Morgunblaðið - 18.08.1999, Side 38

Morgunblaðið - 18.08.1999, Side 38
’38 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1999 MiNNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BÁRA GESTSDÓTTIR > + Bára Gestsddttir fæddist á Þúfu í Flateyjardal hinn 14. október 1925. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Seli á Akureyri hinn 7. ágúst 1999. Foreldr- ar hennar voru Lís- bet Tryggvadóttir, f. 1904, d. 1989, og Gestur Jóhanncsson, f. 1897, d. Systkini Báru Ríigna, f. Tryggvi, f. 1930, og Sigurður, f. 1932. Hinn 8. júlí 1945 giftist Bára Jónasi Einari Einarssyni flug- umferðarstjóra, f. 22. janúar 1921, d. 23. júní 1972. Börn Báru og Jónasar eru: 1) Guðný, f. 1947, búsett í Reykjavík, gift Þorsteini Thorlaci- us. Börn þeirra eru Guðrún Tinna, f. 1971, í sambúð með Paul Allen og eiga þau einn son, Oliver; Jónas Einar, f. 1977; Þorleifur, f. 1984. 2) Gestur Einar, f. 1950, búsettur á Akureyri. kvæntur Elsu Björnsdóttur. Dóttir þeirra er Ilalla Bára, f. 1973, í sambúð með Gunn- ari Sverrissyni. 3) Hjördís Nanna, f. 1961, búsett í Svíþjóð. Dætur hennar eru Lísa, fædd 1981, Bára, f. 1991. Útför Báru fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er okkur öllum sárt að missa ástvin. Þegar það gerist er erfítt að takast á við það og erfiðast er að setja sig í spor annarra og reyna að veita huggun. Mín huggun er að skrifa kveðju til vinkonu minnar og ömmu _ unnustu minnar, kveðju til Báru Gestsdóttur. Það er aðdáunarvert að hugsa til Báru Gestsdóttur. Konunnar sem barðist svo lengi við sjúkdóma og neitaði að gefast upp en varð síðan að kveðja að lokum. Ámma Bára, eins og hún var ætíð kölluð, dvaldist síðasta æviár sitt á Hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri. Fjölskylda hennar er afar þakklát því starfsfólki sem þar starfar og annaðist hana. Það óeigin- gjama og þolinmóða starfsfólk sem þar vinnur þótti Báru einstaklega vænt um og duldist það engum. Sá ástvinur sem nú er kvaddur er vinamargur. Hún var svo heppin að vinimir bragðust henni ekki þegar á reyndi, enda var Bára einstök mann- eskja að heimsækja og þótti henni alltaf gaman að tala um heima og geima. Hún var inni í öllu. Það var ekki möguleiki að verða uppiskroppa með umræðuefni þegar Bára Gests var heimsótt í Seli. Það er ekki á neinn hallað en í öllum þeim heim- sóknum til Bára varð til innilegt sam- band á milli hennar og tengdadóttur- + Okkar ástkæra INGER ESTER NIKULÁSDÓTTIR, Birkimel 6, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 11. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. ágústkl. 13.30. Anna Fía Emilsdóttir, Kjartan Jónsson, Hulda Sigríður Skúladóttir, Karl Hallur Sveinsson, Gunnar Þór Guðjónsson, Margrét Ólöf Magnúsdóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. Björn Hólm Magnússon, Valdís Magnúsdóttir, Oddur Örvar Magnússon, Hafrún Magnúsdóttir, Elínborg Magnúsdóttir, + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við and- lát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR ANDREU MAGNÚSDÓTTUR frá Gerði, Fáskrúðsfirði. Róbert Dan Jensson, Kristbjörg M. Stefánsdóttir, Björg Dan Róbertsdóttir, Oddur K. Finnbjarnarson, Sigrún Dan Róbertsdóttir, Árni Dan Einarsson, Andri Dan Róbertsson, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Edda Dan Róbertsdóttir, Kristján J. Svavarsson, Elsa Hjaltadóttir, Jens Dan Kristmannsson, Nökkvi Dan Kristmannsson, Hjalti Dan Kristmannsson og langömmubörn. innar Elsu. Ég veit að það snart gömlu konuna mikið og sagði hún mér eitt sinn að Elsu yrði seint full- þakkað það sem hún hafði gefíð sér með heimsóknum sínum og hjálp- semi. Bára sem elskaði fjölskylduna sína, bláber, ís og Leiðarljós er horfin okk- ur. En aldrei úr huga okkar sem þekktum hana og fengum að kynnast henni. Minn tími var ekki langur með henni í samanburði við marga, en sá tími var mér dýrmætur. Þvílíkur lúmskur húmoristi var hún. Eitt sinn þegar ég og eitt af ömmubörnun hennar, unnusta mín, hún Halla Bára, voram á leið í burtu í vinnuferð eina helgina og sögðum henni frá fór okk- ar, svaraði hún að bragði að það væri í góðu lagi, við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur af henni því hún ætl- aði að taka það rólega. Konan sem lá rúmföst í marga mánuði minnti okkur hin á með kómískum hætti að meta hvað góð heilsa er dýrmæt. Nú tekur hún það rólega annars staðar. Elsku systkin, Guðný, Gestm- Ein- ar og Hjördís Nanna og aðrir ætt- ingjar og vinir. