Morgunblaðið - 18.08.1999, Side 36
< 36 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
V
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA SIGURÐARDÓTTIR,
Norðurgötu 60,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 14. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kolbrún Sveinsdóttir, Stefán Haukur Jakobsson,
Kristín Sveinsdóttir, Júlíus Björgvinsson,
Emilía Sigríður Sveinsdóttir, Finnur S. Kjartansson,
Árný Petra Sveinsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson,
Baldvin Þröstur Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkæra yndislega dóttir okkar, systir,
barnabarn og frænka,
KRISTÍN ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR,
Hlíðarhjalla 69,
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 15.
ágúst. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elfa Björk, Erlendur Atli,
Egill Örn
og Ólöf Ósk.
X
+
Bróðir minn og systursonur okkar,
SIGURÐUR ÍSFELD KARLSSON,
Bergstaðastræti 48A,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Einar Karlsson,
Hörn Sigurðardóttir,
Guðfinna S. Drewry,
Auður Sigurðardóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Sólvangi, Hafnarfirði,
áður Kelduhvammi 9,
lést á sjúkrahúsinu Sólvangi aðfaranótt þriðju-
dagsins17. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
börn hinnar látnu.
+
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
áður til heimilis á Garðavegi 4,
Keflavík,
andaðist mánudaginn 16. ágúst á dvalar-
heimilinu Garðvangi, Garði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Jónsson, Margrét Jakobsdóttir.
+
Hjartkær eiginmaður minn,
STEINN DALMAR SNORRASON
fyrrum bóndi Syðri Bægisá
Öxnadal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 17. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Aðalsteinsdóttir.
ÞÓRUNN H.G.
NORÐDAHL (FRÍÐA)
+ Þórunn H.G.
Norðdahl
(Fríða) fæddist á
Vitastíg 18 í Reykja-
vík, í húsi ömmu
sinnar Hólmfríðar
Jdnsdóttur, 29. ág-
úst 1908. Hún lést á
Landspítalanum 12.
ágúst si'ðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru: Guðmundur
Helgi Jakobsson,
bflstjdri í Smára, f.
2.5. 1881, d. 28.6.
1954, og Guðlaug
Helga Klemensddtt-
ir, f. 24.8. 1887, d. 27.12. 1938.
Fríða var elst átta systkina og
eru þau öll látin.
Fríða giftist Poul A. Jörgen-
sen, f. 24. febrúar 1908. Hann er
látinn. Þau slitu samvistir eftir
fjögurra ára hjúskap. Eignuðust
þau eina ddttur, Helgu Jörgen-
sen, deildarstjöra í heimaþjdn-
ustu, f. 10.5. 1937. Hún giftist
Einari Ólafssyni cand. theol., f.
2.12. 1931. Slitu þau samvistir
eftir 30 ára hjúskap. Eignuðust
þau þrjú börn. Þau eru: 1) Hdlm-
fríður Helga, cand. scient. í líf-
fræði, f. 26.2. 1959.
Sambýlismaður henn-
ar er Sigurður Sig-
urðsson vélvirki, f.
3.11. 1960. Hennar
sonur er Einar Orn
Kristjánsson, f. 16.6.
1983. 2) Ólafiir, fram-
kvæmdastjöri, f. 11.3.
1960, kvæntur Björgu
Marteinsdöttur, f. 2.4.
1957, og eiga þau
fjögur börn. Þau eru:
a) Sdley R. Mathiesen,
f. 14.2. 1977, hún er
gift Kristjáni Math-
iesen viðskiptafræð-
ingi, f. 5.5. 1970, þeirra sonur er
Daníel Kristján, f. 19.6. 1997. b)
Unnur Erna, f. 14.1. 1985. c)
Brynjólfur Víðir, f. 29.10. 1986. d)
Matthías Orri, f. 1.3. 1989. 3) Sig-
urður Þ., f. 3.7.1970. Hann er ein-
hleypur.
