða í menningarlífi helst í hendur við ördeyðu í atvinnulífí og öðrum félagslegum greinum. Að halda öðru fram er einfeldningslegt skrum. Til að fyrirbyggja hugsanleg- an misskilning er hér gerður skýr greinarmunur á atvinnu- mennsku og áhugamennsku í listum. Hugmyndin um að kreppuástand í þjóðfélagi hafi hvetjandi áhrif á listalíf á því ekki við hér; spurning er hvort hugmyndin sú arna eigi nokkurn tíma við en þó er víst að stefnubreytingar í listsköpun atvinnulistamanna vegna samfé- lagshræringa eru af allt öðrum meiði sprottnar en ahuga- mennska í listum. Áhuga- mennska telst það vera þegar fólk stundar önnur störf sér til framfæris og sinnir listastarfi af einskærum áhuga eftir því sem það hefur tíma til og ráð á. Hafí fólk nægan tíma (atvinnulaust) og þar með lítil ráð verður lítið úr ástundun áhugamála, hafi það hæfilegan tíma (vinni ekki allan sólarhringinn) og sæmileg ráð eru réttar aðstæður fyrir líflega ástundun lista. Þetta sjálfsagða samhengi má glöggt sjá ef litið er yfir menningar- og listalíf þéttbýlisstaðanna á land- inu. Suðvesturhomið ekki und- anskilið. Það er nefnilega alrangt að á höfuðborgarsvæðinu séu tæki- færin færri til ástundunar lista í áhugamennsku en úti á lands- byggðinni. Þvert á móti. Hvergi eru fleiri kórar og sönghópar af öllum stærðum og gerðum en á höfuðborgarsvæðinu. Hvergi eru tækifærin fleiri fyrir áhuga- menn um hljóðfæraleik að finna sér farveg við hæfi. Eða í mynd- list. Áhugafólk um leiklist í Reykjavík hefur um 15 ára skeið átt athvarf í Hugleik og fleiri leikhópum. Þá er ótalinn allur sá gríðarlegi fjöldi nám- skeiða sem áhugafólki í iistum stendur til boða á hverjum vetri og fjölmargir nýta sér. Ailt byggist þetta á því að fólk hafi í fyrsta lagi áhuga, í öðru lagi tíma og í þriðja lagi peninga á milli handanna. Það kostar nefnilega sitt að vera skapandi áhugamaður í listum. Áhugaleiklistin í landinu er á undanhaldi. Almennt stafar það af því að hið svokallaða góðæri nær ekki nema í litlum mæli út- fyrir höfuðborgarsvæðið; leikfé- lögin á landsbyggðinni standa höllum fæti fjárhagslega og einnig verður þeim erfiðara fyr- ir að fá fólk til þátttöku. Al- menna ástæðan er sumsé sú að versnandi kjör á landsbyggðinni hafa dregið kraftinn úr menn- ingarstarfinu. Sértæka ástæðan er svo aftur minnkandi fjár- styrkur opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, síaukinn kostnað- ur við uppsetningu leiksýninga og dvínandi aðsókn heima- manna á sýningamar. Dæmið er því ósköp einfalt, það verður sífellt ólíklegra að leikfélögun- um takist að brúa bilið á milli þess sem þau hafa á milli hand- anna til starfsemi sinnar og þess sem það raunverulega kostar að sviðsetja leiksýningu. Beinharðar tölur frá síðasta leikári segja að meðalkostnaður við leiksýningu sé um 1200-1500 þúsund krónur og styrkur ríkis- ins skiptist í ár í nákvæmlega 229 þúsund krónur pr. verkefni. Flest leikfélögin njóta einnig stuðnings sveitarfélags síns og afla að auki fjár með sölu aug- lýsinga í leikskrár o.þ.h. Lík- lega nemur þessi fjáröflun ásamt styrkjum u.þ.b. heimingi kostnaðar þegar best lætur og tekjur af aðgöngumiðasöiu þurfa því að vera drjúgar til að endar nái saman. Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga heyrir orðið til undantekninga að slíkt takist. Og fátt er jafn bráðdrepandi fyrir áhugalpikfé- lag og langur skuldahali. Á þessum áratug hefur leikfélög- um innan BIL fækkað úr tæp- lega 90 í 72 og aðeins 48 þeirra sviðsettu sýningar á síðasta leikári. Ekki er þessum pistli ætlað að vera raunarolla fyrir hönd áhugaleiklistar á íslandi. Engu að síður er nauðsynlegt að halda á iofti staðreyndum sem talsmönnum áhugahreyfingar- innar er skiljanlega óljúft að nefna. Þeir vilja að sjálfsögðu birta þá mynd af starfinu að þar ríki kraftur og bjartsýni, héreft- ir sem hingaðtil. Til að svo megi verða þarf stjómvaldsaðgerðir til að hin ytri skilyrði verði landsbyggðinni hagstæðari en nú er. Hver stjórnar? HINN 8. ágúst 1998 mátti á miðopnu Morg- unblaðsins lesa stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórn- ar Islands um „sölu ríkisbankanna og þá endurskipulagningu á fjármálamarkaði sem framundan er“ eins og þar sagði. „Tryggja verður dreifða eignar- aðild“ var flennifyrir- sögn blaðsins á viðtali við forsætisráðherrann. Ráðherrann talaði tæpitungulaust þegar hann sagði: „Við höfum séð slíka hluti forðum tíð í fyrirtækjum að þar hafa hagsmunir einstakra stórra eigenda iðulega borið fyrir borð hagsmuni hinna smærri eigenda. Eg held að það væri afar illa farið hjá ríkinu ef þannig tækist til við sölu á eignum þess yfirleitt að stuðla að þess háttar skipan mála.“ Hann taldi að það kæmi fyllilega til álita að tryggja það með laga- setningu að eignarhaldi á bönkun- um yrði dreift, þegar ríkið sleppti af þeim hendinni. Ráðherrann taldi það ekki „æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar nái 30-40% eignar- hlut í bankastofnun". Svo mörg voru þau orð þá og ný- leg viðtöl við forsætisráðherrann sýna að hann virðist enn sama sinn- is. Samt sem áður er svo komið ári síðar, í ágúst 1999, að einn aðili, sem kennir sig á latínu við dráps- hvalaætt, á orðið tæp 30% í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins með kaupum, sem fóru fram undir borð- inu. (Orca = háhyrningur, barberi, hnýðingur (níðingur), hundfiskur. Á ensku: Killer-whale.) Aðeins tvennt er til í _ þessu dæmi: Forsætisráðherra íslands ræður ekki ferðinni í þessu mikil- væga máli, cðn hann talar um hug sinn svo almenningur uggi ekki að sér fyrr en hundfiskarnir hafa náð að innbyrða fenginn í fjármálum viðskipta- iífsins. Undirritaður trúir því að hið fyrra sé sanni nær. En þá er verr komið fyrir þjóð- inni en nokkurn hefði órað fyrir, ef það eru forystumenn Fram- sóknarflokksins sem ráða ferðinni. Þá þarf heldur ekki að spyrja að leikslokum. Þá munu barberarnir fá óáreittir að leika listir sínar, að segja ef þeir gæta þess að þjóna Framsókn til borðs. Á hinn bóginn eru ríkar ástæður til að á menn leiti grunsemdir um óheilindi í talinu um hina dreifðu Stjórnmál Nýr umhverfisráðherra kolféll á sínu fyrsta prófi, segir Sverrir Hermannsson, vegna þess að frúnni fundust Eyjabakkar ekki nógu fallegir. eignaraðild. Við höfum enn hastar- legra dæmi um gagnstæða stefnu stjórnvalda. I sjávarútvegsmálum er það eindregin stefna ríkisvalds- ins að færa þann auð á