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Minningin lifir um góða og stórmerkilega konu. Gunnar Sverrisson. í dag kveðjum við Bára Gestsdótt- ur eða ömmu Bára eins og ég hef lært að kalla hana. Eftir langa legu og þrautir kom kallið og alltaf kemur það á óvart. Eftir erfiði síðustu mán- aða hefur þú nú öðlast langþráða hvfld. Tiu ára kynni er ekki mikið en á þeim tíma lærði ég að þekkja góða konu. Hún hafði ekki ráð við öllu en gat leiðbeint á brautir sem seinna reyndust farsælar. Þegar ég kynntist Nönnu dóttur hennar var mér tekið opnum örmum af öllum og ekki síst af ömmu Bára. Snemma lærði ég að þar fór kona sem fylgdist með því sem var að gerast. Þó svo að stór orð um það sem henni þótti hafi aldrei farið hátt þá komu skoðanir hennar í ljós. Hvemig fór leikurinn í gær? Þessi spuming kom oft upp í heimsóknum og alltaf vissi amma Bára hvernig hennar mönnum hafði gengið. Og ef það var eitthvað sem hún vfldi hafa skoðanir á var það einmitt leikurinn í gær. Skondin tilsvör og enn skondnari athugasemdir vora eitthvað sem alltaf mátti búast við hjá ömmu Bára og oft þannig að maður átti ekki svar á móti. Eftir að við fluttum tfl Svíþjóðar heyrðum við oft í ömmu Bára. Oftast byrjaði símtalið á því að hún spurði: „Hvemig líður Báranni minni?“ og eftir langar útskýringar og lýsingar á hvernig dótturdóttirin hefði það var spjallað um allt milli himins og jarðar. Amma Bára var eins og ömmur eiga að vera. Hún lifði fyrir barna- bömin sín og talaði mest um þau. Hún var svo sannarlega tilbúin að rétta hjálparhönd þegar þurfti og þegar hún gat. Lísa og Bára fengu að kynnast þeirri gjafmfldi sem hún bjó yfir og Báran hennar litla kemur til með að sakna pakkanna með Prins Póló og Opali og fleira frá Islandi sem ekki er hægt fá í Svíþjóð. Bára litla veit að ömmu Báru líður betur í dag og blæs sápukúlur upp í himininn til þín og Jónasar afa. Ég og Báran þín í Svíþjóð erum hjá þér og öllum í huga og hjarta í dag. Guð blessi þig. Kolbeinn Gíslason. I rökkurró hún sefur með rós í hjartastað. Sjá haustið andað hefur í hljóði á liljublað. Við bóhð blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er hðið burt úr mó. (Guðm. Guðm.) Elsku amma mín. Ég kveð þig að sinni. Takk fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér. Hvfldu í friði. Þannig er það með lífið að maður kemur og maður fer. Þó að þú, Bára mín, hafir nú yfirgefið þetta jarð- neska líf trúi ég að það sé fjarri því að þú sért farin. Ég minnist þín ávallt í hjarta mínu og veit að einhvers stað- ar úr fjarska fylgist þið Jónas, sem var þér svo kær, með þeim sem eftir lifa. I dag kveð ég móður vinkonu minn- ar, Báru Gestsdóttur, með söknuði og virðingu. Við andlát góðrar konu flæða minningamar fram og langar mig að minnast hennar með nokkram orðum. Það sem mér er efst í huga þessa stundina er þegar ég kynntist dóttur þinni, Nönnu, en þá voram við ung- Iingar. í framhaldi af því kynntist ég þér. Þú varst alltaf skemmtileg og hlý, með húmorinn í lagi og gerðir góðlátlegt grín að sjálfri þér. Alltaf tókst þú á móti mér eins og þinni dóttur. Straujaðir fötin mín og gafst mér að borða og sagðir mér skemmtilegar sögur úr bæjarlífinu á MARGRÉT HELGA VILHJÁLMSDÓTTIR + Margrét Helga Vilhjálmsdóttir fæddist í Sandfells- haga í Oxarfírði 21. desember 1923. Hún lést á Hrafnistu 12. ágúst siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Benediktsson, f. 10.5. 1879, d. 27.3. 1938, og Helga Júlí- ana Sigurðardóttir, f 24.9. 1888, d. 8.4. 1928. Systkini Mar- grétar eru Þóra Sig- urveig, f. 20.6. 1914, látin; Jóhanna, f. 24.10. 1915, lát- in; Aðalbjörg, f. 19.10. 1917, lát- in; Björn, f. 26.2. 1919, látinn; Þorbjörg, f. 19.4. 1921; Hulda Júhana, f. 7.6. 1927. Systkini samfeðra: Sigurpáll, f. 15.6. 1933, látinn; Maren, f. 17.7.1934. Margrét giftist hinn 6.11. 