Hinn 29. ágúst 1948 gekk Fríða
í hjdnaband öðru sinni og giftist
Guðmundi E. Norðdahl verka-
manni, f. 12. nóvember 1911. Lifir
hann konu sína og dvelur á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa-
vogi þar sem hún og dvaldist síð-
ustu árin. Þau eignuðust tvo syni:
Þá er hún amma mín farin héðan,
síðust en þó elst í stórum systkina-
hópi.
Minni íyrstu hugsun, þegar ég
heyrði að kallið þitt væri komið og
þú lögð af stað inn í næsta heim, var
fylgt eftir með bæn um að Himnesk-
ur Faðir mundi senda til þín góða
þjónustu engla til að leiða þig fyrstu
skrefin sem þú stígur í þínum nýju
heimkynnum. Fljótt gerði ég mér
grein fyrir því að auðvitað mundir
þú fá góðan stuðning. Þeir sem þú
elskaðir og þeir sem elskuðu þig
mundu vera þama, móðir þín sem
þú elskaðir svo mikið og sagðir mér
svo oft frá hefur örugglega verið
þar, einnig faðir þinn og svo öll
systkinin. Sumra þeirra hefur þú
saknað allt frá því á stríðsárunum og
jafnvel fyrr. Mér létti strax við þessa
hugsun því ég veit að svona er það.
I Orðskviðunum segir: Ungur var
ég og gamall er ég orðinn en aldrei
hef ég séð réttlátan mann yfirgefmn.
Amma mín, ég trúi því að þú hafir
verið réttlát kona. Alla tíð varst þú
mér sönn amma, svona amma eins
og ömmur eiga að vera, góð, þolin-
móð, elskandi kona sem alltaf hlust-
aði á það sem ég og hin bömin höfð-
um að segja.
Eg minnist þess að koma til þín í
Bræðratunguna í Kópavoginn og
finna þar lopapeysur og aðrar hann-
yrðir sem þú vannst að. Eg veit að
enn í dag njóta margir þess sem þú
gerðir á þessu sviði. Einnig er
sterkt í minningu minni sem bams
að sitja í heimkeyrslunni heima og
bíða eftir því að sjá þig koma gang-
andi inn götuna. Eftirvæntingin og
gleðin mikil yfir því að í dag kæmi
amma. Þegar þú síðan birtist í fjar-
lægð þá minnist ég þess að hlaupa
út götuna til að heilsa þér og fylgja
heim.
Á þessari stundu er efst í huga
mér þakklæti til Himnesks Föður
fyrir að hafa létt þér kvölina. Á
sama tíma græt ég þig en ylja mér
við minningarnar, minningar um
þig, það sem þú varst og það sem þú
gerðir. Hæfileikar þínir koma fram
í bömum, bamabörnunum og
bamabarnabömum. Söngraddir lifa
með okkur, hæfni handa okkar og
aðra góða kosti sem þú varst gædd
hefur þú gefið okkur og komandi
kynslóðum til að rækta og varð-
veita.
Eg þakka fyrir fullvissuna um líf-
ið eftir þetta líf, þessi fullvissa hefur
veitt mér ró og þannig breytt sorg-
inni í fögnuð og þakklæti fyrir allt
það sem þú lagðir á þig fyrir móður
mín, mig og bömin mín.
Eg bið Himneskan Föður að
halda verndarhendi sinni yfir þér
þar sem þú ert og einnig yfir öllum
þeim sem syrgja og sakna.
Ólafur Einarsson.
Til elsku langömmu:
Eitt sinn varstu ung
og lékst þér í ósnertri náttúru
þar sem sólin kyssti enni þitt
og litlir álfar léku sér í hári þínu.
Og allir englar Guðs fylgdust með
er þeir mótuðu myndir úr mjúkum
skýjunum,
UTFARA RST OFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN [
SÓLARHRINGJNN |
AÐAI.STR/1ÍTI 4B • 101 REVKJ.AVÍK |
I .IKKIST'UVINNUSTOI-’A
EYVINDAR ÁRNASONAR I
Þegar andlát ber að höndum
Útfararstofan annast meginhluta allra útfara
á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns
við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alútleg þjónusta sem byggir á langri reynstu
Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266
1) Elliða Norðdahl trésmið, f.
