Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 18.08.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 37^ KRISTJAN BJÖRNSSON + Kristján Björns- son, Heiðar- gerði 2c, Húsavík, fæddist á Húsavík 6. febrúar 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Þingeyinga 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Krist- jáns voru Björn Kri- stjánsson, bátafor- maður á Húsavík, og kona hans, Sig- ríður Helgadóttir. Börn Björns og Sig- ríðar eni í aldurs- röð: Fanney, hús- móðir í Hveragerði, f. 4.10. 1924, gift Hauki Sigurjónssyni, Kristján sem hér er minnst; Þuríður, f. 14.05. 1931, d. 4.11. 1931, Guðjón, skipsljóri á Húsa- vík, f. 12.4. 1934, kvæntur Þór- veigu Kristjánsdóttur, Sigfús, bakari á Húsavík, f. 28.5. 1936, d. 27.11. 1965, kvæntur Þórunni Birnu Jónsdóttur. 30. desember 1955 kvæntist Kristján Kristínu Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Setbergi á Húsavík f. 6. febrú- ar 1936 og lifir hún mann sinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Jóhanns- dóttir og Jón Sör- ensson bátaformað- ur á Húsavík. Þau eignuðust einn son, Jón, sem er skip- stjóri í Sandgerði. Kona hans er Svan- hvít S. Jóhanns- dóttir og eiga þau eina dóttur, Krist- ínu. Áður átti Svan- hvít þrjá syni. Kristján stund- aði nám við Vélstjóraskóla Is- lands og lauk vélstjóraprófí 1950. Hann fór ungur til sjós og stundaði sjómennsku og út- gerð lengst af. Síðar á starfsævinni gerðist hann vél- gæslumaður við Fiskiðjusam- lag Húsavíkur og vann þar þar til hann hætti störfum. Kristján verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þeir kveðja nú margir frændur, vinir og nágrannar frá því ég var búsettur á Húsavík. Kristján frændi minn eða Stjáni í Rauðhól eins og hann var oftast kallaðir af frændum sínum hafði um nokkurt skeið háð harða baráttu við þann illvíga sjúkdóm krabbameinið. Hann barðist til síðustu stundar en varð þó að láta í minni pokann. Þegar ég heimsótti hann í síðasta mánuði þótti mér sýnt að hverju stefndi en hann lét engan bilbug á sér finna. Ég var þess fullviss þá að hann vissi að skammt væri eftir en hann vildi ekki íþyngja öðrum með tali um veikindi sín. Kristján var kenndur við Rauð- hól á Húsavík (nú Túngata 18). Á þeim árum sem hann var að alast upp báru íbúðarhús nöfn en ekki númer enda ekki komin heiti á göt- ur. Foreldar Kristjáns bjuggu í Rauðhóli og þar ólst barnahópur- inn upp. Rauðhóll er í Suðurbæn- um og þar bjuggu einnig bræður Björns, Arnór og Ásgeir. Lífið á Stangarbakkanum, en svo nefnist hluti af Suðurbænum er í minning- unni mjög skemmtilegt, þegar við vorum að alast þar upp. Mikill samgangur var á milli Rauðhóls, Steinholts, þar sem foreldrar mín- ir bjuggu, Ásgeirshúss, þar sem Ásgeir bjó, og svo Helgastaða þar sem móðurafi og amma Kristjáns bjuggu, þau Helgi Flóventsson og Jóhanna Jóhannsdóttir. Þar bjuggu einnig tvö móðursystkini Kristjáns, Hallmar og Jónína, með sínum fjölskyldum. Frændgarður- inn á þessum slóðum var því fjöl- mennur. I þennan hóp bættust svo strákarnir í Grafarbakka Bjarna- synir en Kristjana móðir þeirra var frá Helgastöðum, systir Sig- ríðar móður Kristjáns. Einn þess- ara Grafarbakkabræðra, Helgi Bjarnason, hefur nú nýlega kvatt og margir hafa orðið til að minnast hans. Allt þetta fólk lifði af sjó- mennsku að meira eða minna leyti. En félagsmál voru þeim bræðrum Kristjánssonum mjög hugleikin og voru þeir í forystu í verkalýðsmál- um í áratugi. Þannig voru þeir allir Kristjánssynirnir föðurbræður Kristjáns sem búsettir voru á Húsavík í stjórn verkalýðsfélags- ins og Björn, Arnór og Ásgeir for- menn til fjölda ára. Páll og Þráinn voru einnig í stjórn. Við krakkarn- ir í þessum systkinahópi urðum okkur því fljótlega meðvitandi um félagsmál einkum verkalýðsmál og stjórnmál. Björn faðir Kristjáns var til fjölda ára forystumaður í málefnum sjómanna. Það var því ekki furða þótt Kristján legði fyrir sig sjómennsku en hann lét öðrum frændum sínum eftir afskipti af fé- lagsmálum. Hann var snemma mjög duglegur að vinna og vorum við yngri strákanir oft minntir á dugnað Kristjáns þegar við vorum brýndir til verka. Kristján var ekki stór maður vexti en ákaflega snarpur til vinnu. Hann var innan fermingar byrjaður að sækja sjó- inn með föður sínum sem þótti annálaður dugnaðarmaður. Krist- ján sem að eðlisfari var fremur hlédrægur bjó yfir miklum metn- aði og lét ekki sitt eftir liggja. En hann var líka vinsæll og efirsóttur til vinnu. Hann var mikill húmoristi eins og hann átti kyn til þótt hann flíkaði því minna en ýmsir frændur hans. Líktist hann þar í mörgu móður sinni sem var afar skemmtileg kona og með ein- dæmum lúmskfyndin. Þessa nut- um við systkinin í Steinholti