örfáai' hend- ur. Afleiðing þeirrar stefnu fer eins og logi yfir akur. Nú þegar „eiga“ 22 fyrirtæki yfir 60% allrar sjávar- auðlindarinnar og kaupa og selja sameign þjóðarinnai- fyrir eigin reikning. Það er enda meginþáttur fijálshyggjunnar að fjármagn þjóð- arinnar sé bezt komið á sem fæst- um höndum. (Þeir hjá Heimdalli Sverrir Hermannsson eru að velja sér forystu þessa dag- ana og fara þeir fremstir, sem hæsta einkunn fá í frjálshyggju.) Þeir, sem stærstu gjafirnar hlutu af sameign þjóðarinnar, eru nú mættir með þær í pokanum að kaupa eignir almennings, banka og annað, sem stjórnvöldum er útbært samkvæmt stefnu frjálshyggjunn- ar. Og má þá með sanni segja að gripdeildin sé fullkomnuð. Grátbroslegt, en raunar gróflega dapurlegt í hina röndina, er vængjabuslið sem Byggðastofnun er látin hafa í frammi í kvótaúthlut- un um þessar mundir. Um það skal ekki fleiri orðum farið að sinni, en mikið má vera ef þau afskipti verða ekki að nöglum í líkkistu núverandi fiskveiðistjórnunar. Og færi enda betur. En fleira ber til hin síðustu dægrin. Nýr umhverfisráðherra kolféll á sínu fyrsta prófi vegna þess að frúnni fundust Eyjabakkar ekki nógu fallegir. Þrátt fyrir þenn- an einkennilega smekk er alveg augljóst, að ríkisstjórnin þorir ekki að láta fram fara umhverfismat á Eyjabökkum af ótta við að nýsett iög þar um myndu banna að sökkva þeim. Fram á hefur verið sýnt óyggjandi að nægur tími er til stefnu að framkvæma slíkt mat. Ráðherrann þyrfti að gera sér grein fyrir að virkjun í Fljótsdal næst aldrei fram nema mat skv. lögum leyfi. Hitt heitir að berja höfði við stein með slysgjörnum af- leiðingum. Oft er það gott sem gamlir kveða. í þessum skrifuðum orðum berst þeim sem á pennanum heldur í hendur sunnudagsblað Morgun- blaðsins. í því er að finna fróðlegt viðtal við Vilhjálm Eyjólfsson, bónda á Hnausum í Meðallandi. Hann endar viðtalið á þessum orð- um: „Eg er ekki frá því að komm- únisminn og kvótinn séu af sömu rót. Þetta eru ofstjórnunarkerfi, sem ieiða af sér spillingu. Og for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins mega gæta sín, ef þeir fara ekki að skilja þetta.“ Höfundur er alþingismaður og for- maður Ftjálslynda flokksins. ÞAÐ SKYLDI þó aldrei vera að málara- listin sé orðin „und- erground“-hreyfing á íslandi. Það að málarar skuli verða orðnir það langt utangarðs í myndlistinni að ekki skuli vera til orðið neitt hús til að sýna í mál- aralist, bendir jú til þess að svo sé. Eða hvað? Sem kunnugt er tók einn meðlimur neð- anjarðarhreyfingarinn- ar sig til og byggði listaskála með eigin höndum svo að segja, þannig að hægt væri að kynna fólki alla þá afurð sem á þessu sviði listar er verið að skapa í landinu. Hann lagði allar sínar eig- ur að veði, enda framkvæmdin rek- in áfram af hugsjón einni saman í þeirri von að stjórnvöld myndu sannfærast um nauðsyn kynningar- salar sem þessa. Sú von hinsvegar brást gjörsamlega og neyddist hinn hugumstóri maður eftir stuttan en gróskumikinn tíma við rekstur sal- arins að hætta starfseminni. Fyrir nokkru var svo haldin nokkurskon- ar mótmælasýning þar sem yfir 60 málarar minna á brýna nauðsyn þess að hús sem þetta fái að lifa og dafna. Ég er að sjálfsögðu