27.12. 1948, hans kona er Drífa
Lárusdóttir bréfberi, f. 5.8.
1954, ddttir þeirra er Steinunn
E.N., f. 18.12. 1975, á hún einn
son, Alexander N., f. 22.5. 1996;
og 2) Gylfa Norðdahl verk-
stjdra, f. 16.10. 1952, hann var
kvæntur Katrínu G. Júlíusdótt-
ur, f. 25.5. 1955, þau slitu sam-
vistir eftir fá ár. Eiga þau tvo
börn: Kristjönu G.N., f. 30.11.
1974, hún er gift Baldri I. Ólafs-
syni trésmið, eiga þau eitt barn,
Andreu Ýri, f. 29.12. 1996, og
Júhus G.N., f. 16.12. 1976, hann
er einhleypur.
Fríða dlst upp í gamla bænum
í Reykjavík og fluttist á milli
Njálsgötu 50 og Bergþdrugötu
20 og athvarf átti hún lengst af
hjá ömmu sinni á Vitastíg 18.
Fríða var kdrfélagi fyrst í
barna- og stúkukdrum og síðar í
Söngfélaginu Hörpu og Ffl-
harmóníu undir sljdrn Rdberts
A. Ottdssonar. I Kdpavogskirkju
söng hún um áratuga skeið.
Á yngri árum starfaði Fríða í
Smjörlfldsgerðinni Smára undir
forstöðu Ragnars Jdnssonar í
Smára.
Þau hjdn voru meðal frum-
byggja í Kdpavogi og fluttust
þangað haustið 1948.
Fríða verður jarðsungin frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
myndir af þér, og því sem hvfldi í
sálu þinni
allt frá byrjun.
Þú lifðir í gegnum súrt sem sætt,
þú elskaðir og hataðir,
allt sem þú snertir varð að gulli
og án þín væri ég ekki til
og án þín væru bömin mín ekki til.
Og núna situr þú á himnum,
elsku langamma, og horfir á þau,
baraabömin þín, og býrð til myndir úr
skýjunum
með öllum heilögu englum Guðs.
Unnur Erna Ólafsddttir.
I dag kveðjum við með söknuði
föðursystur okkar, Hólmfríði Norð-
dahl, sem látin er á nítugasta og
fyrsta aldursári. Hólmfríður var
elst sex systkina, sem nú eru öll
horfin til annarra heima. í þeim
hópi myndaðist sérstakt kærleiks-
ríkt samband á milli hennar og föð-
ur okkar, Eggerts, sem var yngstur
systkinanna, sem lýsir sér meðal
annars í að önnur okkar var látin
heita í höfuðið á henni. Á uppvaxt-
arárum okkar áttum við heima í
Garðinum suður með sjó, en hún og
hennar fjölskylda í Kópavogi.
Heimsóknir voru tíðar milli fjöl-
skyldnanna þrátt fyrir að á þeim
tíma hafi þótt töluverð fjarlægð á
milli staða, og var oft dvalið í
nokkra daga í senn.
Fríða frænka, eins og hún var
ætíð kölluð í okkar hópi, var trúuð
kona og traustur persónuleiki, rétt-
sýn og bjó fjölskyldu sinni fallegt
heimili. í augum okkar systra var
hún sannkölluð heimskona, þar sem
hún ferðaðist víða um á erlendri
grund. Hún tók virkan þátt í kór-
starfi bæði hjá Fílharmóníukómum
og síðar í kirkjukór Kópavogs.
Fríðu féll aldrei verk úr hendi, hún
var mikil hannyrðakona og stundaði
meðan heilsu naut útsaum og
prjónaskap.
Margs er að minnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrr liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við þökkum Fríðu frænku sam-
fylgdina og það ástríki sem hún
ætíð sýndi okkur. Guðmundi eigin-
manni hennar, Helgu, Elliða, Gylfa
og þeirra fjölskyldum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Fríður og Guðlaug.