sem voru daglegir heimagangar í Rauðhóli. Þar sem Kristján hafði gert sjó- mennsku að ævistarfi sínu vildi hann afla sér menntunar til þeirra starfa. Hann dreif sig þá í Vél- stjóraskólann og lauk þaðan vél- stjóraprófi 1950. Ég var þá við nám í Reykjavík og höfðum við mikil samskipti þann tíma. Þá kynntist ég þessum frænda mínum enn betur og vissi hve ágætan mann hann hafði að geyma. Hann var afskaplega samviskusamur og réttsýnn. Hann gekk aldrei á hlut nokkur manns og tók oft í kyrrþey á sig verk annarra til að forðast deilur. Þegar við fórum út saman þennan vetur að skemmta okkur var óhemjugaman að vera með Stjána, hann var svo bráðfyndinn. Um margra ára skeið voru þeir saman um útgerð Kristján, Guðjón bróðir hans og Hörður bróðir minn. Þeir áttu saman vélbátinn Þengil og gerðu hann út frá Húsa- vík. Þetta var farsæl útgerð þar sem Guðjón var skipstjórinn, Kri- stján vélstjóri og Hörður eins kon- ar útgerðarstjóri með sjómennsk- unni. Þeir frændur minnast þessa tíma með mikilli ánægju og ekki hvað síst verunnar með Kristjáni sem alltaf létti undir með sínu góða skapi. Þegar þessari útgerð lauk réð Kristján sig til Fiskiðju- samlags Húsavíkur sem íyrr segir. Ái-ið 1955, nánar tiltekið 30. des- ember, kvæntist Kristján Kristínu Sigurbjörgu Jónsdóttur eða Stínu Boggu eins og hún var ætíð kölluð. Þau keyptu þá Rauðhól af foreldr- um Kristjáns. Síðar fluttu þau að Heiðargerði 2c. Hjónaband þeirra var farsælt enda mikil samstaða um að skapa fallegt heimili. Krist- ín var uppalin á sjómannsheimili en Jón Sörensson, faðir hennar, var annálaður aflamaður á Húsa- vík. Þau höfðu því alist upp í svipð- uð umhverfi og kannski engin furða að einkasonur þeirra skyldi leggja fyrir sig sjómennsku en hann er skipstjóri búsettur í Sand- gerði. Fyrir sex árum varð Kristín fyrir því áfalli að fá heilablóðfall og lamast. Hún var þó heima og ann- aðist Kristján hana. Hann hætti þá störfum til að geta sinnt Kristínu sem best. Það vakti aðdáun hve natinn hann var og umhyggjusam- ur og kom sér þá vel hversu lipur hann var í öllum heimilisstörfum og hversu tilbúinn hann hafði alltaf verið að ganga í öll störf. Missir Kristínar er því mjög mikill en hún má líka vera þakklát fyrir að hafa eignast svo ágætan mann og góðan félaga. Það eru menn af þeirri gerð sem Kristján var sem eru hið raun- verulega jafnvægi samfélagins. Menn sem vinna þau verk sem þarf af samviskusemi og án há- vaða. Menn sem uppfylla skyldur sínar við samfélagið og láta ekki standa upp á sig með neitt. Þannig var þessi ágæti frændi minn sem ég kveð með söknuði. Við Ingi- björg færum Kristínu, Jóni og fjöl- skyldu hans svo og systkinum Kri- stjáns og öðrum ættingjum inni- legustu samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfiröi, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. IJað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 8lÖg. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LEGSTEINAR íslensk framleiðsla Vönduð vinna, gott verð Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS JÓNSSON, Brekkugötu 28, Þingeyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði sunnu- daginn 15. ágúst. Jarðsett verður frá Þingeyrarkirkju laugar- daginn 21. ágúst kl. 14.00. Sigríður Steinþórsdóttir, Jón Júlíus Tómasson, María Ólafsdóttir, Valgerður Tómasdóttir, Grétar Ingi Símonarson, Steinþór Vigfús Tómasson, Ýlfa Proppé Einarsdóttir, Elísabet Árný Tómasdóttir, Skarphéðinn Garðarsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR AXELSSON, Lambhaga 17, Bessastaðahreppi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Kolbrún Jónsdóttir, Birna Lísa Jensdóttir, Kjartan H. Grétarsson, Frank Axel Axelsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, MÁLFRÍÐAR LÁRU JÓHANNSDÓTTUR frá Lárusarhúsi, Hellissandi, Langeyrarvegi 20, Hafnarfirði. Sverrir Örn Valdimarsson, Guðmundur Ingvi Sverrisson, Kristín Karlsdóttir, Valdimar Örn Sverrisson, Ingunn Hauksdóttir, Þórður Sverrisson, Lilja Héðinsdóttir, Lára B. Sverrisdóttir Borthne, Roald Borthne, Vilborg Sverrisdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Aðalsteinn Sverrisson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu, SIGURLÍNU ERLU KRISTINSDÓTTUR, Vallarbraut 13, Akranesi. Ykkar vinátta er okkur mikill styrkur. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Kristín Jónsdóttir, Daníel Friðrik Haraldsson, Lovísa Vilhelmína Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Jón Bjarni Jónsson, Eyrún Signý Gunnarsdóttir, Erlingur Jónsson, Hrafnhildur Erlingsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Holtsgötu 34. Guðmundur Jónsson, Elín Þórisdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.