1943 Gunnari Jónssyni, málara, f. 6. júlí 1921, d. 22. júlí 1976. For- eldrar hans voru Jón Frímann Friðriksson, f. 4.12. 1866, d. 6.12. 1930, og Helga Jónsdóttir, f. 2.8. 1886, d. 4.10. 1961. Böm Mar- grétar og Gunnars eru: 1) Þóra Júlía, f. 13.7. 1943, látin. 2) Jón Friðrik, f. 13.6. 1946, maki Bene- dikta Ásgeirsdóttir, þau eiga átta börn. 3) Þóra Júlía, f. 23.7. 1948, maki Ómar Franklinsson, þau eiga þijú böm. 4) Karl, f. 31.5. 1951, maki Kristin Thoroddsen. 5) Jó- hann Hinrik, f. 8.8. 1953, á eitt barn. 6) Vilhjálmur, f. 15.11. 1955, maki Ragnheiður G. Hall- dórsdóttir. Þau eiga tvö böm. 7) Gunnar, f 14.3. 1961, maki Jór- unn Guðjónsdóttir. Þau eiga tvö böm. Margrét var ung tekin í fóstur af Sigurlaujgu Jósepsdóttur á Gilsbakka í Oxarfírði og ólst þar upp með 11 fóstursystkinum. Margrét vann lengi sem mat- ráðskona í Hafnarbúðum. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma, um leið og við kveðjum þig þökkum við þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Við minnumst þín sem um- hyggjusamri og jákvæðri konu sem alltaf tók vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Við þökkum þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur barnabörnunum. Elsku Margrét amma, við viljum þakka þér fyrir samveruna og biðjum guð að varðveita þig. Blessuð sé minning þín. Ég sendi þér kæra kveðju Akureyri og það sem á daga þína hafði drifið. Síðustu árin voru þér erfið, Bára mín, en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna við hlið Jónasar. Ég mun ætíð minnast þín með hlýju og þakklæti. Óska þér góðrar ferðar á ókomna braut. Megi guð varðveita þig- Elsku Nanna mín og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Minningin um góða konu lif- ir um eilífð. Kveðja, Guðrún (Dadú). Nokkum veginn á sömu klukku- stund laugardaginn 7. ágúst sl. lögð- um við, gömlu vinkonumar, í ferða- lag, ég í átta daga um hálendi Islands en Bára til bjartari og betri heima. Kynni okkar Bára hófust fyrir rúmum 40 áram þegar þau hjónin, Bára og Jónas, og tvö eldri böm þeirra fluttu í íbúð í húsi foreldra minna á Akureyri. Strax fór vel á með þessum fjölskyldum, fullorðnum jafnt og börnum. Ég minnist margra kvölda er við sátum að spilum eða röbbuðum yfir kaffibolla. Alltaf var föndrað saman fyrir jólin og laufa- brauðið bakað sameiginlega. Sérstak- lega man ég eftir kvöldunum þegar fjölskyldurnar tvær sátu saman og lituðu svarthvítar Ijósmyndir sem fað- ir minn og Jónas höfðu tekið og fram- kallað sjálfir en þeir vora báðir miklir áhugaljósmyndarar. Já, þetta vora bjartir og góðir dagar. Leiðir okkar Bára skildu eftir að ég flutti burtu frá Akureyri en við héldum þó ávallt sambandi. Seinni ár vinkonu minnar vora henni erfið, veikindi hijáðu hana og ýmislegt mótlæti. Þrátt fyrir erfiðleikana var stutt í góða skapið hennar Báru sem ég þekkti svo vel frá því í gamla daga. Ég stóð við á Akureyri í þrjár vikur nú í sumar og gat þá eytt nokkram tíma með Bára en hún var þá rúm- liggjandi á hjúkranardeild FSA í Seli, þrotin kröftum. Áttum við góðar stundir saman, spjölluðum um alla heima og geima þegar hún treysti sér til eða þögðum saman og ég hélt í hönd hennar. Fyrir þennan tíma er ég afar þakklát. Við Haukur flytjum fjölskyldu Báru innilegar samúðarkveðjur. Hið sama gera Guðrún, Jón og Dóra, og við þökkum Báru fyrir allar góðu samverastundirnar. Bára minni óska ég góðrar heimkomu og veit að vel verður tekið á móti henni af þeim sem henni þótti vænt um. María. nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá saelt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Ástarkveðjur, Katrín Lára og Helga Júlía Vilhjálmsdætur. Elsku amma. Núna ertu farin upp til himna til afa og Þóra eftir erfið veikindi. Við munum eftir ánægjulegu stundunum sem við áttum saman í Gnoðarvoginum. Þú varst alltaf svo góð við okkur og minningarnar um þig era okkur svo dýrmætar. Við söknum þín, amma, en við vitum að núna líður þér vel. Við ætlum að kveðja þig með þessum sálmi. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyr höfuð mitt með olíu bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi Guð geymi ömmu okkai-. Margrét Helga og Gunnhildur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.