að tala um Einar Hákonarson myndlistar- mann og Listaskálann í Hvera- gerði. Málverkið er flókinn miðill, og ekki þar með sagt að allir þeir sem munda pentskúfínn og kalla sig málara séu þess verðir að þeim sé veitt athygli. Samt sem áður og þrátt fyr- ir allar viðreisnarspár fræðinga á sviði menn- ingar og lista, sem keppast við, enn þann dag í dag, að lýsa yfir endalokum þessa forna fjanda, er fljúg- andi uppgangur í mál- aralistinni og þá aðal- lega (hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum?) í hlut- bundnu málverki. Það skrýtna við framtíðina er nefnilega að hún kemur okkur svo oft á óvart, þrátt fyrir alla visk- una og útreikningana. Kannski það sé vegna þess að fræðimenn vilja oft gleyma því að listamenn eru líka vitsmunaverur eins og þeir og velja margir hverjir sínar eigin leiðir af innsæi ef ekki hreinum geðþótta, í stað þess að láta forskrift betri upplýstra spekinga setja sér fyrir. Sú mikla breidd sem vart verður í heimi listarinnar nú á okkar dögum er af hinu góða, og ekki má gleyma því að hugmyndalistin hefur haft athyglisverð áhrif á þróun mál- verksins, og vel á minnst ekki ein- göngu í óhlutbundnu málverki. Það sem ég á hinsvegar erfiðast með að skilja ef skoðuð er sú þróun sem á sér stað í myndlistinni víða um heim, og á ég þá líka við það sem grassérar undir yfirborðinu, er sú þröngsýni sem einkennir það lið er skipar þann flokk manna er stjórn- völd leita ráða hjá á íslandi. Það að þeir sömu skuli ekki vera búnir að gera sér grein fyrir að málverkinu verður ekki lengur þokað burtu er allt að því fjarstæðukennt. Undan- farin 10 ár hefur starfsvöllur minn í myndlistinni verið að mestu leyti á þýskri grund. Á þessu tímabili hef- ur áhugi á málverkinu farið stöðgugt vaxandi þar í landi og flestum orðið ljóst að ekki er hægt að líta lengur fram hjá þessari þró- un. Það er því ekki lengur óalgengt að listamenn sem nota ólíka miðla sýni saman. Þar er t.d. algengt að setja upp sýningar með fjórum til fimm listamönnum er sýna afrakst- ur hugverka sinna sameiginlega. Ég hef tekið þátt í mörgum slíkum sýningum og er ég þá undantekn- ingalítið eini málarinn. Með mér sýna þá venjulega listamaður sem vinnur innsetningar, annar sem notar vídeó, texta, hljóð, neónljós eða tölvu svo eitthvað sé nefnt, og einn annar sem sýnir „objekt", og er þá oft um að ræða tilbúna fram- leiðslu sem listamaðurinn bætir einhverju við til að einkenna og styrkja fyrirbrigðið. Hitt er annað að mikilvægt er að við séum með- vituð um þann klofning sem ein- kennir tíðarandann. Minn „objek- tívi inteilektúell" er hvað þetta varðar áhrifamikill, ekki bara á sviði lista heldur líka í stjórnmála- heiminum og hefur sterk áhrif á framvinduna í listalífinu. Dæmi- gerður fulltrúi hins hópsins er sá sem skoðar þjóðfélagið meira út frá einstaklingnum (líka sem hluta af massanum) og notar eigin hugsýn og innsæi (intuition) sem leiðarljós á braut sinni til frekari skilnings á einkennum samtímans, án þess þó að gleyma mikilvægi þess að við- halda þeim þræði er tengir okkur við upprunann, náttúruna. Þarna er „Avantgarde“ í Hveragerði Jón Thor Gíslason á |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.